Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 23 Iþróttir Iþróttir Frjálsar: Sterkt mót í Japan Helstu úrslit á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti, sem fram fór í Tókýó í fyrrinótt, urðu þessi: 400 m hlaup kvenna: Cathy Freeman, Ástr.........51,97 Falilat Ogunkoya, Níg......52,47 Makiko Yamanda, Jap.............54,31 400 m hlaup karla: Roger Black, Bretl..............45,33 Derek Mills, Bandar.............45,63 Davis Kamoga, Úganda............45,98 800 m hlaup kvenna: Anna Quirot, Kúbu............2:02,71 Svetlana Masterkova, Rús. . 2:02,86 Theresia Kiesel, Ástr.....2:04,86 800 m hlaup karla: Wilson Kipketer, Dan.........1:42,17 Hirohisha Muramatsu, Jap. 1:47,13 Johnny Gray, Band.........1:47,66 200 m hlaup kvenna: Marie-Jose Perec, Frakkl. . . . 22,59 Chioma Ajunwa, Níg.............23,05 Inger Milier, Band.............23,14 200 m hlaup karla: Jeff Williams, Band............20.44 Davidson Ezinwa, Níg............20,59 Osmond Ezinwa, Níg.............20,73 Hástökk karla: Charles Austin, Band............2,36 Artur Partyka, Póil.............2,24 Takahisa Yoshida, Jap............2,24 Langstökk karla: James Beckford, Jam.............8,31 Joe Greene, Band............8,11 Emmanuel Bangue, Frakkl. . . 8,01 Hástökk kvenna: Stefka Kostadinova, Búlg........2,04 Inha Babakova, Úkr..............2,00 Miki Imai, Japan.................1,85 Spjótkast karla: Jan Zelezny, Tékkl.............89,32 Tom Pukstys, Band..........84,58 Steve Backley, Bretl.......84,46 110 m grindahlaup karla: Allen Johnson, Band............13,40 Mark Crear, Band...............13,45 Florian Schwarthoff, Þýsk. . . 13,60 Knattspyrna: Örugg forysta hjá Bröndby Bröndby hefur örugga forystu í dönsku úrvalsdeildinni i knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar. Bröndby lagði Silkeborg að velli, 2-1, og hefur 22 stig. Álaborg er í öðru sæti með 15 stig en liðið steinlá fyrir Árhus, 6-1. Jafnt hjá Reyni ogÍBA Reynir Sandgerði og ÍBA geröu 2-2 jafntefli í fyrri leik lið- anna um laust sæti í 1. deild kvenna í Sandgerði á sunnudag- inn. Síðari leikurinn fer fram á Akureyri um næstu helgi. Wenger tekur við liði Arsenal Nú er loks orðið ljóst að Arsene Wenger verður fram- kvæmdastjóri hjá Arsenal. Þessi 47 ára gamli Frakki hefur náð samkomulagi við japanska félag- ið Grampus Eight um að fá að losna undan samningi og tekur hann formlega við stjórninni á Highbury 30. þessa mánaðar. Hann verður fimmti stjórinn hjá Arsenal á síðustu 18 mánuðum. Houston ráðinn hjá QPR Stewart Houston var í gær ráðinn knattspymustjóri hjá enska 1. deildar liðinu QPR í stáð Ray Wilkins sem hætti á dögunum. Houston hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Arsenal undanfarin ár en sagöi starfi sínu lausu hjá félaginu fyr- ir helgina. -GH íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu: Mætir Evrópumeisturunum á Laugardalsvelli annað kvöld íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu leikur fyrri leik sinn gegn Þýskalandi um laust sæti í úrslitum Evrópukeppninnar á Laugardals- velli annað kvöld. Það verður á brattann að sækja fyrir íslenska lið- ið enda Þjóðverjar núverandi Evr- ópumeistari og urðu í öðm sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Kristinn Björnsson þjálfari hefur valið 16 manna hóp fyrir leikinn og lítur hann þannig út: Sigfríður Sophusdóttir.........Breiöabl Sigríður Pálsdóttir..................KR Ásthildur Helgadóttir..........Breiöabl Erla Hendriksdóttir...........Breiðabl Inga D. Magnúsdóttir..........Breiðabl Katrín Jónsdóttir.............Breiðabl Vanda Sigurgeirsd.............Breiðabl Guðrún J. Kristjánsd ...............KR Sara Smart..........................KR Ásdís Þorgilsdóttir.................KR Guðrún Sæmundsdóttir...............Val Ragna Lóa Stefánsdóttir............Val Laufey Sigurðardóttir ..............