Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 12
26 iyndbönd FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 þmBw| Bean: Bean fer til Hollywood *** Sjónvarpsþættirnir vinsælu um Mr. Bean era ansi sérstakt form grínleiks. Um var að ræða tiltölulega stutt atriði, sjaldan lengri en tíu minútur, nánast ekkert tal (allavega ekki í Mr. Bean sjálfum), og húmorinn mjög sjón- rænn og byggðist á líkamlegri tjáningu leikarans, Rowans Atkinsons. Mr. Bean tekur því eðlilega breytingum þegar hann er dubbaður upp í 85 mínútna langa kvikmynd. Hann fær m.a. málið, þótt hann sé reynd- ar fámáll, og flytur m.a.s. eitursnjalla ræðu í lokin. Þá er einnig reynt að búa til einhvern söguþráð en hann ber reyndar þess merki að vera fyrst og fremst ætlaður til að tengja saman atriði þar sem Bean getur sýnt hæfileika sína til að haga sér eins og geðsjúkur dekurkrakki á ster- um. Milli þessara atriða er myndin stundum svolítið vandræðaleg en hún má eiga það að mörg atriðanna eru hreinlega drepfyndin. Rowan Atkinson á myndina með húð og hári, geiflar sig og grettir og fíflast eins og honum einum er lagið. Aðrir leikarar gera lítið annað en að vera áhorfendur að bægslaganginum - einna helst að þeir hafí það hlutverk að lyfta augabrúnum í forandran. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mel Smith. Aðalhlutverk: Rowan Atkin- son. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd: 85 mín. Öllum leyfð. -PJ Drunks: AA-fundur *** Það er ekki mikill söguþráður í þessari mynd. Jim er fenginn til að stjórna AA-fundi en er ekki sem best fyrirkallaður, rýktn- út af fundinum og niður í bæ á fyllirí. Við fylgjumst síðan með fremur aumkunar- verðum fyllirístilburðum hans meðan AA-fundurinn heldur áfram og inn á milli barferða hans fáum við reynslusögur frá fundarmönnum. Richard Lewis lif- ir sig vel inn í örvæntingu og lífsleiða aðalsöguhetj- unnar. Aðrir leikarar era einnig mjög trúverðugir og einn af bestu kostum myndarinnar er að hún er fremur raunsæ þótt AA-fúndurinn sé kannski aðeins í ýktara lagi. Þama era nokkur stór nöfn, svo sem Faye Dunaway og Di- anne Wiest. Gallinn við myndina er að hún er fremur sundm-laus og seg- ir ekki mikla sögu. Hún virkar eiginlega helst eins og auglýsing fyrir AA-samtökin. Fyllibyttur sem era að hugleiða að hætta að drekka geta þá horft á þessa mynd og fengið einhveija hugmynd um hvers þær geta vænst. Fyrir flesta þá sem ekki hafa áhuga á áfengisvandamálmn er þetta sennilega fremur leiðinleg mynd. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Peter Cohn. Aðalhlutverk: Richard Lew- is. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -PJ Ridicule: Hirðsiðir ★★^ Ponceludon er dreifbýlisaðalsmaður sem heldur til Versala til að reyna að ná eyrum konungs og fá sam- þykki hans til að þreinsa upp pestarmýrar þar sem leiguliðar hans hrynja niður úr mýrarköldu. Hann reynir fyrst að fara í gegnum embættismannakerfið og verður ekkert ágengt þannig að næst reynir hann hirðina. Hann fyrirlítur hirðfólkið en er jafnframt heillaöur af þvi. Til að komast að konunginum þarf hann að slá í gegn hjá hirðinni en þar er mest lagt upp úr hnyttni og orðheppni og vinsælastir era þeir sem geta haft aðra að háði og spotti. Ponceludon reynist nokkuð snjall í þessum leik en hans bíður erfitt verk- efni. Þessi mynd er ekkert sérstaklega eftirminnileg en fáir dauðir kaflar eru í henni og hún nær að halda áhorfandanum við efnið mestallan tím- ann. Hirðin virkar eins og hálfgerður sirkus þar sem trúðar leika listir sínar og er varpað út í ystu myrkur ef þeim mistekst að gera lukku. Charles Berling fer vel með aðalhlutverkið og aðrir leikarar líka. Jean Rochefort, í hlutverki gamals baróns, og Fanny Ardant, í hlutverki tál- kvendis, eiga mjög góða spretti. