Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Spurningin Lesendur Hvaö finnst þér um lausn læknadeilunnar? Erla Skarphéðinsdóttir skrif- stofukona: Ég er mjög sátt við að hún hafi verið leyst. Jónína Geirlaug Ólafsdóttir: Ég er fegin að þeir hafa snúið til starfa. Ellý Þórðardóttir matráðskona: Auðvitað er gott að deilunni er lok- ið. En allir vilja hærra kaup. Árni Hafsteinsson fiskvinnslu- maður: Ég hef ekki fylgst nóg með henni. Vigfús Orrason nemi: Ég hef ekki fylgst með henni. Eldar Ástþórsson nemi: Öreigar allra landa sameinist. Styrktarfélög for- setaframbjóöenda Kostnaður og skuldir forsetaframbjóðenda ■ Kostn. Skuldir Guörún Ástþór Agnarsdóttlr Magnússon DV Eiga forsetaframbjóöendurnir ekki eignir sem þeir geta tekiö lán út á? spyr bréfritari m.a. Halldór Ólafsson skrifar: Já, það er á döfinni sem mann hefði aldrei grunað að kæmi einu sinni til tals; eins konar tilmæli (undir rós að vísu) um að hið opin- bera styrki framboð framboðssinn- aðra frambjóðenda. Að þessu láta liggja allir forsvarsmenn framboð- anna í síðustu forsetakosningum - Að undanskildum Ástþóri Magnús- syni. En mest þó sá forsvarsmaður sem stóð í stafni framboðs núver- andi forseta Islands. Mátti heyra í fréttaviðtali við þessa forsvars- menn að forsetaframbjóðendur ættu í raun að falla undir sömu reglur og þær er gilda við kosning- ar til alþingis - hvílíkur hroki og heimtufrekja! Út yfir allan þjófabálk tekur þó sú hugmynd að í forsetaframboði nú- verandi forseta hafi myndast „ákveðnar eignir“ eins og það er orðað (hví þá ekki að stofna hlutafé- lagið Forsetaframboðið hf.?) sem nú eigi að fara að selja. Auk bókar um framboðið allt, mynd af forseta eða forsetahjónunum og barmmerkja. Er hér ekki verið að búa til - alveg að óþörfu - skandalmál sem fólk fer svo að tengja misnotkun á aðstöðu eða einhverju enn verra? En hvem- ig er það: Eru ekki forsetaframbjóð- endurnir einfærir um að greiða þær skuldir sem þeir stofnuðu til, rétt eins og ég og aðrir landsmenn sem fara af stað með áhugmál sín út á opinberan Völl. Eiga frambjóðend- urnir ekki eignir sem þeir geta þá tekið lán út á - eins og ég og allur almenningur verður að gera ef að þrengir? Nú hefur forseti íslands frítt uppi- hald að mér skilst og er maður skattlaus í embætti sínu. Legði hann nú til hliðar svo sem 200 þús- und krónur mánaðarlega gæti hann klofið sinn hluta skuldanna á svo sem 8 árum. Ekki er það nú langur tími þegar litið er til annarra sem verða að leggja hart að sér alla ævi og eignast þó aldrei neitt. Geta aldrei leigt út frá sér eignir sínar eða yfirleitt um frjálst höfuð strokið fiárhagslega. Þeir hljóta, forseta- frambjóðendurnir, að finna leið til að borga sig frá sínum persónulegu skuldum án þess að þurfa að fara út í myndasölu. „Barnamyndin" Babylon 5 Kristinn Snæland skrifar: Fimmtándi þáttur þessa ofan- nefnda myndaflokks var sýndur á Stöð 2 sL' fóstudagskvöld, 6. sept. sl. Svo hittist á að ég sá hluta myndar- innar en hann sýndi afar harkaleg- an og grófan hnefaleikabardaga. Engir hanskar voru notaðir og veittu keppendurnir hvor öðrum hin grófustu högg. Hrukku þeir nokkuð undan höggunum og fýrir kom að þeir sigu niður á annað hnéð eða svo. Eftir langan bardaga og fiölda höfuðhögga, sem flest hefðu trúlega nægt til að fella naut, hristu kapp- arnir sig lítillega og voru lítt sárir og jafnir að þessum hrikalega kapp- leik loknum. Það óhugnanlega við þessa „barnasýningu" var að eftir situr að það sé ekkert í hættu þótt andstæð- ingi séu veitt hin ógurlegustu högg í höfuðið. Ég er vissulega ekki slags- málafræðingur en mér virtust högg- in hvert og eitt ættu aö duga til þess að steinrota, ef ekki dauðrota hvem mann. Eftir að hafa horft á slíka mynd er skiljanlegt að áhrifagjamir ung- lingar sparki svona smávegis í höf- uð, aðeins ef það liggur vel við sparki. Og svo er fólk undrandi á vitfirrtum ofbeldisverkum hér á landi. Ekki ég. En mest er ég undr- andi á Stöð 2 fyrir slíka „bamasýn- ingu“. Er ekkert eftirlit í gangi af hálfu hins opinbera á þessum vett- vangi? Umferðarskilti eða almennur umferðarréttur? Páll B. Helgason læknir: Hinn 9. sept. sl. var fiallað um í DV hvort leggja skuli niður umferð- arskilti og láta almennan umferðar- rétt gilda. Eftir reynslu mína í um- ferð hérlendis og erlendis tel ég að sálfræðilega myndi aldrei ganga að láta almennan umferðarrétt gilda. Hraðinn í umferð og takmörkun skilningarvita okkar leyfa það