Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 13 Aflatoppurinn allir verði jafnir Tillaga mín um aflatopp hlaut sigur á fundi Landssambands smá- bátaeigenda sl. haust. Það sem síð- ar kom upp var það að litlu sæ- greifarnir í hópnum urðu ósáttir við jöfnuð, því þeim fannst þeir eiga sérréttindi, því margir þeirra voru búnir að haga sér eins og frekir strákar í sandkassa. Það vill nú vera svo hér á landi að þeir sem sem eru hvað duglegastir að haga sér þannig, þeir komast lengst, sbr. LÍÚ-menn. Hugmynd um aflatopp með svip- aðri útfærslu og ég hef verið að stagast á hefir áður verið borin fram af félögum á Austurlandi en var víst það feimnisleg að ég hafði ekki hugmynd um hana, en það er sama hvaðan gott kemur. Aflir vita að þeir félagar Arthúr og Öm láta litlu sægreifana ráða ferðinni, það munu vera þeirra einkahags- Kjallarinn Garðar Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður „í þessari aflatoppstillögu felst jöfnuður og frelsi og síðast en ekki síst felst í tillögunni svo mikil atvinnuaukning og hagsæld fyrir þjóðfélagið, að menn munu spyrja hver ann- an, af hverju var ekki búið að þessu fyrir löngu?“ munir. ÖU stjórnsýsla í fiskveið- um og vinnslu virðist ganga út á slíkt og meðan svo er, þá sitja aðr- ir þjóðfélagsþegnar hjá og lífsbar- áttan harðnar í þjóðfélaginu. Svona virkar aflatoppurinn Gert er ráð fyrir því að hverjum báti sé heimflt að taka 10 tonn af þorski á hvert stærðartonn, þ.e. 4 tonna bátur má fiska 40 tonn á handfæri og línu. Aðrar fiskteg- undir verði frjálsar á handfæri og línu. Smáfiskur verði ekki talinn með í toppnum, þ.e. fiskur undir 33 sm. Fundið verði fast verð á smáfisk og skemmdan fisk t.d. úr grásleppunetum, það hátt að hag- ur sé að því að hirða þennan fisk, en það lágt að ekki borgi sig að gera út á hann. Arður af þessum fiski renni til reksturs björgunar- þyrlunnar og annarra brýnna mannúðarmála, t.d. til heilbrigðis- kerfisins. Aflamarksbátar að 12 tonnum verði teknir í krókakerfið vegna þess að það er vítavert hvernig búið er að fara með eig- endur þessara báta, kvóti þeirra sífellt minnkaður, aflt vegna of- notkunar stórvirkra trollveiðar- færa og dragnótar. Eigendur þessara smábáta eiga enga sök í hruni fiskstofna, það vita allir. Þetta eru verk stjórn- vaida en stjórnvöld virðast aldrei þurfa að bera ábyrgð á ákvörðun- um sínum ef þær eru ekki réttar. Þess vegna verðum við að standa saman um að láta okkur nægja sem minnst, og því er aflatoppur- inn eina lausnin til að allir séu jafnir. Allir sjómenn vita aö oft kemur upp mikið af smáfiski á lín- una og því verður smáfiskadráp úr sögunni þvi allir kannast við kostnað línuútgerðar, þar sem verð á smáfiski verður svo lágt samkvæmt tillögu minni. Allir vita líka að smáfiskur sem kemur á handfæri, sérstaklega á grunnu vatni, er í flestum tilfellum lifandi og í þeim tilfellum er það allra hagur að sleppa honum niður aft- ur. í tiflögum mínum er gert ráð fyrir að slóginu verði landað í stað þess að kasta því eins og nú er gert. Þama er um mikil verðmæti að ræða, t.d. í mjölvinnslu svo og í niðursuðu á kútmögum, lýsisfram- leiðslu, vinnslu úr galli (sem er mjög verðmæt). Að sjálfsögðu verða banndagar óþarfir og þar sparast mikið fé vegna gæslu. Sú spenna sem hefur orðið vegna hinnar hörðu stjórnsýslu að und- anfornu verður úr sögunni. Verði fiski hent í þessu kerfi til að ná hærra verði á aflanum skal það kosta sviptingu veiðileyfis í eitt ár fyrir fyrsta brot, en fyrir annað brot veiðileyfissvipting ævilangt fyrir viðkomandi einstakling. Það er útilokað að nokkur maður geti verið svo tregur að sjá ekki kosti þess sem felst í framantöldu ef samstaða næst um heiðarleg vinnubrögð í þessu sambandi. í þessari