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Patrice Leconte. Aðalhlutverk: Charles Berl- ing, Jean Rochefort, Fanny Ardant, Judith Godrecile og Bernard Giraudeau. Frönsk, 1996. Lengd: 98 mín. Öllum leyfð. -PJ Suburbia: Að þroskast og þróast *** Nokkur ungmenni eyða flestum kvöldum í hangs á bílastæðinu við nætursöluna í hverflnu. Eitt kvöldið verður hins vegar nokkuð sérstakt því að einn fyrrum félagi þeirra, sem flutti burt og er orðinn frægur þjóð- lagasöngvari, kíkir í heimsókn og rifjar upp kynnin við gömlu kunningjana. Þeir taka honum misvel. Sumir halda varla vatni yfir að fá stjömuna í heimsókn en aðr- ir eru öfundsjúkir út í velgengni hans. Við tekur nætur- langt svall þar sem framtíðin skýrist fyrir sumum og nútíð og fortíð fyrir öðrum. Ýmis mál eru gerð upp og önnur líta dagsins ljós í staðinn. Oft hafa verið gerðar kvikmyndir þar sem ungt fólk fer á fylliri og ffamleiðir heimspeki en þær eru yfirleitt tilgerðarlegt bull. Suburbia hefur sig yfir aðrar myndir í þessum geira með því að sneiða hjá stórasannleika-tilburðum. í raun kemst hún ekki að neinni niðurstöðu en seg- ir þó ýmislegt sem getur vakið einhverja til umhugsunar. Giovanni Ribisi er í veigamesta hlutverkinu. Hann talar og lítur út eins og hann bryðji valíum daglega og er vel táknrænn fyrir auðnuleysið og aðgerða- leysið. Annars er leikhópurinn mjög sterkur þótt óþekktir leikarar séu í nán- ast öllum hlutverkum, sem getur varla þýtt annað en sterka leikstjóm hjá Richard Linklater. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Richard Linklater. Aðalhlutverk: Jayce Bartok, Amie Carey, Nicky Katt, Ajay Nadu, Parker Posey, Giovanni Ribisi, Samia Shoaib, Dina Spybey og Steve Zahn. Bandarísk, 1997. Lengd: 116 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar '7 ~)é* »• 1 9 © ••/ 07*V / • © • Wt — 17. - 23. febrúar SÆTI Jfyrrij J VIKA 1 ) j VIKUR ! Á LISTAj j TITILL “i ^ j ÚTGEF. j 7 j TEG. j 1 ! N» ! . i ! Bean j Háskólabíó j Gaman 2 ! i ! j , j j 2 J j Breakdown J J J Sam-myndbönd J Spenna j j 3 ! ný ; 4 ! Addicted To Love j Warner-myndir j Haman 4 j j ! Ný j J 4 ! Speed 2 J j Skífan J j Spenna í 5 ! 2 ! 3 ! Double Team J j Skífan J j Spenna 6 j j J 3 J J ð j J 3 J 0 j T; 6 < Murder At 1600 J -.. ; . j Warner-myndir i j Spenna 7 1 J J 5 i Grosse Point Blank J Sam-myndbönd 1 Gaman 8 J j J . i J 4 j j j 7 ! J Men In Black j Skrfan j j Gaman j 9 ! 6 j i ! The Chamber j ClC-myndbönd j Spenna 10 ! 9 ! j j j i j ■ j Marvin's Room J J Skífan J J J Drama J 11 : u : i ! Night Falls On Manhattan j Sam-myndbönd j Spenna 12 j j : 1 : i 2 ! Devil's Own J ' j Skífan j j Spenna 13 J I j io ! 2 ! Mchaley's Navy J J ClC-myndbönd J | j Gaman 14 j j J e J J S j j 5 ! Absolute Power i j Skífan j j Spenna 15 1 J J 12 j io ! Twin Town 1 Háskólabíó j j j Skífan I 1 Gaman 16 j J J 17 ' J 17 j j j . : ... j Evetyone Says 1 Love You j Gaman j 17 ! 13 j 3 1 3 i Head Above Water J Myndform j Spenna 18 J j J Ný j J j i 8 J j Papertrail J j Bergvík J J Spenna J 19 ! i8 ! 