Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 32
NÝ NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTI0 SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Héraðsdómur Reykjavíkur: Norskur faðir stefnir danskri barnsmóður - sem flutti til íslands Norskur faðir er á leið til landsins til þess að mæta í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákveðið verður hvort barnsmóðir hans, sem búsett er á íslandi, þurfi að fara með barn þeirra aftur til Noregs. Að sögn fóðurins hafa foreldrar bamsins sameiginlegt forræði yfir dóttur þeirra sem er nýorðin tveggja ára. Barnsmóðirin, sem er danskur ríkisborgari en á íslenska móður, yf- irgaf sambýlismann sinn fyrir fjórum mánuðum og flutti til íslands. Hún tók barnið með sér en að sögn fóður- ins er það ólöglegt að annað foreldri ^flytjist með barn úr landi ef hitt for- eldrið samþykkir flutningana ekki. Málið heyrir undir alþjóðlegan samning sem ísland skrifaði undir árið 1995 - lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um for- sjá barna, afhendingu brottnuminna barna og fleira. Það verður tekið fyr- ir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. Óskar Thoroddsen hdl. er lögmaður mannsins. -SMK >Dansað í djupu lauginni I Fókus á morgun verður rætt við þær Dóru Takefusa og Mariko Ragn- arsdóttur sem eru nýir umsjónar- menn Djúpu laugarinnar á SkjáEin- um og fjallað verður tarlega um stór- myndina Dancer in the Dark sem frumsýnd verður um helgina. Guð- mundur Ingi Þorvaldsson er einn af okkar ungu og upprennandi leikur- um og ræðir hann um lífið í leikhús- inu auk þess sem Einar Öm Kon- ráðsson trúbador upplýsir um það hvemig er að takast á við lífið ný- fluttur á mölina. Þá verður bent á hvað íþróttafólkið okkar getur gert í :^*3ydney þegar það er dottið úr keppni og Lífið eftir vinnu er á sínum stað, itarlegur leiðarvlsir um skemmtana- og menningarlífið. FLUGSYNDUR ORN! Anægöur eftir sundiö Örn Arnarson glaðbeittur eftir úrslitasundið í morgun ásamt þjálfara sínum, Brian Marshall. Það munaði hálfri annarri sekúndu. Örn Arnarson hársbreidd frá bronsi á ÓL í morgun: et ekki horft á þetta - hrópaði móðir hans í faðmi fjölskyldunnar í Hafnarfirði íslenska þjóðin fylgdist sem einn maður með úrslitum í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney á nf unda tímanum í morgun þegar Öm Amarson var hársbreidd frá því að hljóta bronsverðlaun. „Ég get ekki horft á þetta,“ hróp- aði Kristín Jensdóttir, móðir hans, og huldi andlitið í höndum sér þar sem hún fylgdist með sundinu ásamt fjölskyldu sinni að Vestur- braut 20 í Hafnarfirði. „Við getum verið ánægð með þetta,“ sagði Öm Ólafsson, faðir hans, þegar ljóst varð að sonrn- þeirra kæmist ekki á verðlaunapall. Það munaði hálfri annarri sekúndu. í stofunni heima hjá foreldrum Móðir Arnar Gat ekki fylgst með. Amar í Hafnarfirði var nær því öll fjölskylda hans samankomin og amma Amar, Unnur Ágústsdóttir, minnti á að afasystir sundkappans i Sydney væri Hrafnhildur Guð- mundsdóttir....ókrýnd sunddrottn- ing íslands," eins og amman orðaði það. „Ég hef fylgst með eiginmanni, börnum og barnabömum keppa í sundi frá árinu 1948,“ sagði hún og var, eins og aðrir í fjölskyldunni í stofunni heima á Vesturbrautinni, ánægð þrátt fyrir allt. Það var Bandaríkjamaðurinn Lenny Krayzelburg sem hreppti gullið í 200 metra baksundinu i Sydney. Sjá nánar íþróttafréttir á bls. 17-24. -EIR/SMK Formannskjör í Neytendasamtökunum: Hallarbylting skipulögð Samkvæmt heimildum DV mun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fá mótfram- boð á þingi samtakanna sem hefst á morgun. Sagt