Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 11
JL#V ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 ennmg 11 IIMóðurmálssjóður efldur i hófi í Ráðherrabústaðnum í tilefni af 150 ára afinæli Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, og þvi að ritstjóri þessa blaðs, Jónas Kristjánsson, hlaut verð- laun úr minningarsjóði hans, til- kynnti Björn Bjamason mennta- málaráðherra að hann ætlaði að heiðra minningu nafna síns Jóns- sonar með þvi að veita kr. 200.000 í sjóðinn. Morgunblaðið styrkir sjóðinn með 100.000 krónum og nokkur fyrirtæki hafa heitið framlagi. Meiningin er að veita oftar úr þessum sjóði en gert hef- ur verið hingað til en aðeins hafa 12 menn fengið þessi verðlaun síðan hann var stofnaður fyrir hálfri öld. Blaðamennska er dægurlist og afurðinni fleygt að lestri loknum en þó skiptir máli að dagblöð séu sæmilega skrifuð. Því er dýr- mætt, eins og Jónas Kristjánsson segir í viðtali í Helgarblaði DV, að til skuli vera fólk sem hirðir um að meta það sem þar er vel Morgunblaðspistlar á bók Talandi um „sígilda“ dægur- menningu þá hefur Gísli Jónsson íslenskufræðingur gefið út úrval Ívikupistla sinna sem hafa birst í Morgunblaðinu síðan 1979 i bók- inni íslenskt mál. Þetta eru stutt- ir fjörlegir pistlar um hvaðeina sem viðkemur daglegu máli og kveðskapur iðulega notaður til að bregða ljósi á einhver atriði eða til skemmtunar - nema hvort tveggja sé. Þetta eru vísur eftir þekkt skáld og hagyrðinga en líka hóp af lítt þekktum skáldum sem Isennilega eru náskyld, þau Hlym- rek handan, Sigvarð sagan, Ung- ling utan, Inghildi austan og fleiri úr ættínni. Eftir Inghildi er þessi limra í pistli frá 20.8.1994: «« Frú Halldóra Hauksmýrarlóa í hreiðrið sitt vildi fá kjóa, því Lói kunni ekki lagið, honum lét ekki fagið að koma og kveða burt snjóa. í bókinni er ítarleg skrá yfir at- riðisorð og nöfn til að auðvelda notendum leit. Útgefandi er Bóka- útgáfan Hólar á Akureyri. LjóðNormu á ensku Fyrir nærri tíu árum kom út ljóðabókin Marblettir í regnbog- ans litum eftir Normu E. Samú- elsdóttur sem einnig hefur gefið út skáldsögur. í bókinni er sam- felldur bálkur ljóða sem segir ást- arsögu konu sem elskar heitt mann sem er alkóhólisti. Nú er væntanleg ensk þýðing á þessari ljóðabók, eftir móður Normu, sem er skosk, Bruises in the Colours a Rain- Höf- undur gefur sjálf- ur út báð- ar bæk- umar og dóttir hennar gerði kápu- mynd. „Mér fannst ekki nóg að gert að gefa þau út á íslensku. Það er fúll þörf fyrir skilgreining- ar á sjúkri ást á fleiri tungumál- um,“ segir Norma og ætlar að dreifa bókinni í valdar bókabúðir í Bretlandi. í haust em einnig væntanleg ljóð eftir Normu í skosku safnriti. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Hugarfarsbreytingar er þörf Norrænir músíkdagar, hátíð nútímatónlistar, stóðu yfír í Reykjavík 25. septemher til 1. október. Þá viku vora haldnir sextán tónleikar. Hátíðin er haldin annað hvert ár á Norðurlöndunum til skiptis, og þetta var í fimmta sinn sem hún er haldin hér á landi. Við spurðum Óskar Ingólfsson klar- inettuleikara, skipuleggjanda hátíðarinnar, hvernig til hefði tekist. Flytjendurnir sigurvegarar hátíðarinnar „Hún gekk afar vel,“ segir Óskar, „og ég held meira að segja að hún hafi komið gestum okkar frá Norðurlöndum, tónskáldum, hljóðfæraleikurum, gagnrýnendum og fulltrúum tónverkamiðstöðva, í opna skjöldu, og þá sér- staklega standardinn á flutningnum. í þessu litla þjóðfélagi okkar er hópur af tónlistarfólki sem getur staðið undir væntingum, hversu miklar sem þær era. Á öllum tónleikum voru íslenskir flytjendur og flytjendur búsettir hér, í bland við aðra, og skiluðu ævinlega verki sem hægt er að meta á mæli- kvarða heimsins. í fljótu bragði er kannski ekki fréttnæmt að konsert sé afbragðsgóður. En þegar svona hátíð er haldin í Svíþjóð þá er