Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2000, Blaðsíða 2
ím W9 Napster hefur áhrif í heilbrigðisgeiranum: Skjalaskiptiforrit fyrir sjúkraskýrslur - eykur öryggi sjúklinganna Fjárhagslegur ávinn- ingur er einnig mikill þar sem ekki þarf ákveðinn aðila til að halda utan um þann gríðarlega gagna- grunn sem yrði til ef skýrslurnar væru allar geymdar á einni móðurstöð. Paö er nauösynlegt fyrir starfsfólk í heilbrigöisgeiranum aö geta á einfaldan og öruggan hátt komist yfir sjúkraskýrslur sjúklinga svo hægt sé aö gefa rétta meöferö í hvert skipti. Fyrirtækið CareScience er nú að vinna við þróun á hugbún- aði sem svipar til tónlistar- skjalaskiptifor- ritsins Napster, hægt að flytja upplýs- ingar beint úr einni tölvu í aðra, nema hvað það mun sjá um að koma sjúkraskýrslum frá einum lækni til annars á fljótlegan og öruggan hátt. Samkvæmt nýrri skýslu sem kom út í Bandaríkjunum deyja að minnsta kosti 50.000 manns árlega vegna mis- taka í meðferð sem rekja má til þess að læknar og aðrir heilbrigðisstarfs- menn hafa ekki fengið skjótan aðgang að sjúkraskýrslum sjúklinga. „Heilagur kaleikur“ CareScience byrjaöi þróun hug- búnaðarins, kallaður „CareScience Care Data Exchange“, í nóvember á seinasta ári og áætlar að gefa út beta-útgáfu í janúar á næsta ári. Hugbúnaðurinn mun hafa mikla hagræðingu í fór með sér ef hann kemur til með að virka fuUkomlega. Ekki er lengur þörf á að hlaupa um með skýrslur á pappírsformi sem sparar tíma þar sem ekki fer bara timi í að sækja skýrslumar heldur þarf einnig fá leyfi til að taka þær. Fjárhagslegur ávinningur er einnig mikill þar sem ekki þarf ákveðinn aðila til að halda utan um þann gríðarlega gagnagrunn sem yrði til ef skýrslurnar væru allar geymdar á einni móðurstöð. David Brailer, læknir og fram- kvæmdarstjóri CareScience, segir að öruggur og auðveldur aðgangur sé álitinn nokkurs konar „heilagur kaleikur" í heilbrigðisgeiranum þar sem fjöldi mistaka og ónauð- synlegra meðferða verði til vegna vitlausra og ófáanlegra upplýsinga um sjúklinga. Hann tekur sem dæmi: „Það að vita ekki hvaða hugsanlegum lyfjum sjúklingur er á getur leitt til þess að læknir gefur honum önnur lyf sem getur leitt til ofnæmisviðbragða þegar lyfin koma saman.“ Fyrri tilraunir kostnaöar- samar Fyrri tilraunir til að gera aðgang að sjúkraskýrslum auðveldari hafa faflið um sjálfar sig. Ein þeirra stefndi að því að búa til miðlægan gagnagrunn sem reyndist vera afar kostnaðarsamur í rekstri. Auk þess komu upp vandamál þar sem fólk taldi sig eiga skýrslumar og vildi ekki láta þær af hendi. Með nýja hugbúnaðinum er hins vegar búið að komast hjá því þar sem fólk á skýrslumar á tölvunni sinni en aðrir geta þó fengið aðgang að þeim ef á þarf að halda. Nýtt Palm-stýrikerfi fyrir handtölvur: Ekki lengur bara skipuleggjarar - getur næstum nýtt Blátannartæknina Meö Palm OS 4,0 veröur hægt aö hafa samskipti viö aðrar þráölausar hand- tölvur í gegnum mörg mismunandi kerfi þráölausra neta. dagsetning hefur verið gefin upp um hvenær fullunnin útgáfa kemur á markað. Á meðal þess sem Palm OS 4,0 býður upp á er möguleiki á að lesa algengar skjalagerðir sem notaðar em á aukaminnishlutum eins og minniskortum auk þess að geta keyrt forrit sem geymd em á kort- unum. Einnig býður stýrikerfið upp á samskipti við þráðlaus sam- skiptatæki eins og gsm-sima og þráðlaus módem eins og reyndar er hægt á núverandi stýrikerfi. Hins vegar er búið að útvíkka þessa að- gerð þannig að lófatölvur með Palm OS 4,0 munu geta haft samskipti við aðrar þráðlausar handtölvur á fleiri gerðum þráðlausra neta. Vef- klipparinn, forrit sem sniður vef- síður niður svo innihald þeirra komist til skila á litlum skjám handtölva, hefur