Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Leirinn er til margs notaður því auk baðanna er hann líka blandað- ur vikri og vaxi til að búa til heita bakstra. Auk leirsins bjóðast fólki heilsuböð, vatnsböð sem með ýmiss konar olíum eiga að styrkja mann og hressa. Meiri möguleikar í áðumefndri kvikmynd um Kellogg lækni var sögð saga af heilsuhæli hans sem öðlaðist mikla frægð og dró til sin fólk hvaðanæva að. Guðmundur segir að með til- komu göngudeildarinnar muni Heilsustofnun NLFÍ gefast kostur á að markaðssetja sína starfsemi frek- ar en nú er, jafnvel með komu út- lendinga i huga. Hvað sem verður er víst að með tímanum mun stofn- unin verða betur í stakk búin til að fylgja eftir þeirri hugmyndafræði sem stofnandi hennar hélt á lofti, náttúrulækningunum, og hjálpa fólki að nýta eigin mátt og styrk- leika umhverfis síns sér til heil- brigðis og framdráttar. -saa Wolfgang Roling er sjúkranuddari og yfirmaður göngudeildar. DV-myndir Brynjar Gauti Fólk á öllum aldri dvelur í Hveragerði - og hver og einn í sérsniðinni meðferð reyndar enn, og þurfti að herða lík- amann,“ segir hann. Hann hefúr undanfarið verið í sundi, höðum, nuddi og daglegum gönguferðum í hvaða veðri sem er. Borgþór hef- ur ekki stundað líkamsrækt síðustu fimmtán árin en seg- ir þetta geta verið tækifæri til að koma sér af stað og býst við að halda áiram á þessari braut. „Ég kom hingað líka mér til hressingar og hef ver- ið með Borgþóri í þessum æfingum og finnst þetta af- skaplega gott,“ seg- ir Sérstakur hvíldartími dvalargesta er frá kl. 12.30 til kl. 14 alla daga og er þess vænst að dvalargestir noti þann tíma eins og kostur er til hvíldar í herbergjum sínum. DV-menn voru einmitt stadd- ir á stofn- un- inni á þess- um tíma og var aug- ljóst að menn fýlgdu almennt fyrir- mælum þessum. Kyrrö og ró var yfir þessu 160 manna heimili. Eftir kl. 14 færðist líf yfir langa gangana og menn fóru að sinna sín- um einstaklingsbundnu meðferðum. Tilveran hitti fyrir nokkra dvalargesti, sem voru komnir á stjá, þegar klukkan var rétt farin að ganga þrjú. I líkamsæfingar eftir 15 ára hlé „Við verðum hér i 4 vikur aUs, hálfa viku í viðbót," sögðu Borg- þór Jónsson og Rann- veig Árnadóttir sem voru í sinni fyrstu dvöl á Heilsustofnuninni. Borgþór segir ástæðu fyrir dvöl sinni þá að hann vilji létta sig og styrkja. „Ég var orðinn ansi slappur, er það Jóna vissi ekkert hvaö biöi hennar en hafði ákveöiö aö fara í smáátak og dvelja í 4 viklir í Hveragerði. Rannveig sem hefur ekki heldur áður stundað líkamsæfingar svo nokkru nemi. Þau Borgþór og Rannveig bera heilsufæðinu vel söguna og sakna ekki kjötsins. „Ég er ekki frá því að maður sé allur léttari og duglegri að ganga,“ segir Rannveig. Bæði gætu vel hugsað sér að dvelja aftur í Hveragerði í meðferð sem þessari. Kom ein til 4 vikna dvalar Jóna Þóra Jensdóttir er 24 ára Reykvíkingur og var ásamt hópi fólks í skoðunarferð um stofnunina um leið og Tilveran. Þegar að var gáð var hún að koma til 4 vikna dvalar til að létta sig, smáátak, eins og hún orðaði það. „Þetta leggst vel í mig. Ég ákvað þetta fyrir mánuði en hafði hugsað um þetta í nokkum tíma. Ég þekki í raun engan sem hefur dvalið hér en maður heyrir alltaf um einhveija," segir hún og bætir við að hún hafi ekkert kann- að staðinn áður en hún pantaði pláss. „Ég veit í raun ekkert út í hvað ég er að fara en þetta leggst vel í mig.“ tilveran ,5 Heilsufæðið - fiskur en Flestum dettur matur í hug þegar minnst er á Heilsustofnun NLFÍ því stofhunin hefur verið þekkt fyrir heilsufæði sem er þar á borðum og var löngu áður en það beinlínis komst í tísku. Lifrænt ræktað græn- meti á staðnum í öll mál og ekkert kjöt. Sagðar hafa verið sögur um dvalargesti sem gefist hafi upp og farið reglulega í rjómaísinn í Eden, hvort sem eitthvað er til í því eða ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að flestum sem prófa hið heilnæma fæði fellur það ákaflega vel í geð og sjálfsagt hafa margir fúndið nýjan lífsstíl í mataræðinu í Hveragerði. Franskur kokkur í eldhúsinu Francois Fons sér um mat dvalar- gesti sem borinn er fram í rúmgóð- um og huggulegum matsal Heilsu- stofnunarinnar. Hann féllst á að gefa lesendum Tilverunnar smáinn- sýn í matargerð sína. í Hveragerði ekkert kjöt Síldarsamleikur fyrir 4 4 stórar saltsíldar 2 dl ólífúolía 4 söxuð harðsoðin egg 2 hylki spænskur pipar 24 svartar ólífur 2 tsk. saxaður hvítlaukur 2 msk. steinselja Vínedik Síldin er flökuð og beinhreinsuð, skorin i strimla og útvötnuð hæfi- lega. Síldarstrimlamir eru svo lagð- ir í ólífúolíuna ásamt örlitlu ediki og látnir meyma. Eggin em söxuð og sett á stóran disk. Síldarstriml- arnir era lagðir ofan á eggin, fiórir langsum og fiórir þversum. Spænski piparinn er steiktur á þurri pönnu og ysta húðin fiarlægð. Hann er svo skorinn í hæfilega bita. Þá er til skiptis settur piparinn og ólífúmar ofan á síldina. Steinselju og hvít- lauk stráð yfir til skiptis og vætt með örlitlu ediki. Borið fram með rúgbrauði og soðnum nýjum kart- öflum. -saa Francois Fons leggur línurnar fyrir matargesti. m/i Vi Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni aw mii/f Hm, 'ins Smáauglýsingar 550 5000 -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.