Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 2
Hfrikmyndir FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 Hytner í vesturvíking Það vill loða við breska kvikmyndaleikstjóra, sem slá í gegn, að freistast af tilboðum frá Hollywood. Sá síðasti sem heldur í vesturvíking er Nicholas Hytner sem leik- stýrði hinni ágætu mynd, The Madness of King George. í næsta mán- uði verður frumsýnd The Object ofMy Af- fection sem hann leik- stýrir. Um er að ræða rómantíska gamanmynd um stúlku sem leigir homma her- bergi í ibúð sinni. Ekki fer betur en svo að hún verður ástfangin af honum. Það sem gerir það að verkum að The Object of My Affection ætti að vera bitastæð er ekki bara að að Hytner leikstýrir heldur skrifar leikritaskáldið Wendy Wasserstein handritið og er þetta fyrsta kvikmyndhandrit hennar. í aðalhlutverkum eru Jennifer Aniston, Paul Rudd, Tim Daly og Alan Alda. Maðurinn með járngrímuna 1 mars verður frumsýnd ævintýramyndin The Man in the Iron Mask sem gerð er eft- ir klassískri skáldsögu Alex- andre Dumas. í titilhlutverk- inu er „heitasti" leikarinn í dag, Leonardo Di Caprio. Það eru engir aukvisar heldur í aukahlutverkum. Má þar nefna Gabriel Byrne, John Malkovich, Gerard Depardieu og Jeremy Irons. Leikstjóri er nýliðinn Randall Wallace en hann skrifaði handritið að Braveheart. Þetta er þriðja kvikmyndaútgáfan af Mannin- um með járngrímuna. Árið 1939 lék Louis Hayward titil- hlutverkið og 1977 setti Ric- hard Chamberlain á sig grímuna. armr Meira um klassíkina. Ný kvikmyndaútgáfa af Vesaling- unum, Les Misérables, litur dagsins ljós næstu daga og er þetta sjöunda kvikmyndaút- gáfan eftir þessari frægu sögu eftir Victor Hugo. Nú er það Daninn Bille August sem leik- stýrir og fer hann frjálslega með söguþráðinn. I aðalhlut- verkum eru Liam Neeson, Uma Thurman, Claire Danes og ástralski óskarsverðlauna- hafinn Geoffrey Rush. McGregor sem Nick Leeson Man einhver eftir Nick Leeson, bankamann- inum sem setti fjár- málaheim- inn á annan endann fyrir þremur árum þegar upp komst að hann hafði verið að leika sér með milljarða doll- ara og tapað þeim og gert stóran fj árfestingarbanka gjaldþrota? Þessa dagana standa yfir tökur á kvikmynd sem gerð er um Nick Leeson, Rouge Trader, og i hlutverki Leesons er Ewan McGregor. James Daardon leikstýrir myndinni sem gerð er eftir æviminning- um Leesons. ■ ‘ ! ' '. Stephene Dillane til vinstri í hlutverki breska fréttamannsins Michaels Hendersons. Woody Harrelsson leikur bandaríska blaðamanninn Flynn sem er aö margra áliti upptekinn af því að koma sjálfum sér á framfæri. Falklands- eyjastríðinu og hefur þrisvar verið valinn besti sjónvarps- fréttamaður erlendra frétta í Bretlandi. Natasha’s Story kom út 1993 og þar sagði hann frá því hvernig hann hjálpaði titilpersónunni í sög- unni að flýja frá Bosn- íu, barnungri stúlku sem hann og eigin- kona hans tóku siðan að sér. Natasha er nú fjórtán ára og hefur aðlagast breskum að- vekomnn Michael Nicholson Michael Nicholson, sem skrifaði bókina Natasha Story, sem Welcome to Sara- jevo er lauslega byggð á, er einn virtasti fréttamaður Breta. Hann hefur verið á ferð um allan heim fyrir ITN sjónvarpsstöðina síð- astliðin 25 ár og verið oftar fréttamaður í stríðsátökum \ en nokkur annars breskur fréttamaður, allt frá Ví- etnam-stríðinu til borgara- styrjaldarinnar i Júgóslavíu, Nicholson hefur unnið til margra verðlauna, meðal ann- ars fékk hann BAFTA- verðlaunin fyrir fréttamennsku sína í Kringlubíó - Picture Perfect Fullkomið? * „Friends“-fólkið er á fullu um þessar mundir að meika það á breiðtjaldinu, við misjafhar undirtektir. Fyrir staðfasta aðdáendur sjónvarpsseríunnar er sjálf- sagt gaman að sjá þessa leikara spreyta sig á ólíkum hlutverkum, en fyrir okkur hin eru leikarar eins og Jennifer Aniston bara dropi í smástimahaflð. I Picture Perfect leikur hún augtýsingahönnuðinn Kate, sem - eins og öllum einhleypum konum í bíómyndum - geng- ur illa að finna sér eiginmann eða bara kærasta. Þetta verðm- þó ekki að alvarlegu vandamáli fyrr en bossinn hennar skipar henni að taka sig á í einkalífinu; til þess að fá stöðuhækkun verður hún að passa inn I hina full- komnu ímynd borgarafjölskyldunnar og fá sér mann. Sem betur fer hefur Kate einn handhægan, Nick (Jay Mohr), og býr til sögu í kringum hann (og sig), sem síð- an færir henni sína verðskulduðu stöðuhækkun. Nema hann er óvart svona líka sætur og góður og raunveru- lega ástfanginn af henni en ekki bara handhægt peð. Inn í þetta blandast svo flagarinn Sam (Kevin Bacon), sem Kate er dauðskotin í, en vill ekkert með hana hafa nema þegar hann veit að hún er ‘vond stelpa’ að halda fram hjá. Þannig er hinn fullkomni ástarþrihymingur kominn upp, aðalkvenhetjan, góði strákurinn og vondi strákurinn. Og hvem skyldi Kate svo velja, góða strák- inn eða flagarann? Það sem byrjaði sem gagnrýni á ferkantaða uppa- hugsun endar sem staðfesting á borgaralegum gildum. Kate fmnur hamingjuna ekki í því að vera sjálfstæð og ákveðin heldur í því að játa fyrir sjálfri sér ást sína á hinum bllða og flölskylduvæna Nick. Með slöppu hand- riti og fremur misheppnuðu auglýsinga-undirplotti (hún velur þann næstbesta, alveg eins og Golden-sinn- epið er næstvinsælast) nær Picture Perfect varla að halda uppi skemmtigildi. Það besta i öllu þessu var eig- inlega Kevin Bacon, sem með gömlu niundaáratugar- hárgreiðsluna stingur upp kollinum á ótrúlegustu stöð- um og er einhvem veginn alltaf dáldið (hallærislega) ánægjulegur. Leikstjóri: Glenn Gordon Caron. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Jay Mohr, Kevin Bacon. Úlfhildur Dagsdóttir til Sarajevo bandaríska blaðamanninn Flynn, Marisa Tomei og Emily Lloyd leika einnig blaðamenn og meðal annarra leikara eru Kerry Fox, Goran Visnjic og Emira Nusevic. stæðum, stendur sig vel í skóla og er efnilegur tennisleikari. -HK Welcome to Sarajevo, sem Kringlubió frumsýnir í dag, er byggð á sönnum atburðum, reynslu eins þekktasta stríðsfréttaritara Breta, Michaels Nicholsons, og ger- ist myndin meðal frétta- og blaða- manna meðan umsátrið um Sara- jevo stóð sem hæst. Skráði Nichol- son sögu sína í bók sem hann nefndi Natasha’s Story. Þar sem myndin er lauslega byggð á bók Nicholsons þá heitir aðalpersónan í Welcome to Sarajevo ekki Michael Nicholson heldur Michael Henderson. Þegar Henderson kemur til Sara- jevo var hann ekki búinn undir það sem blasti við honum þótt hann væri ýmsu vanur. Árið er 1992 og borgin, þar sem eitt sinn voru haldn- ir