Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 4
4 •0éttir LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 Beiðni til danskra yfirvalda um framsal tveggja íslenskra barna: Malið komið fýrir danska dómstóla - faðirinn fór með börnin með leynd úr landi, segir lögmaður móðurinnar Danskir dómstólar hafa fengið til meðferðar beiðni um framsal tveggja íslenskra bama, 3ja og 7 ára. Foreldrar þeirra eru íslensk hjón. Að sögn Óskars Thorarensen hér- aðsdómslögmanns, lögmanns móð- urinnar, bjó fjölskyldan áður í Dan- mörku. Þau kómu öll til landsins 1. maí sl. Þá var samkomulag með hjónunum um að móðirin yrði áfram á íslandi með hömin en faðir- inn fór aftur til Danmerkur. Bömin fengu íslenskt lögheimili. Um síð- ustu mánaðamót kom faðirinn til landsins, að því er talið var til að ganga frá skilnaðinum. Hann fékk að umgangast bömin. Þegar móðir þeirra ætlaði að vitja bamanna 3. mars sl. kom í ijós að þau vora horf- in ásamt foðumum. Var búinn aö kaupa farseöla „Faðirinn fór með bömin með leynd úr landi. Ég hef fengið það stað- fest í gegnum lögreglu að hann var búinn að kaupa farseðla fyrir dreng- ina áður en hann kom til landsins. Hann fór með drengina úr landi að morgni 3. mars sl.,“ segir Óskar. íslenska dómsmálaráðuneytið sendi beiðni til danska dómsmála- ráðuneytisins fyrr í vikunni þar sem krafist var að bömin yrðu afhent móðurinni. í gær fékkst það staðfest hjá danska dómsmálaráðimeytinu að málið hefði verið lagt fyrir danska dómstóla i gær. „Móðirin hefúr umsjá bamanna. Þau era tekin með leynd úr hennar umsjá. Því er þetta litið mjög alvarleg- um augum enda mjög gróft brot. Það er ijóst að málið mun taka einhvem tíma fyrir dönskum dómstólum," seg- ir Óskar. Framsalsbeiðnin styðst við ákvæði í 39. grein bamalaga. Þar segir að fari foreldrar sameiginlega með forsjá bams sé öðra óheimilt að fara með bam úr landi án samþykkis hins. Þá er einnig vísað til þess að málið varði við almenn hegningarlög. -RR Verklagsreglur ekki notaðar við sölu á Samábyrgð íslands: Pólitísk ákvörðun Dr. Gísli sá fær- asti í heiminum DV, Ósló: „Það var alveg sama hvem ég spurði. Allir, jafiit lögfrasðingar sem sálfræðingar, vora á einu máli um að dr. Gísli Guðjónsson í Lundúnum væri maðurinn sem ég þyrfti að leita til, segir Arvid Södin, veijandi norsks drengs sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt frænku sína, Birgitte Tengs og myrt hana. Dr. Gísli hefúr nú af yfiréttinum í Björgvin í Noregi verið valinn sér- stakur sáifræðilegur ráðgjafi í mál- inu, sem kemur fyrir dóm öðra sinni um miðjan næsta mánuð. Drengurinn játaði á sig verknaðinn en verjandi hans telur að játningin sé einskis virði og stafi af sektarkennd vegna dauða frænkunnar. Dr. Gísli er einmitt sérfræðingur í að afhjúpa falskar játningar og er við- urkenndur fyrir störf sín í Bretiandi. Södin sagöi að nafii dr. Gísla bæri nú hæst í heiminum á þessu sviöi. í Nor- egi era nú ekki starfandi menn með menntun dr. Gísla og því varð að leita út fyrir landsteinana. Birgitte Tengs-málið er talið eitt erfiðasta morðmál í Noregi. Drengur- inn, frændi hinnar myrtu, var dæmd- ur í 14 ára fangelsi á síöasta ári fyrir morðiö en margir efast um réttmæti dómsins. -GK Þaö er ekki bara yngsta fólkib sem hefur yndi af þvf að gefa fiöurfénaðinum brauö. Berglind Harpa