Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Framsókn og atkvæðin „Framsókn hefur löngum lifað góðu lífi á skertum atkvæðisrétti Reykvikinga og fengi hver maður eitt atkvæði til Alþingis hefði ráð- herrann á Höllustöðum aldrei komið nær þingstörfum en lesa um þau í Handbók bænda.“ Ásgeir Hannes Eiriksson, í Degi- Tímanum. Eins og drulla „Mesta áfallið var hins vegar í kringlukastinu. Ég var alveg eins og drulla í hringnum." Jón Arnar Magnússon tugþrautar- kappi, í DV. Ummæli Þorsteinn hefur mannast „Mér finnst Þorsteinn Pálsson hafa mannast ótrúlega mikið. Davíð Oddssyni hefur aftur á móti farið mikið aftur, eins og ég var nú hrifin af honum.“ Regina Thorarensen, í DV. Æla áður en þeir byrja að drekka „Unglingarnir eru meira að sega hættir að fara út á kvöldin, þeir byrja að æla áður en þeir byija að drekka." Kona á Akranesi um loðnubræðsl- una þar, í Degi-Tímanum. Upplifi ekki ellina „Allir sem eru yngri en ég eru unglingar finnst mér því ég upp- lifi ekki að ég sé gamall. Guðmundur Marteinsson, 71 árs, í DV. Magnaðir eitur- lyfjasnuðrarar Mognuðustu eiturlyfjasnuör- arar sem sögur fara af voru hundarnir Rocky og Barco. Þess- ir belgísku íjárhundar voru í bandarískri leitarsveit sem hef- ur eftirlit með Rio Grande daln- um, sem oft er nefndur kókaín- sundið. Árið 1988 áttu þeir hlut- deild í því að eiturlyf voru gerð upptæk 969 sinnum og var her- fangið metið á 182 milljónir doll- ara. Voru þeir svo snjallir við iðju sína að mexíkóskir eitur- lyfjasmyglarar lögðu 30.000 doll- ara til höfuðs þeim. Voru hund- arnir sæmdir yfirþjálfaranafn- bót í heiðursskyni. 100% árangur Eini eiturlyljasnuðrarinn sem skilaði 100% handtökuárangri var þýskur fjárhundur í banda- riska hemum sem gekk undir nafninu General. Á timabilinu 1974- 1976 gerði þessi snuðrari og stjómandi hans, Michael R. Harris i lögreglunni i Fort Bliss, Texas, 220 sinnum leif að eitur- lyfjum og tóku 220 menn fasta fyrir að hafa eiturlyf á sér og fundu eiturlyf á 330 stöðum. Blessuð veröldin Þefaði uppi sex tonn Þýskir fjárhundar koma víðar við sögu. Blue, sem lögreglan í Los Angeles átti, aðstoðaði við 253 handtökur og þýski fjárhund- urinn, sem lögreglan í Essex átti, þefaði uppi tvö tonn af kannabis í október 1988 þegar hann var sendur inn i afskekkt hús. Magn- ið var metið á sex milljónir punda. Dregur úr úrkomu síðdegis Yfir Skandinavíu er víðáttumikil 1032 mb hæð, en á Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 987 mb lægð sem grynnist. Vaxandi 990 mb lægð um Veðrið í dag 500 km suðsuðvestur af Vestmanna- eyjum á hreyfingu í norðnorðvest- átt um mikinn hluta landsins með rigningu eða skúram, en lægir held- ur og dregur úr úrkomu síðdegis. Þó verður áfram stinningskaldi austan til á landinu í nótt. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan stinningskaldi fram eftir degi en hægari sunnanátt og skúrir síðdegis. Hiti 11 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.46 Sólarupprás á morgun: 7.