Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 11 Fréttir Stærstu f isksölufyrir- tækin vilja selja kjöt ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Viö teljum það ákjósanlegt þegar þeir aðilar sem mesta reynslu hafa af sölu og markaðssetningu ísl. mat- væla erlendis, sem óumdeilanlega eru íslenskar sjávarafurðir og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna í fiskaf- urðunum, lýsa sig tilbúna til sam- vinnu um sölu á dilkakjöti. Við vilj- um gjarnan láta reyna á slíkt sam- starf í kjötsölumálum," segir Þórólf- ur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS. Hann segir að þetta fyrirhugaða verkefni sé enn á undirbúningsstigi. ÍS-menn hafa lýst sig tilbúna til sam- vinnu um sölu á ísl. lambakjöti sé til þess vilji. Haft hefur verið samband við kaupfélög sem reka sláturhús víðs vegar um landið varðandi þátt- töku og vænst er svara frá þeim um næstu mánaðamót. Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnað- arins hafnaði í sumar þátttöku í verkefninu en vonir standa til að sjóðurinn endurmeti þá afgreiðslu liggi fyrir almenn þátttaka slátur- húsanna í verkefninu. Fyrir liggur að talsvert fjármagn þarf til að leggja út í þessa tilraun. Nefndar hafa verið 15-20 milljónir króna. Það má því segja að boltinn sé nú hjá forráða- mönnum sláturhúsa kaupfélaganna um land allt, en fram til þessa hefur lítið gengið með markaðssetningu á íslensku lambakjöti erlendis. Björgvin, mælingamaður hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, við veginnn hjá Bláfeldi í Staðarsveit. DV-mynd Simon Breiðavlk á Snæfellsnesi: Fúnar og skakkar brýr með af beygjum Símon Sigurmonsson, DV, Görðum: Á þessu sumri hefur vinnuflokkur Vegagerðar ríkisins byggt nýjar brýr yfir Bláfeldará og Kálfá í Staðar- sveit. 22. september voru boðnar út framkvæmdir við endurbyggingu vegar um 5 km frá Urriðaá að Kálfá. Þar hafa verið alverstu snjóastaðir á allri leiðinni Borgames-Ólafsvík marga síðustu vetur og mjög erfitt og dýrt að halda veginum opnum. Ekki hefur neitt verið unnið í vega- bótum í Breiðuvík í sumar að undan- skilinni nýlagnlngu yfir Arnarstapa- túnin, 800 metra spotta. Þama í Breiðuvík er einn hættulegasti vegur landsins, mjór, krókóttur, með mörg- um þröngum „brúm“, fúnum og skökkum, ásamt afbeygjum og ósýni- legum ræsum. Snæfellsjökull og staðirnir undir Jökh eiga drjúgan hlut í þeim 20 milljörðum króna sem aflast hafa frá erlendum ferðamönnum á þessu ári, auk ferða íslendinga. Nýr, öruggur vegur er mikil nauðsyn á ferða- mannaslóðum eins og þarna. Togar- ar þurfa höfn. Ferðamenn þurfa veg. íilOCKEY Þ R Ö N G A R BOXERBUXUR S T A N D A F Y R I R S f N U ! Einlitar og röndóttar. Útsölustaöir um land allt! Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 Ökuskóli MEIRAPRÓF Islands Námskeiö til aukínna --------- ökuréttinda 6. Okt. Dugguvogur 2 g. 568 38 41 VCA - 239 myndbandstœki Frábœrt tæki á frábæru verði. Vertu ávallt viðbúin(n) i TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.