Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 31 Fréttir Fréttir af lélegri afkomu í frystingu og saltfiski: Byrjaðir að vigbuast fyrir kjarasamningana - segir Pétur Sigurösson, formaður Alþýðusambands VestQarða „Ætli megi ekki segja eins og Vil- hjálmur Egilsson segir nú um skatt- svikin að þetta sé stórlega ýkt. Ann- ars er ég þeirrar skoðunar að Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, líti svo á að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. Hann sé að vígbúast fyrir kjarasamningana síðar á árinu með því að hefja upp þennan mikla barlóm og harmagrát í upphafi ársins. Með því að hefja grátinn nógu snemma verður tára- flóðið orðið mjög stórt í desember næstkomandi. Þeim tókst svo vel að ná fram framlengingu í eitt ár á kjarasamningunum um áramótin og það kostaði þá sáralítið. Þessi des- emberuppbót skilar sér ekki nema svona 70 prósent vegna þess að fólk þarf að hafa unnið 20 vikur á sama vinnustað til þess að fá uppbótina. Öryggið er nú ekki meira en þetta í fiskvinnslunni," segir Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða, í samtali við DV. Hann segir að þetta sé gamal- kunnugt bragð hjá atvinnurekend- um á kjarasamningaári. „Hitt er svo annað að Þjóðhags- stofnun gefur það út að verð á sjáv- arafurðum hafi hækkað um rúm 13 prósent á síðasta ári. Að vísu held- ur minna í bolfiski, það er í flakapakkningum, en hækkunin þar er samt sem áður 4 til 6 prósent. Og á þessum tveimur árum sem kjara- samningarnir gilda hækka laun fiskvinnslufólks ekki um nema 5 til 6 prósent vegna þess að bónusinn hækkar ekkert og hann mælist um 40 prósent af heildarlaununum.. Og við gerð núgildandi kjara- samninga var létt af þeim veruiega í sambandi við kauptryggingar- samninga, því þeir þurfa ekki að gera kauptryggingarsamninga fyrr en fólk hefur starfað hjá þeim í 9 mánuði. Einnig greiðir Atvinnu- leysistryggingasjóður fyrir þá at- vinnuleysistryggingagjaldið af kauptryggingunni og trygginga- gjöldin voru felld niður. Svo mega menn ekki gleyma því að aðstöðu- gjaldið var fellt niður fyrir 2 árum. Þess vegna þykir mér áróðursþefur af harmagráti fiskverkenda nú,“ segir Pétur Sigurðsson. -S.dór íslenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, afhenti í gær markaðsverðlaun klúbbsins 1996 við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum. Verðlaunin afhenti Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en þau eru veitt þeim aðila sem þykir hafa skarað fram úr í markaðsmálum á síðasta ári. Verðlaunin að þessu sinni, þau fimmtu í röðinni, hlutu ís- lenskar sjávarafurðir hf., ÍS, og hér sést framkvæmdastjórinn, Benedikt Sveinsson, hampa viðurkenningarskjalinu. Úthlutunin kemur ekki á óvart þar sem ÍS átti góðu gengi að fagna á nýliðnu ári, ekki síst vegna útvegs í Kamtsjatka. Þeir aðilar sem áður hafa hlotið ÍMARK-verðlaunin eru P. Samúelsson, Miðlun, Olís og íslensk ferðaþjónusta. DV-mynd BG Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Þetta hefur ekkert með kjara- samninga að gera - allt að 20 prósenta munur á afkomu fiskvinnslustöðva „Því fer víðs fjarri að þessi frétta- tilkynning okkar um lélega afkomu frystingar og saltfiskverkunar hafi eitthvað með gerð kjarasamninga í lok ársins að gera. Ástæðan fyrir því að við sendum fréttatOkynning- una út núna er að við höfum fundið það síðan í haust er