Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 13 Fréttir Suöurnes: „Varnarliðið ætlar að girða af fornar minjar" - og meinar aðgang Islendinga aö þeim DV, Suðurnesjum: „Okkur var synjað um að fá að merkja og enduryekja forna þjóðleið frá Stafnesi um Ósabotna út í Hafn- ir. Síðan hef ég fengið þær upplýs- ingar að Varnarliðið hyggist girða þetta svæði af. Þá mun það einangr- ast - forna þjóðleiðin og þær merki- legu fornminjar sem þarna eru verða í stórhættu. Munu jafnvel eyðileggjast og glatast ef Varnarlið- ið ætlar að nota svæðið fyrir heræf- ingar og annað slíkt,“ sagði Jóhann D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suð- urnesja, í samtali við DV. Ferðamálasamtök Suðurnesja sóttu um leyfi og heimild til að merkja og kynna gönguleiðina frá Stafnesi i Hafnir til Skipulags- og byggingarnefndar varnarsvæðanna hjá Varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðunéytisins sem féllst ekki á er- indið. Nefndin telur hins vegar að aðstæður geti breyst innan fárra ára þegar og ef umrædd aðstaða Varnarliðsins verður lögð niður. Að sögn Jóhanns er svæðið, sem þeir vilja opna, inni á varnarsvæð- inu en varnargirðingin er nokkur hundruð metra frá sjó - langt frá þjóðleiðinni sem ferðamálasamtök- in vilja opna sem almenningsgöngu- leið. Þeir fornu staðir sem eru á um- ræddu svæði eru landnámsbærinn Kirkjuvogur og uppskipunarstaður- inn Þórshöfn en þar versluðu Þjóð- verjar á 15. og 16. öld. Þá er á þess- um slóðum áningarstaður séra Hall- gríms Péturssonar - Hallgrímshell- an. „Við eigum ekki of mikið af minj- um frá fyrri öldum á Suðurnesjum. Þvi er það þjóðernismál að varnar- liðið girði þetta svæði ekki af né úti- loki íslendinga frá þessum minjum. Við munum mótmæla því harðlega og leita allra leiða til að fá þessari ákvörðun þeirra breytt og að synj- unin verði afturkölluð. Áður en nefndin synjaði erindi okkar talaði ég í vor við aðmírálinn hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli um að fá að opna þessa göngu- leið. Hann sá ekkert því til fyrir- stöðu á meðan fólk tæki ekki upp á því að klifra yfir varnargirðingar á svæðinu. Það kom mér síðan á óvart að nefnd varnarsvæðanna hafnaði beiðni okkar,“ sagði Jó- hann D. Hann hefur kynnt sveitar- stjórnarmönnum á Suðurnesjum niðurstöðu í málsins. Ferðamálasamtök Suðurnesja eru þessa dagana að merkja fornar þjóð- leiðir á Reykjanesi og undirbúa út- gáfu á gönguleiðakorti fyrir al- menning. Þvi er umrætt svæði mjög mikilvægt í því átaki að opna Reykjanes fyrir útivistarfólki. ÆMK Kort af svæðinu sem Varnarliðið ætlar að girða af að nokkru leyti. Opal í staö umbúðaframleiðslu til Akureyrar: Þetta er óneitanlega annaö en um var talað 14 „öfnumskiiað - segir bæjarstjórinn á Akureyri DV, Akureyri: „í meginatriðum er ég ánægður með það-sem komið er hingað nú þegar, eins og skrifstofu SH og það sem gerst hefur í Slippstöðinni Odda. Ég hef hins vegar efasemdir um að hægt sé að leggja að jöfnu sælgætisframleiðslu Opals og fram- leiðslu Umbúðamiðstöðvarinnar sem hingað átti að koma,“ segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, um það hvernig hann metur efndir Sölumiðstöðvar hráðfrysti- húsanna vegna samningsins sem gerður var á síðasta ári er ÚA-mál- ið svokallaða var til lykta leitt. „Við fögnum hverju fyrirtæki sem hingað kemur og það á jafn við um Opal og önnur. En ég hef mjög miklar efasemdir um að sælgætis- framleiðslan hafi sama þunga og umbúðaframleiðslan sem er þjón- usta við sjávarútveginn. Þrátt fyrir sveiflur í sjávárútvegi er hann mjög sterkur hér í bænum og í mínum huga hefur umbúðaframleiðslan mun meiri þunga. Ég vil þó ekki af- skrifa Umbúðamiðstöðina algjör- lega því það er verið að endurskoða þessi mál af hálfu SH.