Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1996 27 Iþróttir Monica Seles og Boris Becker unnu langþráða titla á opna ástralska meistaramótinu. Becker hafði ekki tekist að vinna stórmót í fimm ár og Seles verið lengi frá vegna hnífstungu sem hún fékk í bakið fyrir 28 mánuðum. Símamyndir Reuter Opna ástralska mótiö í tennis: Becker og Seles fögnuðu sigri Boris Becker frá Þýskalandi og Monica Seles frá Júgóslavíu sigruðu í karla- og kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem lauk um helgina. Seles, sem ekki hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því hún fékk hníf- stungu í bakið fyrir 28 mánuðum, sigraði þýsku stúlkuna Anke Huber örugglega í tveimur lotum, 6-4 og 6-1, og tók það hana rúman klukku- tíma að gera út um leikinn. „Ég þakka þjálfara mínum þenn- an sigur en án hans hefði ég ekki verið hér í úrslitum," sagði Seles. Becker hafði betur gegn Banda- ríkjamanninum Michael Chang, 6-2, 6-4, 2-6 og 6-2, og fagnaði þar með fyrsta sigri sínum á stórmóti i fimm ár eða frá því hann sigraði á þessu sama móti árið 1991 þegar hann lagði Ivan Lendl í frábærum leik. „Það er þungu fargi af mér létt og ér er í sæluvímu yfir þessum titli. Vonandi gefur þessi sigur mér byr undir báða vængi en ég hef átt frek- ar erfitt uppdráttar síðustu árin. Ég verð að þakka eiginkonu minni, hún hefur lagt sitt af mörkum til að ég næði þessum titli,“ sagði hinn 28 ára gamli Becker sem segist eiga nóg eftir í íþróttinni. „Ég fór í þennan leik til að gera mitt besta en Becker lék einfaldlega mun betur og því fór sem fór,“ sagði Chang eftir leikinn en á leið sinni i úrslitaleikinn hafði hann leikið ljómandi vel og ekki tapað lotu. Fyrir sigurinn hlaut Becker 415.000 dollara eða sem svarvar tæp- um 30 milljónum króna. -GH ítalska knattspyrnan í gær: Parma missti af dýrmætum stigum ACMilan styrkti stöðu sína á toppi ítölsku 1. deildinnar í knatt- spyrnu í gær. Milan vann góðan úti- sigur á Udinese en Parma og Fior- entina misstu af tveimur stigum með því að gera jafntefli í leikjum sínum. Það stefndi þó lengi vel, í að Parma næði að hirða öll stigin gegn Inter því Hristo Stoichkov skoraði snemma og staðan var 0-1 mestall- an tímann. Inter fékk mörg góð færi, Parma líka nokkur opin, en Marco Branca tókst að jafna rétt fyrir leikslok. ACMilan vann góðan útisigur gegn Udinese sem hefur gengið vel í Hristo Stoichkov skoraði laglegt mark fyrir Parma gegn Inter og litlu munaði að það dygði til sigurs. vetur. Paolo Maldini skoraði fyrst, og síðan tryggði Zvonimir Boban sigurinn, en hann fær tækifæri með liðinu þessa dagana vegna fjarveru Georges Weah. Juventus heldur enn í vonina um að ná efstu liðunum og vann Pi- acenza, 2-0. Ciro Ferrara skoraði síðara markið með stórbrotinni hjólhestaspyrnu. Pierluigi Casiraghi skoraði þrennu á aðeins 17 mínútum í fyrri hálfleik þegar Lazio vann stórsigur á Cagliari, 4-0. í gærkvöldi missti svo Fiorentina af mikilvægum stigum þegar liðið náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Vicenza. Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta kom heimamönn- um yfir strax á 7. mínútu en Di Car- lo jafnaði metin á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Spánn Salamanca-Deportivo ........0-5 Valencia-Mérida.............4-1 Barcelona-Real Zaragoza.....3-1 Real Oviedo-Real Madrid.....1-2 Compostela-Real Valladolid ... 1-3 Albacete-Espanyol...........0-0 Real Betis-Rayo Vallecano .... 0-0 Real Sociedad-Sevilla ......1-0 R.Santander-Sporting Gijon ... 1-1 Tenerife-Celta Vigo.........1-0 Atletico Madrid-Atl.Bilbao ... 4-1 Atl.Madrid 24 17 4 3 45-12 55 Barcelona 24 13 7 4 44-20 46 Espanyol 24 13 7 4 35-18 46 Valencia 24 14 3 7 45-30 45 Compost. 