Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Síða 16
16 ______LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV linni - Jóhannes Nordal, formaður auðlinda- nefndarinnar, segir frá starfi nefndarinnar „Þaö kom mér alveg á óvart þeg- ar ég var spurður hvort ég myndi taka kosningu til formennsku í þessari nefnd. Mér fannst satt að segja töluvert mikið í ráðist og var fyrirfram alls ekki viss um veruleg- an árangur." Þannig lýsir Jóhannes Nordal, formaður auðlindanefndarinnar sem nýlega skilaði áliti sínu, til- drögum þess að hann tók að sér þetta vandasama verkefni. Það er engin goögá að segja að fátt hafi klofið þjóðina í skýrari fylkingar en deilurnar um fiskveiðistjórnun- arkerfi það sem nú er beitt og ýms- ar hliðarverkanir þess. Ef við viljum leita að sögulegum hliðstæðum má segja að leita verði aftur til kristnitökunnar árið 1000. Þá, eins og nú, stóðu fylkingar and- spænis hvor annarri, reiðubúnar að grípa til vopna, þegar lausn fannst sem allir gátu unað við. í einlngu andans Auðlindanefhdin var kosin af Al- þingi í júní 1998 og skipuð níu mönnum og var Jóhannesi falin formennska. Nefndin var fyrst köll- uð saman 24. júní 1998 af forsætis- ráðherra, Davið Oddssyni. Síðan hefur nefndin fundað aÚs 65 sinn- um og notið aðstoðar fjölmargra sérfræðinga sem létu nefndinni í té álit og sérfræðivinnu. Flestir fund- anna fóru fram á efri hæð Ráð- herrabústaðarins þar sem nefndin hafði aðstöðu en einnig var fundað i hinu nýinnréttaða Þjóðmenning- arhúsi. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli en almennt má segja að viðbrögð séu góð. En var erfitt verkefni að ná niðurstöðu sem níu ólíkir fulltrúar gætu sætt sig við? „Almennt má segja að verkefni þetta hafi reynst tímafrekara en ég gerði ráð fyrir en ekki endilega erf- iðara. Það varð fljótlega ljóst að all- ir nefndarmennirnir níu voru sam- mála um að æskilegt væri að ná sameiginlegri niðurstöðu, að mark- miðið væri fyrst og fremst sátt á sem breiðustum grundvelli frekar en að hver og einn nefndarmanna setti svip sinn á lokaniðurstöðuna. Sá andi gerði nefndarstarflð mjög ánægjulegt og var í raun frumskil- yrði þess að árangur náðist.“ Legg ekki árar í bát Jóhannes var bankastjóri Seðla- banka íslands í 32 ár, frá 1961 til 1993. Hann var áratugum saman talinn einn áhrifamesti hagfræð- ingur íslands og það hefur verið haft við orð að álit auðlindanefnd- arinnar sé glæsilegur endir á ferli hans. Jóhannes er ríflega 76 ára gamall og hefur enn starfsaðstöðu í Einholti 4 þar sem mynt-, skjala- og bókasafn Seðlabankans er til húsa. Er þetta hans svanasöngur? „Ég legg ekki árar í bát að þessu loknu en ég reikna ekki með að taka að mér frekari verkefni þessu lík.“ Hver er höfundur? Margir hafa borið lof á skýran og greinargóðan texta niðurstöðu nefndarinnar þar sem fjallað er um flókna hluti á þann hátt að sem flestir ættu að geta skilið. Ert þú höfundur textans, Jóhannes? „Þetta er sameiginlegt álit en í samræmi við ábyrgð nefndarfor- manns setti ég fyrst á blað margt af því sem í því er að finna. Ég vil samt frábiðja mér allan höfundar- rétt á þessu plaggi því hann er mjög dreifður. Svona álitsgerð verður ekki til í einu vetfangi heldur geng- ur i gegnum margar breytingar þar sem margir leggja hönd á plóg og nær ómögu- legt að greina hver á hvað.“ Jóhannes er af skáldakyni en faðir hans, Sigurður Nor- dal, var mjög áhrifa- mikill í íslensku menningarlífi og skrifaði margt sem til fyrirmyndar þótti. Jóhannes hefur lung- ann úr sinni starfsævi samið árs- skýrslur, greinar- gerðir og nefndarálit. Er það erfltt verkefni að skrifa um fræði- legt efni á manna- máli? „Það þarf að forð- ast sérfræðilegan stíl svo textinn verði ekki of þungur. Þó að baki liggi sérfræði- legar álitsgerðir og hugtakakerfi og orðanotkun fræði- greina þarf niðurstaða eins og sú sem nú liggur fyrir að vera á sæmi- lega skiljanlegu máli. Ég vona að það hafi tekist og tel reyndar að já- kvæðar undirtektir bendi tO þess. Það er ákaflega mikilvægt fyrir alla sem þurfa að skrifa mikið að vera handgengnir bókmenntum og hafa einhverja tilfinningu fyrir máli og stíl.“ Alinn upp vift iestur En hefur þú sjálfur aldrei fengist við skáldskap og fetað þannig í fót- spor föður þíns? „Ég hef aldrei fengist við skáld- skap. Ég er alinn upp við lestur góðra bókmennta og hef ekki ein- göngu skrifað um efnahagsmál þó starfsvettvangur minn krefðist þess öðru fremur. