Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 22
22 sakamál LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 UV Líkið í vatninu Anthony Fincham með konu sinni og dóttur árið 1939, fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Hazel og Vincent Rumsey. Húsið sem Rumsey-hjónin bjuggu í Að morgni fyrsta mánudagsins í mai 1986 varð foreldrum Andys Fis- her, fjórtán ára pilts, ljóst að hann hafði ekki verið heima um nóttina. Kvöldið áður hafði hann ætlað á skemmtun í skóla þeim í Lincoln, í Linconshire á Englandi, sem hann gekk í. En af einhverjum ástæðum hafði hann ekki komið aftur til heimaþorpsins Branston en það er nokkra kílómetra utan við Lincoln. Foreldramir, Alice og Paul Fis- her, urðu mjög áhyggjufull. Faðir- inn hringdi til eins skólabræðra Andys en hann upplýsti þá að Andy hefði ekki komið á skólaskemmtun- ina kvöldið áður. Næsta símtal var við lögregluna. Leitað var vítt og breitt en án ár- angurs. Þegar komiö var fram á miðvikudag án þess að nokkuð hefði spurst til Andys var ákveðiö að kafarar leituöu í djúpu stöðu- vatni, ekki langt frá heimili Fis- hers-fjölskyldunnar. Ekki hafði leit þeirra staðið lengi þegar þeir fundu plastpoka og var ljóst að í honum voru líkamsleifar. Þegar pokinn var kominn á land og hafði verið opnað- ur kom hins vegar í ljós beinagrind og múrsteinar. Það voru því ekki líkamsleifar Andys sem fundist höfðu. Ævintýraferð til London Sautján dögum eftir að Andy hvarf hafði enn ekkert til hans spurst. En þá gaf hann sig skyndi- lega fram á lögreglustöð í London. Hann gaf þá skýringu á ferðum sín- um að hann heföi haldið þangað meö sparifé sem hann hefði átt en nú væri það gengið til þurrðar og hann hefði hvergi fengið vinnu. Því væri hann að biðja um aðstoð. Máli Andys lauk með alvarlegri áminningu lögreglunnar og vafa- laust líka foreldranna. En lögreglan í Branston sat uppi með óleysta morðgátu. Ljóst var að beinagrind- in í plastpokanum v£ir af manni sem hafði yfirgeflð þennan heim löngu áður, líklega áratugum áður. Réttarlæknar gátu engu að síður fundið dánarorsökina. Var hún tvö högg I hnakkann en að auki var ljóst að maöurinn hafði orðið fyrir alvarlegum meiðslum á hægri handlegg. Hinn látni hafði verið um þijátíu og fimm ára og þótti líklegast að hann hefði verið myrtur á árunum 1947—48. Og ekki varð það til að létta lausn gátunnar að pokinn, sem beinagrindin hafði fundist í, og reipiö, sem notað hafði verið til að loka honum með, höfðu ekki komið á markað fyrr en um 1965. Landbúnaðarverka- maður Af því sem nú var fram komið var ljóst að líkamsleifum hins láfna hafði ekki veið fleygt f stööuvatnið fyrr en í fyrsta lagi tuttugu árum eftir morðið. En hvar hafði líkið verið þann tíma og hvers vegna hafði það verið tekið af upphafleg- um geymslustað og kastað í vatnið? Til þess að unnt yröi að svara þessum spumingum yrði að upp- lýsa af hveijum beinagrindin var. Og helsta visbendingin var áverk- inn mikli á hægri hönd. Fyrir- spumir leiddu til þess að fram kom að árið 1948 hafði Anthony Fincham landbúnaðarverkamaður horfið frá Branston, þá þijátíu og fjögurra ára. Ekki hafði hvarf hans vakið neina athygli því engum hafði fund- ist neitt athugavert við það. Var talið að hann hefði farið til Cambridge til þess að taka saman við konu sína sem hafði farið frá honum fjórum áður áður með sjö ára dóttur þeirra hjóna. En fyrirgrennslanin um Fincham sýndi að hann hafði verið mjög óvinsæll maður allt frá því snemma í stríðinu þegar hann meiddist á handleggnum, því talið var að hann hefði sjálfur veitt sér áverkann til þess að komast hjá því að gegna herþjónustu í síðari heimsstyijöld- inni. Áleitnar spurningar Leit var nú hafln að frú Fincham. í kirkjubókum í Cambridge kom fram að frú Fincham hafði látist 1958. Dóttirin, Pamela, vsir hins veg- ar enn á lífi og fullyrti hún að faðir hennar hefði aldrei komið til þeirra mæðgna eftir stríðið. Hefði hún ' hvorki séð til hans né heyrt frá hon- um eftir 1944 þegar þær mæðgur fluttust frá Branston. Áverkinn á hægri höndinni og sú staðreynd að Anthony Fincham hvarf frá Branston 1948 urðu til þess að lögreglunni þótti yfir allan vafa hafið aö beinagrindin væri af honum. Enhver hafði myrt hann og hvers vegna? Næst leitaði lögreglan til Peters Wilby, áttatíu og sex ára gamals manns sem hafði átt Bracefield Fram, sveitabæinn við Branston sem Fincham hafði unnið á, en það var einmitt þar sem hann hafði orð- ið fyrir áverkanum. Þótt Wilby væri kominn til ára sinna var hann mjög minnisgóður og hann