Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Fréttir Illa marinn eftir barsmíöar í Vestmannaeyjum: Fullir og höfðu enga ástæöu - málið hefur veriö kært til RLR „Þrír strákar héldu honum og kýldu og spörkuðu í hann. Hann lá slasaður eftir og þegar farið var með hann á sjúkrahús var sagt að hann væri hugsanlega brotinn í andliti eða á rifbeinum. Engu að síður var hann sendur heim og hon- um sagt að láta mynda sig í Reykja- vík daginn eftir. Röntgendeildin var lokuð,“ segir ungur maður á Egils- stöðu í samtali við DV. Nemendur í 10. SH í Egilsstaðaskóla voru á ferðalagi í Vestmannaeyjum þriðju- dag og miðvikudag í síðustu viku og voru á gangi í bænum þegar ráðist var á einn þeirra, 16 ára pilt. Hann slapp við brot en var illa marinn. PÚturinn sem DV talaði við sagði fylliríið hafa verið hrikalegt og meira en hann hefði nokkurn tíma séð. Aðspurður um ástæður þess að vinur hans var barinn sagði hann: „Þeir voru bara fullir og höfðu að mínu viti enga ástæðu fyrir bar- smíðunum. Við erum í hálfgerðu sjokki hérna eftir þetta ferðalag og maður veltir því fyrir sér hvort ekki þurfi að gera eitthvað róttækt í svona málurn." Samkvæmt heimildum DV var annar pUtur, úr Reykjavík, laminn af sömu mönnum kvöldið áður. Sömu heimUdir herma að mál pilts- ins á EgUsstöðum hafi verið kært tU Rannsóknarlögreglu ríkisins. -sv Hverageröi: Þrjár milljónir tapaðar Hveragerðisbær hefur tapað nærri þremur miUjónum króna eft- ir uppboð á eignum Hússins á slét- tunni. Átti bærinn veð i húseignum fyrirtækins en eignin var slegin Sparisjóði Kópavogs. Fékk bærinn ekkert upp í sína kröfu. í Húsinu á slettunni var veitinga- rekstur auk þess sem þar var bakað hverabrauð. Húsin voru áður í eigu bæjarins og voru seldar Húsinu á sléttunni með skuldabréfi sem ekki var búið að greiða. Að sögn Árna Matthísen bæjar- stjórar eru fjármunir þessir tapaðir og verður bæjarsjóður að bera tjón- iö. -GK VERSLUN SLYSAVARNAFÉLAGSINS SUND eru OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 13:00 TIL 17:00 Slysavarnahúsinu Grandagardi 14 sími 562 7000 • verslun: 552 7086 Brauðostur kg/stk. 20% LÆKKUN VERÐ NU: 593 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR 149 kr. á hvert kíló. OSTA- OG SMJÖRSALAN SE Power Macintosh 5200 600 tölvur á 45 dögum! waik Örgjörvi: PowerPC 603 RISC með það og setja eigin myndir í M Tiftíöni: 75 megarið mismunandi skjöl. Vinnsluminni: 8 Mb Composite og S-VHS inngangar. Skjáminni: 1Mb DRAM Fjarstýring Harðdiskur: 800 Mb Mótald með faxi og símsvara Geisladrif: Apple CD600i (fjórhraða) Hnappaborð: Apple Design Keyboard Hátalarar: Innbyggóir tvíóma hátalarar Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjáifsögóu Skjár: Sambyggður Apple 15" MuItiScan er allt á íslensku Diskadrif: Les gögn af Pc diskiingum Hugbúnaður: Hið fjölhæfá ClarisWorks 3.0 Fylgir með: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit Apple-umboðið Staðgreitt Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.