Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Fréttir Flóðahættan 1 Reykjavlk: Við buum við ymsa vá í þessu landi - segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstööumaður Borgarskipulags „Við sérstæðar aðstæður getur eitthvað gerst. Við búum við ýmsa vá í þessu landi. Það er ákveðin áhætta tekin í öllu sem við gerum en við alla skipulagsvinnu reynum við að taka tillit til helstu áhættu- þátta,“ segir Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipu- lags Reykjavíkur. í DV í gær gagnrýndi Jón Jóns- son jarðfræðingur yfirvöld fyrir andvaraleysi í'skipulagi byggða með tilliti til flóðahættu. Jón hefur stundað umfangsmiklar athuganir á breytingum á afstöðu láðs og lagar á undanförnum árum og komist að þeirri niðurstöðu að sífellt gangi á landið. Að mati Jóns er byggð víða í hættu vegna þessa, meðal annars Grandahverfið í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings bendir Jón á að í stórflóði 1801 hafi flætt yfir Eiðsgranda með þeim afleiðing- um að ófært hafi verið út á Seltjam- arnes nema sjóleiðis. í ljósi þess að land hafi lækkað og sjávaryfirborð hækkað síðan þá sé enn hættara við þessu núna fari saman stórstraum- ur, eins og verður á aðfangadags- morgun, lágþrýstingur og álands- stormur. Þorvaldur segir að sér sé ókunn- ugt um hvaða forsendur lágu að baki þegar ákvörðun um skipulagða byggð á Eiðsgranda var tekin fyrir. Langt sé um liðið enda hafi upp- bygging hverfísins hafist fyrir sína tíð sem forstöðumanns Borgar- skipulags, eða upp úr 1980. Hann bendir hins vegar á að hætturnar geti leynst víða. Til dæmis geti það verið álitamál að færa byggðina nær Bláfjöllum vegna hættu á eld- gosi. „Aðalmálið núna er hvort það þurfi að gera eitthvað til að verja byggðina. Út frá Örfirisey er verið að byggja bryggju sem er um leið vörn gegn erfiðum öldum fyrir innri borgina. Og samkvæmt aðal- skipulagi á að fylla upp svæðið norðan Eiðsgranda þannig að það er verið að huga að ýmsu. Þorvaldur segir alla í viðbragðs- stöðu vegna þess sem gæti verið í vændum á aðfangadagsmorgun. „Vonandi verður þetta ekki meira en það að vatn komi upp úr ein- hverjum skolpræsum," segir hann. -kaa Hættuástand á útivistarsvæði á Reykjanesi: Svæðið afmarkað og viðvörunar- skilti sett upp DV, Suðurnesjum: „Við teljum að enn séu sprengjur á útivistarsvæðinu við Snorrastaða- tjarnir, skammt frá afleggjaranum til Grindavíkur, og munum afmarka það, setja upp viðvörunarskilti og biðja fólk, ef þar sér eitthvað sem líkist sprengju, að hafa samband við okkur en snerta alls ekki hlutinn," sagði Karl Hermánnsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Þrátt fyrir mikla leit 100 bandarískra varnarliðs- manna á svæðinu í sumar er enn talið að þar séu virkar sprengjur og einnig á svæðinu alveg í áttina að Fagradalsfjalli. Varnarliðsmennirn- ir fundu nokkrar virkar sprengjur en íslensk stjórnvöld óskuðu eftir því að leitað yrði á svæðinu eftir að skólabörn á ferðalagi þar fundu virka sprengju. Svæðið var notað sem skotæf- ingasvæði um og eftir 1960 og ein- hverjar sprengur hafa ekki sprung- ið en lent í mjúkum jarðvegi eða snjó. Eftir að hafa verið skotið urðu sprengjurnar virkar og geta sprung- ið við minnstu hreyfingu. Björk stendur fyrir sínu Kristín Olsen ætlar að berjast fyrir hundi sínum