leið að það hef- ur heldur hallað á fiskvinnsluna og var þó halli fyrir. Þegar svo afurða- verð í desember var reiknað út ákváðum við að taka áramótastöðu og bættum við kostnaði sem kom í janúar og búið var að semja um. Ég verð að játa að breytingin til hins verra kom okkur á óvart enda meiri en við áttum von á,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, þegar gagnrýni Péturs Sigurðssonar, formanns Al- þýðusambands Vestfjarða, var bor- in undir hann. Nú hefur komið í ljós að þrjú stærstu fiskvinnslufyrirtækin, Grandi hf., ÚA og Fiskiðjan Skag- firðingur á Sauðárkróki, eru ekki rekin með tapi. Hvernig stendur á því miðað við það sem segir í frétta- tilkynningu Samtaka fiskvinnslu- stöðva um 11 til 12 prósenta tap á frystingu og söltun? „Þeir segja samt sem áður að það sé búin að vera þröng staða í botn- fiskvinnslunni, sérstaklega í fryst- ingunni. Þeir segja líka að þessi fyr- irtæki hafi sérhæft sig á liðnum árum og hagrætt með ýmsum hætti. Það er einnig staðreynd að afkoma einstakra fískvinnslufyrirtækja get- ur verið aiit að 10 prósent í báðar áttir frá núllinu hjá þeim bestu og þeim lökustu. Þessi þrjú stóru fisk- vinnslufyrirtæki, sem þú nefndir, eru auðvitað í hópi þeirra allra bestu og öflugustu I landinu," sagði Arnar Sigurmundsson. -S.dór Sendinefnd Al- þingis til Litháens Sendinefnd á vegum Alþingis er nú í Litháen í opinberri heimsókn í boði þingsins þar í landi. Sendi- nefndin er undir forsæti Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, en aðrir í sendinefndinni eru þing- mennirnir Ragnar Arnalds, fyrsti varaforseti Alþingis, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Kristjánsson og Guðmundur Hallvarðsson, auk Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis. Tilefni heimsóknarinnar er að þessa dagana minnast Litháar þess að fimm ár eru síðan hrundið var árás sovéska hersins á þinghúsið í Vilníus. DAGSBRUNARMENN OPIÐ HÚS HJÁ A-LISTANUM, HVERFISGÖTU 33, LAUGARDAGINN 13. JANÚAR FRÁ KL. 15.00 TIL 17.00 Frambjóðendur A-listans verða á staðnum og kynna róttækar breytingar í stjórn félagsins og framsækna stefnuskrá listans. ALLIR DAGSBRÚNARMENN VELKOMNIR HEITT Á KÖNNUNNI A-LISTINN, HVERFISGÖTU 33 L9TT1 Vinn ngstölur ,----------- miðvikudaqinn: 10.01.1996 m 5 af 6 ■fbónus m 5 af 6 FJÖLDI VINNINGA 2.000 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 37.103.000 750.910 117.010 Aðaltölur: (g(Í)(§) 4?) (44) (48 BONUSTOLUR Heildarupphæð þessa viku: 113.949.690 á íst: 2.640.690 irinningur fór til Danmerkur, Noregs og Svíþjóöar UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PREHTVILLUR Auglýsing Framhaldsnámskeið í starfsnámi fyrir uppeldis- og meðferðarfulltrúa og fólk í hliðstæðum störfum, s.s. stuðningsfulltrúa, starfsleið- beinendur, gæslumenn o.fl. Framhaldsnámskeiðið hefst 19. febrúar og stendurtil 19. apríl 1996. (Vakin er athygli á misritun í Félagstíðindum þar sem segir að námskeiðið hefjist 27. febrúar.) Skilyrði fyrir inntöku á framhaldsnámskeiðið er að umsækjendur hafi lokið grunnnámskeiði í starfsnámi. Framhaldsnámskeiðið spannar yfir 80 kennslustundir og fer kennsla fram að Grettisgötu 89, Reykjavík. Frekarí upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89, Reykjavík, s. 562 9644. Umsóknum ber að skila fyrir 20. janúar 1996. Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.