Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Side 15
15 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 I>V Helgarblað Hópur íslendinga í Noregi hjálpar löndum sínum að nema land í Noregi: Heia Norge! - 14 íslendingar sóttu um norskan ríkisborgararétt á síðasta ári í Noregi búa nú um fjögur þúsund íslendingar og tala þeirra sem þangað flytjast búferlum frá Fróni fer hækk- andi ár frá ári. I fyrra sóttu 14 íslend- ingar um norskan ríkisborgararétt og til að gefa dæmi um ágang íslendinga til Noregs fluttu 910 manns til landsins árið 1998. íslendingurinn Styrmir Jóhannes- son er alls ekki hissa á þessu en hann hefúr búið í Noregi á 11 ár. „Það er ekkert nema gott um Noreg að segja,“ segir Styrmir sem er ekki á leið heim á næstunni. „Hér er nóga atvinnu að fá og laun- in eru minnst þrisvar sinnum hærri en á íslandi," upplýsir Styrmir sem finnst ekki skrýtið að íslendingar hafi áhuga á að flytja til Noregs. „Norð- menn vilja lika gjaman fá íslendinga til landsins þar sem við erum talin vinnusöm þjóð og þvi eftirsóttir starfs- kraftar," segir Styrmir. Styrmir býr ásamt íslenskri fjöl- skyldu sinni í Tromsö þar sem hann leggur stund á tölvunám. Af fógrum orðum hans um Noreg virðist sem hann hafi fúndið gullnámu sem hann vill þó síður en svo sitja einn að. Það sannast best á því að hann hef- ur, ásamt nokkrum íslendingum sem reka sameignarfélagið Norice, tekið saman hefti fyrir áhugasama fslend- inga sem vilja flytjast búferlum til Nor- egs. í heftinu er m.a. að finna upplýs- ingar er varða stofiiun fyrirtækja, um- sóknir varðandi sjóðakerflð, bankavið- skipti, atvinnumöguleika almennt, at- vinnuleysisbætur, skólamál, dagvist- Gott land Styrmir Jóhannsson hefur búið í Noregi í 11 ár. „íslendingar plumma sig vel hér í Noregi enda líta þeir ekki á velferðarkerfiö sem fríðindi og því eru þeir vel liðnir, “ ségir Styrmir sem hér kastar fyrir lax í Reisaelva í Norður-Noregi. un, skatta einstaklinga og fyrirtækja sem og heilbrigðismál, svo fátt eitt sé nefnt, en heftið er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Norice: www.norice.com. „Norska þjóðfélagskerfið er allt öðruvísi og allt aðr- ar reglur og lög gilda um svo margt þannig að heftið ætti að koma mjög vel að notum fyrir þá sem vilja sýna fyrirhyggju og ábyrgð og sleppa við að lenda i alls konar óþægiiegum og jafnvel mjög „Vmnuvikan er miklu styttri í Noregi og þar sem launin eru miklu hœrri en á íslandi gefast miklu fleiri frístundir med fjöl- skyldunni. Á íslandi er hins veg- ar keppst vib það eins og hœgt er ab koma bömum í langtímavist- un í skólum og/eða í pössun á meðan foreldramir vinna myrkranna á milli.“ kostnaðarsömum vandamálum sem koma upp vegna þekkingarleysis á kerfmu," segir Styrmir. „Við sem stöndum að heftinu erum íslendingar sem fluttum hingað út á árunum 1990 til 1999 og erum öll búsett hér úti enn þá. Það er ekki það að við viljum endi- lega fá fleiri íslend- inga út heldur ein- ungis hjálpa þeim sem hafa ákveðið að koma hingað þar sem við vitum af eigin raun að ekki er auðhlaupið að því að setja sig inn í norska kerfið," segir Styrmir. Styttri vinnuvika fslendingarnir sem eru að flytja til Noregs eru úr hinum ýmsu starfsstéttum og á ýmsum aldri. „Þetta er alls konar fólk, bæði mjög vel menntað sem og lítið menntað, fólk sem er bara orðið þreytt á að fá illa greitt fyrir sín störf og á að standa endalaust í vonlausri