Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 17
■ lV ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 tilveran n „Ástæöa þess að farið var út í verkefiiið er þríþætt. í fyrsta lagi er maður ekki aÚtaf ánægður með samskiptin milli bamanna, þ.e. að þau leysi deilumál með því að garga eða slá frá sér í stað þess að ræða sin á miili. í öðru lagi hefur einelti í skólum aukist gífurlega og við lít- um á þetta sem forvörn því bömin verða meðvitaðri um náungann og sjálf sig. í þriðja lagi vomm við líka að líta á alla þessa mötun i þjóðfé- laginu sem segir að maður þurfi að fá hitt og gera þetta og við vildum því hvetja til gagnrýnnar hugsun- ar,“ sagði Ingibjörg Sigurþórsdóttir, leikskólastjóri í Foldaborg í Grafar- voginum, en hún átti frumkvæði að heimspekiverkefni sem lagt var fyr- ir 3-6 ára böm síðasta haust og er enn í gangi. Erfitt að vera ósammála Ingibjörg fékk styrk úr þróunar- sjóði Dagvistar bama og starfsfólk leikskólans var heilan vetur að und- irbúa verkefnið með aðstóð Sigurð- ar BjömssoncU1 heimspekings sem kenndi því ákveðna tækni við að leiða samræður barnanna. „Við tök- um t.d. einhverja sögu fyrir eða breytum leikjum þannig að við get- um notað heimspekina. Ef upp koma árekstrar notum við sam- ræðustundirnar til að ræða þá án þess að bendla viðkomandi við mál- iö. Við reynum að hvetja bömin til umhugsunar um hin ýmsu mál og mynda sér skoðun. Skoðunina eru þau síðan hvött til að rökstyðja. Til að byrja með áttu bömin oft erfitt með að vera ósammála. Svo vom þau kannski bara ósammála en rök- studdu það ekki. Síðan læra þau að rökstyðja mál sitt, hvort sem þau eru sammála eða ósammála, og við höfum séð gífurlegar framfarir," sagði Ingibjörg. Hvert barn tekur þátt í samræöustund í heimspeki fjórum sinnum í viku. Þeir sem viija tjá sig þurfa að rétta upp hönd og bíða þar til sá sem talar hefur iokiö máli sínu. Þannig læra þau m.a. aö bera virðingu fyrir skoöunum ann- arra. Mjög jákvæð viðbrögð Ingibjörg sagði aðalmarkmiðið vera að stuðla að bættum samskipt- um milli bamanna en einnig er reynt að efla skilning bamanna á sjálfum sér og hugsun sinni, að efla hjá þeim virðingu fyrir öðmm og skoðunum annarra og efla skapandi og gagnrýna hugsun þeirra. „Auk samræðustundanna með bömunum var hugmyndin sú að þetta myndi lita alla starfsemina, þ.e. að starfs- fólkið væri meðvitað um hvernig það svaraði bömunum og hvetti þau til að leita svara og sjá fleira en eitt sjónarhom. Þetta er ekki síður mikilvægt," sagði Ingibjörg. Þó verkefninu ljúki ekki fyrr en um áramótin er árangurinn þegar mælanlegur. „Við sjáum framfarir á öllum sviðum en það er þó erfiðara að mæla hvemig Börnin brutu heilann yfir hlutum eins og því sem ekki er til og af hverju eitt- hvaö er skrýtiö. verkefnið skilar sér út í hið daglega líf bamanna. Eini mælikvarðinn sem ég hef em niðurstöður spum- ingalista sem sendir vom út til for- eldranna. Jafnvel þó einungis 50% þeirra hafi skilað sér var ég mjög ánægö með svörin því þau voru mjög jákvæð." -ingo Ingibjörg leiðir samræöu- stundina og hvetur börnin til aö mynda sér skoðun. DV-myndir Pjetur Leikskólabörn í Foldaborg taka þátt í heimspekiverkefni: Læra að rökstyðja skoðanir sínar - og bera virðingu fyrir sjálfum sár og öðrum Móðir barns sem tekur þátt í heimspekiverkefninu: Fann mikinn mun á stráknum - hann rökstyður meira og finnst „bara" ekki vera svar „Mér finnst þetta mjög jákvætt. Ég fann t.d. mikinn mun á mínum strák fyrir áramótin. Þá var hann mikið að spjalla um verkefnið og var með vangaveltur um ýmis mál, t.d. drauma og það sem ekki er til, sem ég hafði aldrei heyrt hann tala um áður. Hann rökstuddi miklu meira en áður og tilkynnti mér að „bara“ væri ekkert svar,“ sagði Kol- brún Hauksdóttir, móðir Hauks sem er 5 ára og hefur tekið þátt í heim- spekiverkefninu í Foldaborg. „Eftir áramótin varð ég minna var við þetta, þá var þetta bara orð- inn hluti af hans lífi. Hann hélt þó áfram að minnast á það þema sem var í gangi hveiju sinni. Um tíma hafði hann t.d. mikið verið að velta fyrir sér dauðanum og spurt mig útí hann. Ég var margoft búin að reyn að útskýra fyrir honum en þaö þýddi ekkert, hann var alltaf jafn hræddur. Svo var þetta tekið fyrir í einni samræðustundinni og greini- lega á einhverjum öðrum nótum því þar með var hann sáttur og málið útrætt. Hann hefur líklega fengið einhverja innsýn eða samanburð frá hinum bömunum sem hann var sáttur við,“ sagði Kolbrún. Kolbrún með Hauk. Hann er 5 ára en var fjögurra þegar hann byrj- aði í heimspeki í leikskólanum. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.