Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nytja ber hvali á ný Mikil þorskveiði úti fyrir Vestfjörðum vekur upp von- ir manna um að fiskveiðistjórn og friðunaraðgerðir hér við land séu farnar að bera árangur. Skipstjórar hafa greint frá því að þorskur sé þar nánast um allan sjó. Þorskkvóti margra er uppurinn og þeir verða því að sækja í aðrar tegundir. Þeir sem enn eiga kvóta kætast og eru fljótir að fylla skip sín. Fiskifræðingar hafa lýst því yfir að ólíklegt sé að hér sé Grænlandsþorskur á ferðinni. Ástand grænlenska þorsk- stofnsins sé ekki það burðugt að líklegt sé að hann gangi í torfum á íslandsmið. Þeir bíða því sýna úr afla skipa á Vestfjarðamiðum en telja líklegt að friðunaraðgerðir séu farnar að skila sér. Þessi tíðindi auka vonir manna um bættan hag með betra ástandi okkar helsta nytjastofns. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá bót sem sjáv- arútvegurinn og þjóðfélagið í heild hefði af burðugra ástandi þorskstofnsins. Vissulega verður áfram að fara með gát í veiðunum og fylgja ráðum fiskifræðinga. Vonin er samt sú að auka megi aflann skref fyrir skref, án alls óðagots. Aukist þorskkvóti skipa má um leið draga úr sókn í aðrar tegundir sem sannanlega eru ofveiddar. En það eru fleiri tegundir að braggast í sjónum um- hverfis landið en þorskurinn. Það kom fram hjá Jóhanni Sigurjónssyni, aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnun- ar, á aðalfundi LÍú nýlega að hvalastofnar hér við land væru almennt í góðu ásigkomulagi eftir friðun undafar- inna ára. Hvalurinn keppir við manninn um fiskinn í sjónum og því er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með vexti hvalastofna. í máli Jóhanns kom fram að heildarfæðunám hvala á íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum er talið vera á milli 4 og 5 milljónir tonna á ári. Þar af er helmingurinn sviflæg krabbadýr, um fjórðungur ýmsar smokkfiskteg- undir og um fjórðungur ýmiss konar fiskmeti. Þessi síð- asti fjórðungur jafngildir einni til einni og hálfri milljón tonna af fiski á ári. Hvalir við íslandsstrendur éta því jafn mikið af fiski og nemur heildarfiskafla okkar á ári. Þessar tölur hljóta að vera mönnum áhyggjuefni. Jó- hann telur að þegar hvalastofnar ná þeirri stærð sem þeir voru í áður en hvalveiðar hófust séu líkur á þvi að afrakstur þorskstofnsins minnki um 10 prósent. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekki sé tímabært að hefla hvalveiðar á ný þótt ekki væri nema til að halda stofnstærð þessara keppinauta okkar í skefjum. Misjafnt er á hverju einstakar hvalategundir nærast. Langreyður og steypireyður nærast aðallega á krabbasvifdýrum en hrefnan étur verulegt magn af fiski. Hvalveiðar eru viðkvæmt mál og auðvelt að finna rök með og á móti veiðunum. íslendingar urðu að beygja sig, þvert gegn vilja, og hætta hvalveiðum vegna áróðurs friðunarsinna. Það var þó fjarri lagi að við ofveiddum hval. Bæjarstjórn Akraness talar væntanlega fyrir munn margra í nýlegri samþykkt sinni. Þar beinir bæjarstjórn- in því til stjórnvalda hvort ekki sé tímabært að aflétta hvalveiðibanni hérlendis. „Allt bendir til að hvalastofn- ar við ísland þoli töluverða veiði og ástæðulaust er fyrir íslendinga sem sjávarútvegsþjóð að nýta ekki