Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 JjV J 1. (1 ) Grease Úr kvikmynd Z ( 4 ) Backstreet Boys Backstreet Boys 3. ( 8 ) Spiceworld Spice Girls 4. ( 5 ) Titanic Úr kvikmynd 5. ( 3 ) Let's Talk About Love Celine Dion 6. (14) Left of the Middle Natalio Imbruglia 7. (13) Yield Pearl Jam 8. ( - ) Drums and Decks Propellerhoads 9. ( 7 ) All Saints All Saints 10. (10) OK Computer Radiohoad 11. ( 6 ) Air Moon Safari 1Z ( 2 ) Aquarium Aqua 13. ( 9 ) Best of Eros Ramazotti 14. (-) Rússíbanar Rússíbanar 15. ( - ) Urban Hymns The Verve 16. (-) Bugsy Malone Úr loikriti 17. (18) Roni Size New Forms 18. (16) John Lennon Legend 19. (12) Wu-Tang Clan Wu-Tang Forever 20. (-) Stuðmenn Með allt á hreinu London ft 1. (- ) Brimful of Asha Cornershop | 2. ( 1 ) My Heart will go on Celine Dion ft 3. ( - ) Doctor Jones Aqua ft 4. (- ) Truely Madly Deeply Savage Garden ft 5. ( - ) When I Need You Will Mellor ft 6. ( - ) Be Alone No More Another Level | 7. ( 3 ) Never Ever All Saints 1 8. ( 7 ) Gettin' jiggy wit it Will Smith | 9. ( 4 ) Angels Robbie Williams ft 10. (- ) You're Still The One Shania Twain NewYork -lög- My HeartWillGo On Celine Dion Nice and Slow Usher Gettin' Jiggy Wit it Will Smith Together Again Janet Truely Madly Deeply Savage Garden How Do I live Leann Rimes I Don't Ever Wanna See You Again Uncle Sam A Song For Mama Boys II Men No, No, No Destiny's Child Been Around the World Puff Daddy & The Family Bretland -plöturog diskar— ft 1.(2) Titanic Úr kvikmynd | 2. ( 1 ) Urban Hymns The Verve I 3. ( 3 ) All Saints All Saints | 4. ( 4) Life Thru a Lens Robbie Williams ft 5. ( 7 ) Let's Talk About Love Celine Dion ft 6. (10) Aquarium Aqua t 7. ( 9 ) Maverick a Strike Finley Quaye | 8. ( 6 ) Postcards From Heaven Lighthouse Family | 9. ( 5 ) Truely The Love Songs | 10. ( 8 ) Lionel Richie White On Blonde - Texas Bandaríkin — plötur og diskar— I 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd | Z ( 3 ) Let's Talk About Love Celine Dion ft 3. ( 2 ) Yield Pearl Jam ft 4. (- ) Sevens Garth Brooks | 5. ( 4 ) Spiceworld Spice Girls ft 6. ( 8 ) Savage Garden Savage Garden ft 7. ( 5 ) My Way Usher ft 8. ( 7 ) Backstreet Boys Backstreet Boys $ 9. ( 6 ) Yourself or Someone Like You Matchbox lT10. (-) K-Ci & Jojo Lqve Always Sarah McLachlan - uppsker eins og hún sáir Tónlist Söru er ekki beint hægt aö hola niöur í afmarkaöan reit, en sjálf segist hún undir áhrifum af sínum uppáhalds tónlistarmönnum. hlé í hálft ár. Hún giftist trommaran- Kanada hefur gefið af sér marga vinsæla tónlistarmenn um dagana og frá því að vinsældir Bryan Ad- ams fóru að dala má segja að söng- konan Sarah McLachlan hafi orðið helsta útflutningsvaran á poppsviö- inu. Hún er gífurlega vinsæl heima fyrir sem og í Ameríku og hróður hennar fer ört vaxandi um allan heim. Til marks um vinsældir henn- ar og virðingu eru þrjár Grammy- tilnefningar í ár og sex Juno-tilnefn- ingar en Juno-verölaunin eru hin kanadísku Grammy-verðlaun. Sarah er fædd árið 1968 í Halifax, Nova Scotia. Hún fór snemma að spila og syngja, lærði á píanó, gítar og harmoníku og hreifst af írskri þjóðlagatónlist, jafnt sem rokki og poppi. Sautján ára gömul var hún farin að spila með bílskúrshljóm- sveitum á krám. Á einni slíkri uppákomu var hún uppgötvuð af kanadísku plötufyrirtæki, Nett- werk, og umsvifalaust boðið sóló- samningur þótt hún hefði aldrei samið lag á þeim tima. Þrem árum síðar hafði hún fúndið sjálfa sig í tónlistinni og fyrsta sólóplatan kom út með frumsömdu efni, Touch. Sló í gegn Sarah var jafnundrandi og aðrir þegar platan sló rækilega í gegn í heimalandinu og henni var hampað sem því efnilegasta sem Kanada hafði upp á að bjóða á poppsviðinu. Hún hélt áfram að þróa stílinn og auka vinsældir sínar á næstu tveimur plöt- um, Solace, sem kom út 1991 og Fumbling Towards Ecstasy, sem kom þremur árum síðar. Sarah hefur alla tíð fylgt plötum sínum vel eftir með viðamiklum tónleikaferðum um allan heim, túrum sem hafa tekið hátt í tvö ár. Slík tónleikaferðalög taka á taug- amar: „Maður hefur í mesta lagi kort- er á dag fyrir sjálfan sig,“ segir Sarah, „og mitt vandamál er að stundum gleymi ég að láta þetta korter eftir mér. Þvi meir sem ég var ekki ein með sjálfri mér, þvi meir fannst mér ég vera einmana og ekki í takt við sjálfa mig.