Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 12
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður: Það er misjafnt. Ætli það sé ekki það að fá hausverk. Jóhanna Hrafnkelsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ég veit það eiginlega ekki. Ég er svo ánægð með lífið og er ekkert að pæla í svona hlutum. Læt hverjum degi nægja sína þján- ingu. Bogi Eymundsson sjómaður: Rangur fréttaflutningur í fjölmiðl- um fer mest í taugarnar á mér. Þegar fréttamenn rangtúlka mál og tala bara við annan aðila máls en ekki hinn. Bjarni Kristjánsson nemi: Ætli það sé ekki veðrið eins og það hefur verið undanfarna daga. Þórunn Snorradóttir kennari: Svona spurningar. SPURNINGIN Hvað fer mest í taugarnará þér? SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Gerðar eru tilraunir með ræktun ýmissa sjaldgæfra grænmetistegunda í skólanum. Á myndinni er Fjóla Grétarsdóttir með kínverskt grasker, ræktað af fræi frá kínverska sendiráðinu. Garðyrkjuskóli ríkisins Garðrækt í fimmtíu ár 50 ára afmœlishátíð garðyrkjuskólans verðurhaldin á laugardag. Garðyrkjusýningítilefnidagsins verður opnuð ogþingað um garðyrkjumál á Hótel örk Frá gróðurskálanum sem er inni í miðri byggingu Garðyrkjuskólans GarSyrkjuskóli rikisins að Reykjum í Ólfusi á 50 ára afmæli á þessu ári. A laugardaginn verð- ur haldin afmælishátíð fyrir fyrr- verandi og núverandi nemendur og starfsmenn skólans, garð- yrkjumenn, boðsgesti og velunn- ara skólans og Reykja. Þá um ieið verður opnuð garðyrkjusýning í skólanum sem síðan verður opin fyrir almenning frá 20. til 27. ág- úst. Garðyrkjuþing verður hald- ið að Hótel Örk dagana 21. til 22. ágúst en aðalmál þingsins verður staða og framtíð íslenskrar garð- yrkju. Þing þetta er haldið í minningu Unnsteins Ólafssonar fyrsta skólastjóra skólans. í til- efni þessara tímamóta hefur einn- ig verið hafin ritun á sögu Reykja og Garðyrkjuskólans ásamt nem- enda og kennaratali og er stefnt að því að hún verði gefin út á næsta ári. Jörðin Reykir er einn af helstu sögustöðum á Suðurlandi og saga hennar mjög merk. Árið 1930 keypti ríkissjóður Reykjatorfuna í Ölfusi en til hennar heyra fimm jarðir, þar sem Reykir er aðal- jörðin en alls er landið um 3600 ha. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi menntamála- ráðherra sem beitti sér fyrir kaupunum. Nýtt skólahús var tekið í not- kun árið 1976 og í fyrra var stað- fest deiliskipulag heimalands Garðyrkjuskólans. Samkvæmt því hefur verið unnið að stór- aukinni trjá- og skógrækt, vegir og stígar lagðir og tilraunir í trjá- rækt hafnar. Nú er verið að ljúka við skipulag að svæðinu umhverf- is skólabyggingarnar og að skrúð- kennslu- og tilraunagarði sem á að koma í kringum skólahúsið og tengjast trjáplöntusafni sem vísir er kominn að. Lögð hefur verið á það áhersla að á skólastaðnum mætist sagan, nútíminn og framtíðin. í þessum tilgangi hefur m.a. verið ákveðið að varðveita gamla skólahúsið og gera það að safni varðandi sögu Reykja, skólans og íslenskrar garðyrkju. Ennfremur verður þar fræðslustofa fyrir sögu, nátt- úrufar og lífríki svæðisins. Að þessu verður unnið á næstu árum. Á meðan á garðyrkjusýningunni stendur verður gamla skólahúsið opið sýningargestum þar sem gömlum verkfærum og vélum hefur verið haldið til haga. Nemendum við Garðyrkju- skólann hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og á síðasta skólaári stunduðu 35 nám í skól - anum.Þá var tekin upp kennsla í umhverfisvernd sem aðalgrein námsbrautar, og er það í fyrsta skipti hérlendis sem boðið er upp á það svið sem aðalgrein. Niðurstöður könnunar sem gerð var árið 1982 sýnir að garð- yrkjunámið hefur skilað sér mjög vel út í atvinnugreinina,, því yfir 75% útskrifaðra nemenda starfa við garðyrkju. Framtíðarhorfur greinarinnar ættu líka að vera nokkuð góðar nú á tímum aukinnar grænmetisneyslu og al- menns áhuga fólks á blómum og öðrum gróðri. Á sviði umhverfis og náttúruverndar bíða einnig stór verkefni fyrir garðyrkjufólk. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.