Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 9
SKÁK Jón L. Árnason íslandsmeistari í skák fyrir árið 1988 Einvígi hinna glötuðu tækifæra .. HHIIIIIIIM ~~— 34. Re6 Einvígið um Islandsmeistara- titilinn milli Jóns L. Árnasonar og Margeirs Pétursonar 1988 tók loksins enda sl. þriðjudagskvöld er Jón L. Árnason vann áttundu skák einvígisins og lauk þar með bráðabananum sem þeir félagar hófu að afloknu Norðurlanda- mótinu í skák í Finnlandi. Er ein- víginu lauk var eitt ár frá því að keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands ’88 hófst. Lokatölur urðu 4V2:3l/2. Nafngiftin „einvígi hinna glötuðu tækifæra“ er ekki fjarri lagi, því báðir klúðruðu upp- lögðum tækifærum. Jón var þó alltaf heldur nær sigri. Hann náði forystunni með auðveldum sigri í 1. skákinni, Margeir átti unnið tafl í þriðju skákinni, en lék hrottalega af sér og varð að verj- ast af nákvæmni til að halda jöfnu. í fjórðu skákinni tókst honum að vinna með svörtu og jafna metin á síðustu stundu. Þeir tefldu tvær skákir til viðbótar. Margeir fékk gott tafl í fimmtu skákinni, en lék því öllu niður og Jón var sennilega með auðunna stöðu sem hann klúðraði. Sjötta skákin var viðburðasnautt jafn- tefli og svo héldu þeir til Finn- lands. í sjöundu einvígisskákinni náði Jón að jafna taflið, en varð á óná- kvæmni, og Margeir átti frábæra vinningsmöguleika en tefldi ón- ákvæmt og Jón hélt jöfnu. Áttunda og síðasta skák þessa einvígis verður tekin til meðferð- ar hér. í Maroczy-afbrigðinu, sem margoft hefur áður komið upp í viðskiptum þeirra félaga, fylgdi Margeir rangt eftir athygl- isverðri peðsfórn. Jón hirti peð- ið, lék ákveðið og nákvæmt og byggði upp vinningsstöðu. Þó hann hafi kannski ekki ratað stystu leiðina að settu marki var úrvinnslan skammlaus og þarna tefldi hann sína bestu skák í ein- víginu. Þess vegna kom frétt Morgunblaðsins um úrslitin nokkuð á óvart. Var þar óneitan- lega gert heldur lítið úr afreki Jóns. Margeir er lítill greiði gerð- ur með þessháttar réttlætingu á tapi sínu og þarf ekki á slíku að halda. 8. einvígisskák: Jón L. Árnas. - Margeir Péturss. Sikileyjarvörn 1. e4-c5 4. Rxd4-g6 2. Rf3-Rc6 5. c4-Rf6 3. d4-cxd4 6. Rc3-d6 40. Kd3 Jón L. Árnason. 7. Be2-Rxd4 10. De3-Be6 8. Dxd4-Bg7 11. Hcl 9. Bg5-0-0 (Endurbót Jóns á taflmennsku sinni í 2. skák þar sem hann lék 11. 0-0). 11. ...-a6 13. cxb5-axb5 12. 0-0-b5!? 14. a3!-Db8? (Ónákvæmur leikur. Eftir 14. ... Ha5 er staðan óljós. Þá má svara 15. Bxb5 með 15. ... Rxe4! og 15. Rxb5 Db8 eða 15. ... Rg4. Kann- ski leikur hvítur best 15. Hal sem hótar 16. b4 o.s.frv.) 15. Bxb5 (Óhræddur hirðir Jón peðið. Margeir á ýmsa möguleika og sá vænlegasti er sennilega 15. ... Rg4 16. De2 d5 17. g3 Re5! með flókinni og óljósri stöðu. 15. ... Rxe4 er hinsvegar lakara því hvít- ur getur tryggt sér frumkvæðið með 16. Rxe4 Dxb5 17. Bxe7.) 15. ...-Hc8? 16. a4-Db7 19. Be3-Da5 17. Hfel!-Hc7 20. Bd2-Da7 18. De2-Db6 21. b4 (Frípeðin renna af stað og Mar- geir hefur engin mótfæri.) 21. ... Dd4 25. f4-Dh5 22. Bd3-H7c8 26. Dxh5-gxh5 23. Rb5-Db2 27. a5 24. Hbl-De5 (Eftir drottningaruppskiptin er staða svarts hartnær vonlaus.) 27. ... Bc4 31. b5-Ha4 28. Bxc4-Hxc4 32. b6-Re4 29. Hbcl!-Hxe4 33. b7-Hb8 30. Rc7-Hc8 (Krísuvíkurleiðin. Mun fljótvirk- ara var 34. Hxe4! Hxe4 35. Re6! Bd4+ 36. Kfl Bc5 37. Rxc5 dxc5 38. a6 Ha4 39. Hxc5 og svartur getur gefist upp.) 34. ... Rc5 37. Kfl-Ha2 35. Rxc5-dxc5 38. Ke2 36. Hxe7-Bd4+ (38. Bel ásamt - f5 og - Bg3 var einfaldara.) 38. ...-Kg7 39. Hc7-Kf6 ^Tímamörkunum var náð og enn átti Jón einfaldari leið: 40. Kdl! ásamt - Hbl og - Hc8.) 