Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 7 DV Fréttir Búrhvalurinn í Hrútafirði: Skaufinn tæpir tveir metrar „Þetta er sá lang- samlega fallegasti og stærsti skaufi af búr- hval sem ég hef séð,“ segir Sigurður Hjart- arson, eigandi Hins íslenska reðasafns, um skaufann á búr- hvalnum sem rak á land í Hrútaflrði í síð- ustu viku. Sigurður sóttist eftir að fá skaufann af hvalnum á safn sitt og er skaufinn nú kominn suður í útvötnun. „Hann er 170 cm langur og tæpir 40 cm þar sem hann er sverastur," upplýsir Sigurður sem á sjö búrhvalsskaufa fyr- ir en engan sem er svona langur. Vó tæp 80 kíló Skaufinn vó nærri 80 kíló og þurfti tvo menn til að lyfta honum. „Það er ekki fyrir einn mann að lyfta þessu. Fyrir utan þyngdina er hann líka svo háll,“ segir Sigurður sem býst við að al- menningur geti barið skaufann augum i húsakynnum safnsins á Laugavegi eftir háifan mánuð. “Það þarf fyrst að ná úr honum blóð- inu áður en hægt er að setja hann í formalín. Útvötnunin tekur svona 10 daga en eftir það verður hægt að sjá hann á safninu hjá mér,“ segir Sigurð- ur en skaufinn verður hundraðasti lim- urinn í safni hans. -snæ - verður til sýnis á reðasafninu í Reykjavík Hvalurinn á strandstað Stolt hans verður til sýnis á Reðursafninu í Reykjavík. Halló setur upp al- þjóðlegt GSM-kerfí - 200-300 ný störf hérlendis Halló - Frjáls Fjarskipti og breska fyrirtækið Mint Telecom hafa stofnað nýtt íslenskt farsíma- fyrirtæki, Halló - GSM, sem mun fara af stað með farsímaþjónustu snemma á næsta ári. Þjónustu- og tæknimiðstöð fyrir alþjóðlegt GSM- kerfi verður sett upp hér á landi en talið er að við það muni 2-300 ný störf skapast. Viðskiptavinir fyrir- tækisins munu geta notfært sér þjónustu víðs vegar um heim með fyrirframgreiddum símkortum en þegar hcifa verið gerðir samningar við 240 simafyrirtæki i yfir 120 lönd- um. Eignarhluti nýja fyrirtækisins skiptist jafnt milli beggja aðila og verður hlutafé um hálfur milljarður króna. Fjárfest hefur verið í tækja- búnaði fyrir rúma tvo milljarða króna, og hefst uppsetning búnaðar- ins innan skamms. Auk þess að þjóna GSM-kerfinu tekur hönnun tækjanna mið af þeim breytingum sem verða með tilkomu GPRS- og UMTS-tækninnar. -MT Mælingar Hafrannsóknastofnunar: Uthafsrækjustofn- inn á uppleið - 43% aukning stofnstæröar Stofnstærð úthafsrækju við Is- land hefur vaxið um 43% frá því í fyrra. Þetta er frumniðurstaða Hafrannsóknastofnunarinnar eftir stofnmælingu sem lauk nýverið fyrir norðan og austan land. Þrátt fyrir þetta er úthafsrækju- stofninn nú ftmmtungi minni en hann var árið 1997. í ljós kom að meðalstærð rækjunnar er minni nú en í fyrra og stafar það af auk- inni nýliðun í stofninum. Hafrannsóknastofnun' segir nið- urstöðurnar lofa góðu um fram- haldið, svo fremi að afrán þorsks á rækju aukist ekki frá því sem verið hefur að undanförnu. Stofn- unin gerir ráð fyrir að lokaúttekt á mælingunum liggi fyrir í nóv- ember og að þá gefi hún stjórn- völdum endanlega ráðgjöf um há- marksafla fyrir fiskveiðiárið sem hófst nú í september. -GAR Ódýr lausn fyrir heimilið og skólann Verð 109.900 Club 2530e Örgjörvi Flýtiminni Vinnsluminni Harður diskur Skjákort Skjár CD- ROM 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald Netkort Celeron 533 128Kb 64Mb, stækkanlegt í 256 15GB 4Mb á móðurborði 17" 40x 64 Dimand 56k - V.90 Fax Ethernet kort Vinsælasta heimilistölvan í Evrópu er einfalt margmiðlunarævintýri Örgjörvi Pentium III 667 Flýtiminni 256Kb Vinnsluminni 128Mb, stækkanlegt í 768 Harður diskur 20 GB 7200 Skjákort 32Mb TNT II - TV útgangur Skjár 17" DVD tífaldur leshraði 3D hljóð Fjöldíradda 192 Hátalarar Dimand Faxmótald 56k - V.90 Fax Netkort Ethernet kort Packard Bell er þekkt sem "margmiðlunartölvan" enda verið kosin í erlendum könnunum sem besta tölvan til að nálgast Netið. Hún hefur frá árinu 1996 verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. Hún er eins vinaleg og nokkur notandi gæti ímyndað sér, einfaldar leiðbeiningar, uppsettur pakki af forritum fylgir, frí nettenging í þrjá mánuði, auk þess sem þjónustan sem við ætlum að bjóða okkar viðskiptavinum mun standast samanburð við það besta. Sjáið svo bara verðið Hugbúnaður Windows 98 SE, PB Navigator, PB softbar, Word 2000, Works 2000, Money 2000, Printartist 4, Norton vírusvörn 2000, Smartrestore, S.O.S., PC Doctor, Winphone 2000 IE5 5.0, Netscape Communicator 4.5, Real Player G2, Adobe Acrobat, QuickTime 3, ShockWave 6.0, AOL 4.0, Compuserve 2000, WinAmp2.203, ACDSee 2.4 Leikir Club: Caesar III. Platinum: Caesar III, Monaco Grand Prix, Alpha Centraui. Vera 169.900 Packard Bell ___rík____ RdDIOftlAySf Geislagötu 14 • Sími 462 1300 BRÆÐURNIR .oj ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.