9 ! The 6th man ! Sam-myndbönd j Gaman 20 j i ' 15 ) > j j- 5 j One Fine Day j ! Skífan j ; j Gaman Það þarf engum að koma á óvart að Bean skuli hoppa beint í efsta sæti myndbandalistans. Myndin er ein vinsælasta kvikmynd sem hér hefur verið sýnd og sjónvarpsþættirnir um Bean hafa verið með ólíkindum vinsælir. Skapari Beans og sá sem leikur hann, Rowan Atkinson, er orðinn ríkur maður á kvikmyndinni sem náði ekki bara miklum vinsældum hér heidur alis staöar annars staðar þar sem hún var sýnd, meöal annars í Bandaríkjunum, þar sem Bean er alls ekki eins þekktur og í Evrópu. Myndin kostaði ekki mikiö á alþjóðlegan mælikvarða en hefur halað inn á bankareikning Atkinsons milijónir dollara. Tvær aðrar myndir stökkva hátt inn á listann, hin róman- tíska gamanmynd, Addicted to Love, og spennumyndin Speed 2. Að öðru leyti er ekki um miklar breytingar aö ræða en minna má á nýja mynd sem er í 18. sæti, Papertrail, spennumynd með Chris Penn og Michael Madsen í aðalhlutverkum. -HR Bean Rowan Atkinson og Burt Reynolds. Hinn auðugi Newton ákveður að gefa Grier- son- listasafninu í Kali- fomíu 50 milljónir doll- ara til að festa kaup á einu ffægasta málverki bandariskrar listasögu, Móður flautarans, og flytja það aftur „heim“. Þeir bjóða stjóm Þjóð- listasafnsins í Englandi að senda sinn besta mann með verkinu án þess að vita að Þjóð- listasfanið hefur um nokkurt skeið reynt allt sem hægt er til að losna við einn starfsmann sinn, Bean. Þeir sjá sér leik á borði og senda herra Bean með verkin og að sjálfsögðu setur hann allt á annan end- ann i Kaliforníu. lirealtflnwií Breakdown Kurt Russell og Kathleen Quinlan. Hjónin Jeff og Amy Taylor era á ferð um eyðimörk til nýrra heimkynna þegar bíll- inn þeirra bilar. Flutn- ingabíil birtist þeim stuttu síðar og eftir smá- hik ákveða þau að taka boði bíistjórans um að Amy fari með honum til söluskála i nágrennmu og útvegi viðgerðar- mann á meðan Jeff bíð- ur hjá biinum. Það líður ekki langur tími frá því flutningabíHinn er kom- inn úr augsýn þar til Jefif uppgötvar hvað er að bílnum. Hann ekur að söluskálanum til að ná í Amy en hún er ekki þar og enginn þar þykist hafa orðið hennar og bíl- stjórans var... SIWWHIIIIiltH J3SC1M l'lllir ■ ■ ! * .V Dtnmii IIAM »*. ->• ^ iirr- Addicted to Love Meg Ryan og Matt- hew Broderick. Sam er stjömufræð- ingur og Maggie er list- fræðmgur. Þau glíma við sama vandamálið, era bæði i ástarsorg. Þannig vill til að fyrr- um unnusta Sams og kærasti Maggie búa saman í New York. Þau rekast þvi hvort á ann- að þar sem bæði eru að fylgjast með ferðum élskendanna. Smám saman kynnast þau og innan skamms er Maggie búm að sann- færa Sam um að eina leiðin fyrir hann að vinna unnustu sma aft- ur sé að hann hjálpi henni að eyðileggja aút fyrir fyrrum kærasta hennar. Sam lætur sannfærast og áður en varir hrinda þau í fram- kvæmd djöfullegum að- gerðum. Speed 2 Sandra Bullock og Jason Patrick. Annie Porter og kærasti hennar hafa ákveðið að gera sér dagamun og njóta lifs- ms um borð í einu glæsilegasta skemmti- ferðaskipi heims sem siglir um Karíbahafið. Skemmtiferðm breyt- ist í andhverfu sina þegar snælduvitlaus tölvusnillingur tekur öll völd um borð og hyggst tortima skip- inu. Áður en varir er Annie Porter komin i svipaða stöðu og í rú- tunni forðum. Það er nefnilega undir henni og kærasta hennar komið hvort ferðin fær þann ógnarendi sem bijálæðingurinn stefn- h að. Double Team Jean Claude Van Damme og Denn- is Rodman. Jack er einn færasti gagnnjósnari heims og þekktur fyrir að fara eigin leiðir. Þetta hef- ur skilað honum vhð- ingu yfirmanna en um leið aflað honum hættulegra óvina. Jack er líka búinn að fá nóg af hinu hættulega staríi sínu og hyggst nú draga sig i hlé efth að hann hefur leyst af hendi eitt verkefni í viðbót. En það er einmitt þá sem hlut- hnh fara úrskeiðis og sá sem aðgerðin beind- ist að, hryöjuverka- maðurinn Stavros, kemst undan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.