Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 inlist 25 Nafnið Mary Poppins hljómar kunnuglega í eyrum flestra og kemur þá líklega upp í hugann fljúgandi kona með regnhlíf í hendi sem svífur um, gjörsamlega óháð þyngdarlögmálinu. Mary Poppins er líka nafn á íslenskri hljómsveit sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma og komst m.a. i þriðja ' sæti á vinsældalista Rásar 2 í vikunni. Hljóm- sveitina skipa þeir Gunn- ar Bjarni Ragnarsson gít- ar- og bassaleikari auk þess að vera lagasmiður sveitarinnar, Snorri Snorra- son söngvari og gítar- og hljómborðsleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleik- ari. Þeir mynda fastan kjarna sveitarinnar en aðrir hljóðfæraleikarar hafa komið og aðstoðað sveitina eftir þörfum. Sveitin varð til fyrir rúmlega hálfu ári síðan en Gunnar Bjarni var þá í hljómsveitinni Jetz. Hann og Snorri höfðu þá kynnst og þau kynni end- uðu með því að Gunnar Bjarni sleit samstarfinu við ’ Jetz. Výnill varð síðan til upp úr Jetz eftir að Gunnar Bjarni hætti. Óskar Ingi kom síðan til liðs við þá Snorra 1 og Gunnar og hljómsveitin Mary Poppins varð að veruleika. “Söngvari með rödd eins og Snorri kemur aðeins fram á tíu ára fresti”, segir Gimnar Bjarni. “Hann passaði einfaldlega hundrað prósent við mínar lagasmíðar og réð við þær melódíur sem ég er að gera”. Catatonia Óskar Ingi Gíslason trommuleikari, Snorri Snorrason söngvari og gítar- og hljómborösleikari og Gunnar Bjarni Ragnarsson gítar- og bassaleikari auk þess að vera lagasmiður hljómsveitarinnar Mary Poppins. Stefnum hátt Gunnar Bjarni á nóg af efni í handraðanum, m.a. öfl lög sem hann samdi þegar hann var í Jet Black Joe. “Við stefnum hátt. Eitt lag er að koma með okkur á Pott- þétt plötu og stefnt er að plötu innan tíðar. “Platan okkar er eig- inlega tflbúin, það er bara að fara inn í “stúdíó” og taka hana upp”. Við erum að leita að fjármagns- aðfla sem býður nógu vel og stöndum enn í samningaviðræð- um”. Gunnar Bjami segir sveitina horfa til erlendra markaða enda semur hann alla sína texta á ensku. “Það hefur þó ekki komið að sök á íslenskum markaði, tón- listin mín hefur alltaf gengið vel”. Gunnar Bjarni semur bróðurpart- inn af lögum sveitarinnar og “heldur utan um þetta”, eins og hann orðar þetta. Rétt ákvörðun Ekki er langt síðan Gunnar Bjarni kom að utan. “Það er ekki margt um það að segja. Ég fór í listaskóla Paul McCartney en á endanum fannst mér ég njóta mín betur utan hans, sem hefur komið á daginn að er rétt ákvörðun”. Tónlist Mary Poppins er að mörgu leyti ekki ólík því sem Jet Black Joe var að gera. Gunnar Bjarni segir þó að auðvitað gæti nýrra áhrifa í lagasmíðum sínum og “sándið sé öðruvísi, ekki eins hreint og áður heldur meiri súpa i ætt við Brit-poppið. AHY POPPINS Hljómsveitin er iðulega flokkuö sem indie-rokkhljómsveit en fimmmenningarnir kunna ekkert sérstaklega vel viö þaö. Helsta sérkenni Catatonia er rödd söngkonunnar Cerys Matthews, sem er auöþekkjanleg. Hún er rám, afslöppuö og svöl, en þó langt í frá ein- hæf. Velsk rokktónlist hefur verið að sækja í sig veðr- ið á síðustu árum. Bönd eins og Super Furry Animals og Stereophonics eru rokkáhugafólki að góðu kunn og nú er kvin- tettinn Catatonia frá Car- diff að færa sig upp á skaftið með lagi sem hef- ur verið vinsælt upp á síðkastið, Mulder and Scully. Það lag er af öðru albúmi sveitarinnar, International Velvet, sem kom út í byrjun febrúar. Hljómsveitin er iðulega flokkuð sem indie-rokk- hljómsveit en fimmmenn- ingarnir kunna ekkert sérstaklega vel við það. Þeim þykir miklu pass- legra að segjast bara spila popptónlist. Helsta sér- kenni Catatonia er rödd söngkonunnar Cerys Matthews, sem er auð- þekkjanleg. Hún er rám, afslöppuð og svöl, en þó langt í frá einhæf. Cerys semur flest lögin í sam- einingu við gítarleikar- ann Mark Roberts en saman stofnuðu þau hljómsveitina árið 1992. Eftir nokkrar smáskífur og stíft spilirí komst hljómsveitin á samn- ing og fyrsta breiðskífan, Way Beyond Blue, kom út 1996. Var henni ágætlega tekið en samt ekki eins vel og hljómsveitin og sölu- menn hennar ætluðu. í stað þess að gefast upp var spýtt í lófana og unnið að nýju efni. Nýja platan var tekin upp síð- asta sumar og sá Tommy D um hljóðvinnuna. Hann hefur m.a. unnið með Sykurmolunum og The Shamen. Útkoman er sem áður segir International Velvet, fjöl- breytt og fremur fersk poppplata og alllíkleg tfl að gera það gott. Hljómsveitin er þegar byrjuð á stóru tónleikaferðalagi um Eng- land til að kynna plötuna. En þá er það stóra spurningin, af hverju að syngja um Mulder og Scully, þessar durgslegu yflrnátt- úruleynilöggur úr X-files? Gítar- leikarinn Mark gerir hreint fyrir sínum dyrum: „Við höfum engan sérstakan áhuga á X-ffles. Að gera lag um Mulder og Scufly var bara gert I auglýsingaskyni, tfl að fá að- dáendur þáttanna tfl að kaupa plötuna af okkur.“ Snjallt hjá þeim! -ps Á iúL Fitl á föstudegi Fjörukráin Hljómsveitin Fitl spil- ar á síðdegistónleikum Hins hússins í dag klukk- an 17 á Geysi kakóbar. Buttercup Hljómsveitin Butt- ercup, ein af ungu og efnilegu hljómsveitunum sem eru að koma fram á sjónarsviðið, leikur á Gauki á Stöng föstudags- og laugardagskvöl. Kaffi kjarkur Á hinu áfengislausa kaffihúsi Kaffi kjarki spilar blúsbandið Bundið slitlag á sunnudagskvöld. Rúnar og Tryggvi Þeir Rúnar Júl og Tryggvi Húbner ætla að leika fyrir gesti og gang- andi á Feita dvergnum bæði fóstudags- og laug- ardagskvöld. A Fjörukránni mun Víkingasveitin leika og syngja fyrir matargesti um helgina en síðan taka hljómsveitin KOS og Magnús Kjartansson við og leika fyrir dansi. Gammeldansk Naustkjallarinn breytt- ur og rúmbetri býður upp á hljómsveitina Gammeldansk fostudags- og laugardagskvöld. á Broadway Björgvin Halldórsson heldur áfram með sýn- ingu sína „í útvarpinu heyrði ég lag“ á Broad- way annað kvöld. í kvöld munu hins vegar Álfta- gerðisbræður skemmta af alkunnri snilli í Ásbyrgi í Broadway.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.