Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 Skoðun I>V Hver finnst þér að lágmarks- laun ættu að vera? Erla Elíasdóttir nemi: Ég er ekkert aö spá I þaö. Guðbjartur Alexandersson: Þaö er svo afstætt. Það er misjafnt hvaö fólk gerir sig ánægt meö. Dagur Bjarnason nemi: Svona 80 þúsund krónur. Heiðar Sigtryggsson nemi: Ég myndi segja um 130 þúsund krónur. Birgir Hrafn Búason nemi: Lágmark 120 þúsund krónur. Daníel Jakobsson nemi: 120 þúsund krónur. Feröamenn við Fjallfoss í Dynjanda Dynjandisheiöi kemur alltaf iila undan vetri. Jarðgöng á Vestfjörðum „Göng ígegnum þessi tvö fjöll gœtu hugsanlega verið rétt um 3 km og vœru mik- ið ódýrari og samanlagt vœru þessi tvenn göng um 6 km. Þannig vœri hægt að losna við Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði... “ Þvl miður fyrir aUan Vestfjarða- kjálkann eru vega- mótagöng undir Dynjandisheiði að loknum jarðgöng- um úr Dýrafirði inn í Borgarfjörð - til þess að rjúfa eingangrun Vestur- byggðar og ísa- fjarðar í eitt skipti fyrir öll - ekki inni í jarðgangaáætl- un Vegagerðarinnar sem samgöngu- ráðherra kynnti fyrr á þessu ári og á sama tíma og fyrir Austurland sem þarf að ganga fyrir vegna stór- iðjuframkvæmda á Reyðarfirði. Vegamótagöng undir Dynjandis- heiði yrðu að vísu talsvert lengri heldur en Vestfjarðagöngin (sem eru 9 km) en vegamótagöng undir heiðina, sem alltaf kemur illa und- an vetri, gætu orðir eitthvað um 16 km. Framkvæmd við slík göng tæki u.þ.b. 6 ár. Þá kynni að vera fljót- legra og auðveldara að gera tvenn önnur göng; í gegnum Laugabóls- fjall inn í Geirólfsfjörð nálægt Langabotni ásamt öðrum göngum í gegnum Norðfjall. Þau kæmu inn í Norðdal í Trostansfirði, samhliða lagningu vegar um Geirþjófsfjörð, nálægt Langabotni. Göng í gegnum þessi tvö fjöll gætu hugsanlega verið rétt um 3 km og væru miklu ódýrari og saman- lagt væru þessi tvenn göng um 6 km. Þannig væri hægt að losna við Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði og einangrun Vesturbyggðar og ísa- fjarðar yrði rofm fyrir fullt og allt. Þá væru líka dagar flugvallarins á Bíldudal taldir. Eftir stendur einn þröskuldur á leiðinni inn að Flókalundi og inn á Barðaströnd. Það eru Breiðafell og Tröllaháls. Þarna mætti gera göng úr botni Norðdals, sem þá gætu komið inn á veginn sem liggur að vegamótunum við Flókalund. Jarð- göng undir Breiðafell og Tröllaháls yrðu hugsanlega aðeins lengri held- ur en göng í gegnum Laugabóls- og Norðfjall.. Þetta þýðir að umferð í gegnum Vestfjarðagöngin myndi aukast ef Vestfirðir yrðu þá eitt at- vinnusvæði, þ.e. Vesturbyggð og ísafjarðarbær. Þetta yrði mikil samgöngubót milli Vesturbyggðar og byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Ef jarð- göng yrðu gerð úr botni Mikladals undir Kleifaheiðinni í Ósafjörð á leiðinni til Patreksfjarðar yrði flug- ferðum á veturna milli ísafjarðar og Patreksfjarðar hætt. Fyrirhuguð göng úr Dýrafirði inn í Borgarfjörð, sem eru í öðrum pakka jarðgangaá- ætlunar Vegagerðarinnar, geta al- veg eins verið í fyrsta pakka sam- hliða Austurlandi en Siglufjarðar- göng í öðrum pakka vegna efasemda um þau síðastnefndu. Gu&mundur Karl Jónsson skrifar: Marktækur verðbréfamarkaður? Bjarni Gunnarsson skrifar. Undir samheitinu Peningamark- aður, sem birtist í Morgunblaðinu virka daga, sýnist manni oft sitt- hvað skrýtið. Eitt er það að þar má sjá skráningu hlutabréfa í hinum og þessum fyrirtækjum sem sýnir meira og minna sama gengi dag eft- ir dag. Jafnvel fyrirtæki sem á allra vitorði er að hafa sýnt hrapandi fjárhag, hafa slæmt orðspor og eng- ar væntingar um að rætist úr rekstrarlegri stöðu. Ég nefni auðvit- að engin nöfn en margir hafa orðað þetta í mínum kunningjahópi og haft ýmsar faglegar skýringar á „Það stingur svo í stúf þeg- ar maður býður bréf til sölu í einstökum fyrirtœkj- um að þá er svarið oftar en ekki að gengið sé nú orðið mun lægra eða að ekkert kauptilboð sé í gangi...