kannski ein sinfóníuhljómsveit, margar kammersveitir, margir kammerkórar og svo framvegis. Hér lítur þetta alveg eins út á yfirborðinu: ein sinfóníuhljómsveit, margir kammer- hópar og kammerkór, en munurinn er sá að þó að nöfnin séu ólík þá er það alltaf sama fólkið sem kemur fram undir þeim! En útlendingamir átta sig ekki á því og verða alveg hissa á þessum fjölda listamanna! Þetta er frétt- næmt. En auðvitað er álagið mikið á einstaklingana og furðulegt að stand- ardinn skuli haldast undir því. Ef ég á að nefna eitthvað sérstaklega þá var ég ákaflega ánægður með hvora tveggju sinfóníutónleikana, ekki síst þá í Langholtskirkju. Það var lán að fá hana Anne Manson til landsins, hún vann þessa krefjandi tónleika á ótrúlega stuttum tíma, þó með góðri hjálp Bernharðs Wilkinsonar sem foræfði hljómsveitina. Þetta var átak sem tókst. Svo fengum við Matti Rantanen, harmóníkusnilling frá Finnlandi til að koma fyrir hátíð til að vinna með is- lenskum tónlistarmönnmn, og mér fannst það alveg svínvirka. Sérstak- lega fannst mér gaman að heyra í hon- um og Hávarði Tryggvasyni. Verk finnska tónskáldsins Erkki Jokinen í Gerðarsafni var glæsilega flutt hjá þeim. Aðsóknin var góð, því kjarni er- lendra og innlendra tónlistarmanna var svo stór. Það þýðir samt ekki að hátíð eins og þessi njóti almennrar hylli. Fólk er ekki tilbúið til að gefa nýrri tónlist tækifæri. Það þarf hugarfarsbreytingu. Fólk þarf að hætta að spyrja fyrirfram: Hvað er að þessu? og spyrja heldur: Hvað skyldi vera að gerast hérna? Vera forvitið eins og bömin. Hlusta fyrst, taka svo afstöðu. Við erum i norrænu samstarfi og þurfum að gefa ekki síður en þiggja. Okkar verk eru valin til flutnings þegar hátíðin er haldin annars staðar, og í raun og veru er þetta eina opna leiðin sem okkar tónlistarmenning á út í heiminn. Þörf okkar fyrir þessa hátíð er meiri en granna okkar. Okkar tón- skáldum er yfirleitt ekki boðið út um allan heim, en þarna er frjótt samstarf sem hefur gengið i fimmtíu ár. En það þýðir líka að á tíu ára fresti verðum við að standa okkar pligt. Og ég tel, sem sagt, að það hafi gengið mjög vel í þetta sinn.“ Næstu Norrænir músíkdagar verða í Stokkhólmi 1998. Óskar ingólfsson. Bræðurnir á á Hofsnesi, blaðamenn hefðu betur Einn fyrirferðarlítill dagskrárliður í útvarpi, rás eitt, yljar mörgum um hjartarætur og það er ljóð dagsins í umsjá Njarðar P. Njarðvík. Stund- um fær hann ljóðskáldið Sigurð Pálsson til þess að flytja ljóð. Sigurður gerir það þannig að mig langar, meðan enn er tími til stefnu, að stinga upp á að Sigurður Pálsson verði fenginn til þess að lesa Passíusálmana þegar þar að kemur. Og ég er ekki ein um að langa til þess að hlusta á hann lesa þá miklu sálma. Vel lesinn skáldskap- ur nær hlustum fólks, illa lesinn verður hann hlægilegur og gerir mikið ógagn. Nú, fréttamenn eru búnir að ólmast svo voða- talað meira við þá. lega á Skeiðarársandi að maður tekur fyrir eyr- un núorðið þegar gosið er nefnt. Ég sá viðtal í Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir DV við bændur á Kvískerjum og nágranna þeirra og hefðu fréttamenn betur gefið sér tíma og sálarró til þess að tala við heimamenn fyrr, nota-tækifærið og gera örlitla dagskrá um sveit- ina milli sanda, ekki standa bara á öndinni dögum saman og pata út í loftið. Mér heyrist ég hafa misst af góðu sjónvarps- efni á RÚV í liðinni viku. Auðvitað vil ég ekki kenna sjálfri mér um það heldur þeim hjá sjónvarpinu. Þeir eða þau þyrftu að kynna dagskrána betur. Þessir þulir era alveg búnir að vera, það er miklu sterkara að fá góða rödd til þess að hamra á sér- stökum dagskrárliðum vikunnar eins og gert er á Stöð 2. Geðverndardagurinn leið og í fjölmiðlum kom fram að íslenskir geðsjúklingar búa ekki við gott atlæti. En maður hefur oft heyrt því fleygt að íslendingar hafi alltaf verið dálítið