Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 28
Fáðu 3ja daginn frían AV/S Frábær kjör á bílaleigu- bílum Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur 10 Ólympíumótið í bridge: Slæmt tap gegn Pólverjum ísland spilaði gegn Póllandi í fjórðungsúrslitum Ólympíumótsins í bridge. Leikurinn var 80 spil, ■*"Timm 16 spila lotur. Það blés ekki byrlega í upphafi því fyrsta lotan fór 68-4 fyrir Pólland. íslendingar gáfust ekki upp og þegar fjórum lot- um af fimm var lokið var staðan 120-153 fyrir Pólverjana. Síðasta lot- an, sem háð var í gærmorgun, var hins vegar eign Pólverjanna og lokatölur leiksins 210-129. Draumi íslands er því lokið í bili, en lands- liðið náði þó að skipa sér i 5.-8. sæti þjóða í opnum flokki af þeim 72 þjóðum sem þátt tóku í mótinu. í undanúrslitum eigast við ann- ars vegar England og Ítalía og Pól- land-Bandaríkin hins vegar. Eng- lendingar hafa nauma forystu að loknum 32 spilum (82-76) en Pólverj- v ar hafa skorað 72 impa gegn 38 imp- um Bandaríkjamanna. Mótinu lýk- ur næsta laugardag þegar ein þess- ara fjögurra þjóða verður krýnd Ólympíumeistari í opna flokknum. -ÍS DV MYND S. Lögregla og slökkvilið að störfum við Norðurbakkann í gær. Ammoníakleki við Hafnar- fjarðarhöfn Ammoníakleki varð í gamla bæj- arútgerðarhúsinu við Norðurbakk- ann í Hafnarfirði um tuttugu mín- útur yfir þrjú í gærdag. Starfsmað- ur hafði verið að skipta um ammon- íakgeymi og fór slanga úr sam- ' *bandi. Slökkvilið og lögregla fóru á staðinn og var nærliggjandi götum iokað. Einnig var vinnueftirlit kall- að til. Vel tókst til að komast fyrir lekann og var hættuástandi aflýst aö klukkustund liðinni. -MT Margir minni háttar árekstrar í Kópavogi í gær voru tilkynntir átta árekstr- ar til lögreglunnar í Kópavogi, sem er óvenjumikið á einum degi. Engin teljandi slys urðu hins vegar á fólki og tjón voru smávægileg. -MT Komnir í úrslit Vestmannaeyingar fögnuöu ákaft eftir leik sinn við Fylki í gær. Náðu Eyjamenn þar með að komast í úrslit í bikarkeppninni með því mörkum gegn einu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. að 4 4 4 4 4 4 4 DV-MYND E.ÓL ^ merja sigur með tveim Æ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 ERU EKKI HVITIR MÁVAR FRIÐAÐIR? Stórfelldar breytingar lagðar fyrir útvarpsráð: Urgur a Rás - Hvítir mávar í hættu og formaður útvarpsráðs opnar ekki munninn Stórfelldar breytingar á dagskrá Rásar 2 Ríkisútvarpsins voru lagðar fyrir útvarpsráö í gær. Þar kynnti Katrín Pálsdóttir, yfirmaður rásar- innar, hugmyndir sínar um að sam- félags- og dægurmáladeild stofnun- arinnar yfirtæki dagskrána frá 6 á morgnana og fram til klukkan 18. Fram til þessa hefur tónlistardeild- in séð um dagskrána frá því að morgunútvarpi sleppir, klukkan 9, og fram að dægurmálaútvarpi klukkan 18. „Ég opna ekki munninn fyrr en þessar breytinga- tillögur hafa ver- ið ræddar nán- ar,“ sagði Gunn- laugur Sævar Gunnlaugson, formaður út- varpsráðs, i morgun. „Við tökum þetta fyrir á næsta fundi ráðsins sem hald- inn verður á Egilsstöðum í næstu viku.