ÍA Magnea Guölaugsdóttir...............ÍA Auður Skúladóttir ..........Stjörnunni Síðari leikurinn fer fram í Þýska- landi sunnudaginn 29. september. -GH Ragnar úr leik DV, Suðurnesjum: Ragnar Margeirsson, hinn leikreyndi leikmaður Keflvikinga í knattspyrnu, mun ekki leika meira með liði sínu á þessu keppnistímabili. Ástæðan er þrálát hnémeiðsli sem hafa angrað Ragnar í sumar. Ragnar hefur ekki verið með Keflvíkingum í undanförnum leikjum vegna þessa og í samtali við DV sagði hann það vera ljóst að hann gæti ekki leikið tvo síðustu leiki Keflvíkinga í deildinni. -ÆMK Færeyjar: GÍ náði fimm stiga forystu GÍ frá Götu færðist enn nær fjórða meistaratitlinum i röð í fær- eysku knattspyrnunni á sunnudag- inn þegar liðiö vann VB á útivelli, 4-0. Á meðan tapaði keppinautur- inn, KÍ frá Klakksvík, 0-1 fyrir HB á heimavelli. Þegar fjórar umferðir eru eftir er GÍ efst með 32 stig, KÍ er með 27, HB og B36 eru með 23 og VB 22 stig. -VS Handbolti: Stjarnan meistari Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu íslandsmeistara Hauka, 23-20, í úrslitum á opna Reykja- víkurmótinu í handknattleik sem fram fór um helgina. KR- stúlkur urðu í þríðja sætinu eft- ir sigur á FH. -GH spáð sigri í fyrstaskipti - meisturum Vals spáð 4. sæti og KA bronsinu Fulltrúar 9 liða af 12 í Nissandeildinni í handknattleik spáðu því i gær að íslandsbikarinn myndi hafna í Mosfellsbænum næsta vor. Aftureldingu var spáð sigri í deildinni og það hefur ekki gerst áður. íslandsmeisturum Vals var spáð fjórða sæti og bikarmeistur- um KA þriðja sæti. Haukar fá betri útkomu úr spánni en oftast áður og er spáð öðru sæti í deildinni. Spáin lítur annars þannig út: 1. UMFA .....................208 2. Haukar....................183 3. KA........................179 4. Valur.....................147 5. Stjaman...................124 6. Fram ............................118 7. FH...............................114 8. ÍBV .............................110 9. -10 Grótta.......................63 9.-10. Selfoss .....................63 11. HK...............................44 12. ÍR...............................40 Þannig lítur röð liöanna út samkvæmt spá sérfræðinganna. Alls voru 216 at- kvæði í pottinum fyrir fyrsta sætið og því ljóst aö Afturelding var nærri því að fá fullt hús í það sæti. HK og ÍR spáð falli t 2. deild Ef spáin gengur eftir verður það hlutskipti nýliða HK að falla beint aftur í 2. deild. Það verða þá ÍR-ing- ar sem fylgja þeim niður. Nýliðum Fram er hins vegar spáð góðu gengi og sérfræðingarnir settu Fram í 6. sætið, spá því að Fram haldi sæti sínu örugglega í deildinni. Breytt mót frá því síðast? Ef marka má spána er ljóst að !s- landsmótið verður breytt frá því í fyrra er KA og Valur einokuðu bar- áttuna um meistaratitilinn og mót- ið var í raun ekkert spennandi. Flestir spá því að mótið verði mjög jafnt í vetur og ekkert lið muni skera sig fljótlega úr. Helst er hallast að því að Afturelding, KA og Haukar berjist um titilinn. -SK Fagna þeir í vor? Spá um gengi liða í Nissandeildinni í vetur: Aftureldingu Leikmenn Aftureldingar hafa ekki enn fagnað íslandsmeistaratitli í 1. deild karia. Ef spá sérfræöinganna frá í gær rætist þá veröur kátt á hjalla í Mosfellsbænum næsta vor. Róbert Sighvatsson, fyrir miöri mynd, er horfinn á braut en samt er liöi Aftureldingar spáö íslandsmeistaratitlinum. DV-mynd Brynjar Gauti i ■' Jafntefli í slag íslendingaliöanna í Svíþjóð: Siggi Jóns fór meiddur af velli DV, Svíþjóð: Sigurður Jónsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, varð fyrir meiðsl- um á læri 1 gærkvöldi þegar Ör- gryte og Örebro gerðu jafntefli, 1-1, í úrvalsdeildinni á heimavelli Ör- gryte í Gautaborg. Sigurður