Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 5 DV Fréttir Járnblendifélagiö: Órói með- al starfs- DV, GRUNDARTANGA:_______________ Islenska jámblendifélagið hf. hefur ákveðið að fækka starfs- mönnum um sextán en 172 starfa við fyrirtækið í dag. Fækkun starfsmanna er einn liður í margþættum aðgerðum sem nú er unnið að til að lækka rekstrarkostnað í félaginu við afar erfiðar markaðsaðstæður og í kjölfar taps félagsins á fyrri hluta ársins. Leitast verður við að fækka starfsfólki á þann hátt að fram- leiðslugeta félagsins haldist óskert en ofnar þess eru reknir á fullum afköstum, enda er eftir- spum eftir kísiljámi góð. Þróun á heimsmarkaðsverði er enn óljós og ekki er búist við hækkunum á næstunni. Samkvæmt heimildum DV er mikill órói í starfsmönnum ís- lenska jámblendifélagsins vegna fyrirhugaðra uppsagna og menn tala varla um annað þessa dagana en það hverjum verði sagt upp og sagt er að sumum verði lítið úr verki meðan þeir eru í algerri óvissu um starfið. -DVÓ Stofnendur Thermo Plus Europe á íslandi hættir: Forstjórinn í mál - og segir óhreint mjöl í pokahorninu. Tveir stjórnarformenn hafa yfirgefið fyrirtækið hafa ekki losnað undan. Þá krafðist » Einar Ingi Sigurbergsson, fyrr- um framkvæmdastjóri Thermo Plus Europe á íslandi, sem upphaf- lega lagði grunninn að fyrirtækinu, segir núverandi stjórnendur hafa verulega óhreint mjöl í pokahorn- inu. Hefur hann nú ákveðið að stefna félaginu vegna vanefnda og krefst hann skýringa á ýmsum við- skiptum félagsins. Langur aðdragandi Málið á sér langan aðdraganda, eða allt frá 1997 þegar Einar Ingi komst í kynni við írann Tom Ros- eingrave. Hann bauðst tU að koma á sambandi við kælivélaframleið- andann Thermo Plus i Kanada sem hafði verið að reyna að koma sinni vöru á markað i Evrópu. í fram- haldinu fóru miklir fjármunir á milli Einars og félaga á íslandi og Tom Roseingrave varðandi véla- kaup og kaup á tæknUeyfi. Um þau viðskipti er nú m.a. deilt, en fjórir íslendingar sem upphaflega stóðu að uppbyggingu fyrirtækisins en hættu afskiptum aif því eru enn í ábyrgðum fyrir 350 þúsund doUara viðskiptum Thermo Plus sem þeir Saraníasfavtörapður standa mi yfir ura aö Tharmo Pius Europe á lsiandí kaupl móöurfyrina’klö I Kanadtt. Meö kaupiujucn ykist fivun- telöslugetan uni 250pró»nt. Sanikvannt heirmMum DV ar ráö iyrtr »ö vlöraeöum Islensku aö- iianna og kanadfsku eigundanna. Rafrid8»ratita» Massau & Sons, som aösetur fiafa á IVlnce Edwardsuyju i Kanada. ijúkl á næstu vikum. Aö Ragnar Sigurðs- son, fyrrum stj ómarformaður fyrirtækisins, hluthafafundar og uppgjörs við þessa stofnendur félags- ins ásamt skýring- um á margvísleg- um viðskiptum og stöðu Thermo Plus á íslandi. Þeirri beiðni var ekki sinnt. Baldur Sigurðsson tók við stjórnarfor- mennsku af honum en hætti í febr- úar. Áðurnefndur Tom Roseingra- ve er nú einn stærsti eigandi fyrir- tækisins. Vísbending um uppgang Thermo Plus komst í sviðsljósið í sumar er fréttir bárust af kaupum ís- lenska fyrirtækisins á kanadíska móðurfyrirtækinu sem þá var verið að ganga frá. Þótti það benda til mik- ils uppgangs fyrirtækisins. Ekkert Thermo Plus Europe á Islandi: Kaupir móöurfyrirtækiö í Kanada - gert ráð fyrir tvöföldun á tekjum og hagnaði und.infa'ngiimi úttckt á Ugatetwm ci« Oárhagstegum þártura kauponna ur búíst við aö @?n*lö verðf Midatv tega frá kaupunutn í k>k sutnars. Meö kauptun á kanadfska mðöur- lyrlrtækínu er reiknaft meö aft tvö- ialda tekjur og hagnað Thenno Plus Eurtípe á fsfctndf. W á framleiöslu götðn aö aukast arax ura 2.70 pró- sent. Gert or ráð f>rir aö höfuö- aöötrar og alþjóöleg yflrstjóm fyrfr- ttpkisius verfti á ístmdi. Aukin áhersla veröur fögö á ramisóknar- oss þröunarstarf á vegum fvTirueks- ins á íslandl. I fttHtatllkyimingu sem Torn Raseíngntw. forstjóri Thermo Plus. sendl frá sér fyrir höttd lyrirtækisíns segírað samrun- inn rnuni hafa tniktl áhrif á Thermo Ptus intemat katai. ein kura Jtega r til skamms tinu er lítiö -HKr/ött//KGP \ I 3PI Enn ðljóst með kaup Frétt í DV frá því 29. júní í sumar. Þar kemur fram aö Tom Roseingra- ve, forstjóri Thermo Plus Europe á íslandi, sé að kaupa kanadískt móöurfyrirtæki fétagsins og vænti mikils af framhaldinu. virðist þó enn bóla á kaupunum. Kristinn Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Thermo Plus í Njarðvík, segir málið enn á viðræðustigi en nú væri að ljúka úttekt á kanadíska fyrirtæk- inu. „Viðræður eru að fara í gang og þetta lítur mjög vel út,“ sagði Krist- inn en vísaði að öðru leyti á stjórnar- formann fyrirtækisins. Ásbjörn Jónsson, lögmaður hjá Lögfræðistofu Suðurnesja, er nú stjórnarformaður Thermo Plus á ís- landi. Hann segist bund- inn trúnaði vegna við- ræðna um kaup á kanadíska fyrirtækinu. „Vonandi get ég sagt frá málinu í byrjun október ef samningar nást.