Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 x>v Carla del Ponte Aðalsaksóknari stríösglæpadóm- stóls SÞ í Haag er aö rannsaka at- hæfí Milosevics í Bosníu og Króatíu. Hún segist tilbúin aö taka viö hon- um og vill fá hann framseldan. Saksóknari vill að Milosevic verði framseldur Aðalsaksóknari stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna vill að Vojislav Kostunica, leiðtogi júgósla- venesku stjómarandstöðunnar og sigurvegari forsetakosninganna, framselji Slobodan Milosevic for- seta svo hann geti svarað til saka fyrir stríðsglæpi. „Ég ætla að nota þetta tækifæri og senda boð til Kostunica. Ég er til- búin til að taka á móti Milosevic í Haag hvenær sem er,“ sagði sak- sóknarinn, Carla del Ponte, á fundi með fréttamönnum í Pristina, hér- aðshöfuðborg Kosovo. Milosevic og fjórir aðrir háttsett- ir júgóslavneskir embættismenn voru ákærðir fyrir stríðsglæpi í fyrra vegna þjóðemishreinsana Serba gegn albanska meirihlutan- um í Kosovo. Færeyjar: Þriðjungur styrks frá Danmörku í rekstur ríkisins Stjóm Anfinns Kallsbergs í Fær- eyjum setur aðeins um þriðjung fjárstyrksins frá Dönum í rekstur færeyska ríkisins, eða um 3,7 millj- arða íslenskra króna. Þessar upplýs- ingar koma fram í fjárlagafrum- varpinu færeyska fyrir næsta ár. Fjárstyrkur danskra stjórnvalda til Færeyinga nemur um 9,8 milljörð- um íslenskra króna. Tæpir fimm milljarðar verða lagðir til hliðar og til að borga upp lán en um 1,3 milljarðar íslenskra króna fara í að borga vexti. Ef Færeyingar fengju ekki fjár- styrkinn yrði hallinn á færeysku fjárlögunum fyrir næsta ár 3,7 millj- arðar íslenskra króna. En vegna styrksins verður tekjuafgangurinn 4,8 milljarðar. Bildt um Milosevic: Herkænskusnill- ingurinn sem tapaði stríðinu Slobodan Milos- evic er tækifæris- sinni og her- kænskusnillingur en alveg afleitur herstjórnarmaður. „Ef hann hefði verið í hemum hefði hann unnið allar orrustur og tapað stríðinu," sagði Carl Bildt, fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar og sendifulltrúi framkvæmdastjóra SÞ á Balkan- skaga. Bildt átti mikil samskipti við Milosevic við undirbúning friðar- samninganna í Dayton í Bandaríkj- unum árið 1995 sem bundu enda á stríðið í Bosníu. Bildt sagði fréttamanni Reuters að sér hefði fundist Milosevic vera óbilgjarn samningamaður en hreint ekki sá mikli þjóðemissinni sem hann var sagður vera, ekki nærri jafnmikill og aðrir þjóöarleiðtogar á Balkanskaga. Júgóslavneska þingið ætlar að viðurkenna sigur Kostunica: Átök í Jerúsalem og á Vesturbakkanum: Palestínumenn köstuðu grjóti í Grátmúrinn eftir bænahald Júgóslavneska þingið kemur sam- an á mánudag til að viðurkenna Vojislav Kostunica sem nýjan for- seta landsins. Dragan Tomic þingforseti sagði í gær að hann hefði sent bréf til Kost- unica, þar sem hann ávarpaði hann sem forseta júgóslavneska sam- bandslýðveldisins, og tilkynnt hon- um að þingið hefði verið kallað saman til að tryggja óhindraða starfsemi rikisins. Tomic var þar til nú einn nánasti bandamaður Slobodans Milosevic forseta. Rússnesk stjórnvöld gengu í lið með Vesturlöndum í gær þegar þau lýstu þvi yfir að Kostunica, fram- bjóðandi júgóslavnesku stjórnar- andstöðunnar, hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í síð- asta mánuði. Heim til Milosevics Igor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Slobodan Milosevic á heimili hans í einu úthverfa Belgrad í gær og hafði eftir honum að hann myndi ekki grípa til vald- beitingar til að halda í völdin. Þá hafði Ivanov eftir Milosevic að harðstjórinn fyrrverandi ætlaði sér áframhaldandi hlutverk í júgóslav- neskum stjómmálum. Bandarísk stjórnvöld lýstu aftur á móti yflr því að þau myndu ekki styðja neitt því um líkt. ívanov og Milosevic hittust dag- inn eftir að hundruð þúsunda Serba efndu til mótmælaaðgerða á götum höfuðborgarinnar til að binda enda á þrettán ára harðstjórn Milosevics. Innan ramma laganna „í viðræðunum lagði Milosevic áherslu á þá ætlun sína að leita frið- samlegrar lausnar og innan ramma laganna, að komast hjá allri vald- beitingu," sagði ívanov við frétta- menn i rússneska sendiráðinu. „Þar sem hann er leiðtogi stærsta stjómmálaflokksins í Serbiu ætlar hann sér að taka þátt i stjómmála- lífi landsins," bætti ívanov við. Fyrr um daginn hitti ívanov Kost- unica í gömlu forsetaskrifstofum Milosevics. „Ég færði Kostunica kveöjur frá Pútín Rússlandsforseta og óskaði honum til hamingju með sigurinn i forsetakosningunum," sagði rúss- neski utanríkisráðherrann. Rússar fá ákúrur Kostunica veitti Rússum