einnig verið stækkaður og lagfærður. Að lokum var tilkynnt að Palm OS 4,0 væri hér um bil reiðubúið að nýta sér Blátannartæknina, þráðlaust net sem gerir þráðlausum samskipta- tækjum sem eru stutt hvort frá öðru kleift að tengjast. Enn vantar þó eitthvað upp á bæði hugbúnað og einnig vélbúnað í lófatölvur. Að lokum var tilkynnt að Palm OS 4,0 væri hér um bil reiðubúið til að nýta sér Blátannar- tæknina, þráðlaust net sem gerir þráðlausum samskiptatækjum sem eru stutt hvort frá öðru kleift að tengjast Enn vantarþó eitthvað upp á bæði hugbúnað og einnig vélbúnað f lófatölvur. Tilvalin jolagjof Hugbúnaður Palm Comput- ing, framleið- andi Palm-lófa- tölvanna, kynnti í síðustu viku á Palmso- urce hönnuðaráðstefnunni nýjustu útgáfuna af Palm-stýrikerfinu, Palm OS 4.0. Það er ætlun fyrirtæk- isins að Palm OS 4,0 breyti Palm lófatölvunum úr einfoldum skipu- leggjurum í átt aö eiginlegum tölv- um. Hugbúnaðarfyrirtækjum var boðið að verða sér úti um beta-út- gáfu af nýja stýrikerfinu. Engin I UJJll'JiJj' 1.995 kr. Moulinex gufustraujárn 1400 W, álbotn Gufuþrýstingur 15g/min HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is j'lJulíJj' . Líf lengt um helming Hópi visinda- manna tókst að lengja líf ávaxta- flugna um rúm- lega helming með því að fikta í genamengi flugnanna. Flugurnar lifa venju- lega aðeins í 37 daga en þær sem vísindamennirnir voru búnir að krukka í lifðu að meðaltali 69-71 dag en sumum tókst að tóra allt í 110 daga. Til að ná þessum árangri var komið fyrir villu í einu geni flugnanna sem hefur áhrif á hvemig líkami þeirra geymir og nýtir orku. Þessi rannsókn er talin vera mikilvæg með tilliti til rannsókna á auknum lifslík- um manna. Genið sem krukkað var í hef- ur fengið heitið Indy sem er skammstöfun á „I’m not dead yet“ (í. ég er ekki enn dauður), setning sem tekin er úr Monty Python-myndinni „The Search for the Holy Grail“. Óæskileg ímynd vísinda- manna Samkvæmt könnun um hvernig vísinda- menn líta út og gerð var meðal átta og níu ára grunnskólabarna í Leicester, Englandi, og Perth, Ástralíu, sjá þau fyrir sér mið- aldra hvítan karlmann sem skemmtir sér aldrei. Krakkarnir voru beðnir um að teikna mynd af því sem þeim fannst vera vís- indamaður. Yfirgnæfandi líkur voru á því að þau teiknuðu hvít- an miðaldra karlmann með und- arlega útlítandi hár og einhvers konar skegg með gleraugu og í hvítum slopp. Lítið var um að konur væru teiknaðar og einnig aðrir kynþættir mannkyns ann- ar en hvítur, jafnvel ekki af ein- staklingum þessara hópa. Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og telja að þúsundir væntanlegra vísindamann tapist vegna þess- arar ímyndar. Sagt er að krakk- ar verði að fá áhuga á vísindum fyrir 11 ára aldur svo þeir leggi hugsanlega fyrir sig slíkt nám. Bush ekki jafn tæknisinn- aöur og Clinton Hátækniiðnað- urinn og netfyr- irtæki í Banda- ríkjunum bíða eftir því hvemig ný rikisstjórn Bandaríkjanna meö George W. Bush í forseta- stól tekur á málefnum tengdum tölvuiðnaðinum. Fráfarandi for- seti, Bill Clinton, lagði mikla áherslu á þennan málaflokk og reyndi að gera veg hans sem mestan. Það er hins vegar vitað að Bush gerir ekki málaflokkn- um jafn hátt undir höfði og Clinton en ekki er enn vitað hversu mikla áherslu Bush leggur á hann. Bush hafði 440 manna ráðgjaf- arnefnd meðan á kosningabar- áttunni stóð sem lagði fram til- lögur sem hann gerði að sínum. Á meðal þess er fjölgun Hl-B vegabréfsáritana svo fleiri er- lendir tölvuforritarar geti fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, áhersla á áframhaldandi þróun líftækniiðnaðarins og áhersla á þróun Netsins sem fríverslunar- svæðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.