ekki. Mun betra væri að fiölga leiðbein- ingarskiltum á þann veg að þau séu öllum læsileg á þeim hraða sem við- gengst almennt. Ég vil t.d. láta fella niður bið- skyldumerki á mörgum stöðum og setja Stanz (STOP) merki í þeirra stað og fara eftir reglum Bandaríkj- anna og Kanada. Reglur þeirra landa eru skiljanlegar öllum sem ekki eru þroskaheftir umfram það sem gerist og gengur og valda ekki ILI§Íi[D)^ þjónusta allan Sima 5000 lli kl. 14 og 16 Mun betra væri að fjölga leiöbeiningarskiltum á þann veg aö þau séu öllum læsileg á þeim hraða sem viögengst almennt, segir hér m.a. vafa. Biðskyldumerki geta valdið misskilningi og ágreiningi og eru alls ekki afgerandi. Væri farið eftir bandaríska kerf- inu almennt í vegakerfinu hér á landi og því fylgt eins og vera ber líkt og í fluginu, þótt ekki séu merki í háloftunum, yrði þó væntanlega farið eftir reglum sem allir borgarar skilja. Sé brotið á reglum eða leið- beiningum hefur löggæslan mun betra vald til að leiðbeina þeim sem fara út fyrir takmörkin. Slíkar að- ferðir eru ekki óþekktar í Evrópu en virðast mörgum fslendingum framandi. Eftir margra ára akstur vestan- hafs verð ég samt að fullyrða að akstur eftir góðum umferðarskilt- um kemur öllum til góða, minnkar slysatíðni og óhöpp en algjört skil- yrði er að reglum sé fylgt en ekki látið vaða. Það tilheyrir ekki nútímanum heldur siðum sem voru í gangi fyr- ir hálfri öld a.m.k. - Gangi ykkur vel og passið ykkur á bílunum - eins og sagt var í gamla daga. DV Þingvallafund- urinn árið 2000 Gunnlaugur Sigurðsson hringdi: Svo mjög sem talin er þörf fyrir alþjóðlegan Þingvallafund árið 2000 er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Því er nú haldin hér ráð- stefnan „Sjálfbær þróun“ sem tengist Þingvallafundinum sjálf- um. Hér eiga hlut að máli m.a. Gandhi-stofnunin í Bandaríkjun- um (ekki á Indlandi). Þess vegna sakna ég að sjá ekki nafn Ástþórs Magnússonar, fyrrverandi forseta- frambjóðanda, eins og hann hefur þó komið við sögu friðarmála hér og annars staðar í heiminum. En þetta hlýtur að hafa sínar skýring- ar, sem fiölmiðlar dreifa til okkar bráðlega, ef allt er með felldu. Biskupsemb- ættið i rusla- kistuna Sigurbjörn skrifar: Ekki linnir skopmyndateikning- um um biskup, embætti hans og prestanna. Nú síðast í Mbl. sl. fimmtudag. Líklega í tilefni mark- aðssetningar biskupsembættisins og sýnir hönnun biskupsembættis- ins í tveimur útgáfum - „þessa venjulegu sem allir þekkja" þar sem biskup er hempuklæddur elt- andi kvenfólk af stökkpalli þar sem stendur „Hopp og hí“, og „há- tíðarútfærslu þar sem hann plokk- ar strengina". Mér finnst þessi sið- asta skopmyndaútgáfa kasta bisk- upsembættinu beint í ruslakist- una. Kannski á það þar líka heima? Vikurbílarnir í Landsveit Benni hringdi: Það er full þörf á að benda að- standendum vikurflutninganna Landsveit - Þorlákshöfn á.að hinir þungu vörubílar auka ekki bein- linis öryggið þegar þeir aka á ofsa- hraða og oftar en ekki á mun meiri hraða en leyfilegur er. Þetta hefur valdið óþægindum sem ég hef fregnir af og viðkomandi, sem varð fyrir því óhappi að missa bremsur á bíl sinum, mátti hrósa happi yfir að sleppa óskaddaður frá einum slíkum bíl á ofsahraða er hann, viljandi eða óviljandi, neyddi ökumann á bilaða bilnum út í vegkantinn. Þama er verk að vinna fyrir umferðargæsluna. Ómega, jafn- besta sjón- varpsstöðin R.A. skrifar: Það er orðið lítið um fína drætti í sjónvarpsmálum hér nema hafa komið sér upp sérstökum diski fyrir móttöku frá gervihnöttunum. Því hef ég undanfarið farið að horfa meir og meir á sjónvarps- stöðina Omega sem ég tel jafn- bestu stöðina nú og þá líflegustu, því þar má heyra og sjá frábæra tónlist og söng fluttan af hinum bestu skemmtikröftum. Fólkið sem þama kemur fram er snyrti- legt og fágað í senn. Omega flytur manni því oft og skilur eftir skemmtilega kvöldstund. Hvað meinar konan? Hildur skrifar: í DV sl. fimmtudag birtist les- endabréf frá Elínu Sigurðardóttur undir heitinu Konur veija þá lit- uðu. Þar sagði m.a. að sér kæmi á óvart að íslenskar konur verðu jafnan litaða karlmenn, jafnvel kynferðisglæpamenn. Hún sagðist ekki átta sig alveg á þessu viðhorfi islenskra kvenna en sagði sig gruna ýmislegt sem hún ræddi ekki i bili. - Ég skora á Elínu að gera grein fyrir þessu dularfulla „ýmislega" sem hún telur vera ástæðuna fyrir aðdáun íslenskra kvenna á þeim lituðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.