Þjóðviljinn - 21.01.1992, Page 3

Þjóðviljinn - 21.01.1992, Page 3
ÍBAG 21. janúar er þriðjudagur. Agnesarmessa. 21. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.41 -sólarlag kl. 16.37. Stórstreymi. Viðburðir Davið Stefánsson skáld fædd- ur 1895. Jón úr Vör skáld fæddur 1917. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður 1932. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Prentaraverk- fall. Þetta blað er sett og prentað eingöngu af meistara og nema. Leggið fram fé til styrktar þeim sem berjast gegn ofbeldinu. Þjóðstjórnin verður að fara frá. fyrir 25 árum Samdráttur á vinnumarkaði augljós í haust og vetur. Nið- ursuðufræðingarnir hafa stofn- að með sér félagsskap. Suð- ur- Afríkumenn vilja hervæð- ast. Sá spaki Tíminn er bara vinur garð- yrkjumannsins, árlega gefur hann honum meira en hann stelur frá honum. (Beverley Nichols) MÍN á sölu Ríkisskipa Ingólfur Arni Jónsson, starfsmað- ur Skipaútgerðar ríkisins Eg tel að ekki hafi verið full- reynt í samningaviðræðum milli undirbúningsnefndarinn- ar svokölluðu og Halldórs Blöndals samgönguráðherra, áður en ráðherra gekk til samninga við Samskip. Þetta er búið héðan af og augljóst að við starfsmennirnir förum ekki út í rekstur á svipuðum nótum og Ríkisskip voru með. I þessum viðræðum okkar við ráðherra tel ég að hann hafi ekki sýnt neinn vilja til samn- inga og af þeim sökum eru málin úr sögunni. Þessi niðurstaða kemur til með að bitna á litlu byggðarkjörn- unum á landsbyggðinni. Það getur vel verið að hin skipafé- lögin komi til með að sigla á þessa staði, en það má búast við því að flutningsverðið hækki töluvert. 1)0 IRMMI A Einar Már Sigurðarson skrifar Af ráðherra sveitarstjómarmála Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ráðherrann hefur nokkur undanfarin ár gegnt þessu hlutverki með þeim hætti að vonast hefur verið til að samskipti þessara aðila gætu þróast áfram á friðsamlegan hátt, eins og nauðsynlegt er ef áhugi er fyrir bættri stjórnsýslu og lausn margra sameiginlegra mála. 1 seinni tíð hefur hins vegar kveðið við nokkuð annan tón hjá ráðherra sveitar- stjórnarmála og óttast margir afleiðingar þessara breytinga. Frá því í september hefúr legið fyrir áfangaskýrsla frá nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að gera tillögur um æskilegar breyt- ingar á skiptingu landsins i sveitar- félög. I skýrslu nefndarinnar kem- ur glögglega fram að veruleg vinna liggur að baki skýrslunni. Víða hehir verið leitað fanga og margir fúndir haldnir, m.a. með flestum sveitarstjómum í landinu. Því mið- ur hefur borið á því að væntingar til þeirra breytinga sem tillögumar gera ráð fyrir eru úr öllu samhengi við raunvemleikann. Skömmu eftir að áfangaskýrsla nefndarinnar kom íyrir almenningssjónir, gaf sjálfur ráðherra sveitar- stjómarmála það til kynna, að með fram- kvæmd tillagna nefndar- innar mætti leysa nær allan vanda landsbyggð- arinnar, jafnt í atvinnu- legu sem byggðarlegu tilliti. Þessar hugmyndir ráðherr- ans vom um margt á svipuðum nótum og þegar iðnaðarráðherrann talaði um álver og allan þann vanda sem álverið leysti. Yfirlýs- ingar ráðherra sveitarstjómarmála vom af mörgum afsakaðar með því að ráðherrann væri aðeins að lýsa væntingum sínum til tillagna nefndarinnar án þess að hafa í raun kynnt sér þær til fullnustu. Hver sem skýringin er á orðum ráðherr- ans, þá hefur þessum hugmyndum enn og aftur skotið upp í tengslum við umræður um atvinnu- og byggðamál. Ráðherrann virðist ekkert annað sjá til lausnar en sam- einingu og stækkun sveitarfélaga. Stundum er ákafi ráðherrans slikur að ekki