40. ...-Ke6 45. Kc2-Ha2+ 41. f5+-Kxf5 46. Kb3-Hb2+ 42. Hfl+-Ke6 47. Ka3-Hb4 43. Hfxf7-Bf6 48. Hxf6+-Kxf6 44. Bf4-Ha3+ 49. Hc6+ - og svartur gafst upp. Urslitin í einvíginu þýða að bikarinn sem Guðmundur Ara- son gaf til keppninnar í landsliðs- flokki fyrir röskum 20 árum verð- ur enn í umferð. Margeir átti möguleika á því að vinna þriðja árið í röð. Keppni í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands fyrir þetta ár hefst væntanlega í næsta mánuði. Salovog Kasparov efstir í Skellefta Að loknum fjórum umferðum á heimsbikarmótinu í Skellefta í Svíþjóð hefur heimsmeistarinn Garrí Kasparov skotist upp í efsta sætið þó hann hafi misst niður í jafntefli unna stöðu gegn Robert Hubner í þriðju umferð. Úrslit í 4. umferð urðu þau að Kasparov vann Short en jafntefli varð í öðr- um skákum þ.e. hjá Karpov og Portisch, Ribli og Vaganian, Nik- olic og Ehlvest, Andersson og Sax, Hubner og Salov, Tal og Seirawan og Kortsnoj og Nunn. Staðan að loknum fjórum um- ferðum er þá þessi: Biðskákum úr fyrri umferðum hefur lokið með jafntefli nema skák Andersson og Tal og hefur heimamaðurinn betri stöðu. Staða á mótinu er þá þessi: 1.-2. Salov og Kasparov 3 v. 3.-4. Ehlvest og Portisch 2Vi v. 5.-11. Karpov, Short, Sax, Nunn, Nik- olic, Hiibner og Seirawan 2 v. 12. Andersson IV2 v. + biðskák 13.- 14. Vaganian og Ribli IV2 v. 15. Tal 1 v. + biðskák. 16. Kortsnoj Vi v. Fimmta umferð mótsins fer fram í dag. VIÐHORF Framhald af bls. 5 samræma hann. Dani og Breta langar raunar enn eina EB-þjóða að halda í fyrri gjaldmiðil sinn; hinar þjóðirnar 10 virðast sem best sáttar við nýja EB- gjaldeyrinn ECU. En ólík menn- ing og ólík tungumál eru líka far- artálmi því frjálsa flæði fólks, varnings og fjármagns, sem er helgari en allar aðrar kýr í fjósi EB. Og menningarleg samræm- ing er svarið, og það ætti Uffe ekki að vera ókunnugt um. Árið 1988 var u.þ.b. 8 milljónum Bandarikjadala varið til hennar, fé, sem sótt er í vasa skattgreið- enda aðildarríkjanna, vitaskuld. Hefur hann gleymt sjónvarps- lögum EB, sem kveða á um að a.m.k. 50% sjónvarpsefnis í EB- löndum skuli framleitt innan EB? Og gleymt því að í Danmörku hafa til þessa gilt allt önnur sjón- varpslög? Man Uffe ekki, að tungumála- kennslu í skólum Evrópubanda- lagsins á að samræma að einum og sama staðli, „LINGUA- kerfinu", þar sem tungur EB skulu ekki aðeins sitja í fyrirrúmi, heldur skulu EB-nefndir einnig hafa eftirlit með móðurmáls- kennslu innan hvers aðildarnkis? Kannast Uffe ekki við hin kröft- ugu mótmæli dönsku kennara - samtakanna gegn þeim ráðstöfun- um á þessu ári? Eða horfum til íþróttanna. Árið 1992 verða næstu Ólympíuleikar háðir. EB hefur beitt sér mjög fyrir því, að þar mæti EB til leiks sem ein heild, klæðist EB-búningum og gangi inn á völlinn undir tólf- stjörnufánanum, en skilji þjóð- fánana eftir heima. Undirtektir hafa reynst misjafnar; óvíst hvort þetta tekst, en tilgangurinn virð- ist allljós. Poul Schluter, skoðanabróðir Uffe um ágæti EB hefur raunar margoft látið þá skoðun í ljósi, að „skeið þjóðríkj- anna“ sé löngu á enda runnið. Og í sjónvarpsþætti nýverið þótti Helmudt Schmidt það ekki nema notaleg tilhugsun, að árið 2000 yrði enska orðin aðaltungumál í löndum Evrópubandalagsins. Orð Uffe í tengslum við þetta allt hljóma nokkuð kynduglega. „Ég tel miklu fremur að hinn sam- eiginlegi markaður eigi eftir að ryðja þeim tálmum úr vegi sem hindrað hafa þjóðleg sérkenni í að breiðast út.