Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 59
TIV LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 71 Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, Smáragötu 2, Reykjavík, veröur sextugur á morgun. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Hamri i Þver- árhlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við KÍ 1955-57. Þorsteinn vann almenn sveita- störf til 1958 en fékkst síðan við bókavörslu og vann verkamanna- störf í Reykjavík samhliða ritstörf- um. Hann hefur eingöngu fengist við ritstörf frá 1967. Þorsteinn var í stjóm Rithöfunda- félags íslands 1966-68, varamaður í stjóm Rithöfundasambands íslands 1984-86 og meðstjórnandi 1986-88. Rit Þorsteins: í svörtum kufli, ljóð, 1958; Tannfé handa nýjum heimi, ljóð, 1960; Lifandi manna land, ljóð, 1962; Skuldaskil, þættir úr ísl. þjóðlifi, 1963; Langnætti á Kaldadal, ljóð, 1964; Jórvík, ljóð, 1967; Himinbjargarsaga eða Skógar- draumur, skáldsaga, 1969; Veðra- hjálmur, ljóð, 1972; Möttull konung- ur eða Caterpillar, saga úr sveit- inni, 1974; Fiðrið úr sæng Dala- drottningar, ljóð, 1977; Haust í Skírisskógi, skammdegisprójekt, 1980; Spjótalög á spegil, ljóð, 1982; Ljóðasafn, 1984; Ný ljóð, 1985; Urðar- galdur, ljóð, 1987; Ætternisstapi og átján vermenn, þættir, 1987; Ljóð og myndir (ásamt Tryggva Ólafssyni), 1988; Vatnsgötur og blóðs, ljóð, 1989; Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi, söguþáttur, 1990; Sæfarinn sofandi, ljóð, 1992; Það talar í trjánum, ljóð, 1995; Myndir í nótt og morgni, ljóðaúrval, 1995. Bækur Þorsteins, Him- inbjargarsaga; Fiðrið úr sæng Daladrottningar; Spjótalög á spegil; úrval úr Urðargaldri og Vatns- götum og blóðs vora tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Hann hlaut Menningarverð- laun DV 1981, hlaut stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1991 og ís- lensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Fjölskylda Sambýliskona Þorsteins var Ásta Jóna Sigurðardóttir, f. 1.4. 1930, d. 21.12. 1972, rithöfundur. Foreldrar hennar vom Sigurður Benjamin Jónsson, bóndi á Litla-Hrauni, og Þóranna Guðmundsdóttir hús- freyja. Böm Þorsteins og Ástu eru Dag- ný, f. 31.10. 1958, kennari á Bifröst; Þórir Jökull, f. 2.11. 1959, prestur á Selfossi; Böðvar Bjarki, f. 2.11. 1960, kennari á Bifröst; Kolbeinn, f. 24.1. 1962, starfsmaður hjá Samskipum; Guðný Ása, f. 11.6.1964, meinatækn- ir í Reykjavík. Þorsteinn kvæntist 2.12.1967 Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, f. 22.12. 1944, myndlistarmanni. Þau skildu. Foreldrar hennar: Svavar Ólafsson, klæðskeri í Reykjavík, og k.h., Elisabet Lilja Linn- et, fyrrv. deildarstjóri. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu er Egill, f. 7.10. 1968, kírópraktor í Reykjavík. Sambýliskona Þorsteins er Lauf- ey Sigurðardóttir, f. 10.5.1955, fiðlu- leikari. Foreldrar hennar: Sigurður Örn Steingrímsson, prófessor í guð- fræði, og Bríet Héðinsdóttir, leik- kona og leikstjóri. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún, f. 2.3.1994. Bróðir Þorsteins er Þórarinn Við- fjörð, f. 30.6. 1942, bóndi á Hamri í Þverárhlíð, kvæntur Karenu Weld- ing húsfreyju. Foreldrar Þorsteins voru Jón Leví Þorsteinsson, f. 22.3. 1900, d. 14.6. 1966, bóndi á Hamri í Þverár- hlíð, og k.h., Guðný Þorleifsdóttir, f. 28.1. 1907, d. 2.8. 