vetrarólympíuleikarnir og var vinsæll ferðamannastaður, er undir stöðugum árásum af hendi Bosníu- Serba sem umkringja borgina. Þar sem eitt sinn voru veitingastaðir og verslanir eru nú gaddavírsgirðingar og hlaðnir varnargarðar og íbúar borgarinnar svelta. Það sem kannski er mesta áfallið er að fólk sem eitt sinn bjó i sátt og samlyndi er nú að drepa hvað annað. Enginn er óhultur í Sarajevo, allra síst blaðamenn og ljósmyndar- ar sem eru í fréttaleit. Daglega fer Henderson ásamt tökuliði í bryn- vörðum bíl í leit að fréttum. Allir vilja vera fyrstir með fréttirnar. Á kvöldin safnast fréttaliðið saman á bar á hóteli þar sem enn er raf- magn. Þar eru sagðar sögur af því sem á dagana hefur drifið. Þar er bandaríski fréttamaðurinn Flynn sem þykir með þeim kaldari og margir efast um ágæti hans, hvort hann sé í fréttaleit eða eingöngu að skemmta sjálfum sér. Fær hann óbilgjarna gagnrýni frá breskum blaðamanni, Annie McGee, sem seg- ir að hann sé eingöngu í Sarajevo til að upphefja sjálfan sig. í öllum þessum látum stendur frú Savic í ströngu við að halda uppi barnaheimili fyrir munaðarlaus börn. Henderson rekst á heimili hennar dag einn og í fyrstu sér hann stóra frétt um vonda menn, lít- il börn og byssur en þegar á líður verður starf frú Savic honum meira virði og Henderson verður einn helsti hjálparkokkur hennar í að koma á framfæri við heim- inn hvernig komið er fyrir bömum í Sarajevo. Þekktir leikarar í aukahlut- verkum í aðal- hlutverki i Wel-come to Sarajevo er tiltölu- lega lítt þekktur leikari, Stephene Dillane, sem á að baki feril í leikhúsum og sjón- varpi auk þess að hafa leikið nokkur auka- hlutverk í kvikmynd- um. Hann nam leiklist við Old Vic leikhús- skólann og að námi loknu var hann ráðinn til þjóðleik- húss Breta og tók þátt í uppsetning- um á mörgmn þekktum leikritum. Hann lék meðal annars í síðustu uppsetningu Peters Halls á Hamlet. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í má nefna Buisness as Usual, Hamlet (Franco Zeffirelli útgáfan) og Firelight. Nýlega lauk hann við að leika i Deja Vu sem Henry Jaglom leikstýrir. Öllu þekktari leikarar era í auka- hlutverkum, Woody Harrelson leikur Michael Winterbottom „Ég vil að áhorfendur upplifi það sem ég upp- lifði þegar ég las íyrst Natasha Story og þá ekki síður þá tilfmningu sem fór um mig þegar ég kom fyrst til Sarajevo og varð hugsað til þess hvemig hægt væri að sitja heima við sjónvarpið og horfa á þessa atburði í fréttum og fara svo yflr á eitthvert afþreyingarefni án þess að leiða hugann að því að þessir atburðir voru að gerast í nágrenninu,” seg- ir leikstjóri Welcome to Sarajevo, Michael Winter- bottom. Winterbottom fékk sína eldskím í klippiher- bergjum Thames-sjónvarpsstöðvai-innar meðan hann beið eftir tækifærinu. Það kom þegar hann leikstýrði tveimur heimildarmyndum um Ingmar Bergman. Winterbottom leikstýrði í framhaldi nokkrum sjónvarpsmyndum og fyrstu þáttaröð- inni í hinum viðm'kennda sakamálaflokki Crackers. Frá árinu 1995 hefur hann leikstýrt fjór- um kvikmyndum; fyrst var það Butterfly Kiss, sem vakti ekki mikla athygli, síðan Go Now og Jude sem báðar hafa fengið góðar viðtökur og voru sýndar í Háskólabíói á síöasta ári ,-HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.