Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 Útlönd r>v Yasser Arafat Ekki er búist viö miklum árangri af fundi hans og Baraks í dag. Barak og Arafat funda í New York Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, og Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hittast í dag í New York, að því er forsætisráðherra Kanada, Jean Chretien, greindi frá í gær að loknum viðræðum við Arafat. Ráð- gert er að leiðtogamir fundi einnig hvor um sig með Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna. Samkvæmt þýsku fréttastofunni DPA ætlar Clinton að reyna að blása nýju lífi í friðarferlið í Mið- austurlöndum á þúsaldarráðstefn- unni i New York. Ekki er búist við að mikill árangur verði af viðræð- um leiðtoganna þriggja í dag. Frið- arviðræður þeirra í júlí fóru út um þúfur vegna ágreinings um yflrráð yfir Jerúsalem. Palmemáliö: Nýjar upplýsingar um morðvopnið Sænska lögreglan hefur nú fengið upplýsingar um að byssa, sams kon- ar og notuð var við morðið á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar 1986, hafi verið í íbúð nálægt Sveavagen í Stokk- hólmi nokkrum dögum fyrir morð- ið. íbúðin var í eigu næturklúbbs- eigandans Sigge Cedergren sem nú er látinn. Hann var þekktur flkniefnasali og fékk oft heimsókn af Christer Pettersson sem ákærður var fyrir morðið en sýknaður. Að sögn heim- ildarmanns lögreglunnar vissi Pett- ersson að Cedergren faldi vopn og skotfæri í íbúð sinni. Sjálfur sagði Cedergren áður en hann lést að hann hefði lánað Pettersson byssu. Carl I. Hagen Segir fylgisaukninguna mótmæli gegn Verkamannaflokknum. Noregur: Carl I. Hagen eykur fylgi sitt Fylgi Framfaraflokksins í Noregi heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur það aukist um 5,5 prósentustig og er nú orðið 28 prósent. Fylgi Verka- mannaflokksins, sem er við völd, er aðeins 24 prósent. Carl I. Hagen, leiðtogi Framfara- flokksins, segir fylgisaukninguna alveg eins mótmæli gegn Verka- mannaflokknum eins og stuðnings- yflrlýsingu við Framfaraflokkinn. Fulltrúar Norður-Kóreu ekki á ráðstefnu SÞ: Heim í fússi eftir ögrandi líkamsleit Fulltrúar Norður-Kóreu sem ætl- uðu að sækja þúsaldarleiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York sneru heim í fússi frá Frankfurt I Þýskalandi eftir „ruddalega og ögrandi líkamsleit" starfsmanna bandaríska flugfélagsins sem átti að flytja þá vestur um haf. Þar með verður ekkert af fyrir- hugðum fundi forseta Suður-Kóreu og starfandi leiðtoga Norður-Kóreu. Þegar norður-kóreska sendinefnd- in, með Kim Yong-Nam, forseta þingsins, í broddi fylkingar ætlaði að stíga um borð í þotu American Airlines flugfélagsins létu öryggis- verðir þess fulltrúana opna allar ferðatöskur sínar og annan farang- ur. Síðan var fólkinu fyrirskipað að afklæðast og rannsökuðu verðimir viðkvæma líkamshluta, eins og að- stoðarutanríkisráðherra Norður- Kóreu orðaði það á fundi með frétta- mönnum í Frankfurt. Bandarísk stjórnvöld hörmuðu Mótmæli við SÞ Hópur írana mótmælti komu Khata- mis íransforseta á leiötogafund SÞ í New York í gær. atvikið en sögðu að starfsfólk flugfé- lagsins hefði aðeins verið að fram- fylgja reglum flugmálayfirvalda vestra um öryggiseftirlit með far- þegum frá ríkjum sem Bandaríkja- stjóm segir að styðji við bakið á hryðjuverkamönnum. Norður-Kór- ea er í þeim hópi. Rúmlega 150 þjóðarleiðtogar sækja fund SÞ í New York sem hef- ur það yfirlýsta markmið að draga úr fátækt, fáfræði og sjúkdómum um helming á fyrri helmingi 21. ald- arinnar. Aldrei fyrr hafa fleiri leið- togar verið saman komnir á einum fundi. „Þetta eru merkileg tímamót fyr- ir leiðtoga þjóða heims og fyrir Sameinuðu þjóðirnar," sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, á fundi með fréttamönnum í New York. Lögreglan í borginni hefur mik- inn viðbúnað vegna fundarins og verða miklar truílanir á umferð. Kátir þrátt fyrir réttarhöld Franski bóndinn José Bové, fyrir miöju, fytgdi félögum sínum, Fernand Odon og Marc Bosson, til réttarhalda