þessa auð- lind sína skynsamlega,“ segir í ályktuninni. íslendingar hljóta að hefja hvalveiðar á ný fyrr en síð- ar. Gaumgæfllega þarf að skoða hvort ekki sé rétt að heíja hrefnuveiðar þegar á næsta ári. Hrefnustofninn á svæðinu við Austur-Grænland og ísland er talinn vera nálægt 28 þúsund dýrum og þar af eru 10-15 þúsund dýr við íslandsstrendur. Þennan stofn á að nytja. Jónas Haraldsson „Ef byggja a upp samkeppmshæfan iðnað er framleiðsluverkfræðin grunnforsenda,“ segir Stefán m.a. í grein sinni. - I hugbúnaðar- og framleiðslufyrirtækinu Marel. „Vitlausir" verkfræðingar íslenskum hefðum í verkfræði verður að breyta. Hverfa á frá „hönnunarverkfræði" og skapa nýja hefð, „framleiðsluverkfræði". í grónum iðnaðarþjóðfélögum hanna verkfræðingar vörur og skipuleggja framleiðslu fyrir krefj- andi markaði. Það má nefna fram- leiðsluverkfræði. Hér á landi hanna verkfræðing- ar mannvirki og vörur sem aðrir smíða. Þá hefð má nefna hönnun- arverkfræði. 70% verkfræðinga eru á opinberri framfærslu. Tíma- bært er að nýta menntun þeirra í þágu framleiðslu, verðmætasköp- unar og framþróunar. íslensk verkfræðihefð er hönnunarverkfræði Fyrstu íslensku verkfræðin- garnir hlutu menntun sina þegar þjóðfélagið var frumstætt, torfbæ- ir hýstu fólk í vegalausu landi. Þeir voru hugsjónamenn og braut- ryðjendur. Með tækniþekkinguna að vopni hófu þeir að byggja upp sjálfstætt nútímaþjóðfélag. Þeir lögðu vegi, byggðu brýr, hafnir og vita, vatnsveitur og skolpræsi, virkjanir og hitaveitur. í áratugi mótuðust störf verk- fræðinga af húsbyggingum og verklegum framkvæmdum. Hönn- un og eftirlit urðu hefðbundin verkefni islenskrar verkfræði en framkvæmdirnar sjálfar voru í höndum annarra. Verkfræðingar fengust sáralítið við að framleiða vöru eða þróa fyrir markað. Mark- mið þeirra var að hanna traust og endingargóð mannvirki. Þessi venja mótar enn störf ís- lenskra verkfræðinga og hefur Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur skapað hefð sem nefna má hönn- unarverkfræði. Nýsköpun og hag- ræðing vegur létt í íslenskri verk- fræöihefð. í Verkfræðideild Há- skólans var fyrst kennd hagfræði eftir 1965. Verkfræðingar dvelja lengur við teikniborðin en þar sem verðmætin skapast. Opinberir starfsmenn Verkfræðingar eru ekki lengur brautryðjendur en sækja flestir í áhættulaus, róleg störf. Helmingur stéttarinnar er í opinberum störf- um og fjórðungur að auki verktak- ar eða ráðgjafar opinberra aðila. Fáir eru úti í atvinnulífinu í skap- andi störfum og framleiðslu. Stétt- ir á borð við tæknifræðinga og iðnaðarmenn standa þar framar. Leitun er að verkfræöingum í eig- in atvinnurekstri. Athygli vekur að verkfræðingar eru sjaldséðir í frumatvinnuveg- um þjóðarinnar, sjávarútvegi, fiskvinnslu, landbúnaði og iðnaði. Hins vegar er 70% íslenskra verk- fræðinga að finna í opinberum verkefnum, oft stjórnun, þótt menntun þeirra á því sviði sé al- mennt fábrotin. Verkfræðihefð okkar endurspeglast í áherslum fagfélags þeirra. Verkfræðingafélaginu er skipt eftir menntun verkfræðinga en ekki þeim verkefnum sem þeir fást við. Til dæmis er ekki farveg- ur fyrir mikilvægar faggreinar á borð við upplýsingatækni og tölv- ur, sjávarútveg og fiskvinnslu, iðnframleiðslu og vöruþróun. Hefð iðnrfkja er