Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Spurningin Hvað ertu búin(n) að kaupa margar jólagjafir? Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, nemi í 9. bekk Húsaskóla: Enga. Anna Solveig Áskelsdóttir grunn- skólanemi: Enga, ég er bara búin að búa til nokkrar. Ég nýti mína list- rænu hæfileika. Elín Friðriksdóttir, einstæð hús- , móðir: Enga. Hera Karlsdóttir leikskólakennari: Ég er búin að kaupa margar. Þorgerður María Halldórsdóttir nemi: Þónokkrar. Díana Ýr Ólafsdóttir nemi: Svona nokkrar. Lesendur Lögreglumenn: Vanbúnir við um- ferðarstjórn Skarphéðinn H. Einarsson skrif- ar: Seint að kvöldi þann 6. des. sl. átti ég leið um Reykjanesbrautina. Það var rigning og mjög dimmt þetta kvöld. Á Strandaheiði var verið að ferja gám milli vagna eða hvort hann hafði fallið af vagni. - Þarna var lögreglubíll fyrir aftan með neyðarljósin kveikt en svo sem 50 metrum fyrir framan dráttarbílana var lögreglumaður við umferðar- stjóm með rauðan hólkinn sinn. Ég varð furðu lostinn. Þama, á miðjum veginum, var maður, svart- klæddur og illa búinn ríkismerking- um. Mér datt sem snöggvast í hug mynd meistara Kjarvals: Svertingi að moka kolum í myrkri. En það var samt ekki um að villast þegar nánar var að gætt að þarna var lög- reglumaður að störfum. Það er með eindæmum hvernig búið er að þessum mönnum í starfi. Dómsmálaráðuneytið eða viðkom- andi umsjónaraðili á auðvitað að láta panta - og þá erlendis frá ef ekki eru fyrir hendi hér á landi - frakka í skærgrænum litum með endurskinsmerkjum á. Ugglaust hafa flestir séð svona vinnufatnað löggæslumanna í sjónvarpsþáttum þar sem verið er að sýna frá vinnu þeirra í myrkri eða einfaldlega að kvöldlagi þar sem aðstæður eru þess eðlis að öryggisfatnaðar er þörf. Löggæslumenn hér virðist vanta Það er með eindæmum hvernig búið er að þessum mönnum í starfi, segir Skarphéðinn m.a. í bréfinu. ýmsan búnað sem löggæslumenn er- lendis myndu ekki taka í mál að vera án. Einnig tel ég lögreglubíla vera illa merkta, þá vantar t.d. endurskin í rendur á hliðunum svo að þeir sjá- ist vel ef þeim þarf að leggja þvert á götu til að loka umferð. Erlendis eru lögreglubílar líka með kallnúmer á þaki bílanna svo það sjáist alls stað- ar frá, líka úr þyrlum. Og þyrlur munu líklega smám saman verða notaðar við umferðargæslu í mun ríkari mæli hér á landi. Ég skora á dómsmálaráðherra að láta lagfæra þessa hluti nú þegar. Nú eru aðeins um fjögur ár til alda- móta svo að ekki væri nú verra að hafa sæmilega - og löglega - útbúna lögreglu í byrjun aldarinnar. Þú ert ekki ókurteis, Anna Einar Ólafsson skrifar: Ég hlusta iðulega á útvarpsstöðv- arnar síðdegis, einkum milli kl. 17 og 17.30, og hef gaman af. Á Rás 2 er auðvitað mesta fjörið þegar inn- hringingarnar hefjast. Margir hringja og margir munnhöggvast, ýmist við þá sem á undan hringdu eða þá við þáttarstjórnendur, sem vilja gjarnan láta ljós sitt skína og helst hafa síðasta orðið. Þeir skilja ekki að þátturinn ætti aðallega að þjóna því hlutverki að leyfa hlust- endum að koma skoðunum sínum á framfæri, líkt og gerist í lesenda- bréfum DV og Mbl. Þar er ekki verið að fylgja eftir bréfum með leiðréttingum af hálfu blaðsins eða innskotum um að við- komandi eigi nú ekki að hafa þessa eða hina skoðunina. - Annað hvort er bréf birtingarhæft eða ekki. Eða svo hygg ég. Sl. mánudagskvöld var Þjóðarsál- in einkar skemmtileg og eins og oft áður tóku hlustendur þann kúrs að rifast um ummæli þess á undan og hinna þar á undan. Og í þetta fór svo seinni hluti þáttarins, að taka undir með þáttarstjórnanda og verja hann fyrir þeim sem sögðu að stjórnandinn hefði verið ósanngjarn í svörum eða ekkí nógu tillitssamur. Þetta gekk fyrir sig eitthvað þessu líkt: „Ég vildi bara láta þig vita að þú ert ekki ókurteis, Anna“. Eða: „Þú ert sanngjörn, Anna“. Og önnur kona: „Þú ert ekki frek“. Og svo var það konan sem hringdi undir lok þáttarins og sagði: „Ég kann vel við þig, og þú ert bara blátt áfram“. Ég hugsaði með mér: Er þetta virkilega hinn breiði fjöldi íslendinga sem sagður er hafa svo góða almenna menntun að leitun sé að í öðrum löndum? Eða er þetta allt „litli mað- urinn“ sem er að losa sig undan ok- inu í þjóðfélaginu með þvi að blaðra svona í RÚV? Útgáfutónleikar Stórsveitarinnar Stórsveit Reykjavíkur