1964, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Þorsteins, b. á Hamri, Sigurðssonar, b. í Höll, Þor- steinssonar, b. á Glitstöðum í Norð- urárdal, Sigurðssonar, b. í Höll, Guðmundssonar. Móðir Þorsteins á Glitstöðum var Þómnn Þorsteins- dóttir, systir Þorvalds, langafa Sig- ríðar, móður Halldórs Laxness. Móðir Þorsteins á Hamri var Þórdís Þorbjarnardóttir, b. á Helgavatni, Sigurðssonar og k.h., Margrétar Halldórsdóttm' fróða, á Ásbjarnar- stöðum, Pálssonar, langafa Jóns, fóður Halldórs, stjómarformanns og arkitekts, og Selmu, forstöðukonu Listasafns íslands. Móðir Jóns á Hamri var Þórunn Eiríksdóttir, b. á Svignaskarði, Ólafssonar, b. á Lund- um, Þorbjamarsonar, fóður Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra, foður Björns menntamálaráðherra. Guðný var dóttir Þorleifs, b. á Hofi í Norðfirði, Torfasonar, b. í Skuggahlíð í Norðfirði, Jónssonar, b. á Kirkjubóli, Vilhjálmssonar, bróður Þóru, langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs Einarssonar, for- manns Náttúruverndarráðs. Móðir Guðnýjar var Guðfinna Guðmunds- dóttir, b. á Tandrastöðum, Magnús- sonar og Guðnýjar Ólafsdóttur. Móðir Guðnýjar var Mekkín Er- lendsdóttir, b. í Hellisfirði, Áma- sonar, ættföður Hellisfj arðarættar, föður Einars, langafa Jakobs, fööur rithöfundanna Svövu og Jökuls, fóð- ur rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Bókaútgáfan Iðunn heldur Þor- steini hóf í Gyllta salnum á Hótel Borg á morgun, sunnudaginn 15.3., milli kl. 16.00 og 18.00. Þorsteinn Jónsson. Guttormur Pétur Einarsson Guttormur Pétur Ein- arsson yfirkerfis- fræðingur, Árkvörn 2 A, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guttormur fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk skyldunámi í Eyjum og við Héraðsskólann að Skógum, lauk landsprófi í Vestmannaeyjum, stúdentsprófi frá MA 1960, lauk prófi í forspjallsvísindum og áfangaprófum í efnafræði við HÍ 1961-62, stundaði nám við Tækniskóla IBM i London 1965-66 og lauk þaðan prófum sem kerfisfræðingur og hefur auk þess lokið margs konar námsáföngum í verslunar- og tölvunarfræðum. í æsku og á unglingsárum stundaði Gottormur sjómennsku, fiskvinnslu, járn- og trésmíðar, húsamálun og fleiri almenn störf. Guttormur starfaði í vélsmiðju Eysteins Leifssonar 1962, vann hjá SKÝRR 1962-64, hjá IBM á íslandi 1966, var deildarstjóri tölvudeildar Búnaðarbanka íslands 1967-78, stundaði eigin verslunar- rekstur með fyrirtækin Hafplast sf. og Ámuna 1978-92, starfaði sjálfstætt við ráðgjafastörf í kerfis- skipan 1992-93, var full- trúi í starfsmannahaldi Ríkisspítala frá 1994 og er nú yfirkerfisfræðingur í Tölvuveri spítalanna. Guttormur sat í stjórn Heimdallar, var formaður Félags sjálfstæðismanna í Árbæjar- og Seláshverfi 1980-82, sat í stjóm Lands- málafélagsins Varðar 1978-80, stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1980-82, í stjórnmála- og ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen 1990, var ritari Borgaraflokksins, varaþingmaður flokksins og sat á þingi fyrir Borg- araflokkinn 1990-91, vann í Um- hverfisráðuneytinu að sérverkefn- um í atvinnumálum fyrir forsætis- ráðuneytið í stjómartíð Borgara- flokksins, var einn stofnenda og for- maður lengst af í Félagi íslenskra hugvitsmanna, formaður íbúasam- taka Ártúnsholts 1994-96, hvatamað- ur að nýjum baráttusamtökum stangaveiðimanna fyrir netafriðun og vistvænum stangaveiðum í ám og vötnum gegn vægu gjaldi, sem örvar almenna útivist, og helgar nú starfskrafta sína félagsstörfum í Oddfellowreglunni. Guttormur var sæmdur heiðurs- merki hugverkastofnunar Samein- uðu þjóðanna, WIPO, 1986. Guttormur kvæntist 3.12. 