Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Side 11
11 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 I>^ Skoðun Lausn dönsku „Hvaö á svo að gera við húsmæðra- skólana?" spurði morgunhani Rásar 2 danska blaðamanninn og rithöfundinn Lise Norgaard í gærmorgun. Ég var á leið í vinnuna og rétt stilltur þvi morg- unþáttur þessarar rásar Ríkisútvarps- ins hefúr batnað að imdanfómu með framlagi Ingólfs Margeirssonar. Við- fangsefnið þessar mínútur sem ég keyrði í vinnuna var danski höfundur- inn og aðalpersóna í sjáifsævisögunni sem við sáum á Stöð 2 á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, Kun en pige eða Bara stelpa. Það var raunar ekki Ingólfur sem rabbaði við Lise. Gott ef það var ekki nafna hennar Lisa Páls, margreynd útvarpskona. Mér fannst það að minnsta kosti vera röddin hennar en spjallið var byrjað þegar ég kveikti. Okkar Lísa, hafi það verið hún, gaf nöfnu sinni eiginlega ekkert eftir í framburðinum á dönskunni. Það var hrein unun að hlusta á hana rúlla sér á r-inu og kokhljóðunum sem ég náði aldrei þrátt fýrir margra ára dönskunám. Ég gef mér það að ís- lenska Lísan hafi búið langdvölum í Danaveldi. Frambm-ðurinn næst að- eins með þeim hætti. Fyila þá af drengjum Ég beið spenntur eftir svari Lise hinnar dönsku. Ég hafði horft á þætt- ina kvöldin tvö, þó ekki nema með öðru auganu. Svo mikið sá ég að það hafði valdið foreldrum söguhetjimnar, að minnsta kosti fóðumum, vonbrigð- um að frumburðurinn var stúlka. Upp- eldið var eftir því og leiddi til þess að hún var í fyllingu tímans neydd til þess að fara á húsmæðraskóla. Eftir að stúlkan giftist og eignaðist börn beið hennar bamauppeldi í stað augljóss starfsframa. Karl faðir hennar hafði drottnað yfir æskuheimilinu en eigin- maðurinn virtist hálfgerður veifiskati og vart til stórræðanna. Hann var hins vegar bam sins tíma, ekki síður en tengdafaðirinn ráðríki, og kom hvorki að heimilishaldi né uppeldi bamanna. Danska Lísa hafði heldur engar vöfl- ur á svari sínu um húsmæðraskólana. „Það á annaðhvort að brenna þá til grunna,“ sagði hún, „eða fylla þá af drengjum." Þetta verða að teljast held- ur róttækar tillögur en því má ekki gleyma að konan talar af bitmri reynslu. Hún var neydd til vistarinn- ar. Ég missti því miður af húsmæðra- skólaþætti myndarinnar, hafi á annað borð verið fjallað um skólavistina. Þá veit ég ekki hvort húsmæðraskólar, með gamla laginu, em enn reknir í Danmörku. Ég hef heldur ekki hug- mynd um hvort þeir em enn við lýði á íslandi. Þeir vom það þó í minu ung- dæmi og kynslóð kvenna á undan þeirri kynslóð sem ég tilheyri sótti þessa skóla. Eflaust hafa ungu stúlk- umar sem það gerðu bæði átt góðar stundir og slæmar í þeirri vist, rétt eins og gengur og gerist. Hitt er Ijóst að þar urðu til ævilöng vináttubönd og saumaklúbbar til áratuga. Seinþroski eöa leti? Við hjónin höfum hins vegar haldið okkar heimili og alið upp bömin án þess að styðjast við reynsluna sem hægt var að fá í húsmæðraskóla. Auð- velt er að vísu að halda því fram að konan hafi haldið heimilið, þótt hún sleppti húsmæðraskólanum, en ég hafi fremur verið i hlutverki liðleskjunnar, manns dönsku Lísu í sjónvarpsþáttun- um. Við hjónin höfúm bæði unnið utan heimilis en mér fmnst stundum á minni góðu konu að ég hafi ekki tekið tillit til þess og raunar ekki skilið