aflatoppstillögu felst jöfnuður og frelsi og síðast en ekki síst felst í tiflögunni svo mikil at- vinnuaukning og hagsæld fyrir þjóðfélagið, að menn munu spyrja hver annan, af hverju var ekki búið að þessu fyrir löngu? En því miður er erfitt að koma vitinu fyrir löggjafann sem er rek- inn áfram í blindri hagsmuna- gæslu fyrir fámennan hóp í þessu annars góða landi. Ef menn hafa tekið eftir nýyrðum sem búin hafa verið til um aflt þetta rugl þá er t.d. talað um „að kaupa úreldingu" og „að kaupa viðmiðun“. En að kaupa viðmiðun er það að menn eru að kaupa báta af mönnum sem hafa fiskað vel og þessi viðmiðun fylgir bátnum en ekki manninum hversu skynsamlegt sem það nú er. Kyndugir útreikningar á þjóðarhag Ég vil vekja athygli almennings á þeirri staðreynd að það er í raun kominn tími til að hugleiða það sem ég hef verið að reyna að segja í sambandi við sjávarútvegsmál í greinum mínum frá 1979. Fólk á ekki að treysta í blindni á verka- lýðsforystu, löggjafarvald og aðra stjórnsýslu. Síst af öllu má fólk trúa á yfirlýsingar hagfræðinga og annarra reiknimeistara. Dæmi: í Morgunblaðinu 24. apríl var yfir- lýsing frá Þjóðhagsstofnun um betri horfur í fjármálum. Ályktun var dregin af aukningu á sölu nýrra bíla og stórfelldri aukningu í sölu farmiða til skemmtiferða er- lendis. Fólk verður að vera sjálfstætt í hugsun, taka afstöðu, láta heyra í sér, halda fundi og þjappa sér sam- an til að styðja góðar hugmyndir. Ég veit að það er léttara að fljóta áfram sofandi og hugsa, „það er vont en það venst.“ Garðar Björgvinsson Eigendur þessara smábáta eiga enga sök í hruni fiskstofna, það vita allir, segir Garðar m.a. í greininni. Ferðin til Sarajevo - opið bréf til Irenu Guðrúnar Kojic Mig langar að vita hver það var sem bað þig að koma með hina til- hæfulausu illmælgi um ferðina til Sarajevo í fréttum Stöðvar 2 þann 17. maí sl. Er þetta hluti af skipu- lagðri árás á hendur Ástþóri Magnússyni? Þú veist líklega bet- ur. Við biðum þín Þú, Irena Kojic, komst að máli við Ástþór nokkrum dögum áður en ferðin var farin og baðst um að fá að heimsækja ættingja þína í Sarajevo, því ferðir til fyrrum Júgóslavíu eru ekki auðveldar, hvað þá að ganga inn á næstu ferðaskrifstofu og kaupa miða. Þú bauðst til að túlka fyrir hópinn þegar á þyrfti að halda fyrir farið. Þú tókst dýrmætt sæti, þar sem farþegarými flugvélarinnar var fuflskipað jólagjöfum frá börnum á íslandi ásamt stóru jólatré. Eftir komuna á hótelið í Sara- jevo tókum við frá borð í matsal hótelsins og þú varst beðin að mæta þar. Þú komst aldrei. Þú komst heidur ekki á fund hjá Rauða krossinum daginn eftir til að túlka eins og til stóð. Forstjóri Rauða krossins í Sarajevo talar ekki ensku. Því var bjargað með öðrum ráðúm. Þú komst á síðustu mínútum þegar pökkunum var út- hlutað. Kjallarinn Harpa Karlsdóttir skrifstofustjóri Þú segir að úthlutunin hafi ver- ið óvirðing við fólkið 1 „landinu þínu“. Þú hefur nánast, eftir því sem ég best veit, alið ævi þína að mestu leyti hér á íslandi. Óvirð- ingin fólst í því að henda þurfti pökkunum i átt til fólksins. Ekki varst þú á staðnum til að segja „fólkinu þínu“ að fara í einfalda röð. Enda hefði það ekki hlustað mikiö á þig. Þama er mikil fátækt og mikill vöruskortur. Við reyndum eftir bestu getu að dreifa pökkunum meðal fólksins með réttandi hendi, en við vorum, því miður, næstum troðin niður af börnum og full- orðnum. Það sem sýnt var á Stöð 2 eru nefnilega starfsmenn Rauða krossins í Sarajevo að henda pökk- um út í loftið úr vöruflutningabíl. Þeir þekktu betur sitt fólk og vissu yrði aldrei að ræða í stríðshrjáðu landinu, nema þú beindir kannski byssu að fólkinu. 