Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 6
Vegið að íslenska skólakerfinu AÓlafur Gíslason skrifar Nú gerist skammt stórra högga á milli á hinu háa Alþingi í mennta- málum þjóðarinnar. Fyrst eru samþykkt fjárlög sem boða flatan niðurskurð í grunnskólum upp á 180 milj- ónir og um 130 miljónir í framhaldsskólum, og síðan er lagt fyrir þingið „Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum", Bandormurinn svokaUaði, sem í raun ógUd- ir í veigamiklum atriðum núgUdandi lög um grunnskóla, sem Aiþingi samþykkti með samstöðu allra stjórnmálaflokka á síðast- liðnu vori. Þar sem mál þessi hafa verið flækt í með- förum þingsins og blandað saman við óskylda hluti, þá skal hér reynt að greiða úr flækjunni og greina frá, hvílíka óhæfu er hér verið að fremja gagnvart íslenska menntakerfinu, böm- um og bamafjölskyldum þessa lands. Flati niðurskurðurinn 270 kennarastöður þegar allt er talið. Til sam- anburðar má nefha að kennarastöður á Vest- fjörðum eru 140. í nefndarálitinu segir einnig: ,JRáðherra staðfesti á fundi menntamála- nefndar, að til umræðu væri að aka nemendum á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu, en sá kostnaður lendir á viðkomandi sveitarfélög- um... Hugmyndir ráðherrans um akstur á nem- endum á milli skóla sýna svo ekki verður um villst, að til stendur að fækka bekkjum og flytja þá nemendur sem „afgangs" verða, í aðra skóla, þar sem þeim verður deilt niður á bekki. Þetta er fyrirkomulag sem óveijandi er að bjóða bömum upp á. Þær spumingar vakna hvort yfirleitt séu kennslustofur fyrir svo stóra bekki í skólum landsins, og hvort virkilega sé ætlunin að troða bömum í skólastofur eins og rollum í rétt?“ í niðurlagi álitsgerðar minnihluta mennta- málanefhdar Alþingis segir: „Því miður hefur núverandi rikisstjóm markað stefnu sem gengur þvert á æskilega þróun. Hún situr við að saga af alla vaxtar- brodda og höggva á þær rætur, sem eiga að næra íslenskt þjóðlíf. Að þessu sinni em það bömin sem gjalda niðurskurðarins og er þar ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Hér er um ranga steíhu að ræða og aðgerðir sem verður að stöðva áður en alvarlegt tjón hlýst af. Því leggjum við til að allar niðurskurðartillög- ur ríkisstjómarinnar í skólamálum verði felldar út úr frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkis- fjármálum." Bréf Kennarasambandsins í bréfi Kennarasambands Islands til alþing- ismanna frá 3. desember sl. er vakin athygli á alvöru þessa máls. Þar segir m.a.: .d’egar nýju grunnskólalögin vom í undir- búningi og umíjöllun Alþingis á síðasta ári náðist um þau breið samstaða allra þingflokka. Þingmenn lýstu þannig vilja sínum til að tryggja farsælt skólastarf til framtíðar og festa í lög skipulag skólastarfs sem er í samræmi við þróun þjóðfélagsins á undanfömum árum... Með nýju grunnskólalögunum var m.a. stefnt að einsetnum gmnnskóla, samfelldum sjö stunda skóladegi og fækkun nemenda í stórum bekkjardeildum. Þessi ákvæði vom fyrst og frernst nemendum til hagsbóta og tryggðu þeim markvissari menntun, en komu auk þess til móts við þarfir þjóðfélags sem byggir á vinnuframlagi beggja foreldra. Með frumvarpi um ráðstafanir í n'kisljármálum ráðgera núver- andi stjómvöld að fresta eða fella niður öll jæssi mikilvægu ákvæði op mörg fleiri. Við slíkt ábyrgðarleysi verður ekki unað. Kennarasamband Islands mótmælir því harð- lega að lagaákvæði, sem samþykkt hafa verið og kynnt foreldmm og kennurum, skuli gerð marklaus sem nú er ráðgert. Kennarasamband Íslands heitir á alþingis- menn að standa vörð um þær breytingar á grunnskólalögunum, sem allir þingflokkar vom sammála um á síðastliðnu vori. og tryggja skólastarfinu fjárveitingar í samræmi við lög um grunnskóla ffá 1991.