Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 Fréttir Deila hjúkrunarfræðinga og sjúkrahússyfirvalda: Tugum aðgerða frestað Fresta veröur á milli 20 og 30 að- gerðum á Landspítalanum og Borg- arspítalanum í dag vegna útgöngu 80 hjúkrunarfræðinga skurð- og sVæfingadeilda sjúkrahúsanna á miðnætti aðfaranótt sunnudags. Ein- ungis verður sinnt bráðatilfellum. Sjúkrahúsyfirvöld og hjúkrunar- fræðinga greinir á um hvort ráðning- arsamningum hafi verið sagt um með boðuðum vinnutímabreyting- um. Hjúkrunarfræöingarnir eru skilgreindir sem dagvinnufólk sem tekur gæsluvaktir. Laun þeirra auglýst eftir fólki ef ástandið helst óbreytt byggjast á mikilli yfirvinnu. Sjúkra- húsyfirvöld vilja breyta vinnufyrir- komulaginu þannig aö hjúkrunar- fræðingarnir séu skilgreindir sem vaktavinnufólk. Þýðir kjaraskerðingu „Eins og staðan er í dag þýðir þetta 30 til 50 þúsunda kjaraskerðingu," segir Elín Ýrr Halldórsdóttir tals- maður hjúkrunarfræðinganna. „Við lítum þannig á málin að verið sé að segja upp ráðningarsamningi okkar. Við höfum lagaálit frá BHMR sem styður það og sendum sjúkrahússyf- irvöldum bréf þess efnis í júlí eftir að hafa fengið bréf í júnílok um boö- aðar vinnutímabreytingar. Á laugar- dagskvöld barst okkur svo bréf frá sjúkrahússyfirvöldum þar sem segir að ef við mætum ekki séum við að rifta ráðningarsamningi. Það átti sem sé að fara að snúa þessu við. Kjarasamningi og ráöningarsamn- ingi var blandað saman og þaö er ekki hægt. Kjarasamningur inni- heldur bæði kafla um dagvinnufólk og vaktavinnufólk. Við heyrum und- ir liðinn um dagvinnufólk og ég hef ráöningarsamning upp á það,“ legg- ur Elín Ýrr áherslu á. Rúmast innan samninga „Við teljum að þessar skipulags- breytingar rúmist innan ramma kjarasamninga og höfum lögfræð- inga fjármálaráðuneytisins á bak við okkur hvað þaö varðar. Við gerðum starfsmönnum snemma grein fyrir því í sumar að þessi breyting tæki gildi 1. október," segir Anna Stefáns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum. Borgarspítalinn auglýsti eftir hjúkrunarfræðingum á skuröstofu- og svæfingardeildir á laugardag. „Viö vorum ekki með fullmannað í heimildir. Þessi auglýsing var löngu komin af stað áður en þetta ástand kom upp,“ segir Erna Einarsdóttir, settur hjúkrunarforstjóri Borgar- spítalans. Anna Stefánsdóttir segir Landspít- alann enn ekki hafa auglýst eftir fólki. „En það hlýtur að koma að því ef ástandiö helst óbreytt." Búvörusamningurmn: Mynda- tökur bannaðar Nýr búvörusamningur var undirritaður í landbúnaðarráðu- neytinu um sjöleytið í gærkvöld af fulltrúum bænda, Friðriki Sophussyni fjármálaráöherra og Haildóri Ásgrimssyni, starfandi landbúnaðarráðherra. Fjölmiöl- um var bannaö aö mynda undir- ritunina og fjármálaráöherra vildi ekkert láta hafa eftir sér um samninginn í gærkvöld. Um fjögurleytiö í gær fóru full- trúar bænda á fund landbúnaðar- nefndar Alþingis og kynnti henni drögin. Nefndarmenn voru allir beðnir um að ræða ekki imúhald samningsins við fjölmiðla. Þegar DV hafði samband við Ágúst Ein- arsson, fulltrúa Þjóðvaka í land- búnaðarnefhd, sagði hann: „Nó komment." -GHS Hjúkrunarfræðingar skurð- og svæfingadeilda Landspítalans og Borgarspítalans funduðu i gær um skipuiagningu neyðarþjónustu. DV-mynd JAK Nýr búvörusamningur 1 höfn og kindakjötsbirgðum bænda bjargað: » Fá fullar beingreiðslur fyrir 60% af búfjármarki - samningurinn kostar ríkið 1,2 milljarða meira en gamli samningurinn Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og HaUdór Ásgrímsson, starf- andi landbúnaðarráðherra, hafa skrifaö undir nýjan búvörusamning með þeim fyrirvara að hann hljóti samþykki Alþingis og bændasamtak- anna. Nýi samningurinn gUdir til aldamóta og kostar ríkissjóð 1,2 milljörðum meira en gamli samning- urinn, eða samtals tæpa 12 mUljarða króna. Aukin fjárútlát ríkisins fara í uppkaup á framleiðslurétti þannig að bændum ætti að fækka á samn- inestímanum. Stuðningurinn lækk- ar í áfongum í tvo milljarða áriö 2000 og verður ekki tengdur við inn- og útflutning eins