Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 DV %ikamál Pagowski. Þeim var gefiö aö sök aö hafa sameiginlega staöið að morði Eugens Pagowskis, þrjátíu og sex ára sonar konunnar andspænis þeim. Að hafa í raun réttri tekið hann af lífi með því að þrýsta skammbyssuhlaupi að gagn- auga hans og hleypa af. Svefnlyf Franz var getið að sök að hafa skotið Eugen en Justine að hafa gef- ið honum svefnlyf í drykk svo að auðveldara yrði að ráða hann af dögum. Justine var eiginkona hans, móðir tveggja barna þeirra og tengadóttir Elisabeth. Saksóknarinn í þýska bænum Paderborn fékk málið. í réttarsaln- um fór hann yfir hvert einstakt at- riði og segja má að næstum hvert og eitt hafi fengið mikið á viðstadda. Var haft á orði að mörg þeirra gætu verið beint úr óhugnanlegri kvik- mynd. „Það var Justine sem kom með hugmyndina um aö losa sig við Eug- en,“ sagði Franz Múting, hinn þrjá- tíu og fjögurra ára elskhugi hennar. „Hún vildi hann ekki lengur hjá sér. Hann vann allt of mikið og hafði hvorki tima fyrir konu né böm.“ Eugen Pagowski hafði unnið mik- ið. Það var rétt, en hann gerði það til að veita fjölskyldunni öryggi og þokkaleg lífskjör. En þegar Franz sagði hann vanrækja bömin lokaði Elisabeth augunum. Hún minntist sonar síns sem góðs föður sem lét böm sín ganga fyrir í einu og öllu. En þetta var ekki þaö eina dapur- lega sem hún þurfti að hlusta á I réttinum. Ástríðufull kona „Justine var ástriðufull," sagði Franz. „Og hún fékk ekki nóg hjá Eugen. Það var því gott að hún gat leitað til mín.“ hafði átt að nota hluta launa sonar hennar til að ráða hann af dögum. Leigumorðinginn, sem leita átti til, var vinur Franz og Justine, Ralf Willeke, tuttugu og níu ára. En hann brást á síðasta augnabliki. „Ég var því neyddur til að skjóta Eugen sjálfur," sagði Franz. Og það var ekki að sjá að hann tæki það nær sér að segja frá þessu en venju- legur maður að strjúka hár af jakk- anum sínum. Tilefnið var bflakaup Ákveðið var að ráða Eugen af dögum úti í skógi. Þörf var því á að fá hann í ökuferð og tilefnið sem nefnt var í því sambandi var kaup á nýjum bíl. En áður en lagt var af staö gaf Justine honum drykkinn með svefnlyfinu í. Franz settist undir stýri og eftir nokkra stund sofnaði Eugen í sæt- inu við hlið hans. Franz tók þá stefnuna út í nærliggjandi skóg. Hann stöðvaði bílinn á stíg, tók fram skammbyssuna, bar hlaupið að höfði Eugens og hleypti af. „Hann dó víst á staðnum," sagði Franz, „en bíllinn varð eitt svinari. Ég hafði alls ekki hugsað út í það.“ „Varstu ekki heimilisvinur?" spurði saksóknarinn. „Jú, það verður víst að kalla mig það,“ sagði Franz og kinkaði kolli, „en því fylgdi svo ýmislegt. Þú veist víst hvað ég á við.“ Aftur brosti sak- bomingurinn en hélt svo áfram: „Justine fékk áhuga á mér þegar hún sá mig í fyrsta sinn og það leið ekki á löngu þar til við fórum sam- an í bóliö. Hún hafði ekkert að gera þegar hann var ekki heima og böm- in í skóla.“ Kynsterk kona Allra augu beindust nú að Justine Pagowski, hinni þrjátíu og eins árs gömlu konu á sakborninga- bekknum. Kynbomba gat hún ekki talist. Hárið var liðað en heldur óreiðulegt. Þá var hún í brúnum og ekki sérstaklega snotrum jakka. Lengst af hafði hún setið þegjandi. í þau skipti sem hún hafði orðið að svara spumingum hafði henni legið svo lágt rómur að vart heyrðist til hennar. En mætti marka orð Franz var hún nánast kynóð. „Hún vildi alltaf vera að því og á allan hátt,“ sagði hann næst. „Hringdi hún ekki heim til þín kvöldið sem Eugen dó?