Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 5 dv____________________________________________________Fréttir Nýja sveitarfélagið á norðanverðum Vestfjörðum: Kratar vilja viðræður um vestfirskan „R-lista" - framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn tilbúnir til viðræðna Alþýðuflokksmenn á norðanverð- um Vestfjörðum hafa sent bréf til fé- lagshyggjuflokkanna á svæðinu þar sem þeir óska eftir viðræðum um að þessir flokkar bjóði fram sameigin- legan lista við sveitarstjórnarkosn- ingarnar sem fram eiga að fara 11. maí í hinu nýja sameinaða en nafn- lausa sveitarfélagi. Það samanstend- ur af Þingeyrarhreppi, Mýrahreppi, Mosvallahreppi, Flateyrarhreppi, Suðureyrarhreppi og ísafjarðar- kaupstað. „Það er alla vega ákveðinn vilji fyrir því að athuga þetta mál og að menn fari í viðræður. Hvort það er vilji hjá öllum flokkunum til að gera þetta er önnur saga en það þarf að kanna. Vissulega gæti orðið af þessu enda þótt ég spái því að lík- umar séu minni en meiri. En ég er nú líka mjög lélegur spámaður," sagði Smári Haraldsson, leiðtogi Al- þýðubandalagsins á ísafirði, þegar DV ræddi þetta mál við hann. „Ég hef nú ekki fengið bréfið frá krötum en hef heyrt af því. Og ég get ekki mikið sagt fyrr en ég hef fengið það í hendur. En auðvitað Keypti sterkan bjór í mat- vöruverslun „Þetta er kannski fyrsta skrefið í átt til frjálsrar sölu á bjór. Mér fannst þetta þó fyrst og fremst fynd- ið,“ segir Þorkell Guðjónsson við- skiptafræðinemi en hann keypti á dögunum tvo sterka bjóra í mat- vöruverslun í Reykjavík. Veigarnar var að finna á bretti með léttöli frá Víking hf. á Akur- eyri. Tók Þorkell þrjá dósir og var styrkleiki innihaldsins í tveimur þeirra gefinn upp 5,6%. Segist Þor- kell geta staðfest eftir neyslu að það hafi verið rétt. „Ég vakti athygli á þessu við af- greiðslukassann en var bent á að best væri að gleyma þessu og láta sem ekkert væri. Ég skoðaði síðar hvort fleiri sterkir bjórar væru á brettinu en svo reyndist ekki vera,“ segir Þorkefl. Hann útiiokar þó ekki að hann fari fleiri ferðir til að at- huga hvort heppnin verður með honum áfram. -GK Austfirðir: Borgara- fundir um snjóflóða- varnir Efnt verður á morgun til borgara- funda í Neskaupstað og á Seyðis- firði um snjóflóðavarnir. Fundur- inn í Neskaupstað verður klukkan 12.30 í Egilsbúð og á Seyðisfirði verður komið saman í félagsheimil- inu klukkan 18.00. Þetta eru fundir hliðstæðir þeim sem haldnir voru í haust á Vest- fjörðum og Siglufirði. Fjallað verður um framkvæmd snjóflóðavarna í framhaldi af samþykkt nýrra laga um stjórnskipulag snjóflóðamála. Einnig verður rætt um stöðuna í snjóflóðamálum almennt. -GK munum við hlusta. Við munum auð- vitað ræða við menn. Það er enda sjálfsögð kurteisi að ræða við menn sem óska eftir því en ég þori engu að spá um framhaldið," sagði Krist- inn Jónsson, leiðtogi framsóknar- manna á ísafirði, um málið. Samkvæmt heimiidum DV telja félagshyggjuflokkarnir að miklar líkur séu á að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihiuta í nýja sveit- arfélaginu ef félagshyggjuflokkarnfr bjóða fram hver í sínu lagi. Aftur á móti telja margir að með vestfirsk- um „R-lista“ geti hann fengið hrein- an meirihluta. -S.dór Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður innifalinn If&MtaSansl lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. pAn —v Ríflegan aiGViON | UV-IIB UIQQÐ' L..M,y.n.fa I HIQViON NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SI'MI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga til kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.