“ Varðandi samskipti við Einar Inga og félaga vildi Ásbjöm sem minnst tjá sig en sagði að búið hafi verið að gera samkomulag um uppgjör við þá og það væri allt frá gengið. Þá væri staða fyrirtækisins góð og framleiðsla í full- um gangi. Einar Ingi Sigurbergsson segir rangt að gert hafi verið upp við hann. Hann segist því verða að stefna félaginu vegna þess að ekki hafi verið staðið við kaup á hluta- bréfum hans í fyrirtækinu. „í öðra lagi er stefnt vegna óuppgerðra ábyrgða og í þriðja lagi vegna við- skiptaskulda sem enn hefur ekki ver- ið staðið við að greiða. Við fengum skuldabréf en af þeim hefur ekki ver- ið borgað í marga mánuði.“ -HKr. Össur Skarphéðinsson segir tómlæti ríkja vegna E1 Grillo: Getur orðið al- varlegt um- hverfisslys - hreinsun fer í alþjóðlegt útboð, segir ráðherra DV-MYNDIR GARÐAR Sorgleg sjón Þaö var ófagurt um aö litast á slysstaönum, kindurnar dauöar eöa illa meiddar svo aflífa þurfti þær. 70 kindur drápust í bílveltu - klippa þurfti ökumanninn út úr flakinu Ossur Skarphéðinsson alþingis- maöur DV, STQDVARRRDI: Alls voru um 280 kindur í tengi- vagni aftan í fjárflutningabílnum sem valt milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar í fyrrinótt. en um 70 kindur drápust eöa þurfti að aflífa þær á staðnum. Verið var að flytja kindumar frá Jökuldal í sláturhús- ið á Homafirði. Bíllinn fór út af og valt og endaði á hliðinni, mikið skemmdur. Öku- maðurinn festist í bílnum og kalla varð á tækjabll slökkviliðsins á Stöðvarfirði til að klippa hann út úr bílnum. Mikil mildi þótti að hann slapp lítið meiddur. -GH Slysstaðurinn. / gærmorgun var unniö viö aö hreinsa slysstaöinn og fjarlægja tengivagn. Enn eru olíu- kekkir úr E1 Grillo að berast á fjörur Seyðfirð- inga og olíuvam- argirðingar yfir flaki skipsins virðast ekki megna að fanga þá olíu sem úr þvl streymir. „Flotgirðingin er ekki nærri nógu góð og "* greinilega ekki rétt hönnuö til að taka við þessari olíu,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi um- hverfísráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, sem skoðaði ástand- ið á laugardaginn ásamt Einari Má Sigurðarsyni alþingismanni og Örlygi Hnefli Jónssyni varaþingmanni. „Dúkurinn umhverfis girðinguna er ekki nógu djúpur þannig að olían kemst með ölduiðunni undir dúkinn. Rétt á meðan við stöldruðum þama við komu upp ansi stórir olíukekkir utan við girðinguna. Það er alveg Ijóst að þama getur orðið alvarlegt umhverf- isslys. Það átti auðvitað að nota sumarið til að ráðast í þetta. Ríkisstjómin bar fyrir sig að það þyrfti aö bjóða þetta út á EES-svæðinu en ég blæs algerlega á það. Þetta er það sem kallast á tryggingamáli „Force Majeur“, eða náttúruhamfarir. Það er með ólíkindum hvað tómlæti rík- isstjórnarinnar 1 þessu máli hefur verið mikið. Þá er ekki nóg að bless- aður umhverflsráðherrann hafi áhyggjur af mengun á Kolaskaga þegar hún virðist ekki taka eftir því sem er að gerast undir hennar eigin nefi.“ Málið er í undirbúningi Siv Friðleifsdóttir segir málið þannig vaxið að skipið hafi legið á hotni Seyðisíjarð- ar í áratugi, en ráðuneytið hafi tekið málið fost- um tökum síð- ustu misserin. „Það fór fram rannsókn á skip- inu til að skoða ástand þess og kanna hversu mikil olía sé í þvi. Það var reynt að hefta olíuleka úr skipinu í fyrra sem tókst ágæt- lega, en eigi að síður lekur enn úr þvi. Þessi umfangsmikla undirbún- ingsvinna er forsenda þess að hægt sé að fara út í hreinsun á olíunni úr skipinu. Það er tæknilega flókin og Siv Friöleifsdóttir umhverfisráö- herra Frá Seyöisfiröi Rannsóknir undirbúnar á skipsflakinu. erfið vinna sem nauðsynlegt er að undirbúa vel til að skaða ekki lífrík- ið. Við teljum að það þurfi að fara með þetta í alþjóðlegt útboð, m.a. til aö fá inn tækniþekkingu og tæki til að hreinsa olíuna. Áætlað er að kostnaðurinn við að hreinsa skipið geti verið um 200 milljónir króna. Ég hef lagt áherslu á að farið verði í hreinsun fyrr en seinna því vanda- málið hverfur ekki af sjálfu sér. Það er ekki fjármagn á núverandi fjár- lögum tU málsins og ekki er búið að tímasetja hreinsunina, en verið er að undirbúa málið,“ segir umhverf- isráðherra. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.