Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 2
2 ________________________________LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Féll úr höndum dyravarða fram af sviði: Höfuðkú pu brot i nn á skemmtistað - klukkan 6 að morgni Ofurölvi maöur á þrítugsaldri sleit sig úr höndum dyravarða skemmtistaðarins Strikið-Casinó í Reykjanesbæ um síðustu helgi og féll fram af sviði staðarins með þeim afleiðingum að hann höfuð- kúpubrotnaði og brákaði hryggjar- liði. Maðurinn var fluttur á Land- spítaiann í Reykjavík þar sem hann liggur enn. „Atburðurinn átti sér stað klukk- an sex að morgni enda staðir hér opnir fram eftir öllu,“ sagði Jóhann- es Jensson, rannsóknarlögreglu- maður í Reykjanesbæ. „Maðurinn mun hafa sofið áfengisdauða inni á staðnum þegar dyraverðir komu að og ætluðu að fjarlægja hann. Sleit maðurinn sig þá lausan með þeim afleiðingum að hann féll niður af sviði í tröppur og niður á gólf og höfuðkúpubrotnaði. Fallið er þó ekki nema um 70 sentímetrar,“ sagði Jóhannes Jensson. Hlynur Vigfússon, eigandi skemmtistaðarins, harmar atburð- inn: „Þetta var slys. Gesturinn var ofurölvi og afieiðingarnar vægast sagt leiðinlegar. Ég vona að hann Aögeröir dyravaröa enduöu meö ósköpum snemma morguns. nái sér að fullu.“ -EIR Mótmæli á Laugavegi: Kveikt í ísraelska fánanum „Ég tel að þetta hafi verið ís- lendingur af palestínsku bergi brotinn," sagði Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður samtakanna Ísland-Palestína, um mann sem kveikti í ísraelska fán- anum fyrir utan skrifstofu ísra- elska konsúlsins að Laugavegi 7 í gær. Atburðurinn átti sér stað að loknum fundi samtakanna á Lækj- artorgi þar sem fjöldamorðum ísraelska setuliösins i Palestínu var mótmælt. „Maðurinn kveikti í fánanum og stappaði síðan á hon- um þar til lögreglan greip í taumana," sagði Sveinn Rúnar, en lögreglan lét vera að handtaka manninn. -EIR Kveikt í Átök fyrir framan ísraelsku ræöismannsskrifstofuna á Laugavegi í gær. Vegagerð og lögregla: Starfssvið lögreglunnar aukið Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra, gerir þá athuga- semd við grein sem birtist í DV í gær um sam- starfsverkefni Vegagerðarinnar og lögreglu að lögreglumenn þeir sem ferðast munu um í bílum með Vegagerðar- starfsmönnum hafa stærra starfs- svið en áður tíökaðist í samstarfi Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Með þessum nýja samningi sem gerður var á milli Vegagerðarinnar og Ríkislögreglustjóra í sumar er samstarfið útvíkkað og fyrir lög- gæsluna felast í þessu nýir hlutir,“ sagði Ingvi Hrafn. Lögreglumenn- irnir geta sinnt annars konar um- ferðargæslu, en áður fólst starf þeirra aðallega í að aðstoða Vega- gerðarstarfsmenn við mælingar á ökuritum og þyngd stórra ökutækja. Nú geta lögreglumennirnir meðal annars sinnt eftirliti með hraðakstri," segir hann. Ingvi Hrafn bætti því við að til þessa verkefnis eru ráðnir nýir lög- reglumenn sem bætast viö þá sem sinntu þessu starfi áður. -SMK Ingvi Hrafn Óskarsson. Þrjú tilboð í Skipasmíðastöðina á ísafirði: Seld á 19 milljónir - eigandi Skipasýnar meðal væntanlegra hluthafa son var stadd- ur á fundi úti í Póllandi í gær, en þar er hann í tengslum bæði við teiknistofu og skipasmíða- stöð. í samtali við DV sagði Sævar að ekki væri búið að ganga endan- lega frá mál- inu, en gerði ráð fyrir að það kæmi í ljós eftir helgi hver hans þáttur yrði í kaupunum. -HKr. Skáldkonan Lise Norgaard: Kom sem gölluð vörusending Skipasmíðastöðin á ísafiröi Ein fárra stööva sem sinnt hafa stálskipasmíöi á undanförnum árum. Skiptastjóri Vilhjálmur H. VO- hjálmsson hrl. og veðhafar hafa ákveð- ið að taka hæsta tilboði í eignir þrota- bús Skipasmíðastöðvarinnar hf. á ísa- firði að upphæð 19 milljónir króna. Til- boðið mun þó ekki duga fyrir skuldum stöðvarinnar. Tilboðiö var gert fyrir hönd væntanlegs hlutafélags sem ætl- unin er að stofna á næstunni. Fyrsta greiðsla mun þegar hafa verið innt af hendi. Þijú tilboð bárust í þrotabú Skipa- smíðastöðvarinnar sem varð gjald- þrota í sumar. Áðumefnt tilboð upp á 19 milljónir og tvö önnur upp á 13 og 10 mUljónir króna. Að tilboðinu, sem nú hefur verið tekið, standa