Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 15 íslenskt tónleika- fólk og tónlistarhús Nokkur orð um íslenskt tónlist- arfólk og tónlistarhús „Ég er óend- anlega þakklátur tónlistinni fyrir það hve oft hún hefur hresst mig og bjargað mér úr sárum nauð- um“. Svo mælti Marteinn Lúter. Margir hafa eflaust getað tekið undir þessi orð allar götur síðan þau voru sögð og því má með sanni segja að þau séu sígild eins og tónlistin. Án nokkurs vafa hef- ur Marteinn Lúter verið að vitna til sálrænnar reynslu sinnar. Á okkar tímum gæti ofangreind setn- ing átt við í félagslegum skilningi ekki síður en andlegum. Tónlistarmenn og hjálparstarf Mér hefur oft verið hugsað til þess að undanförnu hversu gríðar- lega stór þáttur tónlistarmanna er í mörgu hjálparstarfi. Til dæmis hefur íslenskt tónlistarfólk borið uppi hverja fjáröflunina á fætur annarri hérlendis á undanfórnum árum. Islenskir tónlistarmenn virðast ætíð boðnir og búnir tU að leggja góðum málefnum lið, hvort sem er að beiðni annarra eða að eigin frumkvæði og, það yfirleitt endurgjaldslaust. Mér finnst þessi staðreynd ekki hafa komið nægjanlega skýrt fram í fjölmiðlum og löngun tU að bæta úr því hefur farið sífeUt vaxandi. Sú löngun fékk byr undir báða vængi er ég las í DV miðvikudag- inn 6. desember síðastliðinn ádeilu frá Svanhildi nokkurri á nýlegt framtak fulltrúa tónlistarmanna tU að vekja athygli á skorti á sér- útbúnu tónlistarhúsi hér á landi. Kjallarinn Þorsteinn Ólafsson framkvstj. Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna Ríkið og tónlistin Það vita allir hugsandi menn að flöldi mála, sem leggja þarf fjár- magn í, hvort sem um byggingar eða annað er að ræða, nálgast hið óendanlega. Einmitt þess vegna þarf að forgangsraða, m.ö.o að leggja það fé sem til reiðu er hverju sinni í þau málefni sem mikilvæg- ust eru. Þetta er þó því miður ekki aUtaf gert en það er önnur saga. Ekki ætla ég að reyna að leggja mat á það hvenær röðin kemur að tón- listarhúsi hvað varðar stórar fjár- veitingar. Ég tel hins vegar sjálfgef- ið að ríki og sveitarfélög leggi sitt af mörkum tU að tónlistin, þetta stór- kostlega fyrirbæri sem er svo órjúf- anlegur hluti af lífi okkar allra, fái þann sess er henni ber hér á landi sem annars staðar. Þeir fiska sem róa Það hefur sýnt sig í gegnum tíð- ina að samkennd okkar íslendinga er mikU og e.t.v. einstök þegar neyðin er annars vegar og hjálpar þörf. Skemmst er að minnast Flat- eyrar- og Súðavíkurslysanna á þessu ári í því sambandi en þar má bæta við ótal dæmum ef rifjað- ar eru upp safnanir og önnur hjálparátök fyrri ára. Hvað tónlist- arhús varðar er að sjálfsögðu ekki hægt að tala um neyð. Sá skortur sem þar um ræðir kallar ekki á sams konar fjársafnanir og að ofan var vikið aö. Hins vegar á áhuga- fólk um byggingu tónlistarhúss stuðning þjóðarinnar skUinn en ekki gagnrýni fyrir það að vekja athygli á málstað sínum. Þeir fiska sem róa! Gagnrýnendum slíks framtaks væri hollt að velta fyrir sér hversu miklu fé tónlistarmenn okkar hafa tekið þátt í að safna til góðra málefna. Þar er um ófá hundruð milljóna króna að ræða á núvirði, upphæð sem í dag nægði til að reisa hið myndarlegasta tón- listarhús og gott betur. Þorsteinn Ólafsson „Hins vegar á áhugafólk um byggingu tónlistarhúss stuðning þjóðarinnar skil- inn en ekki gagnrýni fyrir það að vekja athygli á málstað sínum.“ Islenskir tónlistarmenn virðast ætíð boðnir og búnir til að leggja góðum málefnum lið og það yfirleitt endurgjaldslaust, segir m.a. í grein Þor- steins. — Tónleikar til styrktar Hljómlistarhúsi. íslenskir ræningjar Nýlega gerði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra taxta inn- heimtumanna á íslandi að umtals- efni á Alþingi. PáU nefndi dæmi um 800 króna innheimtu vegna stöðumælasektar á Akureyri, sem orðin var að 40 þús. króna kröfu, og aðra sams konar sem orðin var að 36 þús. króna kröfu. Vanmáttur almennings Ekki mun fjarri sanni að flestar íjölskyldur í landinu þekki af eig- in raun eða afspurn ámóta dæmi um ræningjana i þjóðfélaginu. Þetta eru oft sársaukafuU dæmi og fólk Finnur til vanmáttar gagnvart kröfum ræningjanna. Almenning skortir einnig þekk- ingu, reynslu eða kunnáttu tU að verjast. Þessi alvarlega staða, sterk staða ræningjanna og van- máttur almennings, varð Páli Pét- urssyni umræðuefni á Alþingi. Páll taldi að brýn nauðsyn væri til að taka innheimtutaxta