mundi vel flest það sem gerst hafði fyrir styrjöldina og meðan hún stóð. Wilby skýrði svo frá að hann hefði haft tvo vinnumenn, Anthony Fincham og Vincent Rumsey. Hefðu þeir búiö sinn í hvoru húsinu í Branston en Wilby átti bæði og leigði þeim þau. Fincham og Rums- ey höfðu verið góðir vinir, allt fram til ársins 1941 en þá voru þeir kvaddir til herþjónustu. Leiðir skilur Rumsey hafði lagt upp til að verja land og þjóð en nokkrum dögum áður en Fincham átti aö leggja af staö fékk hann svo mikinn áverka á hægri hönd aö hann var talinn ófær um að vera í hernum. íbúar Bran- ston-þorps og í grenndinni töldu lit- inn vafa leika á að Fincham hefði veitt sjálfúm sér áverkann til þess að komast hjá því að fara í stríðið og bentu á að hann hefði sagst hafa slasast á þann hátt sem almennt væri talið óhugsandi. Wilby hafði Fincham áfram í þjónustu sinni. Þótt hann væri ekki jafngóður til verka og fyrr var hann samt einn af fáum ungum mönnum sem hægt var að hafa í landbúnað- arstörfum á árum þegar flestir ung- ir menn voru kallaðir til herþjón- ustu. Lögreglan spurði Wilby hvort hann vissi um nokkum sem hefði getað viljaö myrða Fincham. Því svaraði gamli maðurinn þannig: „Eftir að Fincham meiddist varð hann mjög óvinsæll í þorpinu. Flestir vom þeirrar skoðunar að hann hefði svikið ættjörðina og ég skildi það fólk vel. Ekki síst þá sem misstu eiginmenn eða syni. Hver og einn í þeim hópi gat talið sig hafa ástæðu til að myrða hann.“ Rumsey snýr heim Það vakti athygli lögreglunnar að Wilby skyldi skýra frá því að þótt þeir Rumsey og Fincham hefðu ver- ið góöir vinir allt fram til ársins 1941 sýndi Rumsey gamla vinnufé- laganum aldrei annað en óvild eftir að hann sneri sjálfur heim úr hild- arleiknum, að honum loknum. Rumsay fór þá aftur til starfa hjá Wilby en baö atvinnrekanda sinn að haga verkstjórn þannig að hann þyrfti sem allra minnst að umgang- ast vinnufélaga sinn. „Rumsey taldi Fincham mesta ónytjung," sagði Wilby. Árið 1948 hvarf Fincham svo og var, eins og fyrr segir, talið að hann heföi farið til Cambridge. Gekk svo allt sinn vanagang á bænum hjá Wilby en árið 1974 fékk hann tilboð frá byggingafyrirtæki í bæði húsin sem hann átti í Branston-þorpi. Verðið sem honum var boðið var miklu betra en það sem hann taldi sig geta fengið á almennum mark- aði og því ákvað hann að selja þau. Hann fór á fúnd Rumseys og bauð honum greiðslu sem svaraði til út- borgvmar í nýju húsi ef hann vildi flytja svo að salan gæti farið fram. Wilby til undrunar færðist Rumsey mjög undan að flytja og bauð Wilby að lokum nær þrefalt hærri upphæð en Wilby hafði boðið honum, eða allt sparifé sitt, ef hann mætti vera áfram í húsinu. Wilby hafnaði tilboðinu því að hagnaður af sölunni yrði enn meiri. Gátan leysist Vincent Rumsey og kona hans, Hazel, fluttust því úr húsinu sem þau höfðu búið í áratugum saman og í hús fyrir eldri borgara. Eftir að Rumsey hætti störfum hjá Wilby heimsótti hann gamla vinnumann- inn sinn og konu hans allt fram til ársins 1982 en þá lést hann. Hazel Rumsey missti Bfeilsuna fljótlega eft- ir þetta og lést tveimur árum síðar. Lögreglan þóttist nú vera búin að fá þá vitneskju sem nægði til að upplýsa hver myrt hafði Anthony Fincham. Hvers vegna hafði Rums- ey hafnað allhárri upphæð fyrir að flytja úr húsinu sem hann hafði búið í og þess í stað boðið nær þrefalt meira fé, allt sparifé sitt, fyr- ir að mega vera um kyrrt? Svarið virtist augljóst ef gengið var út frá vissum forsendum. Ef Rumsey hafði myrt Fincham og grafið líkið af honum í garðinum hjá sér var ljóst að þeir sem keyptu húsið til niður- rifs myndu fara með skurðgröfúr um lóðina og þá kæmu líkamsleif- amar í ljós. Því væri aðeins um eitt að ræða. Grafa upp líkið og koma því á annan stað. Öruggast yrði þá vafalaust að kom likinu í plastpoka, setja í hann múrsteina, binda fyrir og kasta pokanum síðan í vatnið við Bracefield Farm. Þetta taldi lögregl- an hafa gerst. Lítill vafi leikur á að aldrei hefði orðið uppvíst aö Anthony Fincham hafði verið myrtur hefði ekki fjórt- án ára piltur fengið þá hugmynd að strjúka að heiman. •Snemma í júní 1986 voru jarð- neskar leifar Anthonys Fincham jarðsettar i St. Lukes-kirkjugarðin- um í Branston. En á leiðinu er eng- inn legsteinn og það er grasi vaxið því þótt hálf öld sé liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar fæst enginn til að að hugsa um leiði manns sem talinn er hafa komið sér undan her- þjónustu á örlagatímum þjóðar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.