“ Katrín Pálsdóttir. Urgur er í starfsmönnum Rásar 2 vegna fyr- irhugaðra breyt- inga sem þeir segja hafa verið unnar í flýti og með leynd á með- an lykilmenn í tónlistardeild voru í sumarleyfi: „Þetta er leyni- makk og allt gert á bak við okkur," sagði einn þeirra í morgun. Ef Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. breytingarnar ná fram að ganga geta afleiðingarnar orðið þær að hinn geysivinsæli þáttur, Hvitir mávar, sem sendur er út frá Akur- eyri með Gesti Einari Jónassyni, hverfi af dagskrá. „Ég ver Hvíta máva svo lengi sem ég sit hér,“ sagði formaður útvarps- ráðs í morgun og Katrín Pálsdóttir hafði þetta um málið að segja þegar hún var innt eftir hugmyndum sín- um um breytingar: „Hér er engin leyninefnd að störfum. Hér er allt slétt og fellt.“ -EIR Forstjóri Granda um tillögur heilbrigðiseftirlitsins: Bræðslustöðvun óæskileg: - en leggja ber áherslu á gott ástand hráefnis w Brynjólfur Bjarnason. „Það er óæski- legt að stöðva bræðslu í Faxa- mjöli yfir sumar- tímann," sagði Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda, um tillögur Heilbrigð- iseftirlits Reykja- víkur varðandi endumýjun teknum rannsóknum á fráveitu fyr- irtækisins. Tillögur heilbrigðiseftirlitsins hafa verið sendar forráðamönnum Faxamjöls til umsagnar. Brynjólfur sagði að það sem skipti höfuðmáli væri að ástand hráefhis- ins sem unnið væri í verksmiðjunni, væri gott og að það væri vel kælt. Með því móti fengist hágæðamjöl úr starfsleyfis dótturfyrirtækis Granda, Faxamjöls í Reykjavík. Eins og DV greindi frá í gær gerir heilbrigðiseftirlitið tillögur um að vinnsla á kolmunna verði alfarið bönnuð í verksmiðjunni, bræðsla frá 1. júní-31. ágúst verði einnnig bönn- uð, heimild til loðnuhrognavinnslu verði hins vegar veitt, en eingöngu verði heimilt að vinna afla sem land- að hefur verið úr skipum með kæl- ingu. Þá eru gerðar tillögur um við- ræður heilbrigðisyfirvalda við for- ráðamenn Faxamjöls að loknum til- Peningalyktin pirrar Mikið hefur verið kvartað undan ólykt frá Faxamjöli í Örfirisey. framleiðslunni. „Það á þá ekki að skipta máli hvort um er að ræða kolmunna eða aðrar tegundir, sem unnar eru, svo fremi sem hráefnið stenst gæðakröf- umar,“ sagði Brynjólfur. „Ef það stenst þær ekki, þá á þetta hráefni ekki að koma hingað. Ég sé því ekki ástæðu til að skilgreina tegundimar neitt sérstaklega. Varðandi bræðslu yfir sumartím- ann ætla ég að vona að við getum verið í þeirri stöðu hér í Reykjavík að fá hráefni, ég tala nú ekki um ef það kæmi síld inn í Faxaflóann eða við fengjum nýjar göngur. Ég ætla að vona að Reykvíkingar vilji ekki verða af því, þar sem um væri að ræða spriklandi fínt hráefni. Þá er það sem við erum að gera þarna, eins og t.d. hækkun á skor- steini og fleira, er allt saman liður í þessu máli,“ sagði Brynjólfur. Hann bætti við að forráðamenn Faxamjöls væru að fara yfír málið og setja fram sín rök. Það myndu þeir gera í góðri samvinnu við umhverf- is- og heilbrigðisnefnd. Vonandi tæk- ist að fínna lausn á málinu. -JSS Tilboösverö kr. 4.444 brother Lítil en STÓRrm 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum P-touch 1250 Rmerkileg merkivél Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport SYLVANIA / FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.