“ - SH tók þá ákvörðun að flytja Opal norðuh með 20 störf en í tilboð- inu, sem gengið var að á sínum tíma, var talað um 38 störf í um- búðaframleiðslu. Þarna munar einnig um helming í veltu, auk þess sem umbúðaframleiðslunni fylgja mun meiri umsvif og hægt að tala um margfeldiáhrif í því sambandi. Eru þetta svik? „Miðað við að lesa bréf SH sem við fengum í hendur um uppbygg- ingu umbúðaframleiðslu hér í bæn- um fellur sælgætisframleiðslan auð- vitað í skuggann. Það munar enn einhverju á störfum þrátt fyrir að SH hafi stuðlað að 8 störfum við plastframleiðslu en þeir hafi sagt að þeir hafi uppi áform um að bæta enn við störfum svo það er best aö sjá niðurstöðuna. Það er alveg rétt að við fréttum ekki af þessu með Opal fyrr en frá því var sagt í fjölmiðlum og vorum ekki spurðir álits. Þetta er óneitan- lega allt annað en um var talað,“ segir Jakob. -gk Kristján Arnason og félagar hans á B-lista í framboði til stjórnar og trúnaðarráðs verkamannafélagsins Dagsbrúnar hafa afhent Snæ Karls- syni, formanni kjörstjórnar, lista yfir 14 menn í framboði til trúnað- arráðs. Þegar framboði B-lista var skilað til kjörstjórnar í síðustu viku úr- skurðaði kjörstjórnin að 12 nöfn á listanum væru ógild af ýmsum ástæðum. Nú er búið að skila inn 14 nöfnum til viðbótar og segir Snær að framboðslistinn sé nú „óaðfinn- anlegur “ Framboðslisti A-lista uppstillin- garnefndar hefur þegar verið úr- skurðaður í fullu gildi. -GHS Mest fjölgun í Gerða- hreppi á Suöurnesjum - ánægjuleg þróun, DV; Suðurnesjum: „Við erum mjög ánægðir og sáttir með þessa þróun og ætlum okkur að halda áfram á sömu braut. Hreppur- inn hefur unnið að því að bæta þjónustu við íbúana og fegra um- hverfið, gert sveitarfélagið mjög að- laðandi," sagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, viö DV. Þar fjölgaði fólki mest á Suður- nesjum í fyrra og einna mest á land- inu öllu. Fjölgunin var 2,9% - aukn- ing um 32 íbúa. í Gerðahreppi hefur íbúum fjölgað síðustu tíu árin. Eru nú 1152 en voru 1087 árið 1985. „Höfuðástæðan fyrir þessari aukningu er tiltölulega gott at- segir sveitarstjóri vinnuástand. Eitt mjög sterkt fyrir- tæki er í sjávarútvegi, Nesfiskur, sem hefur vaxið og blómstrað und- anfarin ár. Þá eru mörg önnur fyr- irtæki, bæði í sjávarútvegi og öðr- um starfsgreinum, sem gera það gott, þannig að atvinnuástand hefur verið með því besta á Reykjanes- svæðinu. Hreppurinn og verktakar hafa staðið að framkvæmdum, byggt nýj- ar íbúðir og verð á íbúðum hefur verið mjög hagstætt. Hreppurinn hefur upp á margt að bjóða og það er öruggt að fólk getur látið sér líða mjög vel hér,“ sagði Sigurður Jóns- son. -ÆMK t • Aukablað um TOLVUR Miðvikudaginn 24. janúar mun aukablað um tölvur fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál, nýjmigar í margnúðlun, Internetið, tölvunotendur, aðlögun og breytingar á eldri gerðum o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til Jóhönnu A.H. Jóhannsdóttur, DV, fyrir 15. janúar. Bréfasíminn er 550-5727. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut eða Arnar Hauk, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722. Viiisamlegast athugið að síðasti shUadagur auglýsinga er fimmtudaginn 18. janúar. »\+Æ Auglýsingar t .......... sími óöo rjiiin i, Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.