Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 26
SWYWYWYWYW] 34 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Afmæli Hreinn Loftsson Hreinn Loftsson hrl., Sunnuflöt 15, Garðabæ, er fertugur í dag. Starfsferill Hreinn fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófí frá MH 1976, embættisprófi í lög- fræði við HÍ 1983 og stundaði framhaldsnám í réttarheimspeki við University of Oxford 1984-85. Hann öðlaðist hrl.-réttindi 1993. Hreinn var blaðamaður við Morgunblaðið 1983, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu sama ár, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra 1985, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra 1986-87 og aðstoðarmaður samgönguráðherra 1987-88. Hreinn starfrækti eigin lög- fræðiskrifstofu i Reykjavík 1988-89, varð þá meðeigandi að lögfræðiskrifstofunni að Höfða- bakka 9 í Reykjavík þar sem hann hefur starfað síðan að undan- skildu tímabilinu 1991-92 er hann var aðstoðarmaður forsætisráð- herra. Hreinn sat i stjórn Heimdallar 1975-77, í stjóm SUS 1977-79, 1981-83 og 1985-89 og var þar varaformaður 1987-89. Hann var einn af stofnendum og í stjóm Fé- lags frjálshyggjumanna 1979-85, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1989-91, var formaður utanríkis- málanefndar Sjálfstæðisflokksins frá 1987 og formaður einkavæð- ingarnefndar sem skipuð var af ríkisstjórninni 1991. Hreinn skrifaði, ásamt Andersi Hansen, bókina Valdatafl í Val- höll, 1980. Hann var ritstjóri Stefnis 1981-83 og hefur skrifað fjölda greina um utanríkismál og stjórnmál. Fjölskylda Hreinn kvæntist 20.2. 1982 Ingi- björgu Kjartansdóttur, f. 5.8. 1958, meinatækni og heildsala. Hún er dóttir Kjartans Líndal Theodórs- son Magnússonar, stórkaupmanns í Reykjavík, sem lést 1994, og k.h., Sigríðar Guðmundsdóttur, hús- móður og iðnrekanda. Börn Hreins og Ingibjargar eru Erna, f. 12.10. 1981; Loftur, f. 10.11. 1988; Kjartan, f. 31.8. 1992. Hálfbróðir Hreins, sammæðra, er Guðjón Scheving Tryggvason, f. 1951, verkfræðingur hjá vita- og hafnamálastjóra, kvæntur Sig- rúnu Stefánsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú böm. Alsystkini Hreins eru Jón Loftsson, f. 1954, kvæntur Jó- hönnu Björgvinsdóttur og eiga þau tvö börn; Magnús Loftsson, f. 1957, auglýsingahönnuður hjá Hvíta húsinu í Reykjavík; Ásdís Loftsdóttir, f. 1958, fatahönnuður og rekur sitt eigið fyrirtæki í Reykjavík, gift Guðmundi Sig- urbjörnssyni trésmið og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Hreins eru Loftur, f. 24.7. 1925, sölumaður í Reykjavík, og k.h., Aðalheiður Scheving, f. 9.2. 1927, hjúkrunarframkvæmda- stjóri á geðdeildum Borgarspítal- ans. Ætt Foreldrar Lofts voru Magnús, skipstjóri á ísafírði, Friðriksson, útvegsb. á Gjögri, Friðrikssonar. Systir Magnúsar var Bjamveig, móðir Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns Iðju. Móðir Lofts var Jóna Pétursdóttir. Foreldrar Aðalheiðar voru Guðjón Scheving, málari og kaupmaður í Vestmannaeyjum, Sveinsson Sche- ving, hreppStjóra í Vestmanneyj- um, Pálssonar Scheving, for- manns í Görðum í Mýrdal, Vig- fússonar Scheving, b. í Görðum, Vigfússonar, b. á Hellum í Mýr- dal, Jónssonar, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar. Móðir Vigfúsar var Þórunn Hannesdótt- ir, sýslumanns, Schevings, en seinni maður hennar var Jón Steingrímsson „eldprestru-". Systir Hreinn Loftsson. Vigfúsar var Karítas, formóðir Er- lends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Sveins var Kristólína Bergsteinsdóttir, b. á Fitjamýri undir Eyjafjöllum, Einarssonar. Móðir Bergsveins var Sigríður Auðunsdóttir, prests