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.57 Árdegisflóð á morgun: 9.20 Vedrid kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 14 Akurnes alskýjað 12 Bergstaðir skýjað 11 Bolungarvík rigning 11 Egilsstaóir skýjað 13 Keflavíkurflugv. rigning 12 Kirkjubkl. rigning 11 Raufarhöfn skýjaö 10 Reykjavík rigning 12 Stórhöfði rigning 11 Helsinki léttskýjaö 6 Kaupmannah. léttskýjað 9 Ósló léttskýjað 5 Stokkhólmur heiðskírt 9 Þórshöfn þoka 10 Amsterdam léttskýjað 6 Barcelona súld 20 Chicago léttskýjaö 16 Frankfurt léttskýjað 7 Glasgow lágþokublettir 10 Hamborg léttskýjað 4 London mistur 11 Los Angeles hálfskýjað 19 Madrid skýjað 14 Malaga Mallorca alskýjað 19 Paris heiðskírt 8 Róm þokumóóa 13 Valencia skýjaö 21 New York rigning 17 Nuuk snjókoma ■1,4 Vín skýjað 10 Washington i rigning á síð. kls. 18 Winnipeg léttskýjað 12 urátt. í dag verður allhvöss suðaustan- Örn Friðriksson, formaður Samiðnar: Raunhæft að ná sama kaupmætti — og annars staðar á Norðurlöndum „Samiðn er samband iðnfélaga um allt land og er eitt af landssam- böndunum innan ASÍ. Innan okkar vébanda era byggingariðnaðar- menn, málmiðnaðarmenn, garð- yrkjumenn og málarar og er Samiðn okkar samnefnari og tæki til að vinna sameiginlega að þeim verkeíhum sem félögin eru einhuga um og einnig að auka áhrif okkar manna í þjóðmálum, kjaramálum og menntunarmálum," segir Öm Friðriksson, en hann tók við for- mennsku í Samiðn í byijun septem- ber af Grétari Þorsteinssyni, for- seta ASÍ. Öm, sem einnig er for- maður Félags jámiðnaðarmanna, hefur verið í stjórn Samiðnar frá stofnun, 8. maí 1993. Maður dagsins „Samiðn var stofnuð með sam- rana Málm- og skipasmíðasam- bandsins og Sambands iðnaðar- manna og í sambandinu er 31 félag með 5500 félagsmönnum. Helsta málið fram undan eru drög og und- irbúningur næstu samninga. Við erum og höfum verið á fundaferð um landiö til að fara yfir málin með stjórnum félaga og trúnaðarmönn- um þar sem við eram í fyrsta lagi að fara yfir hvernig staðið verður að samningum með tilliti til breyt- inga á vinnulöggjöfmni, áherslu í kröfugerð og annan undirbúning að samningum. Við höfum markað okkur grandvallarstefnu og horfum til þess að langtímasjónarmiö ráði ferðinni því við þurfum á næstu áram að ná þeim kaupmætti sem er annars staðar á Norðurlöndum og teljum það raunhæft." Örn sagði aðspurður að á heild- ina litið væri minna um atvinnu- leysi hjá iðnaðarmönnum en verið hefur: „Eitt af verkefnum sam- bandsins hafa verið atvinnumálin og i þeim verkefnum er unnið af fullum krafti. Atvinna hefur aukist en það er að vísu svæðisbundið. Það er helst á höfuðborgarsvæðinu að félagsmenn eru enn á atvinnu- leysisskrá. Við verðum varir við það á ferð okkar um landið að það ríkir ákveðin bjartsýni i atvinnu- málum.