Þjóðviljinn - 21.01.1992, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.01.1992, Qupperneq 1
—?---------------------- Ovissa í strandsiglingum Það voru tækniframfarir og umbylting í samgöngumálum sem ollu þvi að ríkið hlaut að hætta að leggja fram fé til vöruflutninga og þjónustu með ströndinni, eins og það á sínum tíma lagði niður far- þegaflutninga, sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í sérstök- um umræðum um Rikisskip á Alþingi í gær. I skýrslu hans kemur fram að eng- in trygging er fyrir því að sama þjón- ustustigi og áður verði haldið uppi við afskekktari byggðir, þótt Samskip yf- irtaki reksturinn a hluta, og ljóst er að strandflutningar á milli Norður- og Austurlands munu leggjast af með niðurlagningu fyrirtækisins. Þá er ljóst að atvinnuleysi og óvissa bíður nú flestra starfsmanna Ríkisskipa. I umræðunum var ráðherra gagn- rýndur fyrir að taka slíkar steífiumark- andi ákvarðanir með Ieynd og án sér- stakrar umfjöllunar á Alþingi. I skýrslu sinni sagðist ráðherra hafa notið ráðgjafar Endurskoðunar Akureyrar hf. sem er endurskpðunar- fyrirtæki tengt Eimskipafélagi Islands. Hafði endurskoðunarfyrirtækið sett ffam 3 valkosti: breytt rekstrarform þar sem þjónusta væri einskorðuð við afskipta staði, sölu á fyrirtækinu til að- ila er vildi annast reksturinn, eða að leggja niður fyrirtækið í áfongum. I máli Kristins H. Gunnarssonar, stjómarmanns Ríkisskipa, kom ffam að skýrsla Endurskoðunarfyrirtækisins hefði kostað um 200.000 kr. blaðsíðan eða 2,5 miljónir. Guðrún Helgadóttir sagði í um- ræðunni að hér væri um fullkominn hráskinnaleik að ræða. Sagði hún að ráðherra hefði hunsað starfsmenn Rík- isskipa, landsbyggðarfólkið sem notið hefði þjónustu fyrirtækisins og sjálft Alþingi með meðferð sinni á málinu og að þess yrði væntanlega skammt að bíða að nafnið á kaupanda Esjunnar, Samskip, myndi breytast og Ei- koma í staðinn fyrir Sa-. Eyjólfirr Konráð Jónsson, fúlltrúi undirbúningsnefndar að stofnun al- menningshlutafélags um Ríkisskip, sagði að hætta væri á einokun í innan- lands- og millilandasiglingum hér á landi. Hann sagði að samningar við Samskip hefðu verið gerðir án vitund- ar undirbúningsnefndar um almenn- ingshlutafélag en sagðist óska þess að Samskip yrðu í ffamtíðinni öflugt al- menningshlutafélag er tiyggt gæti eðlilega samkeppni i siglingum hér á landi. Steingrimur J. Sigfússon sagði það óhæfú að tekin skyldi ákvörðun um endalok þessarar þjónustu við landsbyggðina án sérstakrar faglegrar umfjöllunar á Alþingi. -ólg. 9-10 vindstig mældust á suðvestanverðu landinu í gærdag og fór vindhraðinn í einstökum hviðum upp í 64 hnúta. Reykvíkingar, ungir sem aldnir, áttu fullt í fangi með að berjast gegn rokinu. Miljónatjón varð I Hafnarfiröi þegar byggingarkrani féll um koll. Lögreglan í Reykjavík þurfti að aka skólabörnum í Grafarvogi heim að dyrum. Mynd: Kristinn. 7 ASI gagnrýnir verðhækkanir Kópavogsbæjar Við spörum bæjarbúum útsvar uppá á annað hundrað milj- ónir, ef miðað er við þær hækkanir sem verða annars stað- ar. Hækkun vatnsskattsins er bara örfáar krónur miðað við hvað við hefðum getað aukið álögurnar á bæjarbúa, sagði Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, aðspurður um áskorun Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambandsins, um að bærinn I bréft til bæjarstjórans í Kópa- vogi segir Ásmundur Stefánsson að samkvæmt upplýsingum ffá skrif- Afgreiðsla Þjóðviljans Sú breyting hefúr verið gerð á opnunartima afgreiðslu blaðsins, að ffamvegis verður hún opin frá klukkan 8 til klukkan 16, mánu- daga til föstudaga. Lokað á laugar- dögum. Blaðberar og aðrir sem eiga daglega erindi við afgreiðsl- una eru beðnir að taka mið af þessu. stofú Kópavogsbæjar hafi álagriing- arhlutfall fasteignaskatts lækkað úr 0,50% í 0,485%. Samtímis haft álagningarhlutfail vatnsskatts hækk- að úr 0,13% í 0,20%. Þar eð um sama gjaldstofn sé að ræða sé ein- faldast að líta á álagninguna í heild og hafi því sameiginleg álagning þessara hða hækkað úr 0,63% í 0,685% sem sé 8,7% hækkun þess- ara gjalda umffam verðjagshækkun. Ennífemur bepdir Ásmundur á í bréft sínu að >rÁ síðasta ári var Kópavogskaupstaður eitt af þeim sveitarfélögum sem hækkuðu fast- eignagjöld langt umfram verðlags- hækkanir. Það er því þeim mun al- varlegra að Kópavogskaupstaður skuli nú, að því er virðist eitt sveit- arfélaga, hækka gjöldin langt um- ffam, almennar verðlagshækkanir." Ásmundur segir að stöðugleiki haldist því aðeins að allir leggist á eitt, en ekki ef sumir nýti sér það svigrúm sem aðrir gefa til að auka sinn hlut. „Það skiptir því miklu að Kópavogskaupstaður hlaupist ekki undan merkjum á þann hátt sem hér hefúr gerst,“ segir Ásmundur í bréft sínu og skorar um leið á bæiarstjóra Kópavogs að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar. Sigurður Geirdal sagðist að- spurður ekki gefa mikið fynr þetta bréf ffá Ásmundi. Hann teldi það í raun forkastanlegt að stór felags- samtök eins og Alþýðusambandið skiptu sér af innri málum kaupstað- arins eins og hér væri um að ræða. - Nágrannasveitarfélög okkar hafa verið að hækka útsvarsprósent- una hjá sér en um það er ekkert sagt. Við tókum þá ákvörðun að gera það ekki heldur höldum henni í 6,7% eins og hefur verið. Ef við hefðum hækkað útsvarið eins og við máttum era hefði það verið aukin skatt- eimta uppá á annað hundrað milj- ónir. Þess í stað ákváðum við að Iækka fasteignaskattinn og hækka vatnsskattinn til samræmis við Hafnarfjörð t.d. Sameiginlega munu því þessir liðir hækka um 6-7 milj- ónir. Það sjá allir að það munar tölu- verðu á þeirri tölu og á annað hundrað miljónum sem við heföum getað hækkað skatta hjá bæjarbúum, sagði Sigurður. Aðspurður hvort bærinn tæki þessa ákvörðun til endurskoðunar eins og forseti ASI fór ffam á í bréfi sínu, sagðist Siguróur ekki skilja þennan áhuga ASI á málefnum Kópavogs. Það mælti enginn því mót þegar Hafnarfjörður hækkaði útsvarspró- sentu bæjarins úr 6,7% í 7,5%, sagði Sigurður. -sþ Leikskóli á hrak- hólum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.