fram- leiðsluverkfræði í iðnframleiðslu er hönnun, framleiðsla, gæðaeftirlit, markaðs- setning og vöruþróun órofið ferli. Sami aðili þróar vöru og hannar, skipuleggur framleiðsluna, fylgist með því að hún uppfylli kröfur og selur. Til að þróa vöru verður að þekkja óskir og kröfur markaðar- ins. Við hönnun vörunnar þarf að huga að framleiðslukostnaði til að standast samkeppni. Stöðugt verð- ur að fylgjast með því að fram- leidd vara standist kröfur. í þessu ferli fara verkfræðingar með lykilhlutverk. Þá hefð sem liggur að baki má nefna fram- leiðsluverkfræði. Hún er ráðandi í iðnríkjum austan hafs og vestan. íslenskir verkfræðingar hafa al- mennt ekki hlotið starfsþjálfun samkvæmt þessari hefð þó margir séu menntaðir erlendis. Skilning skortir á þýðingu markaðarins, mikilvægi stöðugra endurbóta og vöruþróunar, kröf- um um lækkandi framleiðslu- kostnaðar og að órjúfanleg tengsl séu á milli allra þessara þátta. Ef byggja á upp samkeppnishæfan iðnað er framleiðsluverkfræðin grunnforsenda. Það á bæði við um hátækniiðnað og hefðbundna framleiðslu. Til að skapa ný störf verður að skapa nýja verkfræði- hefð. Stefán Ingólfsson „Nýsköpun og hagræðing vegur létt í ís- lenskri verkfræðihefð. í verkfræðideild Háskólans var fyrst kennd hagfræði eftir 1965. Verkfræðingar dvelja lengur við teikniborðin en þar sem verðmætin skap- ast.“ Skoðanir annarra Innbyrðis launahlutföll „Það er almenn vitneskja fólks, að á íslandi er hlutfall launaútgjalda í þjóðarframleiðslunni hærra en víðast hvar í löndum. Það merkir á mannamáli, að hér hefur meiru verið deilt út til launþega en al- mennt gerist af því sem er til skiptanna milli laun- þega og launagreiðenda ... Það sem er í rauninni þörf fyrir er, að launþegar komi sér saman innbyrð- is um hver skuli vera þeirra launahlutföll.“ Jón Sigurðsson í Mbl. 14. des. Grímulaus valdabarátta „Á síðastliðnu hausti varð uppi fótur og fit meðal launþegaforingja og blásið var til mikils útifundar vegna launabreytinga alþingismanna og annarra framámanna þjóðfélagsins ... Nú virðist komið á dag- inn að öll þessi átök snúist um menn en ekki mál- efni ... Fiskvinnslukonan skipti aldrei máli, kjör og lífsafkoma þess fólks sem verkalýðsrekendurnir ráðskast með var alla tíð aukaatriði í málinu. Það sem við höfum orðið vitni að á undanförnum vikum er nakin og grímulaus valdabarátta örfárra einstakl- inga sem setja persónulegan metnað sinn ofar hags- munum fjöldans og grípa í þeim tilgangi til meðala sem í senn virðast bæði ólögleg og siðlaus. Er ekki mál að linni?“ Arnór Benónýsson í Alþbl. 12. des. Við hverja á þá að semja? „Verkalýðshreyfingin er orðin snarrugluð og er á góðri leið með að leysast upp. Hver höndin er uppi á móti annarri og fæstir vita hvert stefna skal. Opin- berir starfsmenn eru ráðvilltir og hafa engar stefnur tekið, eru aðeins reiðir og sárir. Innan launþega- hreyfinganna er að skapast stjórnleysi. Ef það á eft- ir að magnast mun vandi atvinnurekenda aukast að mun. Við hverja á þá að semja? ... Frakkar fara út á göturnar og lama þjóðlífið þegar þeim er misboðið. íslendingar rústa launþegahreyfingarnar fyrir að líða kjaraaðlinum að komast upp með hvað sem er.“ OÓ í Tímanum 9. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.