virðist ráðrúm til lágmarks samráðs við hlutaðeigandi sveitar- stjómir, sbr. erindi ráðherrans til Byggðastofnunar vegna hugsan- legrar sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Og svo er kappið að ekki er hægt að bíða eftir lokatillögum nefndarinn- ar sem ráðherrann skipaði sjálfúr. Ummæli ráðherrans um mikinn „gróða“ sveitarfélaganna hin seinni ár, vegna nýlegra laga um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og vegna svokallaðrar þjóðarsáttar, hefðu átt að kalla á viðbrögð af hálfu samtaka sveitarfélaga. Þessar rangtúlkanir notaði ráðherrann sið- an til að rökstyðja tillögur sínar um auknar álögur á sveitarfélögin. Auðvitað hlýtur það að valda mikl- um ugg í bijósti sveitarstjómar- manna ef þessi ummæli ráðherrans em byggð á vanþekkingu á mál- efnum sveitarfélaga. Þegar unnið var að nýjum lög- um um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vom nokkur gmnd- vallaratriði höfð til hliðsjónar, og var um þau mjög víðtæk samstaða. Hins vegar deildu menn, eins og eðlilegt er, um ýmsar útfærslur, og reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að þessi verkaskipti séu stöðugt til endurskoðunar. Helstu markmið verkaskiptalaganna vom annars vegar þau að koma á skýrari verka- skiptingu, þar sem fækkað var samstarfsverkefnum ríkis og sveit- arfélaga og reynt var að láta fara saman stjómun og fjárhagslega ábyrgð. Hins vegar var ætlunin að bæta hlut sveitarfélaganna vegna stóraukinna verkefna sem þau höfðu tekið að sér eða ríkisvaldið fært til þeirra, án þess að verkefn- unum fylgdu auknar tekjur. Megin- markmiðum verkaskiptalaganna tókst að ná, og hafa samtök sveit- arfélaga aldrei neitað að tekist hafi með þeim að lagfæra nokkuð hlut sveitarfélag- anna fjárhagslega. En að ætla að nota þessar breytingar til að réttlæta skattheimtu ríkissjóðs á sveitarfélögin er í besta falli gert vegna vanþekk- ingar, en því miður er hætt við að eitthvað ann- að búi að baki. Þá geng- ur ráðherra sveitarstjóm- armála einnig gegn því markmiði að samræma völd og fjárhagslega ábyrgð, þegar ráðherrann vill að greiðslur sveit- arfélaganna renni til málaflokka, sem þau hafa ekkert um að segja. Orð og gerðir ráðherra sveitar- stjómarmála eru í ljósi þessara staðreynda með ólíkindum, nema ráðherrann vilji slíta öllu samstarfi við sveitarstjómir og samtök þeirra. Því verður ekki trúað að til- gangur félagsmálaráðherra geti verið slikur og þess vegna skuldar ráðherrann sveitarstjómarmönnum skýringar á orðum sínum og gerð- um. An þeirra skýringa verður erf- itt að endurheimta það traust milli aðila sem nauðsynlegt er til að leysa þau viðfangsefni sem bíða og m.a. tengjast væntanlegum töllög- um nefndar ráðherrans um skipt- ingu landsins í sveitarfélög. Höfundur cr kennari í Neskaup- stað og fyrverandi formaður Samtaka sveitarfélaga á Austur- landi. Og svo er kappið mikið að ekki er hægt að bíða eftir lokatillögum nefndarinnar sem ráðherrann skipaði sjálfur Ráðherrann virðist ekkert annað sjá til lausnar en sameiningu og stækkun sveitarfélaga. Stundum er ákafi ráðherrans slíkur að ekki virðist ráðrúm til lágmarks sam- ráðs við hlutaðeigandi sveitar- stjórnir Er ekki hægt að fara hina leiðina? Einkavæðingin er Brahma lífselexír í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. „Þökk“ sé ríkis- stjórninni. Heilbrigðisráðherr- ann hefur um nokkurra mánaða skeið gengið fram fyrir skjöldu og einkavætt i heilbrigðiskerfinu á nýstárlegan hátt, hann hefur gert kostnaðinn af margvíslegri þjónustu sem sjúkir og aldraðir geta ekki verið án að einkamáli þeirra. Þetta ef gert með