hins vegar ákúrar fyrir hvað þeir hafa verið tvístígandi frammi fyrir því ófremdarástandi sem hefur verið í Júgóslavíu. Stjómlagadómstóll Júgóslavíu, sem ógilti forsetakosningarnar á fimmtudag, sá sig um hönd í gær og lýsti Kostunica sigurvegara. Banda- menn Milosevics f Svartfjallalandi sögðu að þeir myndu lika viður- kenna Kostunica sem forseta. Vestrænir leiðtogar lýstu yfir ánægju sinni með þróun mála. „Við urðum vitni að því í gær að serbneska þjóðin frelsaði sjálfa sig,“ sagði Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands. Falli Milosevics fagnaö Tugir þúsunda manna söfnuðust saman fyrir utan þinghúsiö í gær til að fagna falli Slohodans Milosevic forseta. Búist er viö aö Vojislav Kostunica veröi formlega útnefndur nýr forseti Júgóslavíu á mánudag þegar þing landsins kemur aftur saman. Vestrænir leiötogar fagna mjög þróun mála. Átök brutust út við Al-Aqsa moskuna i Jerúsalem eftir bæna- hald múslíma i gær þegar Palestínu- menn hófu grjótkast að Grátmúm- um. Einnig kom til átaka við Ljóna- hliðið umhverfis gamla borgarhlut- ann, ekki langt frá Grátmúmum. Tugir Palestínumanna tóku þátt í grjótkastinu en lögreglan svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi að mótmælendunum. Tíu manns hlutu sár í látunum. Sex Palestínumenn að minnsta kosti féllu í átökum við ísraelska hermenn í Jerúsalem, á Vestur- bakkanum og Gaza. Síödegis í gær höfðu þá 75 menn látið lífið í átök- unum sem hófust fyrir rétt rúmri viku. Her og lögregla í ísrael voru í við- Palestínumenn mótmæla Palestínumaöur treöur á skilti sem fjarlægt var af ísraelskri löggustöö. bragðsstöðu í gær eftir að skæru- liðasamtökin Hamas hvöttu Palest- inumenn til að sýna reiði sína í verki í gær. Um eitt þúsund lögregluþjónar voru á verði nærri Al-Aqsa mosk- unni þar sem fjórir menn voru skotnir til bana á föstudag í síðustu viku. Sjónarvottar sögðu að eftir bæna- haldið í gær hefði fjöldi Palestínu- manna byrjað að grýta Grátmúrinn. Lögreglan kom gyðingum, sem vom á bæn við múrinn, undan í flýti og klerkar múslíma hvöttu viö- stadda til að sýna stillingu. ísraelski herinn lokaði leiðum til og frá Vesturbakkanum og Gaza í gærmorgun og verður svo til mánu- dagskvölds, við lok Yom Kippur, mestu hátíðar gyðinga. Milosevic lofar að beita ekki valdi Stuttar fréttir Sinatra tryggði Kennedy Söngvarinn og leikarinn Frank Sinatra fékk mafí- una til að tryggja að John F. Kennedy færi með sigur af hólmi í forsetakosn- ingunum í Banda- ríkjunum árið 1960, að því er yngsta dóttir Sinatra sagði í sjónvarpsviðtali vestra. Sinatra gerði þetta að beiðni fóður Kenne- dys. HlV-börnum fjölgar HlV-smituðum börnum í Dan- mörku hefur fjölgað undanfarin ár. Að sögn danska blaðsins Aktuelt getur ástæðan verið sú að börnin lifa lengur en áður eða fleiri HIV- smituð böm komi til Danmerkur, einkum frá löndum Afríku. Á skíðum niður Everest Þrjátíu og sjö ára gamall Slóveni, Davo Kamicar, ætlar í dag að reyna að verða fyrsti maðurinn til að fara á skíðum niður Everest. Engin hætta á uppreisn Háttsettur maður í herforingja- stjórninni í Burma sagði í gær að engin hætta væri á að almenningur þar gerði uppreisn eins og þá sem gerð var í Júgóslavíu. Schliiter, nei takk Poul Schluter, fyrrum forsætis- ráðherra Danmerkur, fær ekki að vera í framboði til þings fyrir danska íhaldsflokkinn í næstu kosn- ingum, eins og flokksdeildin í Gentofte vildi. Formaður flokksins hafnaði hugmyndinni alfarið. Lykketoft gagnrýnir Mogens Lykke- toft, fjármálaráð- herra Danmerkur, gagnrýndi f gær kröfu samtaka at- vinnurekenda um að fá tilslakanir í fjárlögum næsta Árs. Atvinnurek- endur segja það nauðsynlegt til að hægt sé að skapa svigrúm á vinnu- markaðinum. Vilhjálms prins vel gætt Hundar og öryggisverðir gæta þess að enginn komist nálægt Vil- hjálmi Englandsprinsi sem er í sunnanverðu Chile þar sem hann ætlar að skoða dýralíf og byggja brýr með öðru ungu fólki. Gore heldur forystunni A1 Gore, forseta- efni demókrata í Bandaríkjanna, hef- ur fimm prósentu- stiga forskot á Ge- orge W. Bush, for- setaefni repú-blik- ana, samkvæmt daglegri fylgiskönn- un Reuters og MSNBC sem birtist í gær. Það bendir til að kappræðum- ar á þriðjudagskvöld hafi haft lítil áhrif á kjósendur. Evrópa verði stórveldi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær vilja að Evrópa yrði stórveldi sem léti að sér kveða á alþjóðavettvangi. Hann sagði í Varsjá að stækkun ESB til austurs ætti að hefjast á árinu 2004, til dæmis með inngöngu Póllands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.