1966 Helgu Sigurðardóttur, f. 8.8. 1942, verslunarstjóra. Hún er dóttir Sigurður Helgasonar, f. 30.8. 1921, forstjóra í Reykjavík, og k.h., Kristínar Henriksdóttur, f. 16.12. 1920, húsmóður. Böm Guttorms og Helgu em Ein- ar, f. 15.9. 1964, viðskiptafræðingur, kvæntur Guðrúnu Gunnlaugsdóttur og er dóttir þeirra Berglind, f. 1995; Sigurður Egill, f. 27.6. 1969, raf- magnsverkfræðingur, kvæntur Sig- rúnu Edwald og eru börn þeirra Eg- ill, f. 1992, og Ama, f. 1994. Systkini Guttorms em Páll Jó- hann, f. 22.1. 1937, fyrrv. flugstjóri; Pétur, f. 31.10. 1940, leikari og leik- stjóri; Fríða, f. 21.8. 1945, ljósmóðir; Sigfús, f. 11.8. 1951. útgerðar- rekstrartæknifræðingur. Foreldrar Guttorms: Einar Gutt- ormsson, læknir í Vestmannaeyj- um, f. 15.12. 1901, d. 1985, og k.h., Margrét Pétursdóttir, f. 29.12. 1914, húsmóðir. Ætt Faðir Einars var Guttormur, b. í Geitagerði í Fljótsdal, Einarssonar, b. í Fjallseli, Guttormssonar, stúd- ents á Arnheiðarstöðum, Vigfússon- ar, pr. á Valþjófsstað, Ormssonar, fóður Margrétar, langömmu Gutt- orms, foður Hjörleifs alþm. Móðir Einars i Fjallseli var Halldóra Jóns- dóttir, ættfoður vefaraættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Einars læknis var Odd- björg Sigfúsdóttir, b. á Fljótsbakka, Oddssonar. Móðir Sigfúsar var Þur- íður Hallsdóttir, b. á Sleðbrjóti, Sig- urðssonar, bróöur Bjöms, langafa Önnu, móður Björns Tryggvasonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Margrét var dóttir Péturs, sjó- manns á Akureyri, Jónatanssonar, b. á Þúfum í Skagafirði, Magnússon- ar. Móðir Margrétar var Jóhanna spákona Benediktsdóttir, b. í Höfða- hverfi, Ólafssonar, og k.h., Jóhönnu Rakelar Jónsdóttur. Guttormur og Helga eru í útlöndum. Guttormur Pétur Einarsson. Sesselja Jónsdóttir Sesselja Jónsdóttir, Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíö, Kópavogi, áð- ur búsett í Hamraborg 16, verður áttræð á morgun. Starfsferill Sesselja fæddist í Keflavík, ólst þar upp og átti þar heima til 1957. Þá flutti hún í Kópavoginn og bjó í Birkihvammi 17 til 1973, síðan í Hamraborg 16. Sesselja lærði ung sauma hjá Dýrleifi Ármann. Hún var forstöðu- kona í mjólkurbúð Mjólkursamsöl- unnar að Hlíðarvegi 29, Kópavogi, matráðskona í Víghólaskóla í Kópa- vogi og umsjónarmaður Safnaðar- heimilis Digranessóknar við Bjam- hólastíg. Sesselja var einn af stofnfélögum Kvenfélags Keflavíkur. Hún starfaði einnig í Kvenfélagi Kópavogs og með ITC-deildinni Kvisti. Þá tók hún virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi og söng með kór þeirra, Söngvinum. Einnig starfaði hún í kirkjufélagi Digranessóknar. Fjölskylda Sesselja giftist 26.10. 1940 Jónasi Þorvaldssyni, f. á Seyðisfirði 24.3. 1911, skipstjóra og trésmið. Foreldr- ar Jónasar voru Þorvaldur Jónas- son, f. 19.12. 1867, d. 20.1. 1954, og Guðrún Jónasdóttir, f. 1.1.1884, d. 10.2. 1945. Börn Sesselju og Jónasar: Hörður Jónasson, f. 23.3. 1942, trésmíða- meistari og kennari í Kópavogi, kvæntur Sigrúnu Eliseusdóttur móttökuritara, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn; Guðfinna Sesselja Solvág, f. 24.10.1943, bóndi í Barmen í Noregi, maki Halvdan Solvág, skipstjóri þar, og eiga þau fimm dætur og tíu bamaböm; Guðmund- ur Þorvar Jónasson, f. 8.5. 