kjara- baráttu sem er tómur talnaleikur sem endar alltaf þannig að fólkið stendur í sömu sporum. Sumar stéttir þurfa jafnvel að endurtaka sín verkfoll ár hvert, eins og t.d. kennarar, fólk í heilbrigðisgeiran- um o.fl. menntaðar stéttir sem virð- ast alltaf vera vanmetnar þegar kemur að launageiöslum. Þessu fylgir oft á tíðum tómt basl eða, eins og einn íslendingur sagöi við mig: „ísland er Singapúr norðursins". Hann var búinn að fá alveg nóg og ætl- aði ekki að fara í sitt árlega verkfall sem alveg örugglega skilaði akkúrat engu,“ segir Styrmir og heldur áfram: „Vinnuvikan er miklu styttri og þar sem launin eru miklu hærri en á ís- landi gefast miklu fleiri frístundir með fjölskyldunni. Á íslandi er hins vegar keppst við það eins og hægt er að koma börnum í langtímavistun í skólum og/eða í pössun á meðan foreldrarnir vinna myrkranna á milli,“ segir Styrmir sem segist þó enn vera íslenskur í húö og hár þrátt fyrir að hafa búið svona lengi Norski þjóðhátíðardagurinn Að sögn Styrmis er þaö algiör hátíð aö búa í Noregi miðað við á íslandi, enda nema íslendingar land þar í stríöum straumum. í Noregi. Hann sé t.d. ekki enn kom- in á Telemark-skíði, þó svo hann láti gjarnan lefsur inn fyrir sínar varir. íslendingamir sem standa á bak við Norice bjóða ekki bara upplýsinga- bækling til sölu heldur þýða þeir einnig bréf og aðstoða við að semja umsóknir af ýmsu tagi á norsku. „Norðmenn eru svo miklu nákvæm- ari en íslendingar á allt og allt þarf að vera eftir bókinni og vera mjög form- legt,“ segir Styrmir og bætir við að þeir séu samt alls ekki að gefa manni ýmsar hagnýtar upplýsingar óumbeðn- ir. Dæmi um slíkar upplýsingar er að íslendingar fá 15% skattaafslátt fyrstu fjögur árin sem þeir búa í landinu og um það er ríkisskattstjórinn síður en svo að upplýsa menn. „Upplýsingar sem þessar er gott að fá frá þeim sem hafa gengið i gegnum þetta. Það sparar manni ómældan tíma og fyrirhöfn. Ég vildi óska að hefti sem þetta hefði verið til þegar ég flutti hing- að út,“ segir Styrmir að lokum og býð- ur alla Islendinga sem áhuga hafa á að flytja til Noregs velkomna á heimasíðu þeirra félaga er standa að Norice. -snæ INNKÖLLUN Vegna rafrænnar skraningar hlutabréfa í Granda hf . : - V, • ■■■■ - - - fyrílt. •tv.vix' Mánudaginn 15. janúar 2001 verða hlutabréf í Granda hf. tekin til rafræn- nar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Granda hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifan- legu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Granda hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru auðkennd sem A raðnúmer 1-58, B raðnúmer 1-7, C raðnúmer 1-232, D raðnúmer 1- 6374, E raðnúmer 1-392, F raðnúmer 1-557, G raðnúmer 1-242, H rað- númer 1-386 og I raðnúmer 1-936 og gefin út á nafn hluthafa. Þar til rafræna skráningin tekur gildi verða ný útgefin hlutabréf auðkennd D 6375 og í áframhaldandi númeraröð. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Granda hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Granda hf., Norðurgarði, 101 Reykjavíkeða í síma 550 1000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu ís- lands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun um- sjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reiknings- yfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. STJÓRN GRANDA HF. GRANDIHF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.