2000 manns fara ekki í einfalda röð á einni klukku- stund, ekki einu sinni hér á Is- landi. Tilhæfulaus orð Hvað orð þín um auglýsinga- skrumið varðar, sem þú nefnir, þá var Ástþór Magnússon minnst á filmunum sem teknar voru. Það er alls enginn glæpur að auglýsa ný- stofnuð samtök. Flestar myndim- ar voru teknar af mér og Lindu Lundbergs, enda vorum það við sem sáum um að dreifa sem mestu. Starfsmenn Rauða krossins lofuðu mér því að fara með afgang- inn af gjöfunum og kjötinu til fólks fyrir utan borgina þar sem nánast er ekkert að hafa. Vinur minn, sem er friðargæsluliði og þekkir vel til hörmunganna í fyrr- um Júgóslavíu, sagði mér að börn- in í dreifbýlinu ættu ekki einu Irena, hvernig getur þú farið með svona tilhæfulaus orð í frétta- tíma Stöðvar 2? Mér er spurn, fékkstu greitt fyrir þetta? Eða hvað? Að lokum. Við erum sár og reið fyrir hönd barnanna sem lögðu sig svo vel fram í að safna gjöfunum og pökkuðu inn bæði gömlu og nýju leikföngunum sínum til að gefa bágstöddum. Það eru eflaust þau og fjölskyldur þeirra sem eru sár eftir þessa frétt. - Gangi þér annars vel í lífinu. Harpa Karlsdóttir „Irena, hvernig getur þú fariö með svona tilhæfulaus orð í fréttatíma Stöðvar 2? Mér er spurn, fékkstu greitt fyrir þetta? Eða hvað?“ það mætavel að um skipulagða röð sinni skó á fæturna. Með og á móti RÚV haldi óskertum aug- lýsingatekjum Þjóöin vill þjónustuna „Auglýsingar í Ríkisútvarpinu gegna tvíþættu hlutverki. Þær veita gagnlegar og nauðsynlegar upplýsingar um aflar hlið- ar nútímasam- félags og eru jafnframt mik- ilsverð tekju- lind fyrir stofnunina. Vilji þjóðar- innar stendur til þess að Rík- isútvarpið haldi áfram að veita þá þjónustu sem það er þekkt fyrir sem öflugasti ljós- vakamiðill í landinu. Það bryti i bága við kenningar um frjálst og opið upplýsingasamfélag ef loka ætti einum íslenskum fjölmiðli, Ríkisútvarpinu, fyrir auglýsing- um. Slík skerðing á tjáningar- frelsinu yrði mjög til baga fyrir þá sem vilja kynna almenningi störf sín og þjónustu, hvort sem það er á vettvangi menningar og lista eða verslunar og viðskipta. í auglýsingum endurspeglast svo margir athyglisverðir þættir þjóölífsins og þær örva til virkr- ar þátttöku og eru auðvitað nauðsynlegar hinu frjálsa mark- aðskerfi sem landsmenn al- mennt aðhyllast. Á hitt ber einnig að líta að auglýsingatekj- ur nema nærri 30% heildartekna Ríkisútvarpsins. í mínum huga leikur ekki minnsti vafi á því að stjórnvöld og almenningur myndu hafna umtalsverðri hækkun afnotagjalda eða nýjum nefskatti sem ætti að bæta upp missi auglýsingateknanna." Draumsýn „RÚV er ríkisfjölmiðifl sem hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart sögu þjóðarinnar menningu og íslenskri tungu. Mikilvægi sjónvarpsins mun fara vaxandi og meginþunginn í starfsemi þess á að liggja i vönd- uðu innlendu dagskrárefni. Til þess að geta sinnt þessum varð- veisluskyldum sínum þarf stofnunin að vera óháð aug- lýsingamark- aði en sam- keppni á þeim markaði mun áfls. fara mjög harðnandi með til- komu fleiri stöðva. Hugmyndin er síður en svo frumleg. Hún hef- ur um áratugaskeið verið iðkuð á BBC sem er draumsýn allra metnaðarfullra sjónvarpsstööva. Það er því kyndugt að sjá menn tala sig hása af æsingi yfir þess- um hugmyndum og það jafnvel í þingsölum og tala um það að með þessu væri sjálfstæði RÚV ógnað. Nefndin gerði að tillögu sinni að Alþingi sjálft ákvarði tekjur RÚV og skyldu menn ætla að þingmenn fögnuðu slíkum tillög- um og hefðu það sjálfstraust að takast á viö það að tryggja öflug- an rekstur Ríkisútvarpsins. Auknar auglýsingartekjur einka- stöðva ættu síðan að gera þeim Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Gunnlaugur Sœvar Gunnlaugsson, for- maöur útvarpsr-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.