1946, kaupmaður 1 Kópavogi, maki Sigrún Sigvaldadóttir ritari og eiga þau tvö börn og eitt bamabam; Jón Her- steinn Jónasson, f. 25.5. 1949, trésmiður í Kópa- vogi, maki Anna Krist- jánsdóttir meinatæknir og eiga þau þrjár dætur; Þorvaldur Rúnar Jónasson, f. 2.5. 1951, trésmiður í Kópavogi, maki Ragnhildur Anna Karlsdóttir verslunar- maður og eiga þau þrjú böm. Systkini Sesselju: Benedikt, f. 17.9. 1919, forstjóri í Keflavík; Guð- rún, f. 12.7. 1924, húsmóðir í Kefla- vik; Anna, f. 1.2. 1927, húsmóðir í Keflavík; Elinrós, f. 23.3. 1928, hús- móðir í Keflavík; Eyjólfur Þór, f. 15.5. 1933, kennari í Kaup- mannahöfn; Hólmfríður, f. 25.7. 1937, húsmóðir í Keflavík; Kristján Anton, f. 6.7. 1939, aðstoðarskóla- stjóri. Foreldrar Sesselju vora Jón Eyjólfsson frá Garðs- horni í Keflavík, f. 16.4. 1894, d. 1.2. 1969, útgerðar- maður í Keflavík, og k.h., Guðfinna Sesselja Bene- diktsdóttir frá Breiðabóli á Svalbarðströnd, f. 14.5. 1897, d. 28.7. 1982. Jón og Guðfinna bjuggu I Kefla- vík. Sesselja tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Digraneskirkju á afmælisdaginn, sunnudaginn 15.3., kl. 15.30. Sesselja Jónsdóttir. lil hamingju með afmælíð 15. mars 85 ára Anna Guðmundsdóttir, Múlavegi 24, Seyðisfirði. 80 ára Ingunn Hróbjartsdóttir, Eyjahrauni 40, Þorlákshöfn. Sesselja Hróbjartsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Svanhvít Stefánsdóttir, Nýbýlavegi 62, Kópavogi. 75 ára Emma Magnúsdóttir, Hvanneyrarbr. 69, Siglufirði. Soffía Axelsdóttir, Álmholti 8, Mosfellsbæ. Valtýr Júlíusson, Hítameskoti, Kobeinsstaöahr. 70 ára Ragnar Þorbergsson matsmaður, Snælandi 5, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í salnum Dúndur, Dugguvogi 12, Reykjavík, laugardaginn 14.3. frá kl.19.30. Guðrún Guðjónsdóttir, Hjallavegi 3, Suðureyri. Jóhann Gíslason, Kvistalandi 16, Reykjavík. Jóhannes Oddsson, Vesturgötu 57 A, Reykjavík. Jón Guðleifur Pálsson, Öldugranda 11, Reykjavík. Siguröur Árnason, Otrateigi 32, Reykjavík. 60 ára Sveinn Vilhjálmsson, Ártröð 14, Egilsstöðum. Dagný Ásgeirsdóttir, Lautasmára 5, Kópavogi. Dagný Þorgilsdóttir, Smárahvammi 9, Hafharfirði. Halla Guðmundsdóttir, Hjallabraut 96, Hafnarfirði. Nína Victorsdóttir, Urðarbakka 20, Reykjavík. Sigþór Sigurðsson, Klapparstig 35, Reykjavík. Sturlaugur Jóhannesson, Þórufelli 2, Reykjavík. Una Guðmundsdóttir, Stekkjarholti 10, Akranesi. 50 ára Elísabet Karlsdóttir, Gauksmýri 1, Neskaupstaö. Friðjón Edvardsson, Björtuhlíð 2, Mosfellsbæ. Geir Guðmundsson, Reykjavegi 53, Mosfellsbæ. Guðrún Jónsdóttir, Barrholti 39, Mosfellsbæ. Gylfi Guðmundsson, Urðarvegi 8, ísafirði. Markús Hávarðsson, Tungusíðu 22, Akureyri. Ragna B. Björnsdóttir, Birkihlíö 4 A, Hafnarfiröi. Vigdís Sigurðardóttir, Sævangi 12, Hafnarfirði. 40 ára Ásvaldur Æ. Þormóðsson, Stóru-Tjörnum, Húsavík. Bjarni Valur Ólafsson, Jöklafold 25, Reykjavík. Dagfríðin- G. Amardóttir, Norðurvöllum 50, Keflavik. Friðveig E. Rósadóttir, Hringbraut 105, Reykjavik. Jenný Garðarsdóttir, Brattholti 3, Hafnarfirði. Kolbrún Stefánsdóttir, Kaplaskjólsvegi 64, Reykjavík. Magnús Ólafsson, Reynimel 92, Reykjavík. Ragnar Stefán Brynjarsson, Litluhlíð 4 A, Akureyri. Sigurrós Sigurhansdóttir, Foldahrauni 8, Vestmeyjum. Stefán Geir Pálsson, Heiðarlundi 3 B, Akureyri. Þuríður Jana Ágústsdóttir, Keldulandi 21, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.