Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 9 I>v Útlönd Madonna sem er oröin 38 ára, eignaöist sitt fyrsta barn í gærkvöid. Móður og barni heilsast vel en blaöafulltrúi söngkonunnar vildi ekki láta uppi hvort barniö heföi veriö tekiö með keisaraskuröi eöa fætt á eðlilegan máta. Símamynd Reuter Madonna orðin mamma: Eignaðist stúlkuna Mariu í gærkvöld Talebanar játa ósigur og efla varnir Taleban-skæruliðar efldu vamir í kringum Kabúl, höfúð- borg Afganistans, í gær. And- stæðingar Talebana hafa hafið pólitískt samstarf við stríðsherr- ann Abdul Rashid Dostum sem er leiðtogi í norðurhluta lands- ins. Dostum viðurkenndi í gær stjóm Rabbanis forsætisráð- herra og lýsti sig reiðubúinn til hernaðarsamstarfs. Talebanar viðurkenndu í gær að hafa misst bæi á þjóðvegin- um norður af Kabúl en þeir hétu því að brjóta á bak aftur sókn herliðs Masoods, yfirmanns fyrrum stjómarhersins. Játar að hafa búið til hler- unarbúnaðinn ítalska lögreglan tók í gær i sína vörslu tölvudiskling sem ónafngreindur aðili hafði sent fréttastofu í Róm. Á disk- lingnum við- urkennir ónafngreindur aðili að hafa búið til hler- unarbúnaðinn sem komið var fyrir á skrifstofu Silvios Berlusconis, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu. Sendandinn kveðst hafa séð Berlusconi sýna hlerunarbúnað- inn í sjónvarpi og hafa þekkt handverk sitt. Fundur hlenmar- búnaðarins hefur valdið mikifli ólgu í itölskum stjómmálum og velta menn þvi ákaft fyrir sér hver hafi hlerað Berlusconi. Börn skilin eftir hjá lát- inni móður Lögreglan í Sacramento í Kalifomiu leitar nú að manni sem talið er að hafi myrt eigin- konu sina og skilið tvö böm sín, 8 og 14 ára, eftir hjá líkinu í 10 daga. Harmsagan uppgötvaðist á sunnudag er 8 ára bamið var staðið að því að stela mat í stór- markaði. Lögregla fann lík móð- urinnar í svefnherbergi. Hafði hún verið stungin í brjóstið og lá hnífur við hlið hennar. Að sögn lögreglu hafði faðirinn bannað bömunum að fara inn í svefnherbergið og ógnað þeim með hnífi áður en hann hélt að heiman. Bömin óttuðust að hann kæmi heim á hverri stundu. Reuter Söngkonan Madonna eignaðist i gær stúlkubarn á sjúkrahúsi í Los Angeles. Stúlkan fæddist klukkan 11 í gærkvöld og gekk fæðingin, að sögn blaðafulltrúa hennar, Liz Ros- enberg, vel. Hún sagði að ekki yrði látið uppi hvort Madonna hefði fætt bamið sjálf eða hvort það hefði ver- ið tekið með keisaraskurði. Stúlkan, sem þegar hefur fengið nafti, heitir Lourdes Maria Ciccona Leon. Faðirinn, hinn 30 ára Carlos Leon, sem var einkaþjálfari Madonnu, var viðstaddur fæðing- una en sögusagnir hafa verið uppi um að samband þeirra sé á enda. Madonna sagði í viðtali við tímarit- ið Vanity Fair á dögunum að hún væri ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að giftast bamsfoður sínum. „Ég elska Juan Carlos en það er ekki þar með sagt að ég ætli að giftast honum.“ „Ég notaði Carlos ekki til undan- eldis og ég varð ekki ófrísk í þeim tilgangi að hneyksla heiminn," sagði Madonna og bætti því við að þetta væri komið frá fólki sem þyldi ekki þá tilhugsun að hún væri ham- ingjusöm. Reyndar sagði hún í við- tali fyrir nokkrum árum að hún ætl- aði að auglýsa eftir foður að barni sínu, en hún hefur í gegnum árin notið þess að hneyksla heiminn með yfirlýsingum sínum. Söngkonan sagði i viðtali fyrir nokkru að hún ætlaði að ala barn sitt upp sem góöan kaþólikka, rétt eins og hún hefði verið alin upp. Hún sagðist hafa eignast bamið vegna þess að hún vildi eiga eitt- hvað sem væri hennar og hún gæti verið stolt af. Madonna hefur átt í nokkrum ást- arsamböndum við fræga menn und- anfarin ár. Hjónaband hennar og leikarans Sean Penn var storma- samt og endaði með ósköpum en fyrir nokkrum árum átti hún í ást- arsambandi við leikarann Warren Beatty. Dennis Rodman og Madonna áttu einnig í ástarsam- bandi um tíma og gerði Rodman grín að því í sjónvarpsþætti síðar hve veik söngkonan væri fyrir íþróttamönnum. Reuter HAPPDRÆTTIHJARTAVERNDAR 1996 VINNINGASKRÁ: 1. Toyota Land Cruiser, 3,0 L, dísil kr. 3.775.000 Nr. 83804 2. Toyota Carina E kr. 1.590.000 Nr. 75022 3. - 5. Ævintýraferð með Úrval/Útsýn kr. 500.000 Nr. 14885, 57519, 103234 6.-25. Ferðavinningur eða tölvupakki kr. 300.000 Nr. 1868, 6418, 11604, 12973, 17962, 25010, 30408, 39977, 42866, 43696, 47561, 48979, 63381, 72326, 78147, 86665, 93385, 95586,102898,103151 Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndár, Lágmula 9, 3.h., Reykjavík. Hlustaðu á Rósu Ingólfs í síma 905-2525 Rósa Ingólfsdóttir ræöir af hispursleysi um hjónabandiö, ástina og kynlífiö. Gagnleg og kitlandi skemmtun fyrir fullorðið fólk. 66,50 mínútan Hvar færð þú betra verð eða meiri gæði? Þú kemur og sækir Úrvals pitsur Opið 16.00 - 23.30 12“ m. 2 áleggjum 9 a 690 kr. 16“ m. 2 áleggjum 9 a 790 kr. 18“ m. 2 áleggjum 9 a 890 kr. alla daga Tilboð á heimsendu T.d. 16“ m/3 áleggstegundum á kr. 1.190. Pizzahöllin Dalbraut l RVK C v. u-beygjuna hjá Laugarásbíói) Ath. einnig góð tilboð í heimsendingum. S. $68 4848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.