í Leikhúskjallaranum. G.R.A. skrifar: Þeir láta engan bilbug á sér finna hinir kappsfullu kappar Stórsveitar Reykjavíkur, hvort sem þeir lúta stjórn frumkvöðulsins Sæbjarnar Jónssonar eða Stefáns S. Stefánsson- ar, sem stjórnaði hljómleikunum sl. þriðjudagskvöld í Leikhúskjallar- anum. Eins konar útgáfutónleikum, en hljómsveitin hefur sent frá sér geisladisk með stórsveitartónlist. Þarna lék hún nokkur þeirra laga. Móttökur áheyrenda voru frábærar. Leikhúskjallarinn er heldur lítill fyrir svo stóra hljómsveit en tónarn- ir fóru heldur ekki út um víðan völl. Samhljóma „brassið" ásamt píanó- inu, gítarnum og bassanum sendi tónana beint 'í æð i öllum lögunum. Án þess að telja upp einstök lög má fullyrða aö þau hafl öll sýnt hvað Stórsveitin er komin áleiðis með þrotlausum æfingum og metn- aði aÚra tónlistarmanna sveitarinn- ar. Besta útsetningin fannst mér samt í „Home again“ með tiltakan- lega „mildu“ en ákveðnu brassi og sterku trompetsamspili og pí- anó/trommu afleysingum - endaði á sikksakk hviðu. Ósvikinn „big- band“ hljómur samhæfingarinnar. Og svo komu söngvaramir Egill Ólafsson og Ragnar Bjarnason. Éjög- ur lög ákaflega vel túlkuð, þar af eitt lag eftir stjórnandann, Stefán; Ein- ungis fyrir djass. Skemmtileg nýj- ung í tónleikasmíði hér. Með þess- um samhæfðu kröftum er óhætt og raunar skylda að halda áfram á „djass/big-band“ brautinni. Flottir tónleikar þarna í Leikhúskjallaran- um og flottir tónleikar Stórsveitar- innar hvar sem er. Meira af svo góðu. r>v Sættir í vinnu- deilum? Reynir hrtngdi: Sjálfsagt er að fagna því að VSÍ hefur myndað sáttaleið í deilunni við stærstu verkalýösfé- lögin sem ekki vildu draga upp- sögn kjarasamninga til baka. Með þessu móti hefur VSÍ mark- að stefnu, sáttastefnu. Hvað hefði líka fengist meira en þessi des- emberappbót með löngum verk- föllum með ómældu launatapi? Má ekki líta á þetta sem sættir í deilunum þar til samningstíma lýkur? Fella á niður skattfríðindi R.K.Á. skrifar: Ég er ekki í nokkrum vafa um að meirihluti landsmanna er því mótfallinn að tefia fram skatt- fríðindum til hEmda einni stétt fremur en annarri. Svokallaður skattaafsláttur sjómanna stingur þarna mest í augu. Þótt um hann hafi verið samið við kjaraborðið fyrir mörgum árum þá er hann ekki við hæfi lengur gagnvart mönnum sem eru hvað tekju- hæstir allra landsmanna. Auk þess legg ég til að laun forseta verði skattlögð. Þá er réttlætinu fullnægt. Kristinn Sig- mundsson fyrir forseta Páll Guðmundsson skrifar: Ég vil skjóta hér að nafni sem margir fleiri en ég hafa talið að hlyti að verða í umræðunni um forsetakjör næsta vor. Nafnið er Kristinn Sigmundsson, óperu- og stórsöngvari okkar hér og er- lendis um margra ára skeið. Kristinn er vel þekktur víða um lönd, hann er vel menntaður, kemur afar vel fyrir sakir kurt- eisi og fágaðrar framkomu. Ég veit ekkert hvort þetta hefur komið til tals við hann eða hvort hann yfirleitt myndi ljá máls á því að gefa kost á sér en tel það ómaksins vert að kanna málið hjá honum sjálfúm fyrr en síðar. Virða ber lög við Þingvelli B.R. skrifar: Ég fylltist óhug við að lesa um yfirgang sumra sumarbústaða- eigenda á Þingvöllum. Þetta hef- ur farið út fyrir öll velsæmis- mörk og reglur sem varða bygg- ingar við sumarbústaði á Þing- völlum. Ljóst er að fylgja verður þessu máli eftir með festu. Virða ber lög á stað eins og Þingvöllum og þau verða að gilda um alla, líka þá sem vilja byggja ósmekk- legar sumarbústaðahallir á hin- um friðhelga stað, Þingvöllum. Það verður að krefjast brottflutn- ings mannvirkja sem eru þarna í óleyfi. Stjórn og óstjórn Regína Thorarensen skrifar: Ég krefst þess af hvaða ráð- herra sem kann að taka við for- setaembættinu að hafa efst í huga að stjórna landinu af vel- vild og kristileika og að enginn þurfi að svelta. Ég skora á Davíð að hætta með forgangshraði sem forsætisráðherra og láta Egil Jónsson taka við. Ég myndi treysta honum og fyrrverandi menntamálaráðherra til að verða forsætisráöherra. Þeir sem vinna við atvinnuvegi þjóðarinn- ar þuifa ekki mikla lögfræðiað- stoð. Ég legg svo til að aðrir ráð- herrar fari til sjós. Ég óska þeim guðs blessunar á sjónum og um alla tíð en jafnframt hafi þeir óþökk fyrir óstjórnina síðustu árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.