ræningj- anna til athugunar. Einn alþingis- maður, „alþýðuvinurinn" Stein- grímur. J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, reyndi að gera þessa umræðu Páls aö gam- Kjallarinn Kristinn Snæland leigubílstjóri að árið 1991 samþykktu alþingis- menn lög nr. 88 en samkvæmt þeim var búin tU skattlagning á fólk í fjárhagserfiðleikum. Skatt- lagning þessi heitir „Nauðungar- sölugjald í ríkissjóð" og er að lág- marki 3000 kr. en 9000 kr. á kröfur yfir 100 þús. kr. Þegar litið er á innheimtur ræn- ingjanna koma fyrir liðir svo sem: HöfuðstóU, samningsvextir, vextir, lagning alþingismanna frá 1991, lög nr. 88. Líti í eigin barm Það skal hér með dregið í efa að skattlagning sem þessi, að skatt- leggja þann sem á í fjárhagserfið- leikum, sé lögleg. Um leið skal full- yrt að hún er gersamlega siðlaus. Páli Péturssyni hefur ugglaust sést yfir hversu siðlaus þessi skattlagn- „Einn alþingismaöur, „alþýðuvinurinn" Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Al- þýðubandalagsins, reyndi að gera þessa umræðu Páls að gamanmálum.“ anmálum. Þegar Páll Pétursson talaði hreina íslensku eins og hon- um er tamt og kaUaði innheimtu- menn íslands sínum réttu nöfnum, þessa menn sem svívirðilegast níð- ast á alþýðu þessa lands, þó hló Steingrímur J. Sigfusson. „Nauðungarsölugjald“ Þess vegna er rétt að geta þess verðbætur, dráttarvextir, máls- kostnaður, banka- og stimpilkostn- aður, annar kostnaður, vextir af kostnaði, virðisaukaskattur, nauð- ungarsölubeiðni, innheimtuþókn- un, aðfarargjald í ríkissjóð, álagð- ur kostnaður og svo „nauðungar- sölugjald í ríkissjóö“. Nauðungar- sölu- og aðfarargjaldið mun víst vera gjaldið eða öllu heldur skatt- ing er en Steingrími J. Sigfússyni hefur væntanlega verið hlátur í huga þegar hann samþykkti þessa svívirðilegu skattlagningu. Þess vegna vil ég að lokum óska þess að þegar alþingismenn ákveða að rasskella ræningjana rækilega þá líti þeir í eigin barm í leiðinni. Kristinn Snæland Meö og ámóti Veikur meirihluti í bæjarstjórn Húsavíkur? Meirihlut- inn er fársjúkur „Meirihluti Framsóknar- flokks og Al- þýðubandalags- ins í bæjar- stjórninni hér á Húsavík er ekki bara veikur, hann er fársjúk- ur. Sjúkdóms- einkennin hafá verið að koma í ljós að undan- fornu og reynd- ar öðru hverju allt kjörtímabil- ið, þótt reynt hafi verið að halda þeim niðri með makki og samn- ingum sem enginn fær að sjá. Svona hefur þetta verið allt kjör- tímabilið og endurspeglast ekki síst í því að hér í bænum er ekk- ert að gerast sem skiptir máli fyr- ir rekstur bæjarins. Mér fannst fyrstu sjúkdómseinkennin koma fram strax við myndun meirihlut- ans. Annar flokkurinn fór í þetta meirihlutasamstarf til þess að koma í veg fyrir grundvöllinn að meirihlutasamkomulaginu og hef- ur reyndar marglýst því yfir. Hér á ég við sameiningarmál útgerðar og fiskvinnslu en það hefur nán- ast ekkert gerst í því máli allan þann tíma sem liðinn er af kjör- tímabilinu. Það endurspeglar ástandið að ákvörðun um samein- ingu fyrirtækjanna er tekin af öðr- um minnihlutaflokknum og öðr- um meirihlutaflokknum. Þessi meirihluti er svo lélegur að ég tel Sjálfstæðisflokkinn hafa þónokk- ur áhrif þótt hann sé í minnihluta í bæjarstjórn." Mjög sterkur „Meirihlut- inn í bæjar- stjórn er mjög sterkur, og samstarf okkar og framsóknar- manna hefur gengið mjög vel allt kjörtímabil- ið. Það hefur ekki veriö uppi neinn ágrein- ingur i því sam- starfi nema í þessu samein- ingarmáli sem er undantekningin og Sjáifstæðis- flokkurinn var ekki lengi að hlaupa á sveifina. Það hvernig staðið var að málinu eftir að sam- komulag hafði náðst um aðra leið olli vonbrigðum, en við því er ekk- ert að gera. Menn tala um trúnað- arbrest og það má segja að eitt- hvað slíkt hafi gerst í þessu máli. Ég sé þó enga ástæðu til að ætla að eitthvað þessu líkt komi upp aftur. Framsóknarmenn hafa ekk- ert leynt þvi að þeir voru tor- tryggnir gagnvart mér vegna þessa sameiningarmáls en það er ekkert um það að segja. Þetta get- ur gerst en annars hefur meiri- hlutinn lagt sig fram um að halda mannlífinu hér öflugu og það hef- ur gengið ljómandi vel. Það er ekkert sem mælir gegn því að meirihlutinn starfi út allt kjör- tímabilið. Hann er búinn að gera mikið og á eftir að gera mikið.“ Kristján Ásgeirs- son, oddviti Al- þýðubandalagsins í bæjarstjórn Húsa- víkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.