hlut- verk mitt eða að minnsta kosti ekki fyrr en með þriðja bami. Þegar hún hefúr bent á dæmi þessu Danska Lísa hafði heldur engar vöflur á svari sínu um húsmœðraskólana. „Það á annaðhvort að brenna þá til grunna, “ sagði hún, „eða fylla þá af drengjum. “ til stuðnings hef ég vart geta varist en leitað skjóls og raka í því að karlkynið sé almennt seinþroska. Því sé var- hugavert að karlar geti böm fyrr en undir fertugt. Fyrr séu þeir ekki til- búnir til þess að axla þá ábyrgð sem bameignum fylgir. Ekki veit ég hvort konan samþykk- ir þau rök. Líklegra er að hún líti svo á að um leti hafi verið að ræða. Vand- inn er nefnilega sá að alltaf má benda á ákveðin eintök kynbræðra minna sem standa sig ákaflega vel á heimili, þvo þvotta og matarílát, ryksuga, mat- búa og búa jafnvel óumbeðið um rúm. Ógnandi þvottakerfin í mínu tilviki óttast ég aö eiginkon- an hafi verið fylgjandi seinni tillögu Lísu dönsku. Það hefði átt að fylla hús- mæðraskólana af drengjum. Þangað hefði átt að senda sveina eins og mig til undirbúnings fyrir lífið. Þar hefði ég lært að matreiða, þvo þvotta, strauja, taka til og jafnvel grunnnám í saumaskap. Ekkert af þessu kunni ég þegar við hófum búskapinn og verð að viðurkenna að ég var seinn að læra. Samt hefúr mér farið fram. Ég lærði smám saman að handleika ungböm og gat skammlaust, að sögn konunnar, skipt á yngri bömum okkar. Ég hafði minni þolinmæði í að mata þau en reyndi þó stöku sinnum en gekk hægt að klæða þau. Ég get matbúið einfalda rétti og hef, leyfist mér að segja, náð nokkurri sér- hæfmgu i að grilla kjöt og flsk. Hakk og spaghetti leika i höndum mér og egg sýð ég af þeirri nákvæmni að fröken Helga Sigurðardóttir hússtjóm- Lísu arkennari hefði gefið hæstu einkunn. Ég kann á uppþvottavélina og þurrkar- ann en viðurkenni vanmátt gagnvart þvottavélinni. Þar fara saman ógnandi þvottakerfin og sú list að velja rétt í belg vélarinnar. Litað og hvítt ku eiga illa saman sem og efiii margs konar, ull, bómull og gerviefni sem ég kann ekki að nefna. Bardagí með bollur Allt þetta hefði ég ugglaust lært í húsmæðraskólanum hefði verið farið að ráðum dönsku Lísu og skólamir fylltir af drengjum. Vandinn er bara sá að karlkynið er eins og það er. Ég var nefhilega í tilraunahópi sveina, rétt um fermingaraldur. Ákveðið haföi ver- ið að breyta út af venjunni og kenna drengjunum matreiðslu. Sú list hafði fram til þess tíma eingöngu verið ætl- uð stúlkum. Það verður að viðurkenn- ast, þótt sárt sé, að tilraunin mistókst. Námsskránni var ekki fylgt. Ég var hvorki betri né verri en skólabræður mínir. Vanþroski okkar var átakanleg- ur og braust út í því að við notuðum bollur og deig sem skotfæri. í bardaga í kennslustofúnni klesstust bollumar og deigið því á veggi og borð. Náminu var sjálfhætt. Hússtjómarkennarinn gafst upp. Breyttur tíðarandi Svo mikið veit ég að þetta kæmi ekki fyrir ef við skólabræðumir fengj- um annað tækifæri. Við höfum þroskast, þrátt fyrir allt. Því væri ráð að endurtaka tilraunina og kenna hin- um ráðsettu sveinum hússtjóm og matseld. Þá yrði deigið að kökum og bollumar fæm í pott eða pönnu en enduðu ekki sem klessur á vegg. Hús- stjómarkennarinn fengi betri meðferð og gæti jafnvel bætt inn aukatímum fyrir þá áhugasömu í þvottakerfúm og meðferð straujáma. Vandinn er bara sá að húsmæðra- skólamir era líklega