“ Aðeins tveimrn- mánuð- um eftir að tónleikaferðalaginu í kringum Fumbling Towards Ecstasy lauk var Sarah enn á ný komin i hljóðver og stefnan tekin á að gera nýja plötu. En andagiftin lét biða eftir sér. Sarah var einfaldlega ekki i stuði til að gera plötu því þreytan eftir síð- ustu tónleikaferð sat í henni. Hún gerði því netta uppreisn og dró sig í um í bandinu sinu (áður hafði hún verið að slá sér upp með hljómborðs- leikaranum), keypti hvolp og holaði sér niður upp í sveit og fór að rækta grænmeti. Undir áhrífum Smám saman fór krafsið í matjurta- garðinum að hafa góð áhrif á Söru og gamla tónlistarpaddan tók að narta í rætumar á henni á ný. Fjórðu plöt- unni, Surfacing, var sáð og hún tekin upp í fyrra. Surfacing er á vissan hátt metnaðarfyllsta og besta plata henn- ar. Textamir era fjölærir og út- sprangnir, beint frá sálinni, sem Sarah hefur eflaust verið að róta í um leið og hún setti niður grænmetið. Tónlist Söra er ekki beint hægt að hola niður i afmarkaðan reit, en sjálf segist hún undir áhrifúm af sínum uppáhalds tónlistarmönnum og telur upp Kate Bush, Joni Michell, Peter Gabriel, Cat Stevens, Joan Baez og Simon & Garfúnkel sem þá helstu. Kannski má segja að það sem Sarah býður upp á sé eins konar nýmóðins útkoma af öllum þessum listamönn- um væri þeim hrært saman og agnar- ögn af hráu rokki og tilraunastarf- semi bætt út í. Lögin venjast ákaflega vel, síast inn í sálartetrið og gera sig heimakomin án allrar frekju og asa. Bnungis konur Enn ein ný plata kallar á nýtt tón- leikaferðalag en Sarah hefur fyrir- byggt að gamla þreytan sæki á hana á ný. Hún setti saman hóp tónlistar- kvenna, eins konar færanlegt kvenn- arokkfestival, sem ferðast milli borga og spilar. Pakkinn kallast Lilith Fair og í fyrra komu fram innan hans auk Söra m.a. þær Suzanne Vega, Tracy Chapman, Jewel og Aimee Mann. Ágóða af ævintýrinu er varið í ýmis menningar- og mannúðarmál. Svo vinsælt varð prógrammið að á kom- andi sumri verður það endurtekið og munu m.a. þær Erykah Badu, Sinead O’Connor og Natalie Merchant slást í hópinn. Þótt einungis konur séu leyfðar á sviðinu vill Sarah árétta að Lilith Fair sé ekkert harðsoðið kvenrembu- dæmi sem sé andsnúið karlmönnum. „Ég vil gjaman sjá sem flesta karla meðal áhorfenda,” segir hún. „Lilith Fair snýst um að vegsama konur og það er einmitt það sem karlmenn ættu að gera sem oftast. Hvað gerðu þeir svo sem án okkar?“ -GLH Anouk er 22 ára. Hún breyttist á unglingsárunum úr þægu barni i vandræðatáning og fór hrækjandi á milli upptökuheimila. heitari en tréklossi í Hollandí I dag er svo mikil ringulreið í popp- inu og línur um það hvað sé svalt og hvað kalt svo óskýrar að nánast öll tegund af tónlist á möguleika á að verða vinsæl. Hver hefði t.d. trúað því að snjóþvegið gallabuxnaþungarokk frá Hollandi ætti séns? Ekki ég að minnsta kosti, en þó er hljómsveitin Anouk með samnefndri söngkonu vinsæl víða á Vesturlöndum, m.a. hérlendis. Það er eins og E1 Ninjo sé að verki í poppinu eins og í veðrinu, að afskræma alla rökrétta þróun og það sem eðlilegt getur talist. Hrækjandi á rnilli upptöku- heimila Anouk er 22 ára. Hún breyttist á imglingsárunum úr þægu barni í vandræðatáning og fór hrækjandi á milli upptökuheimila. Á einu slíku voru krakkarnir hvattir til að spOa og syngja og Anouk fann að það átti vel við hana, sérstaklega fékk hún mikið út úr því að koma fram. Hún fékk inni sem bakraddasöngkona í soul- hljómsveit en varð leið á að vera höfð bak við og hætti eftir tvö ár. Hún fór í tónlisfarskóla en fékk lika leiða á þvi eftir tvö ár, þoldi ekki ströng fræðin og fannst hún skera sig of mik- ið úr hinum nemendunum. Nú var Anouk farin að semja og spila eigin lög og árið 1995 giftist hún umboðs- manninum sínum sem hafði sterk sambönd í hollenska bransanum, þ.á.m. við Golden Earring, sem er gamalt og vinsælt gleðirokkband. Anouk fékk að hita upp fyrir þá gömlu og hafði nú safnað saman í band ungum sætum hollenskum strákum með blásið hár og strípur. Þessi blanda og það að Anouk er kraftmikil á sviði gerði þau vinsæl í heimalandinu. Fyrsta platan, Toget- her Alone, kom út i október og hefur þegar náð platínusölu í Hollandi (100.000 eintök seld). Vinsældir lags- ins „Nobody’s Wife“ eru farnar að breiðast út frá Benelux-löndunum, m.a. hingað upp á sker. Næsta skref hjá Anouk hlýtur svo að vera Amer- íka, og þar má fastlega búast við að hún falli í kramið, enda sýna vinsæld- ir Alanis Morisette og 4 Non Blondes að Kaninn fúlsar ekki við gítarsól- ókraumandi poppþungarokki sé söng- konan sæt og geti öskrað sig ráma með stæl. -GLH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.