“ hraðbergi, oft á gamansaman hátt. Þarna eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá sem t.d. eiga hlutabréf í einhverjum mæli í einhverjum þeirra fyrirtækja sem skráð eru á verðbréfamarkaði. Hlutabréfavið- skipti á Verðbréfaþingi íslands eru svo send til fjölmiðla og þar birtist gengisskráning bréfa frá degi til dags fólki til hagræðis. Það stingur svo í stúf þegar mað- ur býður bréf til sölu í einstökum fyrirtækjum að þá er svarið oftar en ekki að gengið sé nú orðið mun lægra eða að ekkert kauptilboð sé í gangi og maður dregur sig því í hlé þann daginn. En skráning á verð- bréfaþingi heldur áfram eins og ekkert hafi ískorist og sýnir stöðug- leika viðkomandi fyrirtækja. Maður spyr sig: Er þetta yfirleitt marktæk- ur verðbréfamarkaður? Dagfari Hvað eigum við nú að gera? Dagfari er alveg eyðilagður þessa dagana. Það er ekki út af blessaðri salmonellunni sem valdið hefur því að fjöldi landsmanna hefur komist í ókeypis bráðamegrun. Það er ekki heldur út af veðrinu eða leiðinlegum veður- spám. Nei, þetta er út af fyrirbæri sem nefnt er Efnahagsbandalag Evrópu, eða ESB eins og það heitir í skammstöfun. Málið er að Dagfari hefur hlustað á ótelj- andi ræður íslenskra stjómmálaskörunga um það hvort einhver skynsemi geti falist í því fyrir íslendinga að ganga i þetta merkilega ESB. I upphafi var Dagfari sannfærður um að það yrði til mikillar bölvunar ef okkar mis- vitru landsfeður tækju upp á því að senda umsóknareyðublað til Brussel. Við myndum þar með tapa öllum yfirráðum yfir auðlindum okkar, fjármálastjóm og glata hreinlega sjálf- stæði þjóðarinnar. Þetta var borðleggjandi og í raun hinn eini sannleikur í málinu. Svona var þetta einfalt alveg þangað til Dagfari fór að opna eyrun fyrir undurblíðri rödd fram- sóknarhöfðingjans Halldórs Ásgrímssonar. Þá fyrst fór að vandast málið. Halldór, sem hefur hingað til talist helsti varðmaður auðlinda hafs- ins, hann var allt í einu farinn að tala eins og hann væri þegar farinn að pakka saman og flytja til ESB. Síðan hef ég verið að hlusta eftir hverju Fyrir skömmu var svo komið að ég var orðinn sannfærður Evrópusinni og jafnvel til í að flytjast sem töskuberi með Halldóri til Brussel. orði sem Halldór hefur um þetta mál að segja. Fyr- ir skömmu var svo komið að ég var orðinn sann- færður Evrópusinni og jafnvel til í að flytjast sem töskuberi með Halldóri til Brussel. Halldór var með sannfæringarkrafti sínum, en án þess þó að segja nokkum skapaðan hlut, búinn að snúa mér til réttrar trúar á ESB. Það olli Dagfara því gríðarlegu hugar- angri þegar hann fletti útlenska héraðs- fréttablaðinu Financial Times nú i vikunni. Þar var landsbyggðaumfjöllun um afskekkt- ar byggðir þar sem islensk máleftii bar á góma. Auðvitað var þar rætt við okkar heittelskaða Halldór Ásgrímsson um Evr- ópumálin og allt gott um það að segja. Ekki varð það til að skyggja á ESB-trú Dagfara. Þarna var hins