yfir þeim í Foix í suöurhluta Frakklands í gær. Fjórir bændur hafa veriö ákæröir fyrir aö hafa eyöilagt erföabreytta uppskeru. Bové var dæmdur í skilorösbundiö fangelsi fyrir árás á veitingastaö McDonalds. Kostunica ætlar ekki að framselja Milosevic Sigri frambjóðandi stjómarand- stöðunnar í forsetakosningunum í Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, hyggst hann ekki framselja Slobod- an Milosevic, núverandi forseta, til stríðsglæpadómstólsins I Haag. Kostunica hefur lýst þessu yflr við fjölmiðla f Serbíu og talsmaður hans staðfesti í gær yflrlýsingam- ar. Kostunica, sem er félagi í Lýð- ræðisflokknum í Serbíu, hlýtur mest fylgi samkvæmt skoðanakönn- unum. Hann er talinn hófsamur þjóðernissinni og er frambjóðandi stærsta bandalags stjómarandstöð- unnar. í viðtali við sjónvarpsstöö í bæn- um Valjevo gagnrýnir Kostunica stríðsglæpadómstólinn I Haag. Segir hann dómstólinn hafa gert sjálfan Vojfslav Kostunica Framselur ekki Milosevic þótt hann sigri í forsetakosningunum. sig óhæfan til starfa með þvi að láta frekar pólitísk sjónarmið ráða ferð- inni heldur en lögfræðileg. „Ákæra dómstólsins gegn Milos- evic er jafn tilgangslaus og loftárás- ir NATO á Júgóslavíu i fyrra,“ sagði Kostunica. Slobodan Milosevic og fjórir aðrir júgóslavneskir leiðtogar voru I fyrra ákærðir þar sem þeir voru lýstir ábyrgir fyrir stríðsglæpi júgóslavneska hersins í Kosovo. Litið er á Milosevic og Kostunica sem helstu keppinautana í forseta- kosningunum sem fara fram 24. september næstkomandi. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar, sem birt var í gær, nýtur Kostunica fylgis 43 prósenta kjós- enda. Aðeins 21 prósent kveðst ætla að kjósa Slobodan Milosevic. ■ |H| I | liillll Þýskur ráðherra slasast Rudolf Scharp- ing, landvarnaráð- herra Þýskalands, slasaðist lítillega á höfði og fótum I þegar öryggishlið lyftist upp undir bifreið hans við bandaríska land- vamaráðuneytið i gær. Ráðherrann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar og dvaldi þar í rúma þrjá tíma. Þurrkar í Afganistan Mestu þurrkar í þrjátíu ár eru nú í Afganistan og ríkir neyðarástand hjá þremur til fjórum milljónum manna. Hætta er talin á að mikill fjöldi fólks flýi landið vegna þurrkanna. Erika tæmd Búið er að dæla allri olíu úr olíu- flutningaskipinu Eriku sem fórst undan Frakklandsströndum í des- ember I fyrra. Vilja breytingar hjá Bush Ýmsir háttsettir repúblikanar vilja að George W. Bush, forsetaefni flokksins, geri breytingar á starfs- liöi sínu í kosningabaráttunni til að koma á meiri festu. Gíslar senn frjálsir Samningamenn filippseyskra stjórnvalda sögðu í morgun að sex evrópskir gíslar og einn filippseysk- ur sem eru í haldi uppreisnar- manna múslíma á Jolo-eyju kynnu að verða leystir úr haldi á morgun. Milljaröar til Sviss Margir af virt- ustu bönkum Sviss fengu ákúrur frá bankaeftirlitinu I gær fyrir að hafa tekið við andvirði tuga milljarða króna frá Sani Abacha, fyrrum einræðisherra í Nígeríu. Nefndin telur að bankamir hafi skaðað orðstír landsins með þessu. NATO í árásarhug Júgóslavneskur hershöfðingi sagði í gær að NATO héldi áfram herskárri stefnu sinni gagnvart Júgóslavíu sem væri ætlað að skapa óróa í landinu og koma núverandi stjórnvöldum frá. Ekkert nýtt á myndbandi Formaður nefndarinnar sem rannsakar Estonia-ferjuslysið 1994, þegar rúmlega 800 manns fórust, sagði I gær að ekkert nýtt kæmi fram á myndbandi sem bandarískur kaupsýslumaður tók af flakinu. Nýnasistatónlist hirt Þýska lögreglan sagði í gær að hún hefði gert upptæka 7.500 geisla- diska með tónlist nýnasista. Á sum- um diskunum var mynd af Adolf Hitler. Vilja bætur frá Moskvu Stærsti stjómarflokkurinn í Eist- landi vill að Eystrasaltsrikin þrjú fari sameiginlega fram á bætur frá Rússum vegna 50 ára sovésks her- náms. Microsoft 25 ára Starfsmenn Microsoft héldu upp á 25 ára afmæli hugbúnaðarrisans á íþróttaleikvangi í Seattle í gær og var mikið um dýrðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.