24 13 4 7 31-28 43 Italía Atalanta-Roma ..............2-1 0-1 Delvecchio (21.), 1-1 Pisani (77.), 2-1 Morfeo (83.) Bari-Torino.................2-2 0-1 Rizzitelli (7.), 1—1 Andersson (8.), 2- 1 Protti (25.), 2-2 Karic (70.) Fiorentina-Vicenza .........1-1 14) Batistuta (7.), 1-1 Carlo (46.) Inter Milano-Parma..........1-1 0-1 Stoichkov (6.), 1-1 Branca (83.) Juventus-Piacenza...........2-0 1-0 Conte (34.), 2-0 Ferrara (62.) Lazio-Cagliari .............4-0 1-0 Signori (26.), 2-0 Casiraghi (28.), 3- 0 Casiraghi (32.), 4-0 Casiraghi (45.) .Padova-Napoli..............4-2 1- 0 Vlaovic (5.), 2-0 Amoruso (48.), 2- 1 Pizzi (53.), 3-1 Vlaovic (66.), 4-1 Fiore (84.), 4-2 Di Napoli (87.) Sampdoria-Cremonese.........2-0 1-0 Balieri (11.), 2-0 Chiesa (59.) Udinese-AC Milan............0-2 0-1 Maldini (43.), 0-2 Boban (59.) AC Milan 19 11 7 1 29-12 40 Fiorentina 19 11 4 4 34-20 37 Parma 19 9 8 2 30-17 35 Juventus 19 9 5 5 29-19 32 Lazio 19 8 5 6 36-21 29 Roma 19 7 7 5 24-18 28 Inter 19 6 8 5 24-17 26 Napoli 19 6 8 5 20-21 26 Vicenza 19 6 8 5 18-17 26 Sampdoria 19 6 7 6 29-29 25 Udinese 19 7 4 8 22-26 25 Atalanta 19 7 4 8 23-30 25 Cagliari 19 7 2 10 17-29 23 Piacenza 19 5 4 10 20-36 19 Padova 19 5 3 11 22-31 18 Torino 19 3 9 7 19-31 18 Bari 19 4 5 10 27-40 17 Cremonese 19 2 6 11 21-30 12 Heimsmet í stangarstökki Enn eitt heimsmetið í stangar- stökki kvenna var slegið í gær þegar Emma George frá Ástralíu stökk 4,41 metra á Grand Prix móti í Perth i gær. George tví- bætti eigið heimsmet sem var 4,28 metrar, fyrst stökk hún 4,30 metra og svo 4,41 metra. Gullið til N-Sjálands Nýsjálendingar hlutu sín önn- ur gullverðlaun frá upphafi í heimsbikarkeppninni á skíðum þegar Claudia Riegler sigraði í svigi á móti í Frakklandi í gær. Karin Roten frá Sviss varð í öðru sæti og Pernilla Wiberg frá Svíþjóð náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í 12. sæti eftir fyrri ferðina. Bonaly í öðru sæti Rússneska stúlkan Irina Slut- skaya varð Evrópumeistari i list- hlaupi kvenna en Evrópumótið fór fram í Búlgaríu um helgina. íslandsvinurinn og Evrópu- meistari frá fyrra ári, Surya Bonaly frá Frakklandi, varð í öðru sæti og Maria Butyrskaya frá Rússlandi lenti í þriðja sæti. Mickelson vann I bráðabana Phil Mickelson frá Bandaríkj- unum sigraði á golfmóti atvinnu- manna sem lauk í Arizona í gær. Mickelson og landi hans Justin Leonard luku báðir keppni á 269 höggum en Mickelson haföi bet- ur í þriðju holu 1 bráðabana. Tom Scherrer frá Bandaríkjun- um kom svo næstur á 270 högg- um. Goldberger vann Austurríkismaðurinn Andre- as Goldberger sigraöi á heims- bikarmóti í skíðastökki í Pól- Charlton með enska liðið? Jack Charlton lýsti því yfir í gær að hann væri tilbúinn að taka við sem landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu þeg- ar Terry Venables hættir störf- um í sumar. Charlton hefur þjálfað íra í níu ár með mjög góðum árangri. „Ef mér verður boðið starfið get ég, sem Englendingur, ekki skor- ast undan," sagði hinn sextugi Charlton sem er nánast í dýr- lingatölu á írlandi en hann varð heimsmeistari með Englandi árið 1966 og lék 35 landsleiki. Þess má geta að Charlton sótti um þetta starf áður en hann tók við írska liöinu en þá var um- sókn hans ekki einu sinni svar- að. Yeboah skoraði Tony Yeboah tryggði í gær Ghana sæti í undanúrslitunum í Afríkukeppni landsliða sem nú stendur yfir í Suður-Afríku. Átta liða úrslitin voru leikin um helgina: Suður-Afrika-Aisír .....2-1 Zambía-Egyptaiand.......3-1 Ghana-Zaire .............14) Túnis-Gabon.............4-1 (Eftir vítaspyrnukeppni)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.