fór af velli á 53. mínútu eftir að hafa fengið slæmt högg á lærið. Hann sagði við DV að þetta liti ekki vel út og það er ljóst að hann verður ekki með í bikarleik á morgun og missir sennilega af deildarleik við Gautaborg um næstu helgi. Fjórir Islendingar tóku þátt í leiknum. Rúnar Kristinsson var sterkur í fyrri hálfleiknum með Örgryte en lítið bar á honum í þeim síðari. Sigurður og Hlynur Birgisson voru fimasterkir í vörn Örebro og Arnór Guðjohnsen lék ágætlega í framlínunni og átti þátt í jöfnunarmarki liðsins. Þegar 6 umferðum er ólokið er Gautaborg með 41 stig, Helsing- borg 35, Norrköping 30, Malmö 30, Halmstad 30, Örgryte 29, AIK 28 og Örebro 27 stig. íslendingaliðin eiga því bæði möguleika á Evrópusæti. Kristján Jónsson og félagar í Elfsborg unnu nágranna sína, Norrby, í 3. umferð bikarkeppninn- ar, 2-0, í gærkvöldi. -EH Sandgerðingar í 2. deildina Liö Reynis úr Sandgeröi tryggöi sér sæti f 2. deildinni á næsta keppnistímabili eftir öruggan sigur á Víöi, 3-0, í lokaumferö 3. deildarinnar á laugardaginn. Á myndinni fagna Reynismenn en 13 ár eru síðan þeir áttu liö í 2. deild síöast. DV-mynd Ægir Már Guömundur Ingvarsson, formaöur HSÍ, fyrir miöju, og Ólafur Steingrímsson, markaösstjóri Prentsmiöjunnar Odda, til hægri, skrifuöu undir nýjan samning varöandi Bikarkeppni HSI og Odda í gær. DV-mynd Brynjar Gauti lan Wright með þrennu Sheffield Wednesday missti af mögu- leikanum að endurheimta toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðið heimsótti þá Arsenal á Highburv í London og beið ósigur, 1-4. Það leit vel út hjá Wednesday því Andy Booth kom gestunum yfir á 25. mínútu. Það var svo ekki fyrr en á 57. mínútu sem Arsenal tókst að jafna eftir mikla pressu og var David Platt þar að verki með gott mark. Síöan fylgdu í kjölfarið þrjú mörk frá Ian Wright, eitt þeirra úr vítaspyrnu. Arsenal er í sjöunda sæti meö 11 stig en Wednesady í fjórða sæti með 12 stig. -JKS Patrekur fór á kostum Patrekur Jóhannesson átti stórleik með Essen sem sigraði Minden í 1. um- ferð þýsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik, 28-24. Patrekur skoraði niu mörk í leiknum, aðeins eitt þeirra úr vítakasti. Sigurður Bjarnason, sem leikur með Minden, skoraði þrjú mörk. í 2. deild sigraði Wuppertal lið Duderstadt, 25-23. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Wuppertal og var lengstum tekinn úr umferð. Dagur Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna handarbrotsins en sagðist í samtali við DV i gærkvöldi vonast eft- ir því að geta farið að leika að nýju eft- ir tvær vikur. -JKS Handboltinn í vetur: Reglunum var breytt lítillega Oddabikarinn: Stórleikur í 1. umferð í gær var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni HSÍ í handknatt- leik. Reyndar tekur aðeins 31 lið þátt í keppninni að þessu sinni sem styrkt er af Prentsmiðjunni Odda. B-lið Gróttu situr hjá í fyrstu umferð. KS-Stjaman Haukai-Afturelding Víkingur-Grótta Valur-Afturelding, b-lið Valur, b-lið-KA, b-lið Selfoss-Völsungur Keflavík-ÍR KA-Víkingur, b-lið Ármann-fBV, b-lið Fylkir-Breiðablik Þór, Akureyri-Hörður, ísaflrði Ögri-KR ÍH-Fram HM-FH HK-ÍBV Sverrir til Bandaríkjanna Sverrir Sverrisson, marka- hæsti leikmaður Leifturs í 1. deildinni í knattspymu í sumar, leikur ekki meira með Ólafsfirð- ingum á tímabilinu. Hann er far- inn til náms í Bandaríkjunum og missir af leikjunum við Fylki og Grindavik. Birkir enn á bekknum Birkir Kristinsson sat áfram á varamannabekk Brann á sunnu- daginn þegar liðið gerði jafn- tefli, 2-2, við Kongsvinger í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Birkir missti sæti sitt þegar hann fór í landsleikinn við Tékka og hefur mátt sitja á bekknum þrjá leiki. Ágúst Gylfa- son lék allan leikinn með Brann. -VS Leikreglunum