“ Hugsi svo hver sitt um þá „útbreiðslu”. Og hvað hefur í raun tálmað slíkri út- breiðslu til þessa? En ályktun Uffe: „Þannig að ég hef enga trú á því að hið þjóðlega eigi eftir að hverfa og einhver samevrópsk menning taki við.“ Kannski hefur Uffe ekki veitt eftirtekt áróðurs- spjaldi, sem víða mátti sjá á veggjum húsa í EB-löndum fyrir kosningamar í sumar; mynd af litlum brosmildum dreng með bláa húfu, prýdda 12 stjörnum, og fyrir neðan setningin: „Mam- ma, þegar ég verð stór, ætla ég að verða Evrópumaður.“ Leiti menn svo að heilli brú í þessu. Leiti menn einnig að einni stað- festingu í verki á eftirfarandi: „Það er líka yfirlýst stefna EB í menningarmálum að leggja áherslu á að aðstoða minni fSa) Fjórðungssjúkrahúsið vHJ á Akureyri Viljum ráða fóstru í fullt starf á barnaheimilið Stekk frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar veita Sigurjóna Jóhannes- dóttir, forstöðukona og Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100 Byggðastofnun Fasteign til sölu í Vík Byggðastofnun auglýsir til sölu fasteignina Sunnubraut 21 í Vík í Mýrdal (áður eign Nýlands hf.). Húsið er á tveimur hæðum (2. hæð inn- dregin) með steyptum grunni að grunnfleti 256,8 m2. Burðarbitar hússins eru úr límtré og með klæðningu frá Berki hf., Hafnarfirði. Hugs- anlega hægt að flytja húsið úr stað. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Byggðastofnunar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík fyrir 5. sept- ember n.k. Þjóðarbókhlaðan Tilboð óskast í tæki í loftræstirými og frágang þeirra í húsi Þjóðar- bókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. janúar 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með 25. ágúst 1989 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. ágúst 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844 Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! aUMFERÐAR RÁÐ samfélög sem eiga í vök að verj- ast.“ Hér þurfa menn að taka á fyrr en þeir trúa. Kannski hefur Uffe þá í huga aðstoð á borð við kaup EB á veiðileyfum í græn- lenskri lögsögu. Raunar kann ég að nefna eitt dæmi um „EB- aðstoð“ við „minni samfélög, sem eiga í vök að verjast.“ Það er örlítill bæklingur á írskri gelísku, sem EB dreifir ókeypis til barna- og unglingaskóla í Irlandi og ber nafnið „Evrópa fólksins". Boð- skapur áþekkur því, sem Uffe hefur að færa í Morgunblaðinu. En Uffe kveðst vera íslands- vinur; viðmælandi getur þess að hann muni þekkja betur til lands- ins en nokkur annar danskur stjórnmálamaður. Og Uffe „les íslendingasögurnar að staðaldri og finnst yndislegt að ferðast um landið, og ekki síst renna fyrir fisk. Saga íslensku þjóðarinnar er líka heillandi, ég hef lesið ís- landsklukkuna margoft og þekki því þann hluta sögunnar vel, hmmmm...“.' Hef lesið íslandsklukkuna og það margoft. Einhverju hlýtur Uffe samt að hafa gleymt af þeim lestri líka. Má ekki í þeirri bók sjá mynd þeirrar þjóðar, sem lýtur yfirráðum voldugra aðila og fjar- lægra og hlýðir lögum, lætur jafnvel líf sitt vegna laga, sem hún hlýðir nauðbeygð? Lætur höfundur bókarinnar ekki í ljós skoðun sína á feitum þrælum? Þrælum Hamborgarkaupmanna? Og skilningi danskra embættis- manna á íslenskum högum? Rámar Uffe í það? Og var um- rædd klukka, þessi eina eign þjóðarinnar, ekki mölvuð á Þing- völlum og brot hennar flutt í skip, þannig að hún gæti nýst þáver- andi hagsmunum meginlands- búa? íslandsklukkan á fullt erindi við fólk okkar tíma og er því ætl- uð. En Uffe virðist dálítið gleyminn. Ef til vill hefur hann ekki lesið íslandsklukkuna nógu oft. Jón Gunnarsson er lektor í H.l. Fimmtudagur 17. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.