á Stóruvöll- um, Jónssonar, bróður Amórs í Vatnsfirði, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins. Móðir Aðalheiðar var Ólafia Jónsdóttir, skipstjóra í Vest- mannaeyjum, Stefánssonar. Hreinn er í útlöndum á afmælis- daginn. Ingibjörg Jakobína Ögmundsdóttir Ingibjörg Jakobína Ögmunds- dóttir húsmóðir, Asparfelli 2, 7. hæð A, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Njálsstöðum í Húnavatnssýslu en ólst upp á Sauðárkróki. Á unglingsárunum vann hún almenn sveitastörf auk þess sem hún var þá í vist og stundaði fískvinnu. Eftir að Ingibjörg gifti sig bjuggu þau hjónin fyrst á Sauðár- króki. Þau fluttu til Siglufjaröar 1945 og áttu þar heima til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar vann Ingibjörg lengi við húshjálp á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Fjölskylda Ingibjörg giftist 1928 Pétri Lax- dal, f. 13.2. 1908, d. 28.5. 1971, húsasmíðameistara. Hann var sonur Guðvarðar Magnússonar bónda og Soffiu Hákonardóttur húsfreyju. Börn Ingibjargar og Péturs era Kristín Björg, f. 28.12. 1930, skrif- stofumaður, gift Sigurði R. Jó- hannssyni verkamanni og eiga þau tvö börn og sjö barnabörn; Halldór Stefán, f. 14.5. 1934, skip- stjóri, kvæntur Ólöfu Sigurðar- dóttur gangaverði og eiga þau fimm börn og sjö bamabörn; Sig- urjón, f. 26.10. 1937, trésmiður og fyrrv. borgarfulltrúi, kvæntur Rögnu Brynjarsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö syni og fimm bamaböm; Ingibjörg Soffia, f. 8.8. 1940, iðjuþjálfi, gift Leif Siik með- ferðarfulltrúa og eiga þau tvo syni og þrjú barnabörn. Systkini Ingibjargar: Magnús Ögmundsson, f. 17.10. 1904, d. 9.3. 1964, skósmiður; Sigurbjörg Ög- mundsdóttir, f. 23.10. 1907, hús- móðir á Sauðárkróki; Páll Ög- mundsson, f. 29.7. 1914, bifreiðar- stjóri í Reykjavík; Jóhanna Ög- mundsdóttir, f. 6.6. 1917, húsmóðir í Ytri-Njarðvík; Sigríður Björg Ög- mundsdóttir, f. 2.5. 1921, húsmóðir á Sauðárkróki. Foreldrar Ingibjargar vora Ög- mundur Magnússon, f. 31.3. 1879, d. 9.8. 1968, söðlasmiður á Sauðár- króki, og k.h., Kristín Björg Páls- dóttir, f. 15.4. 1884, d. 17.8. 1942, húsmóðir. Ætt Ögmundúr var sonur Magnús- ar, b. á Brandaskarði, Ögmunds- sonar. Móðir Magnúsar var Jó- hanna ljósmóðir Magnúsdóttir, b. á Fjalli á Skaga, Jónssonar. Móðir Ögmundar var Sigurbjörg Andrés- dóttir, b. á Syðri-Bægisá, Tómas- sonar og Helgu Daníelsdóttm- frá Skipalóni við Akureyri. Móðir Sigurbjargar var Ingibjörg Þórðar- dóttir, b. á Kjarna, ættföður Kjamaættarinnar Pálssonar. Kristín Björg var dóttir Páls, b. á Gröf í Víðidal, Steinssonar. Móðir Páls var Þorbjörg Árnadótt- ir, b. á Hörgshóli, Björnssonar. Móðir Þorbjargar var Sigríður, systir Ragnheiðar, langömmu Lúðvíks Norðdals læknis, afa Dav- íðs Oddsonar forsætisráðherra. Sigríður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólstað í Vestur- hópi, Þórarinssonar, ættföður Thorarensenættarinnar, Jónsson- ar. Móðir Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víði- dalstungu, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta, og bróður Þórðar, stúdents í Vigur, ættföður Vigurættarinnar, Ólafssonar, lög- sagnara á Eyri og ættföður Eyra- rættarinnar, Jónssonar. Móðir Ingibjörg Ögmundsdóttir. Katrínar Bjargar var Ingibjörg Jakobína Jósepsdóttir, b. í Ennis- holti, og Signýjar, dóttur Jóns, b. á Sæunnarstöðum, og Signýjar Sveinsdóttur frá Fremri-Fitjum. Ingibjörg tekur á móti gestum i Risinu, Hverfisgötu 105, Reykja- vík, milli kl. 17.00 og 19.00 í dag. Til hamingju með afmælið 12. janúar 95 ára Magnus Aronsson, Grettisgötu 92, Reykjavík. Sigurlaug Gísladóttir, Rjúpufelli 32, Reykjavík. Guðjón Þórarinsson, Mávahlíð 31, Reykjavík. 