Siguröardóttir var viö Reykjavíkurtjörn aö gefa gæsunum brauö og virtist heilla þær upp úr sundfitunum því þær biöu brauömol- ans þolinmóöar meö kvaki og ööru kurteisishjali. DV-mynd GVA - segir Finnur Ingólfsson viðskiptaráöherra Lagt hefúr veriö fram frumvarp á Alþingi, sljómarfrumvarp, um stofii- un hlutafélags um Samábyrgð ís- lands á fiskiskipum. í kjölfarið er ætlunin að selja fyrirtækið bátaá- byrgðarfelögum og útgerðarmönnum sem hafa verið í viöskiptum hjá fyr- irtækinu en felögin hafa um áratuga- skeið deilt við ríkisvaldið mn eignar- haldið á þeim. Kaupverðið er 190 milljónir króna en afkoma Samá- byrgöarinnar hefúr verið góð undan- fárin misseri. í frumvarpinu er gert ráö fyrir því að hlutafélagiö taki til starfa 1. júlí næstkomandi. AthygÚ vekur aö ekki er farið að verklagsreglum um útboð og sölu ríkisfyrirtækja viö sölu fyrirtækis- ins. „Það var einfaldlega pólitísk ákvörðun að fara svona að. Við mun- um nota söluhagnaöinn til þess að fjármagna smíði á nýju varðskipi,“ sagði Finnur Ingólfsson Að hans mati er salan farsæl lausn á gömlu vandamáli, nefixilega deil- unni á eignarhaldi á þessu tæplega 90 ára gamla fyrirtæki. „Bátaábyrgð- arfelögin hafa í gegnum árin lagt fram lögfræðilegar álitstgeröir um að þær ættu Samábyrgöina. Ríkið hefúr sömuleiðis fengið lögfræðiálit þar sem segir að það sé eigandi fyrirtæk- isins,“ sagði ráðherra. Meö kaup- unum viðurkenna bátaábyrgðarfé- lögin að ríkið sé réttur eigandi Sam- ábyrgðarinnar. Eins og áöur segir hijóðar kauptil- boðið upp á 190 milljónir króna. Þaö era útgerðarmenn sem hafa verið tryggðir hjá fyrirtækinu og þau fiög- ur bátaábyrgðarfélög sem eru starf- andi hér á landi. Sveinn Hjörtur Hjartarson er einn þeirra sem fara fyrir tilboðshöfúm og segir hann að þessir aðilar muni halda áfram að einskorða sig við bátatryggingar. „Þessi kaup era farsæl lausn á gömlu vandamáli," sagði hann enn fremur. Viðskiptaráðherra segir að afkoma Samábyrgðarinnar hafi verið góð að undanfómu en rekstrarumhverfi fyr- irtækisins hefúr breyst nokkuð í kjölfar samninganna um hið Evr- ópska efiiahagssvæði. Áriö 1993 var einkaréttur bátaábyrgðarfélaganna á tryggingum á bátum sem era minni en 100,49 rúmlestir afnuminn ásamt undanþágu þessara félaga á greiöslu á tekju- og eignaskatti. -JHÞ Skýrsla um skattaeftirlit Einfoldun og samhæfing nauösyn - aðrir Norðurlandabúar fá skattskýrslumar útfylltar Ríkisendurskoðun sendi frá sér í gær skýrslu um skattaeftirlit á ís- landi. Skýrslan er öðrum þræði unn- in samhliöa samnorrænni könnun á skattaeftirliti og virðist svo sem flest þau vandamál sem skattaeftirlit hrjáir hérlendis, mætti betrumbæta með einfaldara framtali og samhæf- ingu skattakerfisins. Er á það bent að á öllum Norðurlöndum (Finnland er imdanskiliö í skýrslunni) utan ís- lands, fá einstaklingar skattaframtöl sín fyrirfram útfyllt í samræmi við upplýsingar skattayfirvalda úr mið- lægum skrám. Sé talið að fúllnægj- andi gögn fylgi skattframtölum, fylgja einnig drög að álagningu opin- berra gjalda. Telur Ríkisendurskoð- un meira agaleysi í skattamálum rikjandi hérlendis, og nefnir stofn- unin í því sambandi að hlutfall áætl- unarframtala er a.m.k. sjöfalt hærra hér á landi en í Svíþjóð. Ríkisendurskoðun bendir á aö þjónusta við skattgreiðendur er ekki jafiimikil á íslandi og i