þeirri einfóldu aðferð að láta þá borga meira og síðan ennþá meira, seinna miklu meira og loks al- veg. Hversu hratt þessi þróun gengur er ekki á færi Þrándar að spá um, en þjóðin nýtur nú handleiðslu hinna „færustu“ manna á þessu sviði, þannig að framtíðarríkið er áreiðanlega ekki langt undan - nema því að- eins að þjóðinni leiðist og fái sér aðra leiðsögumenn. Nú er röðin komin að sam- gönguráðherranum að sýna hvað í honum býr. Hann stendur í ströngu þessa dagana við þá iðju að plokka Ríkisskip í smáparta og selja þá einkafyrirtæki okkar samvinnu- manna. Með allri ströndinni bíða íbúamir aftur á móti milli vonar og ótta. Spyr þar hver annan: Man einhver eftir okkur? Fyrir fáum dögum fékk ráð- herrann nýtt erindi í þessa veru. Af því tilefni segist leiðarahöfundi Morgunblaðsins svo frá á sunnu- daginn var: „Nokkrir einkaaðilar hafa sett fram þá athyglisverðu hugmynd, að þeir taki að sér tvöfoldun Reykjanesbrautar með þeim skil- málum, að þeir leggi veginn, íjár- magni framkvæmdir og öðlist rétt til innheimtu vegagjalda í ákveðið árabil. Hér er m.ö.o. rætt um einkavæðingu samgöngumann- virkja. Þetta er forvitnilegt mál. Umferð um Reykjanesbrautina er orðin mjög mikil. Umferðaröryggi er ábótavant eins og nú er komið. Allmörg vond slys hafa orðið á þessari leið. Bifreiðum fjölgar stöðugt og ástandið á þessari leið á eftir að versna frá því, sem nú er...Það er ánægjulegt framtak hjá samtökum verktaka, Lands- bréfum h/f og atvinnuþróunamefnd Suðumesja að kynna þessa hug- mynd.“ Ekki ætlar Þrándur að draga úr mikilvægi þess að umferðaröryggi verði aukið á Reykjanesbraut, sem á öðmm vegum landsins. Islend- ingum liggur allt of mikið á, em allt of oft úti að aka við akstur, með skelfilegum afleiðingum. Aft- ur á móti þykir honum sitt af hverju umhugsunarvert í þessu máli sem Morgunblaðið segir að Halldór Blöndal samgönguráð- herra hafi verið „nokkuð fljótur að gefa neikvætt svar við,“ enda telur blaðið eins og Þrándur að hug- myndin sé „þess verð að hún verði könnuð nánar.“ Það er þetta með bílana sem fær Þránd til að staldra við. „Bif- reiðum fjölgai stöðugt," segir Morgunblaðið og lítur sýnilega á það sem sjálfgefið lögmál að bílum muni halda áfram að fjölga, gott ef ekki út í það óendanlega. Þrándur kemst náttúrlega ekki hjá því að játa á sig að hann hefúr bíltík til umráða og notar hana til skiptis á móti hestum postulanna og strætis- vögnum höfuðborgarinnar. Samt getur hann ekki varist þeirri hugs- un að þjóðin sé á yfirgengilegu bílafylliríi sem hefur það í för með sér að sífellt þarf að byggja ný og tilkomumeiri samgöngumannvirki. Þegar henni er bannað að nota sameignlega sjóði sína til að efla heibrigðiskerfið, skólakerfið og menninguna, eins og nú er gert, þá skal samt halda áfram að byggja ný samgöngumannvirki til þess að einkabílisminn geti haft óheftan framgang. Bílunum heldur áfram að íjölga, hraðinn eykst. Til að mæta kröfum sem þessu fylgja þarf enn að bæta samgöngumannvirkin, en á meðan gleymir þjóðin því, að hægt er að ferðast með rútum eða strætó. Þess vegna hvarflar að Þrándi þessi spuming: Hefúr eng- um „sérfróðum“ manni dottið í hug að reikna út hvað kostar að fara hina leiðina eins og Framsókn forðum, til dæmis að bæta almenn- ingssamgöngumar þannig að bless- að fólkið þyrfti ekki endilega að fara allra sinna ferða á eigin bíl. Þetta er náttúrlega rammpólitískt mál og spuming um hagsmuna- árekstra, peninga og hvaðeina og er þá mál að linni, því hér er komið inn á svið sem em ekki sterka hlið Þrándar. - Þrándur Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.