Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 Jfpönn Er aðalmálið hjá Jóhönnu að kona sé við völd? Hún er í einhverj- um öðrum heimi Jóhanna Sigurðardóttir telur greinilega að sameining vinstri manna snúist ekki um málefni eða form, heldur um kynferði og tilteknar persónur. Hún er í ein- hverjum öðrum heimi en ég.“ Steingrímur J. Sigfússon, í Alþýðublaðinu. Vorum plataðir „Það er löngu komið í ljós að við vorum plataðir í síðustu kjarasamningum." Pétur Sigurðsson, í DV. Ummæli Tölum breytt til að j'afna út „Á hverju hausti eigum við í baráttu við ríkisvaldið vegna þess að mörkuðum tekjustofn- um, sem renna eiga til okkar, er breytt til að jafna út talnadálk- ana í fjárlagafrumvarpinu." Tómas Porvaldsson, lögfræðingur kvikmyndframleiðanda, í DV. Fátækrahjálp? „Ég held að Reykvíkingar líti almennt svo á að almennings- samgöngur séu fátækrahjálp." Guðmundur Andri Thorsson, í Alþýðublaðinu. Þreyttur áhorfandi „Það var gaman að vera á þessum leik og jafnframt erfitt og maður er mjög þreyttur." Björgvin Guðmundsson KR-ingur, í DV. Rauðvín eru í mörgum verðflokk- um og mörgum gæðaflokkum. Sögur af rauðvíni Nokkrar rauðvínsflöskur hafa selst fyrir svimandi háar upp- hæðir. Árið 1985 voru greidd 105 þúsund pund á uppboði hjá upp- boðsfyrirtækinu Christie fyrir flösku af Chateau Lafite rauðvíni frá 1787. Sá sem keypti flöskuna var bandarískur, Christopher Forbes að nafni. Verð flöskunnar réðst af því að Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkjanna, Blessuð veröldin hafði ritað á hana fangamark sitt. í nóvember 1986 hafði tapp- inn þornað svo upp í sýningar- ljósum að hann losnaði og vínið varð óhæft til drykkjar. Dýrasta teppahreinsunin Thomas Jefferson skrifaði fangamark sitt á fleiri flöskur sem hafa selst dýrum dómum. Ein þeirra var hálfflaska af Chateau Margaux frá 1784 og var hún seld á uppboði hjá Christie á Vinexpo i Bordeau árið 1987 á 180.000 franka. í apríl 1989 var flöskunni velt af slysni svo hún brotnaði þar sem hún var til sýn- is í veitingahúsi í New York. Og sjálfsagt hafa dýrari blettir aldrei verið hreinsaðir úr teppi en þá. Austan- og norð- austanátt Austan og norðaustanátt verður á landinu, allhvöss austan-, norðan-, Veðrið í dag og norðvestanlands í fyrstu en hæg- ari annars staðar. Rigning verður norðan- og austanlands en skúrir í öðrum landshlutum, hiti 3 til 8 stig, hlýjast suðvestanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu verður úrkomu- laust. Sólarlag í Reykjavík: 18.55 Sólarupprás á morgun: 7.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 01.11 Árdegisflóð á morgun: 01.11 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri léttskýjaó 13 Akurnes skýjað 10 Bergsstaðir úrk. í gr. 10 Bolungarvík léttskýjaó 10 Egilsstaðir skýjaö 13 Grímsey léttskýjaö 10 Keflavíkurflugvöllur úrk. í gr. 10 Kirkjubœjarklaustur léttskýjað 11 Raufarhöfn léttskýjað 13 Reykjavík úrk. í gr. 10 Stórhöfði mistur 9 Helsinki léttskýjaö 14 Kaupmannahöfn rigning 12 Ósló léttskýjað 14 Stokkhólmur skýjaó 15 Þórshöfn skýjaö 10 Amsterdam léttskýjaó 19 Barcelona hálfskýjað 24 Chicago léttskýjaó 12 Feneyjar skýjað 21 Frankfurt léttskýjaó 20 Glasgow skýjað 17 Hamborg skýjaó 21 London skýjaó 18 Los Angeles þokumóða 19 Lúxemborg léttskýjað 17 Madrid skýjaó 20 Mallorca skýjað 26 New York rigning 17 Nice hálfskýjaó 22 Nuuk rigning 2 Orlando þokumóöa 24 París skýjaö 19 Valencia léttskýjað 25 Vín rigning . 14 Aldís Helga Egilsdóttir nemi: Kom á óvart hvað andrúms- loftið var afslappað Ómar Garðarsson, DV Eyjum: Aldís Helga Egilsdóttir frá Eyj- um, sem tók þátt í keppni ungra vísindamanna í Newcastle í Eng- landi í síðasta mánuði ásamt Jó- hanni Friðsteinssyni og Reyni Hjálmarssyni, er aðeins 16 ára gömul. Verkefnið, sem tjailaði um atferli loðnunnar, varð í 1. sæti í Hugvísis-keppninni, vísindakeppni framhaldsskólanema á íslandi. Hópurinn, sem samanstóð af tíu nemendum úr Framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum, sendi inn Maður dagsins tvö verkefni í Hugvísis-keppnina og höfnuðu þau í 1. og 2. sæti. Voru Aldís Helga, Jóhann og Reynir full- trúar þeirra í Newcastle. Utan héldu þau með gripi úr básnum sem þau settu upp í keppninni í Reykjavík en básinn sem þau fengu í Newcastle var miklu minni. „Við komum fyrir