Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 Fréttir r>v Enn er mikill munur á veröi en þó jafnast hann nokkuð út: Munar 30% á hæsta og lægsta verði - i nyrri verðkönnun DV Matarkarfan DV gerði reglu- bundna verðkönn- un í gær og var far- ið í 9 verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Nærri 30 vöru- tegundir voru keyptar en aðeins 19 urðu eftir í körf- unni þegar búið var að fara yfir hana með tilliti til mismunandi pakkninga og þess að nokkrar vöru- tegundir voru ekki til i tveim eöa fleiri verslunum. Við þessa verðkönnun eins og aðrar sem gerðar eru á vegum DV er þess gætt að engar af verslunun- um fái vitneskju um könnunina fyr- irfram og komi eitt- hvert verð undar- lega fyrir sjónir, sé annaðhvort mun lægra eða mun hærra en í öðrum verslunum, er hringt og málið at- hugað. Ávallt er reynt að taka sem fjöl- breyttastar vörutegundir í hverja könnun en þó að gæta þess að vera með merkjavöru svo um sams kon- ar vörur sé að ræða hverju sinni til þess að samanburðurinn sé sann- gjarn. Smjörvi er á tilboði frá Osta- og smjörsölunni og sést það á verðinu. Rabar- barasulta var aðeins til í mjög stórum ein- ingum í Bónus og hrísgrjón sömuleiðis og þurfti að reikna meðalverð þess vegna. Það er gert ef vöruteg- und er ekki til á ein- um stað og alltaf not- uð sama aðferð svo ekki sé hallað á neinn. Það sem vekur at- hygli nú er hversu lít- ill munur er á Ný- kaupi, Nóatúni og 11/11 og svo hitt að Ejarðarkaup og Spar- verslun eru með nær sama verð á körfunni og Hagkaup fylgir fast á eftir þeim. Bónus er sem áður með lægsta verð á sinni körfu og munar rétt rúmlega 30% á verði þeirrar körfu og þeirrar sem hæst verð er á. DV vill þakka verslunum fyrir góöar móttökur við þessa verðkönn- un sem aðrar. -vs Rauö tala merkir meöalverö Ora baunir, 1/2 ds Heinz bakaðar baunir, 1/2 ds Ljóma smjörlíki, 500 g Rautt Komax hveiti 2 kg sykur Jakob's tekex Mömmu rabarbarasulta Fiskbúðingur Ora, stór dós 1/2 ds sveppir Trópí, 6 stk. 1 kg bananar Blómkál, 1 kg 1 kg kínakál River hrísgrjón 2 Ibs — 907 g Rautt BKI kaffi, 400 g Skólajógúrt Smjörvi 21 kók Cheenos, 567 g 10-11 67 53 139 78 172 47 169 349 64 354 188 339 268 176 265 52 139 187 269 11-11 69 57 149 89 194 49 189 373 66 418 199 199 269 179 291 52 139 199 339 Nóatún 59 55 139 78 178 54 159 377 68 390 199 399 279 179 249 52 144 199 334 Fjarðarkaup 62 53 134 72 162 43 158 347 57 338 179 169 169 153 238 49 142 187 337 Hagkaup 62 49 134 72 162 43 168 347 56 354 184 226 235 153 255 45 137 185 309 Þín verslun 73 54 149 85 179 53 188 299 69 358 197 198 269 193 255 52 139 198 332 Nýkaup 59 55 139 78 172 54 171 377 65 390 199 399 279 179 265 52 158 199 279 Bónus 57 45 97 67 158 38 178 305 54 298 159 149 149 171 229 38 129 169 259 Sparversiun 64 49 138 74 174 44 162 346 79 326 169 189 198 157 239 43 129 177 309 Verkefnið „Börnin heim til Vestfjarða“ Svörin hlað- ast inn „Svörin eru að hlaðast inn og við erum að vinna skýrsluna þessa dag- ana,“ sagði Guðrún Stella Gissurar- dóttir, forstööumaður Svæðismiðl- unar Vestfjarða, um viðhorfskönn- un sem Svæðismiðlunin vinnur að í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. í byrjun ágúst var spumingalisti sendur til allra Vestfirðinga á norð- anverðum Vestfjörðum sem útskrif- ast hafa úr grunnskóla á 15 