og verið hefur. Samkvæmt heimildum DV haldast beingreiðslur óbreyttar, um 1.500 milljónir króna. í nýja samningnum segir að bændur þurfi aðeins að framleiða upp í 60 prósent af búfjár- marki tU aö fá fullar beingreiöslur. Stefnt er að því að framleiðsluheim- ildir dragist saman á næstu árum en DV hefur heimildir fyrir því að svig- rúm tíl framleiðslu á kindakjöti fil útflutnings verði aukið. Á þessu ári er stefnt að því að losna við birgöir með því að setja 1.000 tonn á innan- landsmarkað og selja 1.000 tonn er- lendis. Um 150 miUjónir fara í niður- greiðslur á erlenda markaði. í nýja búvörusamningnum er gert ráð fyrir að sauðfé fækki um 30 þús- und ærgildi næstu fimm árin. Gert er ráð fyrir að beingreiðslur falli niö- ur til bænda yfir sjötugu en sé annað hjóna yngra halda hjónin bein- greiðslunum. Sama gildir ef ungt fólk á heimilinu tekur við framleiðslu- réttinum. Bændur með 180-450 ær- gUdi fá tilfærslu á framleiðslurétti upp aö 450 ærgUdum. Þá er gert ráö fyrir að Jaröasjóður kaupi jarðir sem seljast ekki á frjálsum markaði og bændur fá tilboð um uppkaup á ær- gjldum, 5.500 krónur á kind. Lagöar verða um 45-50 milljónir króna í uppgræðsluverkefni í sam- ráði við Landgræðsluna og Skógrækt ríkisins. Samkvæmt heimildum DV er þarna um aö ræða skerðingu frá núgildandi búvörusamningi. -GHS Formaður landbúnaðamefndar Alþingis: Báðir urðu að gefa eftir „Það er lítið um samninginn aö segja á þessu stigi. Aðalatriðið er aö samningurinn er kominn á og menn hafa komist að niöurstöðu. Manni sýnist að báðir samningsaðilar hafi oröið að gefa eftir og að það sé sæmi- leg sátt um máhö. Markmiðið er auö- vitað að styrkja atvinnuveginn og gera hann sterkari á eftir en áður. Maður vonar að samningurinn leiði það af sér,“ segir Guðni Ágústsson, formaður landbúnaðarnefndar um búvörusamninginn. „Menn verða að meta það út frá þeim gauragangi sem manni sýnist að sé í loftinu í þjóðfélaginu frá aðil- um sem berjast gegn þessum samn- ingi, til dæmis VSÍ og ASÍ. Menn verða að skoða heildarhagsmuni þjóðfélagsins í þessu efni. Þetta er málaö sterkum Utum af mörgum. Mér finnst ekki vera horft á málið af réttsýni," segir hann. -GHS Stuttar fréttir Endurgreiðsiukrafist Skattayfirvöld ætla að krefja Vífilfell um endurgreiðslu á tekjuskatti þar sem fyrirtækiö hafi ekki staöið rétt að því að nýta sér tap annars fyrirtækis, samkvæmt fréttum Útvarps. Skurðstof um fækki? Nefnd leggur til að skurðstofum veröi fækkað um helming og út- gjöld lækkuð um 700 mUljónir á ári. Landlæknir vill heldurfækka legudögum með sjúklingahótel- um, skv. Stöð 2. Ogvextirlækki? Iðnaðarráðherra segir að skýrsla, sem framsóknarmenn pöntuðu, bendi til að vextir lækki með húsbréfum til 40 ára. Stöð 2 greindi frá þessu. Gögnfluttþráðlaust Ný tækni leyfir að tölvugögn séu flutt þráölaust milli staða. Meö þessari tækni ætla Al- mannavarnir ríkisins að tengja höfuðstöðvar sínar viö aðalstöðv- ar Landhelgisgæslunnar, skv. Útvarpi. Meistararískák Skáksveit Æfingaskólans sigr- aði i Norðurlandameistaramóti grunnskóla um helgina þdöja árið í röð. A-sveit Dana varð í öðru sæti og B-sveit Dana lenti í þriöja sæti. l.verðlaunáRimini Kvikmynd Friðriks Þórs Frjð- rikssonar, Á köldum klaka, vann fyrstu verðlaun á kvikmyndahá- tíð i Rimini á ítah'u. Þetta kom fram í útvarpsfréttum. Viðar i Borgarteikhúsið Viðar Eggertsson hefur veriö ráðinn leikhússtjóri Borgarleik- hússins frá 1. september 1996. Borgingreiðibætur Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða starfsmanni bætur. Honum var sagt upp þar sem hann bjó utan Reykjavíkur. Útvarpið greinir frá þessu. Lægðinhefurdýpkað Veöurrannsóknir benda til að íslandslægðin hafi dýpkað og snjóþyngsli á Vestfjörðum aukist vegna þrálátari norðaustanáttar, að sögn Stöðvar 2. Ekkióskoraðanrétt Feður sem hafa beitt ofbeldi á heimili ættu ekki aö fá óskoraöan umgengnisrétt viö börn sín eftir skilnað. Þetta kom fram á ráö- stefnu norrænna kvenna- athvarfa, skv. Sjónvarpinu. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.