“ Þótt Örn sé formaður Samiðnaö- ar þá er það ekki hans aðalstarf: „Það hefur verið svo í okkar lands- sambandi að menn sem eru for- menn einstakra félaga, og þá um leið starfsmenn þess, hafa valist til formennsku og þeir halda því starfi áfram. Formennska í Samiðn bæt- ist bara við á vinnureikninginn án þess að launagreiðsla fáist fyrir það. Öm sagði þegar hann var spurð- ur um áhugamál fyrir utan félags- málin að ísland væri honum ofar- lega í huga: „Ég hef mjög gaman af því þegar ég fæ tækifæri til að ferð- ast um landið en ég er lítið geflnn fyrir að flakka um erlendis - þykir það heldur leiðinlegt." Eiginkona Arnar er Ólöf Helgadóttir og eiga þau þrjú böm. -HK Gefur undir fótinn Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi Bikarúr- slitaleikur í 2. flokki Úrslitaleikurinn í bikarkeppni 2. flokks karla í fótboltanum fer fram í dag kl. 17.00 á Kaplakrika- velli i Hafnarfirði. Það eru Fram og Keflavík sem leika til úrslita. Bæöi liðin hafa staðið sig vel í sumar og má búast við spenn- andi leik. Iþróttir Bikarkeppni 2. flokks hefur farið fram síðan 1964. Keflvíking- ar hafa sigrað tvisvar, árin 1967 og 1973, en Framarar hafa sigrað alls sjö sinnum, 1980, 1981, 1983, 1985, 1990, 1991 og 1993. í undan- úrslitum unnu leikmenn Stjörn- unnar 5-1 og Framarar slógu út íslandsmeistara KR með þremur mörkum gegn einu. Verði jafnt í leikslok er leikurinn framlengd- ur. Verði þá enn jafht fer fram nýr leikur og verður þá leikiö til þrautar. Orgeltónleikar í Selfosskirkju Fjórðu tónleikarnir í tónleika- röð Selfosskirkju á þessu hausti verða í kvöld kl. 20.30. Organist- inn Kári Þormar leikur verk eft- ir Pál ísólfsson, Jón Nordal, J.S. Bach og Cesar Franck. Tónleikar Kári Þormar hefur lokið próf- um í orgelleik frá Tónskóla Þjóð- kirkjunnar og er nú við fram- haldsnám í Dusseldorf. Tónleik- arnir era um 45 mínútna langir og er aðgangur ókeypis. Bridge Á undanfómum Norðurlandamót- um í bridge hefur íslenska landslið- ið oftast haft betur gegn því danska í opnum flokki. Síðasta Norður- landamót var engin undantekning, en hitt er heldur óvenjulegra að danska landsliðið skuli hafa tapað 0-25 í öðrum leiknum. Spilaðar eru tvær umferðir á NM og hin úrslitin vora lítið skárri fyrir Danina, 7-23 tap. Þrátt fyrir að íslendingar hafi spilað mun betur en Danimir, þarf að sjálfsögðu einhvem meðbyr til að sigra 25-0. Þessi slemma í leikn- um hefði til dæmis getað farið verr. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: 4 Á10 «4 K109752 4 93 * ÁDG 4 K983 44-- -f 106542 * K1087 4 D75 «4 ÁDG63 4 ÁG * 952 Suður Vestur Norður Austur Sævar Munken Jón B. Cohen 1 «4 1 Grand dobl 2 4 pass pass 34 pass 3 Grönd pass 4 * pass 4 4 pass 6 44 p/h Grandsögn Munkens lofaði 4-5 skiptingu í hálit og láglit og 6-11 punktum. Jón og Sævar létu þá sögn ekki hindra sig og sögðu sig upp í slemmu sem við fyrstu sýn átti ekki góða möguleika á því að vinnast. Útspil vesturs var laufsjöa, Sævar svínaði gosanum og tók síð- an tvo hæstu í hjarta. Enn var laufi svinað, laufásinn tekinn og síðan var tígulásnum spilað og meiri tigli. Nú var búið að uppræta láglitina og trompin af andstæðingunum og Cohen (í austur) varð því að spila spaða. Sævar var á skotskónum þeg- ar hann setti lítið spil heima og slemman rann heim. Hún vinnst reyndar með hvaða útspili sem er. Danirnir létu sér nægja að spila út- tekt á hinu borðinu og töpuðu því 13 impum á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.