Aðalsteinn Ómar Ás- geirsson, útgerðarmaöur á ísafirði, og fleiri. Aðspurður staðfesti Aðalsteinn Ómar að kaupin hefðu átt sér stað en vildi ekkert láta eftir sér hafa um hverjir stæðu að kaupunum með hon- um. Hann hefur m.a. gert út togara í samvinnu við Aðalbjöm Jóakimsson sem eitt sinn var kenndur við rækju- verksmiðjuna Bakka í Hnífsdal og síð- ar Bolungarvík. Sagðist Aðalsteinn Ómar ekkert gefa frekar upp um mál- ið fyrr en eftir helgi. Heimildir DV herma þó að í hópi nýrra eigenda Skipasmíðastöðvarinn- ar sé m.a. Sævar Birgisson skipa- tæknifræðingur, aðaleigandi í Skipa- sýn í Reykjavík, en hann var fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinn- ar fyrir nokkrum árum. Sævar Birgis- Danska skáldkonan Lise Norgaard kom til íslands á fimmtudag og mun í dag kynna nýútkomna bók sína Kun en Pige eða Bara stelpa. Skáld- konan áritar bókina í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í dag, laugardag, klukkan 14. Lise Norgaard kom í heiminn eins og „gölluð vörusending inn í borgaralega fjölskyldu" á þeim ár- um þegar fyrsta bamið átti að vera drengur. Lise fékk Islandsferðina í sára- bætur vegna slæmrar meöferðar sem hún varð fyrir í tolli við síð- ustu íslandsheimsókn. Lise hefur skoðað sig um á ís- landi og hún hitti íslenska rithöf- unda í húsakynnum Rithöfunda- sambands íslands á fimmtudag. getnaðarvarnir Ríkisstjómin fjall- aði um aðgerðir til að draga úr fóstur- eyðingum og ótíma- bæram þungunum ungra stúlkna á fundi sínum í gær. ; Takmark stjórnar- innar er að fækka þungunum ungra stúlkna um helming á tíu árum. Guð- rún Ögmundsdóttir leggur til að getn- aðarvarnir verði ókeypis fyrir ung- lingsstúlkur. Visir.is greindi frá. Skuldir þrefaldast Erlendar skammtímaskuldir Seðla- bankans hafa hækkað um 11 millj- arða króna frá áramótum. Aðal- bankastjórinn rekur skuldirnar til varnarbaráttu um gengi krónunnar. Upplýsingarnar er að finna í efna- hagsreikningi Seðlabanka Islands. í lok september námu erlendar skamm- timaskuldir bankans 14,7 milljörðum en voru ekki nema 3,7 milljarðar um áramótin síðustu. Vísir.is greindi frá. Afreksstefna Eftir viðræður við forystu íþrótta- og Ólympíusambands ís- lands hefur Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra ákveðið að skipa starfshóp til j að kanna hvaða leiðir eru skynsamlegastar til að efla enn frekar afreksstefnu sér- sambanda ÍSÍ og íþróttahreyfingar- innar almennt. Vísir.is greindi frá. Ekki forsenda auölindagjalds Samtök fiskvinnslustöðva fagna til- lögum auðlindanefndar um auðlinda- gjald í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna í gær. Hins vegar er lögð áhersla á að auðlinda- gjald verði að vera hóflegt og taka mið af afkomu sjávarútvegsins sem stendur ekki undir frekari útgjöldum um þessar mundir. Vísir.is greindi frá. Áfram Grænlandsflug Heimastjórn Grænlands hefur samið við Flugfélag íslands um að halda áfram flugi frá Reykjavík til Kulusuk. Síðasta flug var í síðustu viku og átti flugið að liggja niðri í vet- ur. Heimastjómin styrkir hverja flug- ferð um 200.000 krónur fram að ára- mótum. Ríkisútvarpið greindi frá. Alþingi áminnt Landsbréf hf. hafa sent frá sér at- hugasemd vegna ummæla sem féllu á Alþingi í fyrradag þar sem vitnað var til viðtals við tvo sérfræðinga á fjár- málamarkaði. Landsbréf vísa því á bug að ummæli sérfræðings Lands- bréfa hafi verið óábyrg og að um hrakspár hafi verið að ræða. Við- skiptablaðið greindi frá. Bréf Búnaðarbanka Bankastjórn Bún- aðarbanka sendi öll- um starfsmönnum bréf i gær þar sem tekið var fram að engar ákvarðanir; hefðu verið teknar um sameiningu Bún- aðarbanka og Lands-’ banka. Starfsmenn em hvattir til að láta fregnir af hugsanlegri samein- ingu ekki trufla sig frá vinnu sinni. Ríkisútvarpið greindi frá. Nýr formaöur Jón Ingi Kristinsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar, var í gær kosinn formaður Alþýðusam- bands Austurlands. Jón Ingi var einn í framboði og sagðist taka viö á mikl- um óvissutimum fyrir sambandið vegna fyrirætlana um sameiningu verkalýðsfélaga. Ríkisútvarpið greindi frá. -bþg Aögengilegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.