ára tímabili. Um er að ræða fólk á aldr- inum 21-36 ára. Þetta verkefni mið- ar að því að styrkja vinnumiðlunina og auka möguleika ungs fólks, sem á uppruna sinn á Vestfjörðum, til að koma til baka úr námi eða starfi í það starf á heimaslóðum sem hent- ar hverjum og einum. „Mér sýnast undirtektir ætla að verða nokkuð góðar,“ sagði Guðrún Stella. „Það er margt forvitnilegt sem kemur fram og við getum að mörgu leyti verið bjartsýn." -JSS Vestfirðingar vilja börnin heim Svæöismiölunin vinnur aö viöhorfskönnun í samvinnu viö Atvinnuþróunarfélag Vestfjaröa. Sandkorn HK Umsjón: Höröur Krtstjánsson netfang: sandkom@ff.is A eftirlaun Sagt er að Stefán Bald- ursson þjóð- leikhússtjóri haldi fastar i stöðu sina en flestir bjuggust við. Svo mjög unni hann starfínu að breyta hafl þurft lögum til að honum væri sætt áfram. Hafa ýmsir velt fyrir sér ástæðum þessa og nefnd hefur ver- ið ofurást hans á fjalalífmu i Þjóð- leikhúsinu. Sú saga hefur hins veg- ar flogið manna á milli í leikhús- geiranum að raunveruleg ástæða fyrir tryggð þjóðleikhússtjórans við starf sitt sé ekki ást á leikarastétt- inni eða ást leikara á honum held- ur hitt að hann eigi stutt í aö kom- ast á eftirlaunaplan samkvæmt 90 ára reglu ríkisstarfsmanna ... Ljóti andarunginn Meira úr leik- húsgeiranum. I Magnús Geir | Þórðarson, I leikhússtjóri Leikfélags ís- lands, er sagður þykja Stefán Baldursson slá fyrir neðan belti í gagnrýni sinni á meinta ófrægingarherferð í hans garð og Þjóðleikhússins. Þjóð- leikhússtjórinn hafi heilar 360 milljónir af ríkisjötunni til koma sér á skrið á meðan Iðnóstjórinn þurfi að berjast fyrir hverjum brauðmola á markaðstorgi menn- ingcuframboðs í höfuðborginni. Því sé ólíku saman að jafna hvemig mulið sé undir dekurbamið við Hverfisgötuna eða ljóta andarung- ann við Tjörnina ... Helgi burt en hvurt? Helgi Jóhanns- son hefur til- kynnt að hann muni standa upp úr fram- kvæmdastjóra- stólnum hjá Samvinnuferð- um-Landsýn. Vangaveltur ganga nú um hvert hann stefni í framtíðinni því varla sitji hann aðgerðalaus. Hafa menn í því sambandi verið að skanna sviðið og athuga um líkleg- ar stöður. Þar hafa menn helst staldrað við tvo möguleika. Annað- hvort setjist Helgi i stjórastólinn í Leifsstöð eða hann ætli sér hlut- verk í framtíðarsinfóníu Jóns Ólafssonar í ferðaskrifstofubrans- anum. Þykja hálfkveðnar visur Helga um framtíðarspár í ferða- málaflórunni jafnvel benda til að leiðir þeirra Jóns séu þegar farnar að liggja saman ... Stríft Teinréttir og j stæltir lögreglu-1 þjónar, sem fóm I mikinn við I heimsóknar-1 brölt Li Pengs I um helgina, eru | taldir hafa tek- ið hlutverk sitt | heldur alvar- lega. Sem ' kunnugt er kom til pústra og árekstra við fréttamenn. Gerist þetta í kjölfar mikillar hamfararáð- stefnu í síðustu viku þar sem sér- stök áhersla var lögð á nauðsyn bættra og góðra samskipta lög- reglu, slökkviliðs, björgunarsveita og fjölmiðla. Ámi Snævarr, frétta- maður á Stöð tvö, kærði framferði lögreglumanna sem ítrekað stjök- uðu við honum og hindruðu hann í starfi. Þykir lögreglan með harka- legri framgöngu sinni hafa gefið fréttamönnum landsins langt nef og hafið stríð sem stefni öllum vangaveltum manna um góð sam- skipti lögreglu og fréttamanna í mikla tvísýnu ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.