fyrir komandi leik- tíð handknattleiksmanna hefur ver- ið lítillega breytt. Um er að ræða þrjár breytingar sem allar ættu að stuðla að því að eyða ágreiningsmálum innan íþrótt- arinnar og gera leikinn skilvirkari. Á þingi IHF í sumar voru sam- þykktar ýmsar breytingar á reglun- um sem taka eiga gildi 1. ágúst 1997. Dómaranefnd HSÍ hefur lagt til að þrjár breytingar taki gildi strax við upphaf timabilsins hér og hafa fé- lögin samþykkt þessar breytingar. í fyrsta lagi er um aö ræða breyt- ingu varðandi það hvenær dómarar eiga að stöðva leikklukkuna þegar um er að ræða vítakast. Það ber nú alltaf að gera. Þá var regla í gildi sem bannaði leikmönnum að kasta sér á boltann er hann lá eða valt á gólfinu felld úr gildi og er þetta nú heimilt. Þá er um að ræða breytingar varðandi leikhlé. Ef lið biður um leikhlé er það aðeins veitt eftir að knöttur hefur farið úr leik aftan endamarkalínu eða að mark hefur verið skorað. Loks er kveðið upp úr með það að lið, sem beðið hefur um leikhlé, get- ur ekki undir neinum kringum- stæðum afturkallað þá beiðni. Sérstök blöð verða afhent liðun- um fyrir leiki og viðkomandi blað lagt á borð ritara sé óskað eftir leik- hléi. -SK Fjórir Gróttumenn fengu rautt og leikurinn flautaður af Leikur Gróttu og Dalvíkur í lokaumferð 3. deildar karla í knattspyrnu, sem fram fór á Seltjarnanesi á laugardaginn, var flautaður af þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá var staðan 2-3 fyrir Dal- víkinga. Það var á 84. mínútu sem dómari leiksins flautaði leikinn af. Tveir Gróttumenn fengu þá að líta rauða spjaldið og fyrr í leiknum höfðu tveir félagar þeirra farið sömu leið. í reglum KSí segir að ekki megi spila leik i meistaraflokki karla ef færri en átta leikmenn eru í liðinu og úr- slit leiksins verða skráð 0-3 Dalvíkingum í hag. Leikur þessi var mjög mikilvægur fyrir Gróttumenn í botnbaráttunni en með sigri áttu þeir möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Dalvík- ingar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í 2. deildinni en þurftu eitt stig til að tryggja sér meistaratitilinn. Gróttumenn komust í 2-0 og í hálf- leik var 2-1. í síðari hálfleik fór að síga á ógæfuhliðina hjá Seltjamar- nesliðinu. Á 56. mínútu var fyrsti Gróttumaðurinn rekinn út af og sá næsti á 71. mínútu. Á 84. mínútu fuku svo tveir út af og þar með var leik- urinn úti. Auk þess var einn af varamönnum liðsins rekinn af vara- mannabekknum. Gróttumenn eiga yfir höfði sér sekt vegna þessara atburða en aganefnd KSÍ kemur saman til fundar í dag. - -GH Áfram Nissandeild Ingvar Helgason hf. verður áfram aðalstyrktaraðili 1. deild- arinnar í handknattleik og deild- in mun áfram bera nafnið Niss- andeildin. Engin mótabók Þekkt vandamál sérsambanda ÍSÍ geröi vart við sig á fundi HSÍ í gær þar sem Nissandeildin var kynnt. Mótabók HSÍ var ekki tilbúin og er væntanleg eftir 10 daga. Enginn frá þremur Enginn fulltrúi mætti frá þremur 1. deildar liðum í gær á fundinn hjá HSÍ. Stjarnan, ÍBV og KA skrópuðu á fiindinum og vakti það nokkra athygli. Mörg félagaskipti Sjaldan eða aldrei hafa fleiri handknattleiksmenn skipt um félag fyrir leiktíð og farið til liða erlendis. Leikmennirnir sem þetta gerðu nú eru alls 24. Oftast til Vals íslandsbikarinn hefur oftast farið til Valsmanna í 1. deild karla. Valur hefur 19 sinnum orðið íslandsmeistari og ekkert lið státar af betri árangri. FH-ingar næstir FH-ingar koma næstir á eftir Val og hafa 15 sinnum orðið meistarar. Fram hefur náð titlinum 8 sinnum, Víkingur 7 sinnum, Ármann 5 sinnum og Haukar, ÍR og KR einu sinni. 58. íslandsmótið íslandsmótiö, sem hefst á morgun, er 58. íslandsmótið frá upphafi. Stórleikur 1. umferðar verður viðureign Hauka og KA. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.