er að Sverrir Am- grímsson, skorarstjóri við Tækni- skólann, muni gefa kost á sér í emb- ættið en ekki náðist í hann í morg- un. Þá ætlar Jón Magnússon lög- maður ekki að bjóða sig fram til varaformanns að nýju. Jón bendir á að Jóhannes sé bæði formaður og framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og segir að samstaða sé um að skilja þar á milli. Hann segist hins ekki vita til þess að Sverrir sé í framboði til for- manns þó eftir því hafi verið leitað. „Ef Sverrir gefur kost á sér reikna ég ekki með öðru en að samstaða verði um það,“ segir Jón. Jóhannes Gunnarsson sagöist í morgun ætla að gefa kost á sér til endurkjörs og að hann kannaðist ekki við mótframboð. „Ég gef kost á mér áfram. Ég kannast ekki við neitt mótframboð og veit ekki betur en að uppstOling- amefndin sé enn að störfum," sagði Jóhannes. Félagsmönnum Neytendasamtak- anna fækkaði jafnt og þétt allan síð- asta áratug, úr um 24 þúsund í um 14 þúsund, en sérstakt átak á þessu ári skilað nær 3500 nýjum félags- mönnum. „Neytendasamtökin hafa liðið fyrir sundrungu en þeim hefur ver- ið að takast að sanna sig að undan- fomu og ég vona að svo verði áfram. Það er ljóst að neytendur eru mjög jákvæðir í garð Neytendasamtak- anna eins og þau starfa," segir Jó- hannes. -GAR Bensínleki og mótorbilun Flugvél nauð- lenti á Kefla- víkurflugvelli Almannavarnakerfi rikisins var sett í viðbragðsstöðu skömmu eftir miðnætti í nótt þegar bilun kom upp i Hercules-vél í eigu bandaríska flughersins og lenti hún á Keflavík- urflugvelli. Vélin missti afl á einum hreyflin- um og bensínleka varð vart. Lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli var í fyrstu tilkynnt að 40 til 60 manns væru í vélinni en síðar kom í ljós að þeir voru innan við 20. Lendingin tókst vel og fólkið í vélinni sakaði ekki. -SMK Formaður Sundsambands: Stór dagur Benedikt Siguröarson „Þetta er stór dagur í sögu Sund- sambands íslands sem er að verða 50 ára í febrúar nk. Menn gerðu sér auðvitað góðar vonir og Örn er hér að staðfesta ár- angur sinn, sem er sá fimmti besti í heiminum á árinu og það er alveg frábært að ná að tví- bæta sig í undanrásum og undanúr- slitum og staðfesta þann tíma í úr- slitum, svo munar einum hundrað- asta úr sekúndu," segir Benedikt Sigurðarson, formaður Sundsam- bands íslands, um árangur Amar Amarsonar á Ólympíuleikunum í morgun. „Það er ekki hægt að fara fram á meira. Öm náði öllum markmiðum sínum, fyrst að komast í undanúr- slit og i úrslit. Hann hélt sinni stöðu í hópnum sem fór í úrslitin..“ -ÓK Læknar dragi ásakanir til baka „Við gerum kröfu um að tals- menn landlæknisembættisins dragi til baka ásakanir, þar sem því er enn haldið fram, að Dole-jöklasalat sé langlíklegasti smitvaldur salmon- ellufaraldursins," sagði Almar Öm Hilmarsson, framkvæmdastjóri Ágætis, eftir að fyrstu niðurstöður salmonellurannsóknar heilbrigðis- yfirvalda lágu fyrir í gær. Þær sýndu að engin salmonella ræktað- ist í sýnum þeim sem tekin höfðu verið úr salatinu. Læknar land- læknisembættisins segja þó flest benda til þess að sýkingin hafi kom- ið úr jöklasalati frá Dole. Sýni úr því eru enn í ræktun og liggja heild- amiðurstöður því ekki fyrir. Almar Örn sagði að sala á öllu grænmeti hefði dregist verulega saman í kjölfar umræðnanna. Fyrir- tækið myndi hugsanlega leita réttar síns fyrir dómstólum. -JSS Tilboösverö kr. 4.444 brother Lítil en STÓRme 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum P-touch 1250 Rmerkileg merkivél Raffoort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport I SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.