Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 21
JL*V LAUGARDAGUR 11. NÓVÉMBER 1995 menning 21 Krónprinsinn fundinn Það eru fleiri en stórsöngvarar á Islandi sem velta fyr- ir sér hvort ekki sé kominn tími á hið guflna þríeyki sönglistarinnar, Pavarotti, Domingo og Carreras, og hvenær óumdeiidir eftirmenn þeirra muni hefja upp tenórraddir sínar svo að um muni. Frábærar tenórradd- ir hafa hins vegar látið bíða eftir sér, á sama tíma sem mikil gróska hefur verið meðal barítona, hvað sem veldur. láski hafa hinir miklu yfir- irðir þríeykisins orðið til þess i draga burst úr nefi verðandi nórsöngvara. Eða eins og ;áldið Rilke sagði'um Rodin, yndhöggvarann mikla: imærri tré þrífast illa í ná- •enni eikarinnar". ' Nú eru hins vegar ýmis teikn lofti um að kominn sé fram Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson nór með alla burði til að taka ið af þrieykinu. Hér á ég að álfsögðu við Roberto Alagna, ngan og myndarlegan ítala sem inn er upp í Frakklandi. Svo úkill er feginleiki tónlistar- ressunnar yfir frammistöðu ingvarans að hún er á góðri ið með að kæfa hann með at- ________ .. ,. . Roberto Alaqna. ygh og væntingum. „Kron- 3 rinsinn fundinn" var fyrirsögn í einu tónlistarritinu. n sem betur fer virðist Alagna hafa nógu sterk bein til 3 þola velgengnina, ef marka má viðtöl við hann. [abarettsöngvari Ferill Alagnas er'að ýmsu leyti óvenjulegur. Hann ann fyrir sér með gítarleik og kabarettsöng á frönsku g ítölsku uns þekktur franskur tónlistarmaður bað ann í bríaríi að syngja aríu fyrir sig inn á band. Árang- rinn var framar öllum vónum téðs tónlistarmanns, sem brast í grát og bauð Alagna að sækja einkatíma í óperusöng hjá sér. Loks tók Alagna þátt í söngkeppni sem Pavarotti stendur fyrir og vann þar til verðlauna. í kjölfarið fóru honum að opnast óperuhús, fyrst í Glyndebourne árið 1988 og síðan í Frakklandi. Það var svo í Covent Garden árið 1992, þar sem Alagna söng Rudolfo í La Boheme, að mönn- um varð ljóst að hér væri á ferð- inni efni i meiri háttar tenór. Nú er kominn á markað „debút“ geisladiskur Alagnas, „Vinsælar tenóraríur", sem gefur auðvitað tilefni til að leggja dóm á frammistöðu hans. Geisladiskn- um er skipt til helminga milli ítalskra og franskra tónskálda, sem segir sjálfsagt sitt um þá stefnu sem Alagna hyggst marka sér í sönglistinni. Þarna eru vit- anlega firna vinsælar aríur, „La donna é mobile“, „Che gelida manina!“ og annað í þeim dúr en einnig ýmislegt óvænt, t.d. sjald- gæfar aríur eftir Henri Rabaud og Gounaud. Satt best að segja þarf ekki að hlusta ýkja lengi á þessa geisla- plötu til að heyra að Alagna stendur undir öllum þeim vænt- ingum sem við hann hafa verið bundnar. Hann er lýrískur tenór af bestu gerð, með franskan „el- egans“ í röddinni, blandaðan ástríðufullri innlifun ítalskra stórsöngvara. Eins og stendur minnir Alagna undirritaðan ýmist á Björling (einkum í La Bohéme-aríunni) eða Carreras upp á sitt besta og ef hann fylgir því heilræði Pavarott- is að geyma sér erfiðari óperuhlutverk til síðari tíma á hann sannarlega bjarta framtíð fyrir sér. Roberto Alagna — Popular Tenor Arias London Philharmonic Stj. Richard Armstrong EMI Classics CDC 5 55540 2 Umboð á íslandi: SKÍFAN Með Black Line myndlampa, 40W Nicam Stereo magnara með Surround, aðgerða- birtingu á skjá, textavarpi með ísl. stöfum, fullkominni fjarstýringu, Timer, klukku á skjá, S-VHS inngangi og tveimur Scart-tengjum. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS o STGR. ajíts'j SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.