samanburð- arlöndunum. Þá kemur fram að rík- isskattstjóri afgreiðir aöeins þriðj- ung kærumála til yfirskattanefiidar á tilskildum tíma, meðan að yfir- skattanefiid tekst aðeins að afgreiða þriðjung mála sem til hennar berast á tilskildum tima. -phh Hvar var Týri? Innkoma Valtýs Sigurbjarnar- sonar í pólitíkina á Akureyri varð ekki meö neinum bravör, hvað sem síðar kann aö veröa. Sigfriður Þor- steinsdóttir ákvað nefhilega að berjast fyr- ir 3. sæti listans og fór svo að henni tókst að sigra Valtý með einu atkvæði þegar kosið var milli þeirra. Það skondna viö þetta var að Valtýr mætti ekki á fundinn þar sem atkvæöagreiðsl- an fór fram en atkvæði hans heföi nægt til að jafha metin við Sigfríöi. Ef hann svo hefði náð að „plotta“ bara eitt atkvæði yfir kaffibolla fyrir atkvæðagreiðsluna hefði hann unniö og væri öraggur með sæti í bæjar- stjóm. En svona er þetta og Sigfríður sannaði aö gamla máltækiö „sú hlær best sem síöast hlær“ er í fullu gildi. Af Valtý er það hins vegar að segja að hann var ekki bara felldur úr 3. sætinu, heldur út af listanum og lýk- ur hans pólitísku sögu hér að sinni... Sigurður gegn VISA Siguröur Lárusson kaupmaður, sem kærði sjálfdæmi kreditkortafyr- irtækjanna í því að ákveða sér þókn- un frá kaupmönnum, er greinilega ekki vinsælasti maður innanbúðar hjá Visa-ís- land. í nýlegu frétta- bréfi fyrirtækisins, VISA-póstinum, er Sigxmður tekinn hressilega fyrir og hefur Sandkom frétt aö hann ætli sér ekki aö sitja undir því sem þar kemur fram og jafiivel að höfða mál fyrir róg- bm-ö og meiöyrði. Eftir að málflutn- ingi var lokið í fyrmefhdu kærumáli hittust þeir Siguröur og Einar S. Ein- arsson, forstjóri VISA. Einar sagöi viö Sigurö að nú væri hann búinn að ragga bátnum. „Við eram báðir úr sama skólanum og þú hefðir kannski átt að lesa Samvinnusöguna aðeins betur, söguna um það þegar Islenskir bændur, kaupfélags- og samvinnu- menn hrundu einokunarverslun danskra kaupmanna," sagði Siguröur. Eini borgarfulltrúinn íbúasamtök Grafarvogs buðu þing- mönnum Reykjavíkur til fúndar við sig í Fjörgyn í síðustu viku. Fundar- efnið var að sjálfsögðu hin sígilda Gullinbrú. Friörik Han- sen, formaður samtak- anna, bauö þingmenn- ina velkomna með því að hella sér yfir þá og kenna þeim um að Grafarvogur væri að verða þriðja flokks hverfi. Geir H. Haar- de setti á sig snúð og svaraði fúllum hálsi fyrir hönd þingmanna og kvað þá ekki vera hyski. Þing- menn voru næstum allir mættir. Þa^ vakti hins vegar athygli að þó borg- arfúlltrúum hefði ekki verið boðið var þó einn mættur. Það var enginn annar en Árni Sigfússon sem skemmti sér konunglega meðan skömmunum var ausið yfir þing- menn. Enginn fulltrúi Reykjavíkur- listans lét sjá sig... Sigga ritstjóri Útgáfan Fróði lætur ekki deigan síga þótt heldur betur hafi slegið í bakseglin hjá flaggskipinu Mannlífi frá metsöludögunum er þeir Frankl- ' ín Steiner og Hrafii jjökulsson seldu blað- ið. Nú mun Magnús Hreggviðsson, aðal- eigandi útgáfunnar, | vera að velta fyrir sér að endurvekja I Vikuna gömlu sem I var einu sinni óhjá- tí kvæmileg lesning á hverju heimili. Hann er sagöur hafa augastað á rit- | stjóra sem er engin önnur en þulan | og dagskrárgerðarkonan Sigríður |j Amardóttir... I Umsjón Reynir Traustason . Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.