ekki til lengur, hvorki fyrir stelpur né stráka. Því ræður breyttur tíðarandi, óþekkir strákar og konur eins og danska Lísa. Kynin verða því hér eftir að bjarga sér sameiginlega á skyndiréttum og pappadiskum. Spumingin er bara: hver á að fara út með raslið? Bush á hálum ís „Eiginlega er það merkilegt að George Bush skuli enn vera með í baráttunni. Hann kom reyndar bet- ur fyrir en flestir höfðu reiknað með. En það segir meira um veik- leika Bush sem kappræðumanns en um kappræð- urnar í gær. Á fyrsta fundi sínum andspænis A1 Gore sýndi Bush hvað eftir annað hversu háll ísinn er und- ir pólítískum rökum hans. Hann nefndi til dæmis að Rússland ætti að taka við hlutverki Bandaríkj- anna á Balkanskaga þrátt fyrir að stefna Rússlands þar sé allt önnur og hliðhollari Serbum. Hvað eftir annað réðist Bush á tengsl Gores við stjórnina í Washington og digra kosningasjóði. Sjálfur reyndi hann að líta út eins og hann væri flekk- laus. Slík rök verða bara hlægileg sé tekið tillit til eigin flölskyldutengsla Bush, langs tíma hans í pólítík og þeirrar staðreyndar að hans mun verða minnst í sögunni sem fram- bjóðandans sem byggði alla baráttu sína á digrum sjóðum frá ameríska kapítalinu." Úr forystugrein Aftonbladet 4. september. Ögrun Sharons „Ástæðan fyrir uppreisninni, sem nú er gerð fyrir augum sjónvarpsá- horfenda um allan heim, er marg- þætt. Neistinn, sem kveikti bálið, var heimsókn hægrileiðtogans Ariels Sharons á Musterishæðina. Sharon vissi tæplega nákvæmlega hvað hann setti i gang en gamla her- stjórnarsnillingnum var fullkom- lega ljóst að heimsókn hans til hinna helgu staða yrði túlkuð sem ögrun. Það er líka stefna Sharons að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir friðarsamkomu- lag sem bæði forsætisráðherra ísra- els og forseti Palestínu segjast vilja ná. Og sjálfsagt vissi Sharon, með sína miklu reynslu, að heimsókn hans, sem Palestínumenn segja ábyrgan fyrir íjöldamorðunum i Sabra og Shatila í Líbanonstríðinu 1982, á hinn helga stað myndi leysa úr læðingi miklar tilflnningar sem erfitt yrði að hafa hemil á.“ Úr forystugrein Aftenpostgen 3. október. Féll á eigin bragði „Ákvörðun Slobodans Milos- evics um að ógilda kosningarnar sem hann tapaði i var ekki bara skammarleg til- raun til að tryggja honum áfram- haldandi setu fram á næsta sum- ar heldur einnig merki um veikleika. Ákvörðunin sýnir að Milosevic trúir því ekki lengur sjálfur að hann geti borið sigur úr býtum I annarri umferð þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hunsi hana. Þar með hafði Milos- evic gengið í eigin gildru. Þegar Milosevic fellur kveðja Serbar kald- hæðinn valdamann sem á tíunda áratugnum koma af stað hverju blóðbaðinu á fætur öðru á Balkanskaga. Auðvitað ber ekki ein manneskja alla ábyrgð á svo mörg- um harmleikjum. Samt sem áður ber Milosevic sjálfur mesta ábyrgð. ístað þess að vera verndari varð Milosevic banamaður Serba. Hundr- uð þúsunda Serba misstu allt i Króatlu og Kosovo og Serbía, sem varð einangruð á alþjóðavettvangi, varð veikt og snautt samfélag. En Milosevic sat áfram í valdastóli, að hluta til vegna þess að hann kunni að nýta sér þjóðerniskennd og písl- arvættishugsun Serba og að hluta með áróðri, brögðum og beitingu lögregluvalds. Úr forystugrein Politiken 6. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.