myndbandstæki og veggspjöldum sem voru að stórum hluta það sama og við vorum með í Reykja- vík. Fyrsta daginn fengum við þrjá tíma um morguninn til að stilla upp í básinn og fyrsti dómarinn kom um hálfþrjú eftir hádegi og byrjaði að spyrja," sagði Aldís og fundust henni spumingamar alls ekki erfiðar. „Dómararnir ræddu almennt um verkefnið og spurðu okkur m.a. að því hvers vegna við hefðum valið loðnuna og því var ekki erfitt að svara. Við bjuggumst við miklu erfiðari spumingum og það kom okkur á óvart hvað and- rúmsloftið var afslappað," segir Al- dís. „Öll lönd sem ekki fengu verð- laun fengu viðurkenningu og voru þau lesin upp í stafrófsröð. Þegar komið var flram hjá I-inu án þess að ísland væri nefnt fór spennan að vaxa og spratt svitinn út í lófun- um. Við vorum svo fyrsta landið sem talið var upp og þá kom í ljós að við vomm i þriðja sæti' Fimm önnur verkefni voru einnig í þriðja sæti, þrjú fengu önnur verð- laun og þrjú fyrstu verðlaun." Aldís segir að erfitt sé að lýsa til- finningunum þegar úrslitin lágu fyrir. „Það er kannski best að lýsa þessu sem hálfgerðu taugaáfalli og hjartað fór á fullt. Ég labbaöi upp á sviðið til að taka við verðlaunun- um án þess að taka eftir nokkru í kringum mig og hugsaði: Öll þessi vinna fyrir þetta eina skjal.“ En verðlaunin voru ekki bara skjal því þau fengu einnig um 400 þús- und krónur sem skiptust jafnt á milli krakkanna tíu. Aldís segir að þessi velgengni eigi örugglega eftir að hafa áhrif á framtíð hennar og val á námi og starfi. „Þetta er ansi mikfl uppörv- un og kemur aUt til greina. Ég hef mikinn áhuga á líffræði eða ein- hverju í þá átt sem við unnum að.“ Evrópuboltinn Mjög mikið var um að vera í innlendum íþróttum um helgina og var keppt i öllum boltaíþrótt- unum, fótbolta, handbolta og körfubolta auk fleiri íþrótta- greina. Það er þvi rólegt á íþróttasviðinu í kvöld en keppni er þó hafin í yngri flokkum í íþróttir körfubolta og handbolta og er mikið fjör hjá ungu fólki. Sjón- varpið sér um íþróttirnar í kvöld en eins og venjan er á mánudags- kvöldum þá er sýnt frá knatt- spymuleikjum víða úr Evrópu eftir eOefufréttir í Sjónvarpinu. Skák Þrettánda skákin í einvígi Kasparovs og Anands verður tefld í New York í dag og hefur Anand hvítt. Kasparov hefur vinningsforskot, 6,5 gegn 5,5 vinningum Anands. Tefldar verða tuttugu skákir og nægir Kasparov tfu vinningar til að halda PCA-meistaratitlinum. í 11. skákinni var Anand of fljótfær og lék slysalega af sér. Hann mátti síð- an þakka fyrir jafntefli í 12. skákinni á föstudag. Kasparov (hvítt) fann skemmtilegan möguleika í þessari stöðu: 8 7 6 5 4 3 2 1 36. Hxc7! Hxc7 37. Hb8+ Kf7 38. Hb7 He7! Eini leikurinn. Svartur nær að láta hrókinn fyrir framsækið c-peðið og tekst að halda jafnvægi. 39. c7 Hxc7 40. Hxc7+ Ke6 41. Ha7 h5 42. Hxa6 Hhl 43. Ha8 h4 og samiö um jafntefli. Jón L. Árnason Bridge Hver ætli sé besta spilaleiðin í þremur gröndum í þessu spili? Dan- inn Soren Christiansen var með spilaleiðina á hreinu þegar það kom fyrir á Evrópumótinu í bridge. Spil- ið kom fyrir í leik Dana gegn Aust- urríkismönnum en sömu spil voru spiluð í öllum leikjum á EM. Helm- ingur spflaranna í NS spilaði búta- spil en hinn helmingurinn var í þremur gröndum og fóru flestir nið- ur á þeim samningi. Gegn þremur gröndum Christiansens spilaði vest- ur út tígli á kóng austurs sem skil- aði laufi til baka. Drottning heima, kóngur frá vestri og ásinn í blind- um. Hvað nú? * D7 •* G962 * ÁK5 * 9852 Leikur Dana og Austurríkis- manna var sýndur á sýningartöflu og eftir þessa byrjun voru flestir áhorfendur á því að Christiansen myndi spila spaða á kóng og svína spaða og fara niður á spilinu en Christiansen var aldeilis ekki á því. Hann sá að tvær svíningar voru mögulegar í spilinu til að tryggja sér níunda slaginn. Hann jók einfald- lega vinningsmöguleikana með því að taka á kóng og ás í spaða og ætl- aði sér að spila hjarta á tíuna ef spaðadrottningin félli ekki í. Til þess kom ekki eins og spilið lá og Danir græddu 14 impa á spilinu. Austurríkismenn spiluðu einnig 3 grönd á hinu borðinu en fóru niður í þeim samningum eftir svipaða byrjun varnarinnar þar sem tekin var spaðasvíning í spilinu. ísak Örn Sigurðsson * 9532 •* Á85 * 987 * K63

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.