Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 Sviðsljós Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni o\\t milll hlrry^ Smáauglýsingar 560 5000 henni Hollywood er samband leik- aranna Brad Pitt og Gwyneth Pal- trow. Þau reyna aö eyða sem flest- um stundum saman sem getur verið erfitt þegar um kvikmyndaleikara er að ræða því þeir eru oftar en ekki á faraldsfæti. Brad Pitt hefur verið við tökur á nýrri mynd í Argentínu undanfarið og viðskilnaðurinn hef- ur líklega verið þeim erfiður því þau litu ekki hvort af öðru er Pal- trow mætti til fundar við sinn heittelskaða. Röddin til trafala Fimleikakonan snjalla, Kerri Strug, sem meiddi sig á ökkla í sið- ustu æfingu sinni á ólympíuleik- unum í Atlanta en náöi þó að tryggja Bandaríkjamönnum gull- verðlaun, íhugar nú að hasla sér völl á öðrum vettvangi. Strugg hef- ur hug á að reyna fyrir sér í skemmtanabransanum en þó hún hafi fallegt bros og skemmtilega framkomu telja margir að röddin verði henni til trafala. Hún hefur háa og nokkuð skerandi rödd sem lætur ekki vel í eyrum. Umboðs- maður hennar segir ekki útilokað að Strug verði á næstunni send í tal- þjálfun. Carolyn Bessett, eiginkona Johns Kennedy Jr: Felldi piparsveininn á eigin bragði íjllplilf Margar konur dreymir ef- laust um að vera i sporum hinnar 29 ára Caroline Bessett sem fyrir stuttu giftist einum eftirsóttasta piparsveini Banda- ríkjanna til margra ára, John Kennedy Jr. Brúðkaup þeirra var mjög látlaust, aðeins nánustu að- standendum var boðið til veisl- unnar sem fram fór á eynni Cumberland. Mikil leynd hvildi yfír undirbúningi brúðkaupsins og fengu veislugestir ekki að vita um stund og stað fyrr en nokkrum dögum fyrir athöfn- ina. Brúðkaupið var að sögn ná- ins vinar brúðgumans ævintýri líkast. Athöfnin fór fram eftir að rökkva tók, í kirkju þar sem ekki er rafmagnsljós. Carolyn og John hittust fyrst fyrir rúmum þremur árum þeg- ar John var enn með leikkon- unni Daryl Hannah. Ekkert varð úr frekari kynnum þá en þegar slitnaði upp úr storma- sömu sambandi þeirra fóru hjólin að snúast. Carolyn er sögð hafa fellt John á eigin bragði. Hún lét hann aldrei fmna að hún væri bálskotin í honum og hélt Carolyn Bessett þykir einkar glæsileg og aölaðandi kona. Hún haföi hug á því aö gerast áfram að hitta aðra menn eftir fyrirsæta og sagöi Ijósmyndari sá er tók þessa mynd aö hún væri fallegasta kona sem að hann lét áhuga sinn í ljós. hann heföi myndaö. Þaö er ólíklegt aö hún eigi eftir að fara út í fyrirsætustörf en augljóst Þetta virkaði greinilega því aö hún og hinn nýi eiginmaöur hennar, John Kennedy Jr., eiga eftir aö vera mikiö í sviös- John gekk á eftir henni með Ijósinu. grasið i skónum og árangurinn er öllum orðinn ljós. Carolyn er sögð mjög ákveðin en jafnframt fáguð. Hún vann sem blaðafúlltrúi hjá tískufröm- uðinum Calvin Klein og segir fyrrum vinnufélagi hennar að hún hafi aldrei verið hrædd við að láta skoðanir sínar í ijósi. Hsmn sagði að hún hefði án efa haft sín áhrif á Calvin Klein, bæði hönnun hans og persónu. Góður vinur Johns sagði að hún kynni að meðhöndla menn á veg sem hann hefði aldrei séð áður. Hún fengi hann til að sýna á sér nýjar hliðar, sem engum hefði fyrr tekist. Hann sagði hana hafa einstakt lag á að fá fólk til að finnast það vera sér- stakt og að það skipti máli og hún meinti það. Að því leyti sagði hann hana líkjast móður Johns, Jackie Kennedy, og bætti við að Jackie hefði án efa kunn- að að meta sjálfstæði og skap- ferli Carolyn. Fólk er nú þegar byrjað að bera Carolyn saman við Jackie og er þess fullvisst að hefðu þær kynnst hefði Jackie borið virð- ingu fyrir tengdadóttur sinni. John var ekki lengi að taka ákvörðun um að þetta væri kon- an í lífi hans og sagði viö vin sinn stuttu eftir að þau fóru að vera saman að loksins hefði hann fundið sálufélaga. Bob og Paula sömdu um sameiginlegt forræði Bob Geldof og fyrrum eiginkona hans, Paula Yates, hafa komist að samkomulagi um sameiginlegt for- ræði yfir dætrunum þremur. Bob fór fram á forræði yfir stúlkuböm- unum eftir að fíkniefnalögregla gerði leit á heimili Paulu á meðan hún og ástmaður hennar, Michael Hutchence, vora í Ástralíu. Lög- reglan kvaðst hafa fundið ópíum í húsinu. Paula og Bob virtust bæði afslöppuö fyrir réttinum þegar sam- komulag náðist um forræðið og Bob kyssti hana á ennið. Fyrir tveimur mánuðum eignaðist Paula dóttm- með Michael. David Duchovny ástfanginn á ný David Duchovny, sem leikur Fox Mulder í sjónvarpsmyndaflokknum Ráðgátur og þykir einn af kynþokkafyllstu mönnum heims, er ástfanginn á ný. Eftir að hafa dýrkað og dáð kvikmyndastjömuna Winona Ryder í rúm£m mánuð hefur Duchovny fengið augastað á leikkonuninni Courtney Cox. Cox er um þessar mundir í einu af aðal- hlutverkunum í sjónvarps- myndaflokknum Vinir. Margir muna líka eftir henni úr kvik- myndinni Ace Ventura. Court- ney Cox var um árabil unnusta Michaels Keatons úr Bat- manmyndunum. Á næsta ári rennur út fimm ára samningur Duchovnys við framleiðendur sjónvarps- myndaflokksins Ráðgátur. Duchovny fær Duchovny lenti í 2. sæti á listanum yfir 100 kynþokkafyllstu karla í heimi. Hann er hér meö mótleikara sínum, Gillian Anderson, úr sjón- varpsmyndaflokknum Ráögátur. Courtney Cox er nýjasta ástin í Itfi Duchovnys. um það bil 6 milljónir íslenskra króna fyrir leik sinn í hverjum þætti. Hann hefur þó lýst því yfir að hann vilji ekki endur- nýja samninginn jafnvel þó hann fái tvöfalt hærri upphæð en þá sem hann fær nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.