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bókmenntum og ég vona að mér gefist tækifæri á næstu árum til að skrifa um þau hugðarefni mín frekar en að semja nefndarálit.“ Jóhannes stundaði nám við London School of Economics og lauk doktorsprófi þaðan 1953. Við- fangsefni hans voru lengi vel skyld- ari félagsfræði en hagfræði og dokt- orsritgerð hans fjallaði um þjóðfé- lagsþróun á íslandi á 19. og 20. öld, sérstaklega með tilliti til stétta- skiptingar. Einkum var Jóhannes að horfa til þess hvernig synir fet- uðu í fótspor feðra sinna og veldu sér starfsstétt eftir því. Hver var meginniðurstaðan? í fótspor feftranna „Hún var sú að lengi var þjóðfé- lagið í fostum skorðum stéttaskipt- ingar þar sem í raun aðeins afkom- endur menntamanna og höfðingja áttu kost á menntun og veraldleg- um frama. Þetta breyttist á seinni- hluta síðustu aldar og fram eftir þessari samfara miklum breyting- um á atvinnuháttum og því að fleiri áttu kost á menntun og nýj- um störfum. Það stuðlaði að meira DVWNDIR 4>OK Jóhannes Nordal, formaöur auðlindanefndar „Þaö kom mér alveg á óvart þegar ég var spuröur hvort ég myndi taka kosningu til for- mennsku í þessari nefnd. Mér fannst satt aö segja tötuvert mikiö í ráöist og var fyrirfram alls ekki viss um verulegan árangur. “ jafnræði og dró úr stéttamun. Það er hætta á því að þegar dreg- ur úr rótinu sem fylgja miklum þjóðfélagsbreytingum, t.d. flutning- um úr sveit í borg, skapist á ný að- stæður tO stéttamunar. Ég hef ekki fylgst náið með rannsóknum á þessu sviði en tel að greina megi viss teikn þess að hér sé að mynd- ast borgaralegt samfélag með meiri stéttamun en áður þekktist.“ „Það er hœtta á því að þegar dregur úr rótinu sem fylgja miklum þjóð- félagsbreytingum, t.d. flutningum úr sveit í borg, skapist á ný að- stœður til stéttamunar. Ég hef ekki fylgst náið með rannsóknum á þessu sviði en tel að greina megi viss teikn þess að hér sé að myndast borg- aralegt samfélag með meiri stéttamun en áður þekktist. “ Hugfti á fræftistörf frekar en bankamál Hefðir þú kosið að sinna félags- fræðinni meira en raun varð á? „Ég taldi lengi vel að eftir nám yrði starfssvið mitt einkum fræðistörf í félagsfræði og hag- fræði en ekki bankamál og pen- ingastjórnun eins og raunin varð. Upphaf þess má rekja til þess að ég fékk sumarstarf við Landsbankann meðan ég var I námi og skrifaði þá ársskýrslur bankans. Þegar ég lauk námi var mér síðan boðið að verða hag- fræðingur bankans og þannig leiddi eitt af öðru.“ Dulin völd eru verst Jóhannes var árum saman tai- inn einn valdamesti maður ís- lensks samfélags og starf hans talið að minnsta kosti ígildi ráð- herrastóls. Hann byggði Seðla- bankann upp úr einni skrifborðs- skúffu í Landsbankanum, ráðlagði ríkisstjórnum margra áratuga um efnahagsmál, stýrði nefndum um uppbyggingu í stóriðju og fleira mætti nefna. Er þetta réttmæt skilgreining á völdum hans? „Mér finnst umræða um þau völd sem þessum störfum voru tal- in fylgja ekki skipta máli. Hins vegar er ég þakklátur fyrir að fá tækifæri til að fást við verkefni sem voru bæði áhugaverð fyrir mig sjálfan og vonandi til gagns fyrir land og þjóð. Dulin völd eru verst en þau völd sem beitt er fyrir opnum tjöldum af mönnum sem eru ábyrgir gerða sinna eru af hinu góða ef völd eru yfirleitt af hinu góða.“ Mál aft deilum linni Nú hafa viðbrögð margra valda- manna í samfélaginu við áliti auð- lindanefndar verið fremur já- kvæð. Hverju viltu spá um afdrif þessa nefndarálits. Mun þetta verða fyrsti áfanginn á leið til sátta eða munu áfram verða átök um kvótakerfi og fiskveiðistjóm- un? „Öllum er ljóst að þetta er að- eins áfangi á leiö til sátta. Það verður heldur aldrei hægt að finna hina fullkomnu lausn sem allir eru ánægðir með. Kvótakerf- ið og lög um fiskveiðistjómun hafa valdið illvígum deilum sem hafa eitrað út frá sér í samfélag- inu. Ég tel að menn séu nú sam- mála um að mál sé að þeim deil- um linni. Ég er svo bjartsýnn að ég leyfi mér að túlka viðbrögð manna á þann veg að þeir séu nú tilbúnir að gera alvarlega tilraun til þess að ná þeim sáttum." -PÁÁ Deilurnar um kvótakerfið: Mál að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.