“- Rétt er að hafa í huga að um tvíþætt mál er að ræða: annars vegar þegar samþykkt fjárlög sem kveða á um flatan niðurskurð á fjárfram- lögum til skólanna, sem í raun þýðir fækkun stöðugilda og minna námsframboð, og hins vegar lagabreytingu, sem enn er til meðferðar á þinginu, og felur í sér veigamiklar breytingar. á gildandi lögum um gmnnskóla og ætlað er að spara ríkissjóði sérstaklega 80 miljónir króna á yfirstandandi ári og um 100 miljónir á næsta ári á grunnskólanum einum. Skólastarf er þess eðlis að kostnaður er nær allur fólginn í launum starfsfólks, og flatur nið- urskurður á fjárveitingu til gmnnskólans kem- ur því nær allur fram sem fækkun stöðugilda eða kennslustunda. Nú hefur verið ákveðið að þessi flati niðurskurður komi fyrst til fram- kvæmda á haustönn, og flytjist á allt skólaárið 1992-93. Samkvæmt útreikningum Kennara- sambands Islands jafngilda 180 miljónir 159 stöðugildum í gmnnskólanum á heilu skólaári. í kennslutíma reiknað nemur þetta 166.000 kennslustundum. Þetta mun þýða að kennslu- framboð á bekkjardeild vcrður minnkað um tæpar 3 kennslustundir á viku í 3.-10. bekkjar- deild í öllum gmnnskólum landsins. Er þá bara talinn niðurskurður samkvæmt fjárlögum. Skipting eftir landshlutum Flatur niðurskurður í framhaldsskólum Samkvæmt upplýsingum fjármálaskrif- stofu mcnntamálaráðuncytisins jafngildir flatur niðurskurður í framhaldsskólum öðmm cn há- skólanum 110 stöðugildum, cn það samsvarar því að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti yrði lagð- ur niður, þar sem em 120 stöðugiidi. I minnis- blaði frá fjármálskrifstofunni er bcnt á nokkrar leiðir til að mæta þessum niðurskurði. Mcðal þeirra em eflirfarandi: - Ekki verði um neitt nýtt námsframboð að ræða í ncinum skóla. - Felld verði niður takmörkuð verkleg kennsla á fámennum námsbrautum og í fá- mennum námshópum og valgreinahópum. - Fækkað verði vikulcgum kennslustund- um sem hver nemandi getur tekið t.d. þannig að hámark sé sett á 40 stundir í verknámi og 34-5 í bóknámi. - Hertar verði reglur um lágmarksfjölda ncma í verklegu og bóklegu námi, og þeim reglum fylgt eftir af hörku. — Viðmiðunarreglur um starfsmagn í ffarn- haldsskólum verði endurskoðaðar, jafhffamt því sem stjómunarstörf verði skilgreind betur en nú er. - Fækka vikulegum kennslustundum í fög- um/námsgreinum, þannig að námsgrein sem áður var kennd t.d. í 6 stundir á viku yrði kennd í 4-5 að óbreyttu námsefhi. - Hámarksljöldi nemenda við hvem skóla verði ákveðinn og tryggt að ekki verði teknir inn nemendur umffam það hámark, nema fjár- veiting sé tryggð til að mæta auknum kostnaði sem af fjölgun kann að hljótast. — Endurmetið verði framboð á ýmiskonar fullorðinsfræðslu, s.s. kennslu í öldungadeild- um og meistaranámi. í krónum talið er niðurskurðurinn til fram- haldsskólanna um 213 miljónir eða 5,22% frá fyrra ári. Sem dæmi er fjárveiting til Mennta- skólans í Hamrahlíð skorin niður um rúmar 11 miljónir og Fjölbrautaskólans í Breiðholti um tæpar 19 miljónir og Iðnskólans í Reykjavík um 23 miljónir. Bandormurinn Bandormurinn svokallaði, sem hcfur verið til mcðferðar á Alþingi undanfamar vikur, heit- ir fullu nafni „Fmmvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum“. Bandormur þessi hefur að gcynta lagabreytingar á mörgum ólíkum svið- um íslcnskra laga, og það er dæmigcrt um þá virðingu sem stjómvöld sýna menntakerfinu í landinu, að það skuli vera ætlun þeirra nú að framkvæma veigamikl- ar gmndvallarbreyting- ar á íslenska skólakcrf- inu í skjóli þcssa frum- varps, án þcss að það fái viðcigandi faglega mcðferð til dæmis inn- an ramma þcirra breyt- inga sem mcnntamálaráðhcrra hcfur hvort sent cr boðað að séu í vændum á sjálfum gmnn- skólalögunum. Það mun vcra yfirlýst markmið Bandorms- ins aö ná frani samtals 80 miljón króna spam- aði í gmnnskólanum umfram þær 180 miljónir scm koma til framkvæmda samkvæmt fjárlög- um. Þannig á samanlagt að skcra 260 miljónir af gmnnskólanum. Meginmarkmiðið cr að fresta gildistöku nokkurra ákvæða í nýju gmnnskólalögunum eins og fækkun ncmcnda í bckkjardcildum. Þá em fclld niður ákvæði nýju grunnskólalaganna frá síðasta vori um að stcfnt skuli að einsetnum skóla