90 ára Ingvar Ágústsson, Ásum, Svínavatnshreppi. 40 ára 75 ára Pétur Pálsson, Sjávargötu 13, Bessastaðahreppi. Karólina S. Jakobsdóttir, Hverfisgötu 85, Reykjavík. Hendricus E. Bjamason, Þinghólsbraut 32, Kópavogi. Anna Jónsdóttir, Hverahlíð 17, Hveragerði. Anna Sigurðardóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. 70 ára Sigrún Victoría Agnarsdóttir, Lækjargötu 11, Siglufirði. Edlth Helena Sigurðardóttir, Eiðsvallagötu 26, Akureyri. Þórunn Valdimarsdóttir, Hásteinsvegi 2, Vestmannaeyjum. ívar Larsen Hjartarson, Búðagerði 3, Reykjavik. Sólborg Sigurðardóttir, Ofanleiti 17, Reykjavík. Benedikt Halldórsson, Tjarnarstíg 8, Seltjarnamesi. Siguijón Jónsson, Lambastaðabraut 1, Seltjarnar- nesi. Guðbrandur Sverrir Jónsson, Unufelli 46, Reykjavík. Gisli Freyr Þorsteinsson, Álfatúni 19, Kópavogi. Jóhanna Ingólfsdóttir, Stekkjarflöt 20, Garðabæ. Guðrún Alda Bjömsdóttir, Malarási 16, Reykjavík. 50 ára Þóra Valdís Valgeirsdóttir, Starengi 9, Selfossi. Jón Sigurvin Þorleifsson Jón Sigurvin Þorleifsson, fyrrv. verkstjóri, Grandavegi 47, Reykja- vík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann lauk prófl frá Stýrimannaskóla íslands 1934. Hann var til sjós sem stýrimaður og skipstjóri 1954 er hann kom í land. Þá var hann verkstjóri hjá Lýsi hf. 1954-81 en starfaði þar áfram til 1989 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Jón kvæntist 14.5. 1938 Huldu Maríu Sæmundsdóttur, f. 14.6. 1914, húsmóður. Hún er dóttir Sæ- mundar Pálssonar og Önnu Ágústu Sörensen. Böm Jóns og Huldu Maríu eru Emilia, f. 29.1. 1939, bókari í Bandaríkjunum, gift Duane And- erson og eiga þau tvö börn; Jón Hákon, f.1.9.1941, vélvirki í Reykjavík, og á hann fimm börn; Guðlaug, f. 13.11. 1942, húsmóðir í Steinar Marinósson Reykjavík, og á hún fjögur börn; Anna Ágústa, f. 28.12. 1948, gjald- keri í Reykjavík, gift Guðlaugi Long og eiga þau þrjú börn; Hauk- ur, f. 5.12. 1952, aðstoðarskóla- meistari á Akureyri, kvæntur Guðlaugu Árnadóttur og eiga þau tvö börn; Helga, f. 5.12. 1952, gjald- keri i Reykjavík. Systkini Jóns: Guðjóna Ásgerð- ur Sigríður, f. 3.3. 1915; Sigurborg Ágústa, f. 18.6. 1919; Ingólfur Hall- grímur, f. 1.9. 1920. Foreldrar Jóns vora Þorleifur Kristján Ásgeirsson, f. 11.11. 1885, d. 30.7. 1950, sjómaður í Bolungar- vík, og Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 13.6. 1991, d. 11.7. 1962, húsmóðir. Jón og Hulda Maria taka á móti gestum í Ársal Hótel Sögu, frá kl. 16.00.-19.00 í dag. Jón Sigurvin Þorleifsson. I beinu sambandi allan sólarhringinn •• 903 » 5670 •• l> Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir i síma 99-56-70 og velur eftirfarandi: til þess aö svara auglýslngu tll þess aö hlusta á svar auglýsandans (ath.l á eingöngu viB um atvínnuauglýsingar) ef þú ert auglýsandl og vllt ná í svör eða tala Inn á skilaboöahólflö þltt sýnlshorn af svarl .. tll þess aö fara tll baka, áfram I eöa hætta aðgerö Steinar Marinósson verkamað- ur, Vatnsstíg 11, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Steinar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann stundaði land- búnaðarstörf á sínum yngri árum og stundaði síðan almenn verka- mannastörf til lands og sjávar um árabil. Steinar hefúr verið heilsuveill síðari árin og hefur þá starfað hjá Múlalundi. Steinar er skírður í Hvíta- sunnusöfnuðinn og hefur starfað á vegum hans. Fjölskylda Steinar er fjórði elstur níu systk- ina. Foreldrar hans eru Marinó Tryggvason og Sigrún Finnsdóttir, bæði Eyfirðingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.