miskunnarlausir í eðlinu. Hvað var það annað en íslenskt miskunnarleysi að ætla að hrekja veikt heimilisfólkið út af Amarholti á Kjalar- nesi? Hvað er það annað en íslenskt miskunnar- leysi að vilja loka svonefndum útideildum þar sem hraktir Unglingar geta leitað skjóls að næt- urlagi? Eða fjötra þá niður með límbandi á upp- tökuheimili? Er hægt að kalla allt íjárskort sem aflaga fer í umönnunarmálum? Og allar eiga þessar stofnanir sameiginlegt að vera ríkisrekn- ar. Hvar eru allar dásamlega innrættu konurn- ar í íslenskri pólitík? Þær fá greinilega ekki að vera með í Sjálfstæðisflokknum nema sem tertuætur og kaffisopapunt á landsfundum. Frekar ætti maður að leita að góðu konunum til vinstri sem létu til stn taka í ýmsum nauðþurft- armálum fyrir nokkrum áram. Eða eru mjúku málin alfarið komin í hendur Kiwanis- og Lyonsmanna, stelpur? I tilefni af kvenmanns- leysi í pólitíkinni ætla ég að kasta hér fram stöku sem ég lærði ung og framagjöm: Vorfuglar fagrir, söngfuglamergð. Hví eru þær frænkur mínar svona seint og síðbúnar á ferð. Já, það held ég. Já, það held ég. Litbrigði samleiksins I íjörutiu ár hafa þeir ötulu hugsjónamenn sem að Kammermúsíkklúbbnum standa skipulagt kammertónleika af einstæðri elju og dug og ef- laust hefur þeim köppum einhvem tíma þótt það seinlegt verk og lýjandi að mennta þjóðina í þeirri kúnst að hlusta á fagurtónlist. Af tónleik- um klúhbsins á sunnudagskvöld mátti þó ráða að með erfiðinu hefðu þeir haft erindi. Bústaða- kirkja var þéttsetin gestum sem hlýddu á leik Blásarakvintetts Reykjavíkur og píanóleikarans Kristins Amar Kristinssonar og þétt lófatak í tónleikalok bar þess vitni að tónleikagestir kunnu því vel sem þar gat að heyra. Á efnisskrá var úrval verka sem Blásarakvin- tettinn hefur leikið á fimmtán ára starfsferli sín- um. Blásarakvintett Carls Nielsens ópus 43 frá 1922 er trúlega það verk sem þeim félögum er hvað tamast. Þessi danska ljúflingsmúsík er við- kvæm í flutningi, fyrri þættirnir hefðbundnir og samstæðir - sónötuþáttur og menúett - en þriðji þátturinn, í tilbrigðaformi, hefst með dramatísk- um og ómstríðum inngangi sem leiðir að aðalstefi og þá tilbrigðum. Tilbrigðin era ólík, nánast sundurleit á köflum, og þar þarf að halda vel á spöðunum til að botninn detti ekki úr verkinu. Hvergi bar skugga á leik þeirra félaga nú fremur en endranær, samleikurinn var einhvern veginn algjör, fimm raddir léku einum rómi, einni sál. Bagatellur Ligetis frá 1953 í upphafi tónleik- anna vora líka ákaflega vel leiknar. Þetta eru fjörmikil og dýnamísk smáverk, byggð á þjóðlegri hrynjandi og stefjum Balkanþjóða. Eftir hlé kom Kristinn Öm Kristinsson til liðs við Blásarakvintettinn og lék með þeim Sextett fyrir píanó og blásara eftir Francis Poulenc frá Tónlist Bergþóra Jónsdóttir 1939. Franskur sætleiki einkennir þetta verk, upphafsþáttur og lokaþáttur bera keim af munúð- arfullum glaumi götulífs Parisarborgar þeirra ára en milliþátturinn er íhugul serenaða, allt að þvi andleg í þeirri andstæðu sem hún skapar við léttúðarfulla umgjörð sína. Kristinn Öm leysti krefjandi píanóhlutverkið mjög vel af hendi og samleikur hans og Blásarakvintettsins var jafn og góður. Lokaverkið á tónleikunum var Kvintett Mozarts í Es- dúr K 452 fyrir píanó, óbó, klar- ínettu, horn og fagott frá árinu 1784. Hér var leikur þeirra fé- laga góður sem fyrr - tempó í hæga þættinum var kannski Kristinn Örn Kristinsson hægara en geng- ur og gerist en sú túlkun skilaði sér í dýpt og íhygli. Þetta voru ánægjulegir tónleikar. Fimmtán ára samstarf félaganna í Blásarakvintett Reykjavíkur skilar sér í frábærum og músíkölskum leik þar sem hver og einn þeirra nýtur sín en kann þó sín mörk í leitinni að jafnvægi heildarinnar og öll lit- brigði góðs samleiks era þeim leikur einn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.