á 10 ámm og að skólamálsverðir komi til framkvæmdar á 3 ámm. Og það sem sérstaka athygli vckur: í þcssu frumvarpi um „ráðstaf- anir L ríkisfjármálum" cr gcrð sú gmndvallar- brcyting á grunnskólalögunum, að vikulcgur kennslutími á bekk í gmnnskólum skuli ekki Icngur (ryggður í lögum, heldur skal hann vera ákvcðinn mcð reglugcrð menntamálaráðuncyt- isins frá ári til árs! Ef litiö er á hlutfallslcga skiptingu niður- skurðarins cílir landshlutum kemur eftirfarandi í Ijós: □ í Reykjavík tapast 38 stöðugildi eða sem samsvarar Ölduselsskóla í Breiðholti. □ A Reykjanesi tapast 32 stöðugildi eða sem r samsvarar Lækjarskóla í Hafnarfirði □ A Vesturlandi tapast 10 stöðugildi eða sem samsvarar Gmnnskólanum á Hellissandi. □ A VestQörðum tapast 7 stöðugildi eða sem samsvarar Gmnnskólanum á Flateyri. □ A Norðurlandi vestra tapast 7 stöðugildi eða sem samsvarar Gmnnskólanum á Hofsósi. □ Á Norðurlandi eystra tapast 15 stöðugildi eða sem samsvarar Oddeyrarskóla á Akureyri. □ Á Austurlandi tapast 9 stöðugildi cða scm samsvarar gmnnskólunum á Eiðum og Bakkafirði. □ Á Suðurlandi tap- ast 12 stöðugildi eða sem samsvarar gmnnskólunum í Vík og í Vcstur-Landcyj- um. Rétt er að taka það fram, að hér er stöðugildið rciknað sem 35,4 kcnnslustundir á viku cða með inni- falinni 22% yfirvinnu. Þannig talin cm stöðu- gildin samtals 130 í stað 159. Að þessu sinni eru það börnin sem gjalda niðurskurðarins og er þar ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi mikilvæga ákvörðun virðist hafa ver- ið tekin án alls faglegs samráðs eða umíjöllun- ar, enda harðlega mótmælt af stéttarfélögum kennara og skólastjóra. Vinnandi fólk hér á Islandi býr við vinnu- málalöggjöf, þar sem m.a. er ákveðið hvað skuli teljast eðlileg vinnuvika. Það telst ekki eðlilegt að slíkt sé geðþóttaákvörðun vinnu- veitenda í hveiju tilfelli. En gmnnskólanemar á Islandi hafa engan samningsbundinn rétt og skulu því settir undir geðþóttaákvarðanir stjómvalda hveiju sinni. Það mun trúlega leit- un á annarri eins hugmynd og þessari meðal siðmenntaðra þjóða. Og ömgglega einsdæmi að jafn afdrifarík ákvörðun hafi verið ákveðin á þjóðþingi undir dagskrárliðnum .Trumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum". Spyija mætti hvort ekki væri ástæða til að tryggja rétt bama í stjómarskránni gagnvart gerræði af þessu tagi. Önnur lagabreyting á gmnnskólalögunum, sem fólgin er í „Bandorminum“ varðar fjölda nemenda í bekkjardeildum. Samkvæmt Gmnnskólalögunum á fjöldi í bekkjardeild frá 3.-10. bekk að vera hámark 28. Með „Band- orminum“ er veitt heimild til að fjölga nem- endum upp í 30. Álit menntamálanefndar Menntamálancfnd Alþingis hefúr fengið hugmyndir þessar til umsagnar og er klofin í málinu. Meirihlutinn, sem skipaður er þeim Sigríði Önnu Þórðardóttur, Bimi Bjamasyni, Tómasi Inga Olrich, Áma Johnsen og Rann- vcigu Guðmundsdóttur, hcfur lagt blessun sína yfir mcnntastcfnu Bandormsins, en minnihlut- inn, sem skipaður er þeim Kristínu Ástgeirs- dóttur, Hjörleifi Guttormssyni, Ólafi Þ. Þórðar- syni og Valgcrði Sverrisdóttur, hefur borið fram harðorð mótmæli. I áliti hans segir meðal annars: „Minni hluti menntamálanefndar mótmæl- ir harðlega því tilræði við skólakerfið, sem felst í fyrsta kafla frumvarpsins um ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992 ... Þessar tillögur verður að fclla! Það cr hlutverk Alþingis að setja lög um grunnskóla og það á að vera í höndum þess að ákveða hvaða kennslu ber að veita. Vald til að fjölga eða fækka kennslustundum á ekki að vcra í höndum ráðhcrra og ráðast af því hvem- ig vindurinn blæs i ríkisfjármálum. „ Minnihlutinn vitnar í álit Kcnnarasam- bands íslands, sem komist hafi að þeirri niður- stöðu að áætlaður heildarspamaður í gmnn- skólakerfinu sé ekki bara þau 159 stöðugildi, sem fólust í fiata niðurskurðinum. heldur 260- ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. janúar 1992 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.