vegar líka rætt við Davíð Oddsson, helsta samherja okkar Halldórs og besta vin í ríkisstjórnarsamstarfl. Hann er á alveg öndverðri skoðun og talar eins og beint frá mínu hjarta - áður en ég upp- götvaði Halldór. Davíð er líka ekki síður sannfærandi en Halldór og skemmtilegur í þokkabót. Þessi fjandans umfjöllun í útlenska blaðinu er því búin að setja alla mína sannfær- ingu i uppnám. - Á ég að halda með ESB eða á ég ekki að halda með ESB? Um þetta snýst líf Dagfara í dag. Hætt er við að ef Davíð og Halldór komast ekki aö samkomulagi fljótlega þá verði Dagfari að bryðja geðdeyfitöflur það sem eftir er Einkennileg skattaumræða Þórður Kristjánsson skrifar: Eftir að sjávarútvegsráðherra brydd- aði upp á umbun til fyrirtækja með skattalækkun hefur ekki linnt gagnrýni frá ýmsum hliðum. Sárgrætilegast þyk- ir mér að heyra talsmenn annars stjóm- arflokksins og svo hagfræðing ASÍ taka illa í skattalækkun. Þeir minnast ekki einu sinni á að gagnvart aimenningi væri skattalækkun réttlætanleg og meira en það. Þeir fullyrða hins vegar, að ekki eigi að lækka skatta í góðæri. Halda þeir að nokkur ríkisstjóm myndi boða skattalækkun í kreppu? Maður skilur ekki svona máflutning og það hjá þeim sem eiga að vera í forsvari fyrir launþegum. Auðvitað er skattalækkun á almennum launþegum það ráð eitt sem þeim dugar. AJlt annaö er hjóm og sýndarmennska. Fyrirhuguð kjördæmabreyting stendur enn í vegi framfara og heildarhagsmuna. Eitt kjördæmi Hjörtur Jónsson hringdi: Ágætur leiðari í DV sl. þriðjudag ætti að vera leiðarljós fyrir þingmenn okkar og snúa frá þeirri villu að auka enn veldi smákónga landsbyggðarinnar og dreifbýlisins með því að stækka lands- hlutakjördæmin í stað þess að samein- ast um landið sem eitt kjördæmi. Það sem stendur helst í vegi verulegra fram- fara á íslandi er að atkvæðisréttur manna er ekki jafn hvar sem þeir búa á landinu, eins og bent er á í forystugrein DV. Öllum er ljóst að heildarhagsmunir eru ekki teknir fram fyrir þrönga hags- muni einstakra landsvæða. Veldi smá- kónganna er orðið yflrþyrmandi og því verður að breyta sem allra fyrst. V íkingahr ossin Jón Einarsson hringdi: Ég get ekki annað en stutt sýslu- manninn á Höfn í Homafirði sem læt- ur i ljósi áhyggjur af seinagangi rann- sóknar á sölu og flutningi hrossanna með víkingaskskipinu Hvítserk frá ís- landi til Noregs. Ég varð einnig fyrir vonbrigðum með viðbrögð hins víðkunna hestaíþróttamanns sem seldi hrossin til útflutnings. Það var þó hann sem olli þessu fjaðrafoki í upphafi með sölu hrossanna úr landi. Vonandi stendur sýslumaður þeirra Homfirðinga í stykkinu og ýtir á eftir rannsókninni. Ályktun sam- gönguráöherra Arni Einarsson skrifar: Ég rak augun í grein samgönguráðherra í Mbl. þ. 16. sept. sl. Svargrein við annarri sem birst hafði um fraktfluvél sem Flug- leiðir hf. tóku á leigu en þurfti sérstakt leyfi BÖ®varsLn ráðherra til að lenda hér á íslandi. í þessari svargrein sam- gönguráðherra lýsti hann sérstökum áhyggjum af því þegar veist væri að Flugleiðum hf. sem gegndu því mikil- væga hlutverki að halda uppi flugi yfir Atlantshafið í harðri samkeppni. Mér finnst óráð af samgönguráðherra að lýsa yfir sérstökum áhyggjum af einu samgöngufyrirtæki umfram ann- að, einkum og sér í lagi vegna þess að Flugleiðir geta hvenær sem er hætt viðkomandi flugi, gefi það ekki þann arð sem þurfa þykir. iDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.