þrátt fyrir að borgarráð hafi samþykkt að hún verði að fjarlægja hann úr húsinu fyrir miðjan mars. DV-mynd BG Mæðgur viö Neðstaleiti: Þrír mánuðir til að fjar- lægja hundinn DV, Akranesi: Vinsældum lagsins og smáplöt- unnar ft’s oh so Quiet ætlar ekki að linna á Bretlandseyjum. í síðustu viku féll lagið í níunda sætið á breska smáplötulistanum úr því átt- unda. En á lista sem birtur var á sunnu- dag fyrir þessa viku kom í ljós að Björk hafði hækkað. Var komin á ný í áttunda sætið og hefur lengi verið ofarlega á listanum. -D.Ó. „Við látum ekki hundinn frá okk- ur. Við ætlum að berjast áfram en ég veit ekki hvort mamma þolir það. Þetta hefur tekið svo á hana,“ segir Inga Olsen, dóttir Kristínar Olsen, hundeiganda í Reykjavík. Borgarráð hefur samþykkt að svipta Kristínu leyfi til að halda hund að Neðstaleiti 1 vegna ofnæm- is eins íbúa þar fyrir hundum. Mæðgurnar fá þriggja mánaða frest til að fjarlægja hundínn úr húsinu eða fram í miðjan mars. Einar Gautur Steingrímsson, lög- maður mæðgnanna, segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhald máls- ins. Hann segist þó munu skoða tvennt, stjórnsýslukæru eða það að fá ákvörðun borgarráðs hnekkt fyr- ir dómstólum. -GHS Jóhanna í Vagninum. DV-mynd Guðmundur Flateyri: Vagninn opinn á ný : DV, Flateyri: „Við opnuðum fyrir hálfum mánuöi og okkur hefur verið afar vel tekið. Um síðustu helgi vorum við með stóra matar- veislu, auk þess sem trúbador- inn Siggi Björns var hjá okkur. Um næstu helgi ætlum við að slá til og vera með ekta danskt jóla- hlaðborð, bæði á laugardag og sunnudag, og vita hvort við náum ékki gestum úr nágranna- byggðunum hingað til Flateyrar. Svo er húsnæðið notað til að efla félagslíf á staðnum,” sagði Jó- hanna Tómasdóttir, nýráðinn rekstrarstjóri Vagnsins á Flat- eyri. Félagsheimili Flateyrar hefur með rekstur á Vagninum að gera. Það hefur verið lokað í nokkra mánuði eftir að Guð- bjartur Jónsson veitingamaður hætti rekstri fyrr á þessu ári. Jó- hann telur Vagninn afar mikil- vægan hlekk í uppbyggingu byggðar og mannslífs á Flateyri. Sjálf er hún nýflutt til Flateyrar ásamt 10 ára dóttur sinni. „Ég hafði látið mér detta þetta í hug skömmu áður en náttúru- hamfarirnar dundu yfir f haust og það efldi mig í að flytja hing- að vestur. Ég sé ekki eftir því. Ég var hérna í viku í sumar og þetta er alveg frábært - náttúr- an, kyrrðin og fólkið. Og svo elskar stelpan að vera hér,“ sagði Jóhanna. -GS Húsavík: Jólaskreytingar og uppákomur DV, Húsavík: Fyrirtæki og þjónustuaðilar ásamt félagasamtökum og ein- staklingum á Húsavík hafa tekið höndum saman um að skreyta bæinn sameiginlega fyrir þessi jól. Þetta er annað árið sem það er gert og setur mikinn svip á bæinn, m.a. hafa ljósastaurar verið skreyttir, og allar verslan- ir tóku sig saman og settu upp jólaskraut 1. des. Ýmsar uppákomur eru á laug- ardögum til jóla, t.d. fara hljóð- færaleikarar og söngvarar um bæinn og syngja í verslunum og að sjálfsögðu verður jólasveinn- inn líka á ferðinni. 9. desember voru ljósin tendruð á stóru jóla- tré stendur í miðbænum og var líka mikið um að vera þar, m.a. kórsöngur, hljóðfæraleikur og jólasveinn kom með eitthvað handa yngstu kynslóðinni. -AA Bílheimar eru fluttir oð Sœvarhöfba 2b viö hliö Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.