Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 JL#"V stuttar fréttir Kennaraverkfall Norskir kennarar tilkynntu í gær að þeir myndu heíja verkfall eftir tvær vikur náist ekki árang- ur i samningaviðræðum. Ánægður með Blair Jacques Chirac Frakklandsfor- seta þykir Tony Blair, nýr forsæt- isráðherra Bret- lands, mjög op- inn og jákvæð- ur varðandi málefni Evr- ópusambands- ins. Talsmaður forsetans sagði hann hafa kom- ist að þessari 8 niðurstöðu eftir símtal við Blair í vikunni. Pyntingar í ísrael Sameinuðu þjóðirnar hvetja ísraelsk yfirvöld til að hætta að j pynta palestínska fanga við yfir- heyrslur. Árás á S-Kóreu :J Kim Jong-il, leiðtogi N- Kóreu, J gerði áætlun 1992 um að hertaka S-Kóreu á þremur dögum. Hann féll frá hugmyndinni þar sem fað- ir hans var andvígur henni. Stríösglæpamenn Finnar eru reiðubúnir að rýma I til í fangelsum sínum fyrir dæmda stríðsglæpamenn frá fyrrum Júgóslavíu. Mótmæla lokun skóla Lögregla í bænum Bingol í | Tyrklandi handtók í gær 24 mú- slíma sem tóku þátt í óleyfilegri ; mótmælagöngu gegn kröfu hers- | ins um lokun skóla þeirra. Tryggja kosningar Franz Vranitzky, sáttasemjari Evrópusambandsins í Albaníu, sagði í gær að 10 helstu stjómmála- flokkamir hefðu undirritað áætlun um að halda brátt kosningar. Fyrirsæta verður nunna ítölsk blondína, Antonella j Moccia, sem yfirgaf fyrirsætustarf Htil að starfa kauplaust með fátækum, komst aftur í sviðsljós- ið í gær er hún greindi frá köll- un sinni á ráð- stefnu í Páfa- garði. Á ráð- stefnunni er fjallað um hvernig gera megi trú- arlíf aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ant- j onella hóf að starfa með fátækum á j meðan hún var enn í fyrirsætu- s bransanum. Nú er hún alveg hætt að sýna fót og vill verða nunna í reglu sem hjálpar ungu fólki. Tífaldur barnadauði Ungbarnadauði í írak er tifalt j meiri nú en hann var áður en sett var viðskiptabann á írak vegna I innrásarinnar í Kúveit. Heilbrigð- isráðherra íraks segir engin lyf | hafa borist til landsins þrátt fyrir samkomulagið um lyf og matvæli fyrir olíu. Reuter Hlutabréfamarkaöur: Met í London Hlutabréf í London náðu meti á fimmtudaginn fimmta timabilið í röð, hvött af kauphöllinni í Wall Street. Þar tóku hlutabréf kipp eftir verulegt tap yfir nóttina. FTSE- vísi- talan hækkaði um 42,9 punkta, nærri því eitt prósent, upp í 4.580,9 punkta. Hún var komin niður í 4.580,4 í gær en stóð engu að síður vel að vígi. Dow Jones vísitalan var á góðu skriði á fimmtudag, var þá komin upp fyrir 71 punkt. Góður gangur er í hlutabréfum í Tokyo og Hong Kong en heldur lakari í Frankfurt. Verðið á 95 oktana bensíni rokk- ar í kringum 200 dollara, 98 oktana bensínið heldur sig í kringum 208 dollara tonnið og hráolían heldur góðu verði, kostaði í gær 18,52 doll- ara tonnið. -sv Mobutu frestar heimferð til Saír Varaforseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, hélt til Gabon í gær til við- ræðna við Mobutu Sese Seko, forseta Saír. Áður hafði Mbeki fengið loforð frá uppreisnarleiðtoganum Laurent Kabila um að hann ætlaði ekki að halda hernaði áfram fyrr en að lokn- um fundi með Nelson Mandela, for- seta Suður-Afriku, 1 næstu viku. Mobutu frestaði heimferð sinni til Kinshasa til þess að eiga fund með Mbeki. Kabila hefur samþykkt að koma til fundar við Mandela og Mobutu á herskipi á miðvikudaginn. Kabila og Mobutu ræddust við fyrir viku á her- skipi S-Afríkumanna og stýrði Nel- son Mandela S-Afríkuforseti viðræð- unum. Mbeki kvaðst í gær vonast til að Mobutu tæki einnig boði Mandela um viðræður á miðvikudaginn í næstu viku. Fyrr um daginn höfðu uppreisnar- menn itrekað kröfu sína um að Mob- utu afhenti Kabila völdin. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu í gær uppreisnarmenn um að hindra rannsókn á meintum fjöldamorðum á flóttamönnum af ættbálki hútúa frá Rúanda í austurhluta Saír. Neit- uðu uppreisnarmenn rannsóknarað- ilum Sameinuðu þjóðanna um að- gang að yfirráðasvæði sínu. Rann- sóknaraðUarnir, sem beðið hafa í nær viku í Rúanda eftir leyfi frá upp- reisnarmönnum, ætluðu að opna fjöldagrafir á svæðinu. Þeir hyggjast nú snúa til Genfar um helgina. Yfirvöld í Rúanda lýstu því yfir í gær að nú væru aðeins 55 þúsund flóttamenn af ættbálki hútúa í Saír. Telja rúandísk yfirvöld að helming- ur þeirra komist heim innan tíu daga með loftbrú Sameinuðu þjóð- anna. Reuter WB 1 1 >• V\ ÍÉ&' m $ Æ% ■ Sp « 1 Rússar fögnuðu því í gær að 52 ár voru liðin frá sigri bandamanna á nasistum í heimsstyrjöldinni síðari. Sjóliðinn á myndinni teygar vodka í tilefni dagsins. Símamynd Reuter Bretland: Forsætisráðherrafrúin tekur Framtíð kattarins Humphreys í Downingstræti er tryggð. Hinn op- inberi músaveiðari í húsakynnum háttsettustu pólitíkusanna í London þarf sem sé ekki að víkja þrátt fyrir yfirburðasigur Tonys Blairs, leið- toga Verkamannaflokksins, í kosn- ingunum í síðustu viku. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Humphrey þyrfti að fara vegna þess að Cherie, nýja forsætisráð- köttinn herrafrúin, er á þeirri skoðun að óþrifnaður fylgi köttum. Börn Blair- hjónanna, Euan, Nicholas og Kathryn, hafa aldrei fengið að hafa gæludýr. Humphrey birtst fyrst í Downing- stræti, þar sem forsætisráðherrann býr og starfar, fyrir átta árum. Þá- verandi forsætisráðherrahjón, John Major og Norma, skutu skjólshúsi yfir köttinn. í sátt Til þess að sýna að Humphrey væri tekinn í sátt faðmaði Cherie hann að sér fyrir framan ljósmynd- ara í gær. Hún brosti meira að segja þó að svartur jakki hennar yrði all- ur útataður í hvítum kattarhárum. Að sögn embættismanns í London hafði borist fjöldi bréfa og símhring- inga til Downingstrætis vegna „rangra“ frétta um að Cherie vildi losna við köttinn. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis tomfon Frankfurt 3400 3200^ jSf 3000 | 2800 DAX-40 2600 338349 F M A M 20,061,81 F M A M Hong Kong Fangelsisdómur fyrir að birta bók Ritt j Ritstjóri Politiken í Dan- j mörku, Seidenfaden, sem birti dagbók Ritt Bjerregaard með lýs- ingum á fundum Evrópusambands- ins án hennar leyf- is, var í gær j dæmdur í 20 daga ) skilorðsbundið fangelsi. Dagbókin 1 vakti mikla at- > hygli vegna berorðra lýsinga á | Chirac Frakklandsfbrseta, Kohl Þýskalandskanslara og Gonzales, | fyrrum forsætisráöherra Spánar. | Britt hefúr krafist 65 milljóna ís- fi lenskra króna vegna brota á höf- j undarrétti. Það mál hefur ekki p verið tekið fyrir. Fíkniefnaneysla leyfileg á geð- sjúkrahúsum | Geðveikir fikniefnaneytendur | fá leyfi til að reykja hass, neyta j annarra fíkniefna og drekka |s áfengi á nokkrum geðsjúkrahús- um í Danmörku. Á Teglgárdshu- set í Middelfart, sjúkrahúsinu þar sem þetta var fyrst leyft fyrir tæpum tveimur árum, hefur reynslan verið sú að dregið hefur úr vímuefnaneyslu sjúklinganna. Sala á vímuefnum er ekki leyfð á sjúkrahúsinu en enginn hindrar sjúklingana í að fara út í bæ til að kaupa þau. Forstöðumaður Teglgárdshu- set segir að sjúklingamir séu vanir því að þeim sé refsað vegna þess að þeir eru fikniefhaneyt- endur. Þess vegna snúist líf þeirra um að halda neyslunni leynilegri. Sé neyslan samþykkt 1 fari þeir að velta fyrir sér eigin ■ misnotkun. Fara á nám- skeið vegna prófhræðslu Fíöldi nemenda í dönskum Iframhaldsskólum og háskólum sækir námskeið til þess að vinna bug á angist fyrir próf. Flestir framhaldsskólar I Danmörku hafa síðan á síðasta áratug - neyðst til þess að bjóða námskeið j vegna prófhræðslu. Unglingarnir I borða ekki, sofa ekki, verða 1 kaldsveittir og fá niðurgang. í | verstu tilfellunum falla þeir í yf- irlið yfir prófunum. Þrír fjórðu I þeirra sem leita meðferðar eru ■ stúlkur. i Angistin stafar af pressu sem ) unglingamir sjálfir setja á sig og vegna væntinga sem til þeirra eru gerðar, að því er ráðgjafi í há- 1 skólanum í Óðinsvéum greinir frá. Hann segir að þrýstingur sé á unglingana frá foreldrum og ann- | ars staðar firá í samfélaginu. | Unga fólkinu sé bent á að án | menntunar fari það á sveitina. j Það eru einkum duglegir og | metnaðarfullir nemendur sem I ekki þola álagið. Díana leið vegna skrifa um veikindi hennar s Diana prinsessa er leið vegna ' fréttar í breska blaðinu Mirror um frásögn hennar af baráttunni j við lotugræðgi. j Prinsessan hafði | greint sjúklingum | á sjúkrahúsi í | London frá því ! hvernig aðdáun | hennar á eldri systur hennar j Söru og samkeppnin við hana ; leiddi til þess að hún fékk lotu- I græðgi. Sjúkdómurinn hefði síð- ) í hjónabandinu með Bnsessan vonaðist til ■ásögn hennar myndi ngum með lotugræðgi /on mn bata. Sjálf seg- fa verið laus við lotu- þrjú ár. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.