“ spurði saksóknarinn. „Jú, hún var í miklu uppnámi og ég varð að koma á stundinni. Hún hafði mikla þörf fyr- framið hafði konan séð Justine hleypa manni inn til sín. „Og það var alls ekki maðurinn hennar!" sagði nágrannakonan þegar hún sagði rannsóknarlögreglunni sögu sína. Grunsemdirnar um að Justine Pagwoski væri sek leiddu til þess að rannsóknarlögreglumenn fóru að sækja hana til yfirheyrslu. En þeir komu að læstum dymm og þótt þeir hringdu og bönkuðu lét hún ekki sjá sig. Að lokum urðu mennimir að brjóta upp dymar. Þá kom í ljós að Justine hafði ekki farið til dyra af því hún var í miðjum ástarleik í rúminu. Franz Múting kvartaði í réttinum yflr framkomu lögreglumannanna. „Viö vorum ekki í einni einustu spjör," sagði hann „en þeir komu inn í svefnherbergið og gláptu á okkur. Það var rétt að við fengum tíma til að klæða okkur." Réttarhöldin yfir þeim Franz Múting, Justine Pagwoski og Ralf Willeke stóðu í þrjá daga og vöktu athygli fyrir þær sérstöku lýs- ingar sem fram komu. Þrír dómarar kváðu upp dóminn yfir sakborningun- um eftir að þeir höfðu verið sakfelld- ir. Öll þrjú fengu lífstíðardóma. Eftir dómsupp- kvaðninguna fylgd- ust flestir viðstaddra með Elisabeth Pagowski, móður Eugens. Hún leitaði stuðnings hjá lögmanni sínum því nú, er málflutningurinn var afstaðinn, var eins og allt sem gerst hafði í réttarsalnum væri henni um megn. Hún skalf. Þeir sem til hennar þekktu sögðu síðar að hún hefði í raun staðið ráð- þrota frammi fyrir því sem gerst hafði. Hún hefði ekki getað skilið þennan heim, þar sem tilfinninga- kuldi, sjálfshyggja og illska heföu leikið svo stórt hlutverk. Hún hefði oft leitt hugann að barnabörnunum sínum tveim meðan réttarhöldin stóðu. Enginn hefði svo mikið sem minnst á þau þótt það áfall sem þau höfðu orðið fyrir myndi gerbreyta lífi þeirra. Faðirinn væri dáinn og móðirin á leiö í ævilangt fangelsi. En Elisabeth Pagowski haföi tek- ið sína ákvörðun áður en hún gekk úr dómhúsinu. Hún ætlaði að taka bömin að sér og sjá um uppeldi þeirra. Því haföi hún heitið sjálfri sér og því lýsti hún yfir við börnin þegar heim kom. Myndir taidar aö ofan: Justine Pagowski. Eugen Pagowski. Elisabeth Pagowski. Franz Muting. Ralf Willeke. hún getað fundið upp á hverju sem var. Hún heföi jafnvel getað kjaftað frá þegar kynhvötin náði tökum á henni." „Ókstu þá heim til hennar?" „Já, við höfðum samfarir. Hún var alveg óð og þetta eru bestu mök sem ég hef nokkru sinni átt.“ Það varð grafarþögn í réttarsaln- um. Sagan af líkinu Dómararnir bára með sér að þeim var brugðið við þessi orð. Og tengdamóöir Justine, Elisabeth, átti greinilega bágt með að sitja undir frásögninni. Loks rauf saksóknar- inn þögnina. „Varstu þá búinn að losa þig við likið?“ „Nei, ég hafði verið of önnum kaf- inn til þess,“ svaraði Franz. „En Ralf hafði lofað að gera það.“ Ralf Willeke hafði fallist á að gera það en ekki komið því í verk. „Hann vafði það inn í gamalt teppi,“ sagði Franz „og lagði það aft- ur í Volkswagen-rúgbrauðið sitt. Hann hafði í huga að aka með það út í nærliggjandi skóg daginn eftir. Þcir er djúpt stöðuvatn.“ En það gerðist dálítið sem setti babb í bátinn. Um nóttina var bíln- um stolið. Eitthvert þjófagengi tók hann og notaði við innbrot en skildi hann síðan eftir í útjaðri bæjarins. Þar fann lögreglan hann daginn eft- ir og ók honum á svæði þar sem hún geymdi bila sem hún tók í vörslu sína. Ekki var hugað að því sem í honum var og lá líkið því áfram í honum. Bent á morðingjana Þrír dagar liðu nú án þess að nokkur liti á Wolkswagen-bílinn á geymslustæði lögreglunnar. Þá hug- uðu loks tveir lögregluþjónar betur að honum. Er þeir opnuðu dymar gaus á móti þeim óþefur. í ljós kom lík sem farið var að rotna. Er fréttin um morðið barst út fékk nágrannakona Justine grun- semdir um að ekki væri allt með felldu um framkomu hennar. Dag- inn sem morðið var talið hafa verið Dómsorð Elisabeth Pagowski var miðaldra, vel klædd og kom vel fyrir þar sem hún sat í réttarsalnum við hliðina á lögmanni sínum. Hún var í hvítri blússu og bláum jakka og lengst af sat hún þögul en stöku sinnum mátti sjá sársaukakippi i andlitinu. Beint á móti henni, á sakbom- ingabekknum, sat þrenningin sem ákærð hafði verið fyrir morðið sem var tilefni réttarhaldanna, Franz Múting, Ralf Willeke og Justine Sakborningurinn reyndi að brosa en engum í salnum fannst neitt fyndið við orð hans. Næst reyndi hann því að koma sökinni af sér að hluta. „Þetta var allt saman hugmynd Justine. Hún haföi lagt til hliöar allnokkra upphæð (jafnvirði 150.000 króna) af heimilispeningunum og þá átti ég að nota til að borga leigu- morðingja." Elisabeth kipptist til þegar hún heyrði þetta. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.